Morgunblaðið - 26.04.2011, Síða 19

Morgunblaðið - 26.04.2011, Síða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 Þóroddur S. Skaptason lögg. fasteignasali GARÐATORGI 7 210 GARÐABÆ Sími 545 0800 gardatorg@gardatorg.is www.gardatorg.is Mjög snyrtilegt og gott 590 fm atvinnuhúsnæði með tveim góðum innkeyrsludyrum. Aðalhæðin er ca 500 fm. einn salur! Efri hæð er ca 90 fm. skrifstofurými, eldhús og snyrting. Hagstætt verð. Sölumaður: Arnar Sölvason GSM: 896-3601 720 fm lagerhúsnæði að Stórhöfða. Leiguverð aðeins 750kr. fm. Sölumaður: Arnar Sölvason GSM: 896-3601 SKÚTUVOGUR 12 - REYKJAVÍK TIL LEIGU LAGERHÚSNÆÐI Skrásetjari þessarar greinar er eftirlauna- þegi sem fær greiðslur úr lífeyrissjóði sem þegar hafa verið skert- ar um 10%. Mjög lík- legt er að launþegar þurfi að reikna með frekari skerðingum eftirlaunagreiðslna. Skertir möguleikar eru til að ávaxta sjóðina. Ekkert er að gerast í atvinnulífinu, félög eru að flýja Kauphöll, sum af bestu fyrirtækjun- um eru að flýja land og gjaldeyrir fæst ekki til fjárfestinga erlendis. Launþegar þurfa því að fara varlega og huga vel að sínum varasjóðum. Opinberir starfsmenn standa betur að vígi með verðbættan lífeyrissjóð. Við hrun bankanna varð fall á krónunni, vísitölur fóru á skrið og fjöldi heimila lenti í greiðslufalli. Ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum að kröfu fólksins við mikinn trommuslátt og stundum óheppileg skrílslæti og skemmdarverk. Ný stjórn tók við undir forystu Samfylk- ingarinnar, SF, sem vildi betri verk- stjórn. Nú skyldi slá skjaldborg um heimilin og koma þeim til bjargar hið snarasta. Lítið sem ekkert hefur gerst þeim til hjálpar á þeim árum sem stjórn SF og VG hefur haldið völdum, en þeir hafa þó afrekað að loka súlustöðum og eru nú á fullu við það flókna verkefni að hækka bíl- prófsaldurinn. Einn ráðherra vinnur að samningum um stóriðju meðan kollegi kemur í veg fyrir samninginn með töfum og tilskipunum. Tafir verða á að hundruð starfa verði til á Suðurnesjum. Er möguleiki á að þetta sé gert til að klekkja á stjórn- völdum staðarins sem hafa lengi náð yfirburðakosningu til sveitastjórnar en flokkur þeirra er í stjórnarand- stöðu á Alþingi? Á þessu svæði er at- vinnuleysi það mesta á landinu. Ann- ar ráðherra tefur mál á skrifborði sínu og grípur síðan til ólöglegra að- gerða til enn meiri tafa og fær á sig dóm Hæstaréttar fyrir afglöpin. SF fann verkstjóra fyrir nýja rík- isstjórn til að stjórna skjaldborginni, en sá hefur alveg misskilið hverju skal stjórna. Dúndurkraftur hefur farið í að reyna að berja þjóðina til að greiða hundraða milljarða raunskuld einkafyrir- tækis sem stóran þátt á í gjaldþroti þjóðarinnar og flestir telja að okkur beri alls ekki að greiða. Forseti vor, samflokks- maður verkstjórans, hafði vit fyrir verk- stjóranum og þjóðin margfelldi af- glöpin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjaldan hafa heyrst stærri fullyrð- ingar og hótanir en komu frá verk- stjóranum og aðstoðarverkstjór- anum. Ef lýðurinn hlýddi ekki hefði hann verra af. En lýðurinn sigraði. Nýi verkstjóri ríkisstjórnarinnar er á svipuðum aldri og skrásetjari þessa greinakorns og því skil ég vel að minnið sé farið að gefa sig. Hún hundskammar íhaldið fyrir allt það vonda sem íhaldið gerði á sínum stjórnarárum en virðist ekki muna að hún var sjálf ráðherra í þeirri stjórn! Skjaldborgarstjórnin átti engar úrlausnir, en eitthvað varð að gera til að kaupa sér frið frá fólki sem var að missa eigur sínar. Flokk- ur í stjórnarandstöðu lagði til að skuldir þeirra sem verst væru stadd- ir yrðu lækkaðar með flötum nið- urskurði, en tillögur annarra flokka taldi verkstjórinn ekki nothæfar. Dómar féllu í nokkrum gengis- tryggðum, ólöglegum lánum. Lög- menn hafa næga vinnu við að fá dómstólana til að leiðrétta lánaskil- mála en lánafyrirtækin telja sig ekki þurfa að fara eftir þeim. Til er