Morgunblaðið - 19.04.2011, Side 20

Morgunblaðið - 19.04.2011, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 Elskuleg frænka mín er farin á fund þeirra sem hún saknaði svo mikið – Jóhanns Gunnars sem var ástin í lífinu, systranna sjö og yngri bróður síns, Ingi- mars, sem er nýfarinn frá okkur. Seinustu ár talaði Halla mikið um það hvað hún væri einmana að hafa enga af systrum sínum. „Og nú er ég bara ein eftir,“ sagði hún. Það var djúpur söknuður í þeim orðum. Þær voruð svo sannarlega hvor annarri mikil- vægar og góðar systur. „Sam- stilltur systrahópur er Guðs gjöf,“ sögðum við gjarnan og vissum að ekkert kæmi í staðinn fyrir það. Lífsförunauturinn, Jóhann Gunnar, var náttúrlega hinn helmingurinn af Höllu. Þau voru bara Halla og Jóhann – samstillt og góð hjón – gestrisin og gjöful. Ég þakka minni elsku frænku fóstrið þau fjögur ár sem ég naut verndar hennar og Jóhanns. Ég þakka henni fyrir hve hún var ætíð umburðarlynd og fordóma- laus og leyfði mér að vera eins og ég var. Hún hvatti mig til dáða og hvatti mig líka til frekari íhug- unar ef henni fannst eitthvað mega skoðast betur. Ég þakka henni fyrir hvað hún kenndi mér um gildi lífsins – hvað skiptir máli í lífsins ólgu sjó; að lifa lífinu lifandi og láta slag standa. „Stundin kemur ekki aftur,“ sagði hún svo oft. Við fundum okkur oft gæða- stundir – fórum bara tvær eitt- hvað sem okkur fannst skemmti- legt, möluðum um allt sem okkur fannst mikilvægt eða bara hlóg- um að ættingjum og vinum sem okkur þóttu skrítnir og skemmti- legir. Og alltaf brast hún á með ljóð sem hæfði tilefni. Halla hafði Halldóra Ingimarsdóttir ✝ Halldóra Ingi-marsdóttir fæddist í Ingimars- húsi á Þórshöfn á Langanesi 19. júní 1920. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 8. apríl 2011. Útför Halldóru var gerð frá Ak- ureyrarkirkju 18. apríl 2011. ávallt ljóðabækur við höndina og undir það síðasta lá Steinn Steinarr á borðinu hjá henni. Hún var þá að læra heilu kvæðabálkana eftir Stein sem hún fór með fyrir gesti og gangandi og markmiðið var að læra eitt af öðru. Hún sagðist ganga um gólf og hugsa um hvað kvæð- ið væri um og svo allt í einu kynni hún það. Þetta var hrífandi og hún flutti ljóðin af miklum skiln- ingi, ást og aðdáun. Frænka mín var heimskona. Hún var fín dama – elegant og fix. Hún hafði yfir sér konunglegt yfirbragð og var mikill fagurkeri. Það verður að nefna myndar- skapinn á heimilinu, allt bróderí- ið, harðangurinn og fræhnútana, litina og sköpunarflæðið, enda skólagengin dama í sérlegum bróderískóla í kóngsins Köben. Ég man aldrei eftir ótilteknu heimili. Það var allt í röð og reglu og bakað á föstudögum og þá oft- ast jólakökur með kardimomm- um. Ég man heldur aldrei eftir því að það væri neitt að gera hjá Höllu. Hlutirnir gerðust bara fyrirhafnarlaust og án orða. Helsta einkenni frænku minnar var lífsgleði. Það var alltaf gam- an. Hún gerði helst aldrei neitt sem var leiðinlegt. Hvílík blessun að hafa átt svona frænku og að hafa notið umhyggju hennar alla tíð. Nú hafa þær Ingimarssystur allar sameinast með Ingimari bróður sínum í eilífðinni og Halla mín er komin í faðminn hans Jó- hanns. Við hin sitjum eftir með söknuðinn og líka fangið fullt af minningum – minningum sem verma og kalla fram bros um ókomna tíð. Guð blessi mína elskulegu frænku. Afkomendum sendum við Geiri samúðarkveðju. Guðný Helgadóttir. Glæsileg kona er fallin frá. Elsku Halla sem alltaf var svo fín og flott. