Morgunblaðið - 26.04.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011
Gildi - lífeyrissjóður
Sætúni 1
105 Reykjavík
Sími 515 4700
www.gildi.is
gildi@gildi.is
Á R S F U N D U R
Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel,
Reykjavík fimmtudaginn 28. apríl kl. 17.00.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
3. Tillögur um réttindabreytingar.
a. Um hækkun vegna örorkuframlags.
b. Um lækkun vegna tryggingafræðilegrar stöðu.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á
skrifstofu sjóðsins og eru birtar á heimasíðunni,
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi
og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum
stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum
standa, fer með atkvæði á ársfundinum.
Reykjavík 12. apríl 2011,
lífeyrissjóður
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
2 0 11
www.gildi.is
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Tugir manna féllu í Sýrlandi í gær
þegar herinn réðst gegn mótmæl-
endum í borginni Deraa í suðurhluta
landsins og í úthverfum höfuðborg-
arinnar Damaskus.
Fréttir herma að í kringum
fimm þúsund hermenn hafi tekið þátt
í árásinni á Deraa og hafi notið stuðn-
ings að minnsta kosti sjö T-55 skrið-
dreka og ónefnds fjölda annarra
brynvagna. Talsmenn stjórnarand-
stöðunnar segja að meira en tuttugu
og fimm manns hafi látið lífið í borg-
inni, en þetta hefur ekki fengist stað-
fest. Þá eru þrettán manns sagðir
hafa fallið í borginni Jabla í norður-
hluta landsins.
Í frétt AFP er haft eftir sjónar-
vottum að hermennirnir hafi skotið í
allar áttir með þungavopnum og vél-
byssum. Leyniskyttur skjóti einnig á
vegfarendur af húsþökum. Þá er sagt
að hermenn hafi skotið á vatnstanka á
húsþökum svo fólki skorti neysluvatn.
Árásin á Deraa er sérstök að því
leyti að hingað til hefur einræð-
isstjórn Assads forseta ekki beitt
skriðdrekum í bardögum sínum við
mótmælendur, en í frétt BBC segir
að allt bendi til þess að stjórnvöld séu
tilbúin að grípa til hvaða aðgerða sem
er til að brjóta hreyfingu stjórnar-
andstöðunnar á bak aftur.
Einræðisstjórnin þurfti síðast að
kljást við mótmæli af þessu tagi árið
1982, þegar faðir núverandi forseta
sendi hermenn inn í bæinn Hama og
er talið að þeir hafi drepið allt að
10.000 manns þar.
BBC hefur eftir talsmanni mót-
mælenda að stjórnin heyi nú grimmi-
legt stríð sem hafi það markmið að út-
rýma lýðræðissinnum í Sýrlandi.
Á föstudag er talið að 95 manns
hið minnsta hafi fallið í Sýrlandi í
átökum við her og lögreglu og þá
féllu tólf í viðbót á laugardag þegar
skotið var á líkfylgdir. Alls hafa
meira en 350 manns fallið í Sýrlandi
frá því að mótmælin hófust í mars-
mánuði.
Tveir féllu í Jemen
Öryggissveitir forsetans Ali Ab-
dullah Saleh skutu tvo mótmælendur
til bana og særðu fjölda annarra í
Jemen í gær. Mótmælt var víða um
landið í gær, eins og verið hefur með
hléum frá því í janúar. Mótmælendur
krefjast þess að forsetinn fari taf-
arlaust frá völdum.
Samstarfsráð Persaflóaríkja
hefur lagt til áætlun sem felur það í
sér að Saleh fari frá völdum innan 30
daga og að honum verði í kjölfarið
veitt friðhelgi. Mótmælendum hugn-
ast það ekki og hrópuðu slagorð gegn
„böðlinum.“ Bandaríkjamenn hafa
hvatt til þess að friðsamlegrar lausn-
ar sé leitað.
Einn mótmælandi lést og um 30
særðust eftir skotárás í Ibb, suður af
höfuðborginni Sanaa, í gær. Í suð-
austurhluta landsins var skotið á
mótmælendur með þeim afleiðingum
að einn þeirra lét lífið. Hundruð
manna særðust í átökum víða um
landið í gær.
Hörð átök í Líbíu
Þá féllu tugir manna í fallbyssu-
árásum líbíska hersins á borgina Mis-
rata um helgina. Stjórnarherinn hef-
ur setið um borgina í meira en fimm
vikur og fyrir helgi sagði stjórn
Muammars Gaddafi að hún hefði gert
hlé á aðgerðum. Það hlé stóð ekki
lengi því frá þeim tíma hafa borg-
arbúar þurft að þola einhverjar hörð-
ustu árásir á borgina frá því að átök
hófust.
Misrata er í vesturhluta Líbíu,
en sá hluti landsins hefur að mestu
leyti verið í höndum stuðningsmanna
Gaddafis. Þess vegna hefur herinn
lagt áherslu á að koma í veg fyrir að
uppreisnarmenn nái fótfestu í Mis-
rata.