orðatiltæki sem segir að þegar einhver er búinn að gera stóra vitleysu þá hafi hann hafi pissað í skóinn sinn. Verra er þegar pissað er í skó annarra. Ríkisstjórnin fann bjargráð sem gat tímabundið deyft vandamál fjölskyldna sem sáu ekki fram úr greiðsluvanda sínum. Segja má að ráðið sé allt að því glæpsam- legt og aðeins bráðabirgðaredding sem kemur þolandanum mjög illa síðar. Sett voru lög sem leyfa fólki að innleysa ákveðna upphæð af viðbót- arsparnaði sínum, sem upphaflega átti ekki að taka út fyrr en eigendur næðu réttum aldri. Þessi skítaredd- ing hefur á þessu ári fengið end- urnýjun lífdaga með nýjum lögum sem framlengja heimild til úttektar á sparnaðinum. Þessi varasjóður var hugsaður til að bæta upp mismun á lífeyri og fullum launum á efri árum. Aðallega yngra fjölskyldufólk notar þessa aura til að reyna að bjarga fjölskyldulífinu og eigum sínum. Greitt er af ofurskuldsettum eign- um, sem í of mörgum tilfellum mun ekki takast að bjarga og þá er glæp- ur ríkisstjórnarinnar fullkomnaður. Greiðslurnar renna til fjármála- stofnana sem sumar hverjar eru í eigu ríkisins, byrðarnar skulu lenda á þegnunum, ríkið vill sitt. Þetta er brella mislukkaðrar ríkisstjórnar sem ræður ekki við vandann. Kvik- indisbragð af verstu gerð. Unga fólkið sem í dag reynir að bjarga heimilum sínum mun síðar sjá eftir að hafa látið glepja sig til að grípa til þessara ráðstafana. Ríkisstjórnin hlustar ekki á ábendingar, hún lætur þegnana greiða skaðann sem þjóðin lenti í með aukinni skattlagningu. Hún lofar og svíkur fjölgun atvinnu- tækifæra, skammar stjórnarand- stöðuna fyrir að vera ekki alltaf þegjandi sammála. Annar stjórn- arandstöðuflokkur lagði til að stað- greiðsluskattur yrði lagður á óút- greiddan viðbótarsparnað en það hefði gefið milljarða í ríkiskassann ef ríkisstjórnin hefði séð ljósið. Mikið fé sem hefði runnið beint í ríkissjóð, ekki lán sem greiða þarf og ber auk þess vexti. Það er lítilmannlegt að geta ekki notast við góðar tillögur sem koma frá stjórnarandstöðunni. Það er ekki gott að fá piss í skóinn. Að pissa í skóinn Eftir Gunnar Kr. Gunnarsson »Ríkisstjórnin hlustar ekki á ábendingar, hún lætur þegnana greiða skaðann sem þjóðin lenti í með auk- inni skattlagningu. Gunnar Kr. Gunnarsson Höfundur er lífeyrisþegi. Lögð hefur verið fram á Alþingi þings- ályktunartillaga sem hefur það að mark- miði að taka auðlind frá einu sveitarfélagi til hagsbóta fyrir ann- að. Aðferðafræðin byggist einfaldlega á yfirgangi og valdbeit- ingu í nafni fjölmenn- is gegn þeim aðila sem er fámennari og hefur fátt eitt sér til varnar nema tilvist sína. Þeir sem standa að hinni ein- stæðu þingsályktunartillögu eru Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar í Norð- austurkjördæmi, og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks í sama kjördæmi. Af sóma sínum og heiðri leggja þeir til að þjóðvegurinn til Akureyrar verði styttur um 14 km með því að taka hann framhjá Blönduósi. Í greinargerð með þingsályktuninni segja þeir: „Eðlilega óttast ýmsir íbúar á Blönduósi að missa spón úr aski sínum dragi að ráði úr umferð þar. Á móti kemur að á þriggja kíló- metra kafla nýju norðurleið- arinnar, sem þessi þingsályktun- artillaga fjallar um […] mætti koma upp þjónustu fyrir vegfar- endur sem bætti slíkan missi upp.“ Ferðaþjónustu á Blönduósi meta þeir vinirnir á við eina sjoppu. Það sýnir líklega skýrast hversu vel tvímenningarnir eru að sér. Þeir vilja draga úr tekjumöguleikum Húnvetninga til allrar framtíðar og skenkja þeim eina sjoppu í sárabætur. 