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast henni Höllu og eyða með henni svo ótal- mörgum stundum, gleðistundum og sorgarstundum. Það var alltaf gaman að vera með Höllu, hún var einstakur sögumaður og fagurkeri fram í fingurgóma. Halla var alltaf fín. Lét aldrei sjá sig ótilhafða, hárið alltaf lagt, farði á kinn og varalit- ur á vörum. Dressin óaðfinnanleg og allt passaði svo vel saman. Hún hafði unun af ljóðum og var óspör á að kenna stelpunum okk- ar ljóð og í seinni tíð höfðu þær það sem heimaverkefni að læra a.m.k. eitt erindi úr ljóði á milli heimsókna og gjarnan eftir Stein Steinarr sem var hennar uppá- halds ljóðskáld. Það þótti sumum skrýtið í fermingarveislu Katrínar sem haldin var daginn eftir andlát Höllu, að við skyldum stilla upp koníaksstaupi við hlið myndar af henni, engum sem þekktu hana þótti það skrýtið! Halla elskaði þennan drykk og reyndar alla áfenga drykki, nema sérrí! Eng- inn fór þó betur með áfengi en hún. Hún tók það loforð af Jóa að þegar hún myndi kveðja þennan heim þá skyldi verða veisla, eng- in leiðindi, engin sorg, heldur fengju allir koníak og nóg af því. Þetta lýsir henni svo vel. Eftir andlát Jóhanns, fyrir rúmu ári, breyttist lífið mikið hjá Höllu. Undir það síðasta var hún tilbúin til þess að fara. Hún vissi að það yrðu fagnaðarfundir hinu- megin þar sem hún trúði því að hún og Jóhann myndu hittast á ný. Missir Jóa míns er mikill. Á milli þeirra var einstakt sam- band, samband vináttu, virðing- ar, ástar og kærleiks. Við höldum þétt utan um hvort annað, stelp- urnar okkar og Möggu. Takk fyrir allt elsku Halla! Kristín Ólafsdóttir. „Eitt sinn verða allir menn að deyja,“ segir í textanum. Ein- hvern veginn fannst mér að það ætti ekki við um Höllu frænku, því hún er eilíf í huga mér. Halla var lífsglöð, bjartsýn, pjöttuð fram úr hófi (í jákvæðustu merk- ingu þeirra orða) og algjör sel- skapsdrottning. Fáar veislurnar lét hún fram hjá sér fara og gest- risin var hún með eindæmum. Alltaf var heimili þeirra Jóhanns opið vinum og fjölskyldu. Þegar ég hitti frænku sýndi hún mér gjarnan eitthvað nýtt – oftar en ekki eitthvað fatakyns – eða þá að hún spurði mig álits á því sem hún klæddist hverju sinni: Helga, finnst þér þessi blússa ekki smart, ég keypti hana um daginn? Eða: Finnst þér þetta ekki passa vel saman? Þá átti hún við það sem hún klædd- ist hverju sinni – og það klikkaði ekki; alltaf var frúin „lekker“. Elsku frænka, þinn tími var kominn. Það fann ég best á því að þér leiddist; allt of lítið að gerast, þróttur þinn til að stunda fé- lagslífið dofnaður, partíið búið. Mikill verður söknuður bróður þíns, Nóa, sem sér á eftir tveimur síðustu systkinum sínum með ör- stuttu millibili. Nú er hann einn eftir af ellefu systkina hópi. Hafðu þökk fyrir allt. Það er sjónarsviptir að jafn stórbrotinni og glæsilegri konu. Þín frænka, Helga Nóa. Gaman er að ganga á fund við gleði þína og láta hana á sálu sína sumarlangan daginn skína. Mér finnst eins og Jóhannes úr Kötlum hefði getað ort „Ljóðabréf til lítillar stúlku“ til Höllu frænku minnar. Hún bjó yfir einhvers konar ljóðrænni fegurð, samt svo jarðbundin. Halldóra Ingimarsdóttir, eða Halla eins og hún var kölluð í fjölskyldunni, var móðursystir mín og ég hef þekkt hana alla mína tíð. Þú ert aðeins ofurlítil yngismeyja, en þeir, sem tímann hjá þér heyja, hugsa ekki til að deyja. Tíminn með henni Höllu allt frá því ég var lítil stelpa var alltaf svo skemmtilegur, hún naut lífs- ins hverja einustu stund og allt sem hún upplifði var sveipað æv- intýraljóma í frásögn hennar. Hún kunni að segja frá, færði svolítið í stílinn og skemmti áheyrendum sínum. Halla var reyndar ekki ein um það í fjöl- skyldunni að vera gædd líflegri frásagnargáfu. Allar systurnar, átta að tölu, höfðu hana í ríkum mæli. Afi og amma, Oddný Árna- dóttir og Ingimar Baldvinsson á Þórshöfn, eignuðust sem sagt átta yngismeyjar, átta stelpur í röð. Það er líkt og ljósið streymi úr lófa fínum, þegar þú hvítum höndum þínum hjúfrar upp að vanga mínum. Halla lést 8. þessa mánaðar og hefði orðið níutíu og eins árs á kvenréttindaginn 19. júní. Í talnaspeki er áttan eilífðartala, tveir hringir tákn eilífðarinnar, hvorki upphaf né endir. Nú hefur hringurinn lokast, nú eru