Morgunblaðið - 26.04.2011, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Skondnustu til-þrifin í síð-ustu viku
voru tilraunir RÚV
og Baugsmiðla til
að gefa splunku-
nýjar skýringar á
því hvers vegna
hrakspárnar um allt hið óg-
urlega sem fylgja myndi nei í
þjóðaratkvæði rættust ekki.
Það var að mati þessara fjöl-
miðla vegna þess að spámenn
óttans hefðu sjálfir séð um að
spárnar rættust ekki! Það gat
enginn séð þá snilld þeirra fyr-
ir. Þess vegna getur auðvitað
enginn heldur vitað hvort hrak-
spárnar voru sú endaleysa sem
nú virðist komið í ljós. Stein-
grímur og Árni Páll unnu hvern
„varnarsigurinn“ af öðrum
segja þessir fjölmiðlar án flök-
urleika og ekki síður Már, sem
hafði meira að segja hringt
langlínusamtal við útlönd, sem
enginn hefði getað reiknað með
að hann myndi gera. Hversu
lágt geta þessir fjölmiðlar
lagst? Hvorugur þeirra spurði
hina nýkrýndu sigurvegara
varnarstríðsins einnar einustu
af þeim sjálfsögðu spurningum
sem brunnu á öllum. Hvers
vegna ekki?
Neiið vann með yfirburðum.
En óneitanlega verður mönnum
hugsað til þeirra sem krossuðu
við já vegna hræðsluáróðursins
sem þeir tóku gildan. Hvernig
líður slíku fólki nú þegar aug-
ljóst er orðið að það var dregið
á asnaeyrum af ómerkingum?
Forystumönnum þjóðar sem
töluðu máli þeirra sem sóttu að
henni og fóru um með heit-
ingum og illspám í stað raka og
lagalegra sjón-
armiða. Og í stað
þess að biðja þjóð
sína um að fyrir-
gefa sér slíka fram-
göngu fá þeir hjálp
sömu fjölmiðlanna
og héldu hræðslu-
áróðrinum gagnrýnislaust á
lofti til að stunda svo lágkúru-
legan og lélegan blekking-
arleik. En sjálfsagt kemur
þetta allt ekki að neinni sök. Sá
góði meirihluti þjóðarinnar sem
sá í gegnum þetta allt í aðdrag-
anda atkvæðagreiðslunnar ger-
ir það auðvitað einnig núna.
Viðbótin kemur úr röðum
þeirra sem létu blekkjast þá og
hlýtur að líða illa yfir því sjón-
arspili sem sett er upp í stað
uppgjörs og afsökunarbeiðni.
Matsfyrirtækin hafa auðvit-
að áttað sig á að fullyrðingar
sjálfs forsætisráðherra lands-
ins um að höfnun á Icesave
myndi leiða til efnahagslegs
öngþveitis í landinu voru áróð-
ur sem reyndist eiga enga stoð.
En matsfyrirtækjunum var
vorkunn. Fullyrðingar seðla-
bankastjóra landsins um að það
myndi hafa neikvæð áhrif á
lánsfjármat til lengri tíma ef
þjóðin hrúgaði ekki á sig ótrú-
legum skuldum sem hún bar
ekki ábyrgð á og óvissum að
auki voru öfugmælavísa sem
matsfyrirtækin sáu loks að
stóðst ekki skoðun. Áfram-
hópurinn má eiga að hann er
búinn að fela allar þær hrak-
spár sem birtust á síðum hans.
Það bendir til að öllum sé ekki
algjörlega sama um hvað þeir
höfðu sig í að segja á meðan
baráttan stóð.
RÚV og Baugsmiðlar
gera sig hlægilega í
þátttöku spunans
um spárnar sem
ekki rættust}
Eftirleiksspuninn
Ríkisstjórninstendur og
fellur með Þráni
Bertelssyni. Það er
sama fyrirhyggja
og fara í óvissuferð um úfið
hraun og treysta á að stagbætt
dekk og slitið haldi. Ekki verða
margir til að sækjast eftir sæti í
þeim leiðangri. En það spaugi-
lega er að samkvæmt ályktunum
sem pantaðar eru úr kjördæm-
um þingmanna VG sem starfa
vilja í samræmi við stefnu þess
flokks og kosningaloforð þá á
Þráinn að víkja þegar af þingi og
„hleypa“ varamanni sínum
þangað inn. Þráinn er að vísu
ekki nefndur í þessum ályktun-
um. En eitt hlýtur yfir alla að
ganga. RÚV og Baugsfréttastof-
urnar, sem birta jafnan þessar
pöntuðu yfirlýsingar sem fyrstu
fréttir og með löngum viðtölum
við fólk úr „svæðisstjórnum“
flokksins, spyrja
reyndar aldrei um
Þráin. Hvers á hann
að gjalda? Ekki get-
ur það verið vegna
þess að varamaður hans styður
ekki ríkisstjórnina? Ef hinar
nýju kenningar væru réttar og
réttkjörnum þingmönnum (öðr-
um en Þráni) bæri að hypja sig
ef þeir færu úr þingflokki gæti
ríkisstjórn aldrei misst meiri-
hluta sinn hversu sem hún
storkaði stuðningsmönnum sín-
um á þingi. Þá rækju „svæðis-
stjórnir“ ósátta þingmenn út,
þvert á lög og stjórnarskrá og
svo yrði leitað niður eftir öllum
framboðslistanum þar til ein-
hverjir fyndust sem styðja vildu
ósómann. En það er ríkisstjórn-
in sem verður að njóta nægjan-
legs stuðnings á þingi, en þing-
menn eru ekki bundnir af
stuðningi ríkisstjórnar við sig.
