Morgunblaðið - 26.04.2011, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011
Undanfarið hefur verið mikið
framboð íbúða ætluðum öldruðum.
Stóru hjúkrunarheimilin hér á höf-
uðborgarsvæðinu, Eir og Hrafn-
ista, bjóða upp á þjónustu- og ör-
yggisíbúðir en Grund fyrir 60 ára
og eldri. Við í þjónustunefnd LEB
höfum verið að skoða þessar íbúðir
sem eru hinar glæsilegustu á að
líta og haganlega innréttaðar.
Þjónustu- og öryggisíbúðirnar
eru leiguíbúðir með eða án búsetu-
réttar. Afnotaréttargjald eða íbúð-
arréttargjald er upphæð sem
greidd er í upphafi
leigutíma fyrir búsetu-
rétt. Leigan miðast
síðan við þá upphæð
sem greidd er í upp-
hafi en innifalið er
þjónustugjald eða hús-
sjóður. Minnstu íbúð-
irnar eru 63 ferm. en
þær stærstu 101,0
ferm. Lægsta leiga er
36.644 kr. fyrir 63
ferm. íbúð þar sem
búseturéttargjald er
27.750.000 kr. og hef-
ur þá verið greitt að fullu. Hæsta
leiga er 244.173 kr. fyrir 87 ferm.
íbúð þar sem búseturéttur er
37.650.000 kr. en þá eru fimm
milljónir borgaðar inn fyrir bú-
seturéttinn.
Íbúðir fyrir 60 ára og eldri eru
frá 79,4 ferm. til 138,6 ferm.
Lægsta leiga er 112. 940 kr. fyrir
minnstu íbúðirnar og íbúðarrétt-
argjald 7.564.102 kr. Hæsta leiga
fyrir stærstu íbúðirnar er 218.631
kr. og íbúðarréttargjald 14.770.327
kr. Alltaf er tenging á milli upp-
hæðar íbúðarréttargjalds og leigu.
Við þetta bætist hússjóður og bíla-
stæði eru til leigu í bílakjallara.
Einnig er greitt fyrir aðgang að
þjónustu. (Verðið er samkvæmt
verðskrá sem afhent var á kynn-
ingardögum íbúðanna mars-des.
2010).
Eftir vangaveltur okkar þjón-
ustunefndarinnar komumst við að
þeirri niðurstöðu að tilvonandi íbú-
ar þessara íbúða verði að vera eig-
endur verulega stórra einbýlis-
húsa, söluverð venjulegrar
blokkaríbúðar myndi duga
skammt til að fjármagna búsetu í
þessum íbúðum. Ef stefnt er á að
fjölga „sjálfborgandi aðilum“ eins
og við sáum í framtíðarmark-
miðum einhvers staðar verður að
gera okkur eldri borgurum kleift
að borga fyrir okkur á raunhæfu
verði. Verði sem venjulegt eft-
irlaunafólk ræður við og getur
greitt af meðan því endist heilsa
til að nýta þetta búsetuform.
Hjúkrunarheimilin
Heldur dapurleg staðreynd
varðandi aðbúnað heimilisfólks á
hjúkrunarheimilum kom fram í
rannsókn Ingibjargar Hjaltadóttur
um stöðu hjúkrunarheimila gagn-
vart gæðaviðmiðum RAI-mats en
útkoman var að 1⁄3 kæmi mjög vel
út, 1⁄3 viðunandi og 1⁄3 illa út og
þarfnaðist aðstoðar. Sérstaka at-
hygli vekur í skýrslunni mikil
notkun þunglyndis- og svefnlyfja,
sem stórlega eykur líkur á byltum
heimilisfólks og hátt hlutfall legu-
sára. Vonandi verður fljótt og vel
unnið að úrbótum hjá þessum
heimilum því enginn vill búa eða
vita af sínum nánustu við slíkar
aðstæður. En óneitanlega vakna
spurningar á þessum nið-
urskurðar- og uppsagnartímum
um fullyrðingar yfirvalda um að
þjónustugæði minnki ekki. Í dag
nær mönnun varla öryggismörkum
og með þessu framhaldi verður
ekki komist hjá alvarlegum afleið-
ingum bæði fyrir heimilisfólk og
starfsfólk.
Nýjar kenningar í hug-
myndafræði hjúkrunarheimila hafa
verið að ryðja sér til rúms und-
anfarið, t.d. Eden-
hugmyndafræðin og
Lev og bo, þar sem
áhersla er lögð á að
hlúa að andlegri líðan
heimilisfólksins og
sjálfsákvörðunarrétti,
með aukinni þátttöku
þess í heimilishaldinu
og þar með hafi það
áhrif á umhverfi sitt,
allt eftir getu hvers
og eins. Grundvall-
aratriðið er að starfs-
fólkið starfar inni á
heimili fólksins en fólkið býr ekki
á vinnustað þeirra. Dýrahald er
leyfilegt með samþykki heim-
ilisfólks og jafnvel hænur eru úti í
kofa. Matjurtarækt er stunduð þar
sem því er við komið.