syst- urnar aftur átta í eilífðinni. Og ég þykist vita að það hafi orðið fagn- aðarfundir með þeim, sögur sagðar og hlegið dátt. En það fæddust ekki bara stelpur því þrír strákar fullkomnuðu meist- araverkið og afi þurfti ekki oftar segja „nei, nú dámar mér ekki, enn ein stelpan“. Talan ellefu er meistaratala og þessi ellefu börn voru sannkölluð meistarastykki Halla var gæfumanneskja af því hún var sinnar gæfu smiður. Henni var eiginleg sú list að njóta augnabliksins, vera í núinu. Hún hafði ríka sköpunarþrá og hannyrðir hennar voru listafagr- ar. Hún og maður hennar, Jó- hann Gunnar Benediktsson tann- læknir, áttu mikið safn myndlistar. Þau voru bæði vin- mörg og einstakir höfðingjar heim að sækja. Halla og Jóhann eignuðust tvö yndisleg börn, Margréti og Ás- geir. Storkurinn kom ekki með þau heldur færði guðleg forsjón þeim þau í hendur að hlúa að og elska. Magga litla var þeim gefin við fæðingu og Ásgeir, sonur Jónu systur, var alinn upp hjá Höllu systur. Þannig er það í minningunni, systurnar áttu öll börnin saman og þau voru send landshorna á milli til lengri eða skemmri dvalar. Mér fannst ég eiga marga bræður og systur því við ólumst upp saman, sváfum mörg saman í rúmi, andfætis og ef ekki vildi betur og öll rúm upp- tekin þá í flatsæng undir borð- stofuborðinu. Þegar ég horfi í þessi augu þýð og fögur, finnst mér eins og láð og lögur leysist upp í kvæði og sögur. (Jóhannes úr Kötlum) Ég kveð Höllu frænku mína með söknuði en einnig miklu þakklæti fyrir að hafa átt því láni að fagna að vera henni samtíða. Ég bið allar góðar vættir að blessa Möggu og Ásgeir og þeirra fjölskyldur. Helga Elínborg Jónsdóttir. Elsku langamma. Takk fyrir að vera alltaf þú sjálf og hafa áhuga á og styðja mig í öllu sem ég geri. Alltaf þeg- ar ég kom í heimsókn til þín, þá kenndirðu mér nýtt ljóð, helst eftir Stein Steinar. Nú kann ég fullt af flottum ljóðum, sem eiga eftir að minna mig á þig. Þetta er eitt af þeim, sem mér finnst flott- ust: Ó, sláðu hægt mitt hjarta og hræðstu ei myrkrið svarta. Með sól og birtu bjarta þér birtist vor á ný. Og angan rósa rauðra, mun rísa af gröfum dauðra. Og vesæld veikra og snauðra mun víkja fyrir því. Um daga ljósa og langa, er ljúft sinn veg að ganga, með sól og vor um vanga og veðrin björt og hlý. Þá rís af gömlum grunni hvert gras í túni og runni. Hún, sem þér eitt sinn unni, elskar þig kannske á ný. (Steinn Steinarr) Þú varst alltaf svo hjartahlý og góð og rosalega hress þegar ég hitti þig og alltaf brosandi. Þó þú værir orðin 90 ára þá hljópst þú um gangana með göngugrindina þína. Ég sakna þín alveg óend- anlega mikið, elsku amma mín. Þú ert örugglega besta langamma í öllum heiminum. Margrét Hörn. Elsku besta langamma, takk fyrir allt! Á svona stundum er það eina sem hægt er að hugga sig við, góðar minningar og fjölskyldan. Þú gafst mér og Margréti svo margt sem margir fá aldrei að upplifa. Ljóðin sem þú kenndir mér munu alltaf vera í hjarta mínu með ótal góðum minningum um þig. Þú leist alltaf á björtu hliðarnar á verstu tímum og sást alltaf það góða í öllum. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér og ég vil þakka fyrir allar góðu stundirnar. Nú ertu komin til Jóhanns afa og efast ég ekki um að þið sitjið einhvers staðar þarna uppi með koníaks- glas í hönd og horfið til okkar. Ég kveð þig, elsku amma, með ljóði sem þú kenndir mér: Undarleg ósköp að deyja: hafna í holum stokki, hendur niður með síðum hendur sem hreyfðu lokki. (Hannes Pétursson) Katrín Ósk. Nú er hún Halla farin í ljósið, mikið held ég hún sé ánægð, þar er Jóhann Gunnar og einingin þeirra. Ég heimsótti Höllu síðastlið- inn janúar og í fyrsta skipti var hún ekki full af lífsgleði, hún sagðist vera leið, ljósið hefði slokknað, að hún næði ekki að halda því lifandi í hversdeginum. „Nafna mín, það er svo margt að þakka fyrir, ég hef átt svo skemmtilegt og gott líf, ég hef alltaf verið glöð og kann ekki annað, en það er eins og ljósið hafi bara slokknað í herberginu, bara svona tikk.