Nýjar kenningar um
þingkjör og þingræði}
Svæðisstjórnir
afgreiða pöntun
Þ
að hefur komið stjórnvöldum og mál-
pípum þeirra hjá hinum ýmsu sam-
tökum og stofnunum atvinnulífsins
á óvart að efnahagslífið skuli ekki
vera búið að taka við sér. Fjár-
málaráðherra ritaði jú greinaflokk á síðasta ári
undir yfirskriftinni „Landið er að rísa“ og marg-
oft hefur klisjan heyrst um að „botninum sé
náð“. Þrátt fyrir þetta lætur hagvöxturinn bíða
eftir sér.
Skýringin á því er afskaplega einföld. Til þess
að fá hagvöxt þurfum við fjárfestingu. Ríkis-
stjórnin kæfir alla fjárfestingu í fæðingu. Það
gerir hún meðal annars á fimm vegu:
1. Hið opinbera hefur tekið að láni eða ábyrgst
lán upp á hundruð milljarða króna í erlendri
mynt. Þess vegna hefur ríkið komið á gjaldeyris-
höftum og gerir upptækan mestallan gjaldeyri
sem einkaaðilar vinna sér inn. Erlendir fjárfestar átta sig
á þessari stöðu ríkisins. Ástæðan fyrir því að þeir vilja
ekki fjárfesta hér á landi er að þeir eru logandi hræddir
við að gjaldeyrishöftin verði hert, þannig að arðurinn fest-
ist í landinu, en núna eru arðgreiðslur úr landi heimilar að
fullnægðum mjög þröngum skilyrðum. Ástæðan fyrir því
að fáir vilja lána til fjárfestinga hér á landi er sú hin sama:
Það er óvíst að íslensk fyrirtæki geti greitt til baka í gjald-
eyri, vegna hugsanlegrar gjaldeyrisneyðar ríkissjóðs.
2. Ríkið hefur hækkað skatta á fyrirtæki og almenning í
landinu. Með því að minnka ávinning af framleiðslu
minnkar hið opinbera hvatann til þess að framleiða.
3. Ríkið er rekið með miklum halla, þannig
að lánsfjárþörf þess er mikil. Það dregur því
til sín allt sparifé í landinu, sem annars færi
að einhverju leyti í fjárfestingu.
4. Ríkisstjórnin hefur hótað að gera rekstr-
arumhverfi sjávarútvegsins óbærilegt með
því að gera aflaheimildir upptækar. Þegar
framtíðarhorfur í umhverfi þessa grundvall-
aratvinnuvegar eru svo óljósar bitnar það á
fjárfestingu í greininni. Ef fjárfestingin er lít-
il er framleiðniaukningin lítil.
5. Gjaldeyrishöftin halda uppi óeðlilega háu
gengi krónunnar. Það þýðir að við flytjum
meira inn og minna út en ella hefði verið. Það
þýðir ennþá meiri skuldasöfnun. Til þess að
eiga okkur einhverrar viðreisnar von verðum
við að gefa gjaldmiðlaviðskipti frjáls. Það
verður ekki á meðan ríkið heldur áfram að
skuldsetja sig og lofar að bjarga erlendum eigendum ís-
lenskra eigna um gjaldeyri.
Að öllu þessu óbreyttu er framtíðin ekki björt. Ef
skuldastaða hins opinbera lagast ekki verulega eru líkur á
því að hér verði sett á innflutningshöft, þar sem vörur
verða flokkaðar í „nauðsynjavörur“ og „munaðarvörur“.
Innflutningshöftum fylgja venjulega verðlagshöft og verð-
lagshöftum fylgir skortur og fátækt. Við verðum að beygja
af þessari braut stöðnunar og hafta og inn á braut verð-
mætasköpunar og frelsis í viðskiptum. Aðeins þannig eig-
um við okkur viðreisnar von í náinni framtíð.
ivarpall@mbl.is
Ívar Páll
Jónsson
Pistill
Afar óvænt stöðnun, eða hvað?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
S
vo virðist sem Perú ógæfu
verði allt að vopni. Í júlí
verður þar gengið til for-
setakosninga og fær þjóð-
in að velja á milli tveggja
slæmra kosta.
Annars vegar höfum við uppá-
tækjasaman hermanninn og vinstri-
manninn Ollanta Humala og hins
vegar Keiko Fujimori, dóttur forset-
ans fyrrverandi Alberto Fujimori
sem nú situr bak við lás og slá. Verð-
ur að segjast eins og er að hvorugt
þeirra virðist sérlega gæðalegur leið-
togi fyrir þessa sérstöku suðuramer-
ísku þjóð.