En þessi hugmyndafræði geng-
ur ekki upp á meðan heimilisfólkið
er svipt fjárræði og því eru
skammtaðir svokallaðir vasapen-
ingar eftir að óskilgreind dval-
argjöld eru dregin af lífeyr-
isgreiðslum þess. Sömu upphæðar
er krafist þrátt fyrir mismunandi
aðstæður innan sama heimilis, t.d.
einbýli, tvíbýli, lítil eða stór her-
bergi. Hvar er greidd sama leiga
fyrir kjallaraherbergi eða herbergi
með svölum? Grunnhjúkrun ætti
að vera greidd af því opinbera en
önnur útgjöld greiði heimilismaður
sjálfur hafi hann greiðslugetu til.
Gera verður kröfu um að þjón-
ustusamningar verði gerðir við öll
hjúkrunarheimili og fylgt eftir að
við þá sé staðið.
Flutningur málefna
aldraðra
Nú stendur fyrir dyrum flutn-
ingur málefna aldraðra til sveitar-
félaga. Við í þjónustunefnd LEB
álítum að áður en að flutningi
kemur verði að fara fram gagnger
og heildstæð endurskoðun laga um
málefni aldraðra. Lögin eru frá
1999 og eru orðin margbætt og
breytt, nánast stagbætt. Nú er lag
og því tækifæri megum við ekki
glopra niður. Spyrja má: Hvers
vegna þarf sérlög um málefni aldr-
aðra? Er ekki eðlilegast að fella
réttindi aldraðra að lögum um fé-
lagsþjónustu sveitarfélaga? Mik-
ilvægt er að vel sé að undirbúningi
staðið þó að flutningi seinki eitt-
hvað. Gagnger endurskoðun laga
er ekki árlegur viðburður og það
er alltaf erfitt að vera vitur eftir á.
Búseta og
sjálfræði aldraðra
Eftir Bryndísi Steinþórsdóttur,
Jónu Valgerði Kristjánsdóttur
og Ragnheiði Stephensen
»… áður en
að flutningi
kemur verði að
fara fram gagn-
ger og heild-
stæð endur-
skoðun laga
um málefni
aldraðra.
Bryndís
Steinþórsdóttir
Höfundar eru eftirlaunafólk
í þjónustunefnd Landsambands
eldri borgara LEB.
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
Ragnheiður
Stephensen
Á síðastliðnum
tveimur áratugum
hefur íslenskur al-
menningur þurft að
horfa upp á glóru-
lausa stjórnun þar
sem útgerðarmönnum
hefur verið sjálfrátt
að ýmist selja eða
leigja frá sér afla-
heimildir sem í raun
tilheyra þjóðinni. Ef
þessi auðlind hefði
verið þjóðarinnar síðustu 20 árin
og leigð til útgerða á samkeppn-
isgrundvelli hefðu tekjur þjóð-
arinnar numið á bilinu 600-800
milljörðum króna að teknu tilliti
til kostnaðar í dag við veiðar og
vinnslu og svo markaðsverðs. Á
ári nemur þessi tala 30-40 millj-
örðum króna.
Þessar tölur segja okkur hversu
mikil tækifæri hafa farið for-
görðum og eru hér engar ýkjur
hafðar uppi. Það liggur í augum
uppi að framlegð greinarinnar er
ótrúlega mikil (EBITDA) enda til
útgerðir í dag sem leigja til sín
aflaheimildir á verði sem nemur
rúmlega 2/3 af fisverði og samt
komast þær af, með herkjum þó,
enda sömu útgerðir múlbundnar í
klafa lénsfyrirkomulags sem á sér
engan sinn líka í hinum vestræna
heimi nútímans.
Er þetta búið – eða eru enn
tækifæri fyrir íslenska þjóð?
Tækifærin eru svo sannarlega
enn til staðar. Gerum okkur í hug-
arlund að kvótakerfið fari í
þjóðaratkvæði og hvað gæti tekið
við ef kerfið yrði fellt. Í fyrsta
lagi er nauðsynlegt að ríkið leigi
frá sér aflaheimildir með hjálp
fiskmarkaðanna. Leigan færi fram
á rafvæddu uppboðskerfi fisk-
markaðanna sem nær yfir allt
landið og fer fram á verald-
arvefnum. Leigutakar stæðu fram
fyrir því að leigja til sín heimildir
á jafnréttisgrundvelli
en leigusali væri ís-
lenska þjóðin eða hin-
ir raunverulegu eig-
endur auðlindarinnar.
Fiskmarkaðskerfið
myndi vinna í verk-
töku fyrir okkur öll.
Svæðisbinda þyrfti
uppboðin til að
tryggja jafnan rétt
byggða til veiðanna.
Eftir leiguna myndu
bátar róa til fiskjar
en allur afli yrði
skyldaður til sölu á
fiskmarkaði þar sem hann yrði
seldur á hverjum degi til áhuga-
samra kaupenda. Greiðslan fyrir
kvótaleiguna færi frá fiskmarkaði
til ríkissjóðs í hverri viku.