“ Í sameiningu náðum við þó mjög fljótt að kveikja ljósið með því að lesa saman Stein og rifja upp skemmtisögur af henni sjálfri, m.a. af tilhugalífi þeirra Jóhanns, „take the next boat, letter fol- lows“-sagan og fleiri óborgan- lega fyndnar. Við hlógum, hún auðvitað með tárvot augun af flissi yfr eigin uppátækjum og ég gat enn dáðst að grallaranum af Langanesinu. Mikið sem ég hef litið upp til hennar í gegnum tíð- ina. Þegar ég var lítil naut ég þess að snuddast í kringum hana, það var allt svo ævintýralegt. Halla á Evuklæðunum á teppalögðu bað- herbergisgólfinu að sýna mér jógaæfingar, rekandi út úr sér tunguna, sveiflandi skrokknum fram og til baka… og hlæjandi yfir viðbrögðum mínum og fram- ferði sínu; Halla við baðvaskinn að slá með höndunum upp eftir hálsinum, svo ættar-hesið tæki ekki öll völd; Halla að biðja með mér bænir; Halla að sýna mér nýjan kjól eða nýjan klút; Halla og skartgripir; Halla að leiða mig um töfraheima málverkanna sinna og segja hvert þeirra hún freistaðist til að kaupa síðast. Þegar ég var á Mýrarvegi var ég prinsessan og hún drottningin. Ég er svo lánsöm að mér var gefið nafnið hennar og hún gaf mér þá tilfinningu að fyrir það væri ég sérstök. Er eitthvað stór- kostlegra fyrir barn en að finna að einhverjum finnst maður sér- stakur. Það er mikill hæfileiki að láta barni líða eins og það sé ein- stakt og dýrmætt og svipta það aldrei þeim fjársjóði með ónota- legheitum eða flumbrugangi. Þegar ég eltist áttaði ég mig á því að það var ekki bara nafnið, öðr- um börnum gaf hún líka þessa sömu tilfinningu. Ég veit ekki hvort Halla gerði sér grein fyrir að hún var ljósberi. Ég horfði til hennar sem barn og svo ungling- ur og síðast kona, mig langar að fara full tilhlökkunar í gegnum lífið eins og Halla, með tindrandi ljós í hjarta, og tárvot augun af flissi. Takk fyrir gjafirnar, elsku nafna mín. Halldóra Geirharðsdóttir. Halldóra Ingimarsdóttir er til moldar borin í dag. Hún var sátt við að kveðja, saknaði vinar síns og hlakkaði til endurfundanna. Orð eins og gleði og birta koma upp í hugann, þegar hennar er ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA G. GUÐJÓNSDÓTTIR, Brekkubyggð 12, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 12. apríl. Útförin fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 11.00. Haukur Geir Garðarsson, Katrín Sæland Einarsdóttir, Sigríður Huld Garðarsdóttir, Karl Eggertsson, Heimir Garðarsson, Vala Þórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang- afi og langalangafi, SIGURÐUR STURLUSON frá Þverdal, Aðalvík, Faxabraut 13–15, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi föstu- daginn 15. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 13.00. Kolbrún Sigurðardóttir, Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, Hansína Sigurðardóttir, Pétur Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og amma, ÞORGERÐUR RAGNARSDÓTTIR, Hlíðarhjalla 37, Kópavogi, sem andaðist að kvöldi sunnudagsins 17. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu þriðjudaginn 26. apríl kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á deild L5, Landspítala Landakoti. Þórhallur J. Kristjánsson, Björg Kristjánsdóttir, Magnús Þór Stephensen, Kristján Már Stephensen, Anna Gerða Jonäll og Jónas Karl Jonäll. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI VILBERG SIGURBJÖRNSSON, Laugarásvegi 33, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 17. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Þórhildur M. Sandholt, Guðbjörg Sandholt Gísladóttir, Sigrún Gísladóttir, Hörður Rögnvaldsson, Ásgeir Gíslason, Julia Amporn, Friðrik Gíslason, Guðríður Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.