„Fujimorismi“
Hvað varðar stjórnmálalega stefnu
er Keiko skárri kosturinn. Enginn
vafi leikur á að hún mun vilja fylgja
sömu stefnu og faðir hennar markaði
á sínum tíma, þegar hann einkavæddi
ríkisfyrirtæki, kom skikk á óðaverð-
bólgu og önnur vandræði sem vinstri-
maðurinn Alan Garcia skildi eftir sig
árið 1990. Reyndar sýnist sitt hverj-
um um hversu vel ávinningurinn af
einkavæðingar- og frjálshyggju-
stefnu Fujimori gamla skilaði sér til
hins almenna Perúbúa, þó ekki verði
um það deilt að þjónustan hafi snar-
batnað, t.d. hjá fjarskiptafyrirtækj-
unum. Ekki verður heldur litið fram
hjá því að Alberto Fujimori situr bak
við lás og slá fyrir mannréttindabrot,
fjármálamisferli, mútur og símhler-
anir.
Keiko hefur opinberlega varið verk
föður síns og er óhrædd að kalla eigin
stefnu Fujiomorisma. Í einu viðtalinu
kvaðst hún telja föður sinn saklausan
mann og bætti við að forsetinn hefði
vald til að náða saklausa. Síðan þá á
stúlkan að hafa dregið ummælin til
baka og heitið því að beita náð-
unarvaldinu ekki á föður sinn.
Kannski hefur það líka sitt að segja
að verið er að reyna að fá karlinn,
sem enn nýtur mikilla vinsælda hjá
hluta þjóðarinnar, lausan úr stein-
inum á lögtæknilegum formsatriðum.
Til vinstri við Chavez?
Ekki er samt Ollanta Humala
skárri, þó hann þyki sigurstranglegri.
Á upptökum virkar hann ekki mjög
kröftugur og minnir jafnvel svolítið á
einkaspæjarann Monk úr sam-
nefndum þáttum. Ollanta er sonur
harðlínukommúnista og fræðimanns,
Isaac Humala, og árið 2000 stóð hann
fyrir lítilli byltingu í þorpinu Toque-
pala til að mótmæla stjórnarháttum
Albertos Fujimori. Ollanta er langt
til vinstri og tapaði í síðustu kosn-
ingum fyrir miðju-vinstrimanninum
Alan Garcia sem þá sneri aftur í for-
setastól eftir um 15 ára hlé. Var það
talið hafa spillt fyrir Ollanta að hon-
um var líkt við Hugo Chavez og látið í
veðri vaka að þjóðnýtingarplön væru
í bígerð að venesúelskri fyrirmynd.
Ollanta hefur verið skammaður af
bróður sínum Antauro, sem einnig er
hermaður, fyrir að hafa dregið nokk-
uð úr harðlínustefnunni og lýsa sér
sem vinstri-miðjumanni. Antauro
hefur látið hafa eftir sér að hann vilji
þjóðnýta fyrirtæki, og ekki síst fjöl-
miðlana sem séu áróðursvélar vest-
rænna valda sem arðræna þjóðina.
Þessar skoðanir verður að lesa með
hliðsjón af uppeldinu sem þeir bræð-
ur hafa fengið hjá föður sínum Isaac,
sem er hugmyndafræðilegur leiðtogi
róttæks þjóðernissinnaðs stjór-
málaafls sem hefur tengsl bæði við
skæruliða/hryðjuverka-hreyfing-
arnar Túpac Amaru og Hinn skín-
andi stíg. Haft hefur verið eftir Isaac
að hann hafi af ásetningi sent syni
sína í herinn, þar sem herþjónsta
væri greið leið til valda, jafnvel með
valdaráni. Keiko og Ollanta eiga það
sameiginlegt að eiga ættingja í stein-
inum, en Antauro situr nú í fangelsi
fyrir misheppnað vopnað uppþot í
bænum Andahuaylas sem kostaði
a.m.k. fjóra lífið.
Pabbastelpu eða
vandræðagemling?
Valkvíði Perúbúar fá að velja milli Ollanta Humala og Keiko Fujimori í
seinni umferð forsetakosninganna. Bæði hafa vafasaman bakgrunn.
Reuters
Keiko varð að forsetafrú þegar
foreldrar hennar skildu í illu og
er rétt nýbúin að ná 35 ára ald-
urslágmarkinu til að vera gjald-
geng í forsetaembættið. Hún
hefur setið á perúska þinginu,
án sérstakra afreka, menntaði
sig í viðskiptafræðum við fínan
háskóla í New York og stofnaði
fjölskyldu með Bandaríkja-
manni. Hvort hún kemur vel fyr-
ir verður hver að dæma fyrir sig.
Sá sem þetta skrifar getur ekki
sagt að traustið beinlínis hellist
yfir hann þegar horft er á mynd-
skeið með þessari ungu stjórn-
málakonu. Illkvittnari gagnrýn-
endur Keiko líkja henni við
pandabjörn.
Takmörkuð
útgeislun
UNGA FORSETAFRÚIN
FangiAlberto Fujimori situr í stein-
inum fyrir ýmis afbrot.