Mikið tjón hefur verið unnið á
borginni og hefur meðal annars nýr
spítali orðið fyrir skemmdum. Meðal
þeirra sem féllu í borginni um helgina
er 10 ára gamall drengur.
Silvio Berlusconi, forsætisráð-
herra Ítalíu, sagði um helgina að
ítalski flugherinn myndi taka þátt í
aðgerðum NATO í Líbíu. Hann hafði
áður sagt að Ítalía myndi ekki taka
þátt í árásum á Líbíu vegna þess að
landið hefði um langa hríð verið ný-
lenda Ítalíu.
Reuters
Mótmæli Sýrlendingar mótmæltu stjórn Assads við sendiráð Sýrlands í Amman, höfuðborg Jórdaníu, um helgina.
Sýrlenskum skriðdrekum
beitt gegn mótmælendum
Hundruð hafa fallið í Sýrlandi og vilji stjórnarinnar til að beita ofbeldi hefur
síst dvínað Mannfall í Jemen Ítalía mun taka þátt í árásum á Líbíu
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Undanfarnar vikur hefur leiðtogi
Norður-Kóreu, Kim Jong-Il, heim-
sótt her- og flotastöðvar og óttast
Suður-Kóreumenn að þessar heim-
sóknir geti verið merki um að hern-
aðaraðgerðir af einhverju tagi séu
yfirvofandi. Fjallað er um málið á
vefsíðu suðurkóreska dagblaðsins
Chosun Ilbo.
Vitað er að Kim fór í slíkar heim-
sóknir skömmu áður en n-kóreskur
kafbátur sökkti s-kóresku herskipi
og sömuleiðis áður en norðurkóreski
herinn lét sprengjum rigna yfir suð-
ur-kóreska eyju í nóvember síðast-
liðnum.
Í heimsóknunum hefur Kim lagt
áherslu á að N-Kórea verði að vera
sjálfri sér nóg, en slíkur málflutn-
ingur bendir venjulega til þess að
stjórnvöld eigi í erfiðleikum með að
tryggja sér erlenda aðstoð.
Ein af byggingunum, sem Kim
heimsótti í síðasta mánuði, er hin
svokallaða „bygging númer þrjú“, en
í henni er stofnunin sem sér sérstak-
lega um aðgerðir gegn S-Kóreu og
er talin hafa skipulagt árásina á her-
skipið í fyrra.
Þá vekur það einnig áhyggjur að
n-kóreski herinn hefur undanfarna
daga lagt meiri áherslu á að æfa her-
menn sína í árásum frá sjó og í stór-
skotaliðsárásum.
Chosun Ilbo hefur hins vegar eftir
öryggissérfræðingi að hugsanlega sé
þetta allt saman einfaldlega tilraun
til að auka þrýsting á suðurkóresk
stjórnvöld í þeirri von að þau taki
upp að nýju viðræður við nágrann-
ann í norðri.
Suður-Kórea ótt-
ast fyrirætlanir
Kim Jong-Il
Hegðun leiðtog-
ans svipuð og var
fyrir árásir í fyrra
Reuters
Leiðtoginn Kim Jong-Il.
Afgönsk yfirvöld eru miður sín í
kjölfar þess að 476 talibanar
sluppu úr fangelsi í Kandahar. Alls
komst um þriðjungur allra fanga í
fangelsinu burt í gegnum mörg
hundruð metra löng göng. Þetta
er í annað sinn á þremur árum
sem fangar sleppa úr þessu fang-
elsi.
Málið þykir hið vandræðalegasta
fyrir afgönsk yfirvöld, sem hafa í
auknum mæli tekið við öryggis-
gæslu í landinu. Stefnt hefur verið
að því að erlendar hersveitir verði
með öllu farnar árið 2014.
Nokkrir þeirra sem sluppu hafa
þegar verið handsamaðir.
Hátt í fimm hundruð
talibanar sluppu úr
fangelsi um helgina
Reuters
Fangar Holan sem fangarnir flúðu um.
Yfirvöld í Íran
segjast hafa
fundið nýjan
tölvuvírus, sem
var hannaður til
að dreifa sér um
stofnanir írönsku
ríkisstjórn-
arinnar. Vírus-
inn, sem kallaður
er Stars, er sagð-
ur hafa valdið
minniháttar skaða. Þetta er önnur
tölvuárásin sem gerð er á Íran á
innan við ári.
Gholam Reza Jalali, yfirmaður
varnarmála íraska hersins, segir að
það muni taka einhvern tíma að
komast að því hvert markmiðið var
með hönnun Stars-vírusins. Hann
sagði ekkert um hver væri grun-
aður um að standa að tölvuárásinni.
Í fyrrasumar fannst Stuxnet-
vírusinn sem hannaður var til að
ráðast á úranvinnslu Írana.
Nýr vírus ræðst
á íranskar tölvur
Her Íranskir her-
menn í skrúðgöngu.