Morgunblaðið - 19.04.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 19.04.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is E vgenia Ilyinskaya er mikill íþróttagarpur. Hún stundaði dokt- orsnám í Cambridge þar sem hún komst í úrvalslið í róðri og keppti á móti Oxford í árlegri viðureign liðanna sem á sér langa sögu. Hún er nú önnum kafin við að undirbúa sig fyrir hálfan Járnkarl sem hún mun takast á við í sumar. Stífar æfingar „Ég æfði listskauta þegar ég var yngri en byrjaði að æfa fyrir al- vöru í háskóla. Ég lauk BS-gráðu frá London og síðan doktorsnámi í Cambridge. Ég byrjaði að róa í London en róðurinn varð að alvöru í Cambridge þar sem hann er stór íþrótt. Þar komst ég í úrvalslið þar sem æft var til að keppa á móti Ox- ford í árlegri keppni. Róður er mjög vinsæll á meðal stúdenta en flestir æfa að gamni sínu. Úrvals- liðin æfa hins vegar mikið og mað- ur þurfti að vinna fyrir því að kom- ast í liðið. Við rérum út á ána fimm sinnum í viku og önnur sex eða sjö skipti í viku vorum við inni á róðra- vélum, lyftum lóðum og stunduðum jóga. Svo þurfti maður að passa mataræðið, segir Evgenia. Lifði fyrir ástríðuna Hún segir skemmtilegt kannski ekki vera rétta orðið yfir þennan tíma. Þetta hafi verið ástríðan sem hún lifði fyrir þetta og hugsaði um lítið annað. „Af því að maður lagði svo mikla líkamlega og andlega vinnu í þetta þá var þetta ekkert allt skemmtilegt. Maður varð oft fyrir vonbrigðum þegar maður stóð ekki undir væntingum og þegar illa fór og maður tapaði. Það var versta áfall og maður þurfti að vera jafn andlega sem lík- amlega sterkur,“ segir Evgenia. Hún segir meiri hefðir vera í kring- um karlaliðið en það hefur verið til í ein 150 ár. Konur byrjuðu að róa 1927 en þær máttu þá bara vera í kjólum og máttu ekki vera úti á ánni á sama tíma og Oxford og Cambridge. Dæmt var eftir því hversu fallega þær réru ekki hversu fljótar þær voru. Konur máttu ganga í háskóla en ekki út- Konur máttu bara róa í kjólunum Evgenia Ilyinskaya keppti í úrvalsliði ræðara í Cambridge á námsárum sínum. Hún starfar nú sem eldfjallafræðingur á Veðurstofu Íslands og æfir sund og stund- ar hjólreiðar af kappi til að æfa sig fyrir Járnkarlinn í sumar. Morgunblaðið/Golli Ánægð Evgenia nýtur þess að fara í Fossvoginn til að hjóla og hlaupa. Gott lið Kvennaliðið stóð þétt saman gegn andstæðingum sínum í Oxford. Fátt er betra en að fara í góða göngutúra í páskafríinu til að hrista af sér streitu og annir hversdagslífsins. Þá er um að gera að kanna nýjar slóðir og til að finna slíkar er upplagt að fara inn á vefsíðuna www.ganga.is. Vef- urinn er samstarfsverkefni Ung- mennafélags Íslands, Ferða- málastofu og Landmælinga Íslands en UMFÍ rekur og hefur umsjón með vefnum. Á honum er að finna upplýsingar um 800 gönguleiðir á Íslandi ásamt áhugaverðum fróð- leik fyrir göngu- og útivistarfólk. Gönguleiðirnar eru útlistaðar á sérstökum kortavef, sem hægt er að skipta upp eftir landshlutum eða þysja inn á sérstök svæði. Fyr- ir utan greinargóðar lýsingar á styttri og lengri gönguleiðum bæði á láglendi og upp á fjöll, eru merktar inn á kortavefinn sund- laugar, tjaldstæði, neyðarskýli, heilsugæslur og golfvellir svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru á síðunni fréttir úr heimi göngufólks og útivistar, sagt er frá verkefninu