17.000 krónur á dag Framkvæmdastjóri Kea- hótelanna hélt því fram í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkru að útlendur ferðamaður sem heim- sækir Akureyri eyði að jafnaði sautján þúsund krónum á dag. Þessi fjárhæð skiptir Akureyringa gríðarlegu máli. Hvað myndi nú gerast vildi svo ólíklega til að ferðamenn vildu framvegis ekki staldra við í bænum? Líklega myndi bæjarfélagið, fyrirtækin og íbúarnir finna ansi illilega fyrir samdrætti í tekjum. Hringvegurinn er mikilvæg auð- lind. Á Blönduósi er gott samfélag. Þar er ferðaþjónustan ekki eins langt á veg komin og á Akureyri en hún og fleiri fyrirtæki treysta á viðskipti við þá sem leggja leið sína um hringveginn. Gott hótel, gistihús og tjaldsvæði stuðlar að því að fólk gistir á Blönduósi. Þar er stór matvöruverslun, veitinga- hús, bakarí, apótek og margvísleg önnur þjónusta. Í stuttu máli sagt, þarna er flest sem þarf svo sam- félagið gangi snurðulaust fyrir sig. Og samfélagið er öll Austur- Húnavatnssýsla, Blönduós er mið- stöð þjónustu fyrir dreifbýlið. Nú er ekki gott að vita af hvaða ástæðu þingmennirnir Sigmundur Ernir og Tryggvi Þór kjósa að líta framhjá þessum staðreyndum. Eitt er þó ljóst. Sá sem heldur því fram að ferðaþjónustan á Blöndu- ósi sé aðeins ein sjoppa fer ann- aðhvort vísvitandi með rangt mál eða er óskaplega illa að sér. Hvort skyldi nú vera verra? Mega viðskipti tapast? Um 900 bílar aka á degi hverj- um í gegnum Blönduós að með- altali allt árið. Á sumrin er með- altalsumferðin miklu meiri eða nærri 1.500 bílar en að vetrarlagi er meðaltalið „aðeins“ um 500 bílar. Miðað er við tölur frá 2009. Hvaða möguleikar eru á því að ferðafólk stoppi á Blönduósi? Um það má eflaust deila. Sé gert ráð fyr- ir því að aðeins 10% bíla stoppi í bænum og í hverjum þeirra sé verslað fyrir um 4.000 krónur er velt- an af þjóðveginum um 138 millj- ónir króna. Þarf samfélagið í Austur-Húnavatnssýslu ekki á þessari veltu að halda? Að þessu leyti er enginn munur á Blönduósi og Akureyri. Bæði samfélögin stóla á tekjur af ferðaþjónustunni. Styrkur Blönduóss kemur öllum íbúum í Austur-Húnavatnssýslu við. Tökum bara eitt dæmi. Stór matvöruverslun Samkaupa Úrvals hefur tekjur af ferðamönnum af þjóðveginum. Dragi úr viðskiptum leiðir það án efa til þess að draga þarf úr starfsmannahaldi, vöruúr- val minnkar, verslunin dregst saman. Gæti ekki verið að eig- endur velti fyrir sér hvort rekst- urinn sé fyrirhafnarinnar virði? Slysin Því hefur verið kastað fram að mörg slys hafi orðið á hringveg- inum sitt hvorum megin við Blönduós og því sé nauðsynlegt að byggja nýjan veg. Þetta eru ekki haldbær rök vegna þess að gall- aðan veg þarf fortakslaust að laga. Ekki dugar að byggja nýjan og skilja „slysagildrurnar“ eftir á þeim gamla. Í þessu felst auðvitað kjarni málsins. Hringvegurinn er ekki öruggur, á honum er margir gall- ar. Nefna má til dæmis einbreiðu brýrnar, hann er víða alltof mjór, vegaxlir eru sjaldgæfar, ekki er skilið á milli akstursstefna, krapp- ar beygjur hafa valdið slysum og fleira má nefna. Í stuttu máli, end- urhanna þarf þjóðvegakerfið ör- yggisins vegna. Þingmennirnir Sigmundur Ern- ir Rúnarsson og Tryggvi Þór Her- bertsson ættu að láta af ofbeldi sínu sem þingsályktunartillaga þeirra sannarlega er. Ef einhver snefill af sóma er til í þeim fé- lögum ættu þeir að draga tillög- una til baka. Ef ekki má alltaf vonast til þess að Alþingi felli hana. Reynt hefur verið að búa til þrætu milli Akureyringa og Blönduósinga. Það hefur ekki tek- ist. Þeir Akureyringar sem ég þekki hafa einfaldlega mikinn skilning á varnarbaráttu sveitarfé- lags á landsbyggðinni. Þó stór sé er Akureyri í sömu sporum gagn- vart höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna skiptir meira máli að efla samtakamátt sveitarfélaga en að koma með vitlausar tillögur sem verða til að sundra þeim. Þingmennirnir Sig- mundur Ernir og Tryggvi Þór beita Húnvetninga valdi Eftir Sigurð Sigurðarson » Sá sem heldur því fram að ferðaþjón- ustan á Blönduósi sé að- eins ein sjoppa fer ann- aðhvort vísvitandi með rangt mál eða er óskap- lega illa að sér. Sigurður Sigurðarson Höfundur er íbúi í Austur-Húnavatnssýslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.