Fjölskyldan á fjallið sem á að hvetja fjölskyldur til fjallgangna, finna má umfjöllun um náttúrusvæði og þjóðgarða og svo mætti lengi telja. Hreint frábært framtak sem ætti að gefa hverjum sem er nýjar hugmyndir að því hvernig njóta má útivistar og hreyfingar á ein- faldan, ódýran og skemmtilegan hátt. Vefsíðan www.ganga.is Morgunblaðið/Kristinn Gönguferð Hressandi ganga er góð fyrir líkama og sál. Viðamikill kortavefur um gönguleiðir Það er ótrúlega mikil stemning sem fylgir því að mála á hænuegg í að- draganda páska og því tilvalið að nota rólegu dagana í dymbilvikunni til þess arna. Skemmtilegast er auð- vitað að blása út úr eggjunum áður en hafist er handa við skreytingarnar þannig að þau verði fislétt og upp- hengjanleg sem skraut á eftir. Í raun krefst blásturinn ekki mik- illar kúnstar heldur gera menn lítil göt, hvort í sinn enda eggsins, og blása í annað þeirra. Svo má skemmta sér við að sjá þann sem blæs eldroðna og tútna út í framan við áreynsluna. Þeir sem ekki treysta sér í slíkar æfingar geta einfaldlega harðsoðið eggin áður en þau eru máluð en þá þarf að sjálfsögðu að geyma þau í ís- skáp á eftir. Málningargræjurnar þurfa ekki heldur að vera mikilfenglegar; lítill vatnslitakassi og tússlitir duga prýði- lega og svo er bara að láta ímynd- unaraflið ráða við skreytingarnar. Endilega … … málið á egg með börnunum Fjölskyldugaman Það er notaleg stund fyrir páskana að mála saman á egg. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Skráning þátttakenda í Jökulsárhlaup 2011 er nú hafin á vefsíðunni www.jo- kulsarhlaup.is/skraning-2011. Hlaupið er nú haldið í áttunda sinn en það hef- ur verið hlaupið á hverju sumri frá árinu 2004. Sú breyting verður á að nú er fer Jökulsárhlaup fram 6. ágúst, helgina eftir verslunarmannahelgi en ekki fyrir líkt og venjan hefur verið. Þessi nýbreytni ætti að nýtast þeim vel sem vilja einnig hlaupa Laugaveg- inn þar sem nægur tími verður nú til hvíldar milli hlaupa. Hámarksfjöldi þátttakenda Jökulsárhlaupið 2010 var fjölmenn- asta utanvegahlaup landsins en þá voru 360 þátttakendur skráðir í hlaup- ið. Í ár verður settur hámarksfjöldi þátttakenda við 350 hlaupara. Það er því um að gera að skrá þátttöku sem fyrst. Gjald fyrir hlaupið er það sama og í fyrra og er 4.000 kr. afsláttur af skráningargjaldi fram til 14. júní. Hlaupið er með sama sniði og und- anfarin ár. Boðið er upp á þrjár mis- munandi vegalengdir svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Dettifoss – Ásbyrgi er 32,7 km., Hólmatungur – Ásbyrgi er 21,2 km og Hljóðaklettar – Ásbyrgi er 13,2 km. Jökulsárhlaupið fer fram í stórkost- legu umhverfi Jökulsárgljúfra í Vatna- jökulsþjóðgarði. Hlaupið hentar hvort sem er reynslumiklum langhlaupurum og þeim sem vilja takast á við ut- anvegahlaup í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að þessi hlaupaleið eigi engan sinn líka hvað varðar umhverfið. Öll leiðin liggur um stígakerfi þjóðgarðs- ins. Hlaupið er um hrjóstruga mela og grófar klappir, eftir moldargötum í grónu landi og eftir göngu-/fjárgötum í gróskumiklum birkiskógi. Lokaleggur allra leiðanna liggur meðfram barmi Ásbyrgis, þeirri náttúrusmíð sem talið er að Jökulsáin hafi grafið í miklum hamfarahlaupum. Jökulsárhlaup Skráning þátttakenda hafin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.