Fiskmarkaðir skila af sér af-
reiknum (koma í stað reikninga
frá útgerð til fiskmarkaða) í dag
til útgerða sem selja afla sinn á
fiskmörkuðum. Eina sem myndi
breytast er að það kæmi frádrátt-
arliður fyrir kvótaleiguna á af-
reikninginn frá fiskmörkuðunum
til útgerðarinnar sem þannig
myndu ávallt tryggja fulln-
aðargreiðslu til leigusalans (okkar
Íslendinga). Kerfi sem þetta
myndi einnig tryggja jafnrétti í
launamálum sjómanna.
Leigan 750 milljónir króna
á viku? Getur það verið?
Gefum okkur að 5.000 tonn af
fiski færu að jafnaði vikulega (ca.
250.000 á ári) í gegnum ímyndaða
kvótaleigu fiskmarkaðanna og
kvótaleiguverðið yrði að jafnaði
150 kr./kg eða 0,15 milljónir króna
pr. tonn. Heildarleigutekjur yrðu
því hverjar? 5000 x 0,15 milljónir
króna = 750 milljónir króna á
viku og 750 milljónir x 52 vikur =
39 milljarðar króna í leigutekjur á
hverju ári.
Hafa ber í huga að útgerðin og
fiskvinnslan er að fá sem nemur
400-500 krónum fyrir þorsk upp
úr sjó í dag. Er pláss fyrir 150
króna leigutekjur til ríkisins fyrir
hvert kg? Já, að sjálfsögðu! Get-
ur þú nú, lesandi góður, ímyndað
þér hversu miklum tekjum ís-
lensk þjóð hefur orðið af hin síð-
ustu ár?
Í stað þess að feta þessa leið
var auðlindin seld fram og til
baka eða leigð til ungra manna
sem vildu gerast útgerðarmenn
en því miður þeirra vegna – of
seint. Einstaklingar og fjöl-
skyldur hafa efnast óhóflega mik-
ið við sölu aflaheimilda á umliðn-
um árum og ekki er sérstökum
hæfileikum þessa fólks þar fyrir
að þakka, heldur liðónýtu kerfi
sem má lýsa sem stærstu mistök-
um Íslandssögunnar.
En það eru enn tækifæri og því
miður virðist eingöngu einn
flokkur á Alþingi Íslendinga vilja
ná þessum mikilvægu breytingum
fram – Samfylkingin. Á meðan
hin kraftmikla valkyrja að vestan,
Ólína Þorvarðardóttir, berst við
íhaldið og fjárglæframennina þá
er lítið gert úr henni og fer þar
Mogginn gamli fremstur í flokki.
Skömm ykkar er mikil – eru
þetta skilaboð til þeirra sem vilja
viðhalda óhæfu lénsfyrirkomulagi
sem gerir ekkert annað en að
arðræna íslenska þjóð ár eftir ár.
Á meðan þið arðrænið börnin
okkar mun aldrei vera friður um
þessi mál.
Eftir Hjört M.
Guðbjartsson »En það eru enn
tækifæri og því
miður virðist eingöngu
einn flokkur á Alþingi
Íslendinga vilja ná
þessum mikilvægu
breytingum fram –
Samfylkingin
Hjörtur M.
Guðbjartsson
Höfundur er framkvæmdastjóri og
varaformaður atvinnu- og hafnaráðs
Reykjanesbæjar.
Áframhaldandi lénskerfi
eða auknar þjóðartekjur upp
á 30-40 milljarða króna?
Villt dýr virðast verja mestum
hluta tíma síns og orku til að afla
sér matar. Svipað hlýtur því að
hafa verið
hlutskipti
veiðimanna
forðum og sást
þetta hjá
frumstæðum
þjóðum eins
og eskimóum
fram á 19. öld.
Væri lifað á
heitari svæð-
um jarðar var
maturinn helmingur jarðargróður
og restin úr dýraríkinu. Vil-
hjálmur Stefánsson, landkönn-
uður, sýndi fram á að unnt væri
að lifa svo til eingöngu á kjöti,
sem hann gerði í 9 ár að hætti
eskimóa. Fólk á norðlægum slóð-
um þurfti þó að gera sérstakar
ráðstafanir með matinn til að lifa
af veturinn. Á Íslandi gegndi
mjólkursýran t.d. þessu hlutverki
allt fram á þennan dag. Hér er
það varðveisla vítamína og stein-
efna sem var mikilvægust.
Fyrir um 10 þúsund árum byrj-
aði akuryrkja og að halda húsdýr.
Nú breyttist fæðan í líklega 90%
úr jurtaríkinu og 10% úr dýrarík-
inu að talið er. Aðgengi matar
varð stöðugra og menn gátu farið
að nota heilann til annars en að
afla bara viðurværis. Þetta er
upphaf siðmenningarinnar. Með
iðnbyltingunni og borgarmenn-
ingunni fá fleiri og fleiri kost á að
leggja menningunni lið. Fólk fer
að treysta á verksmiðjuunninn
mat og ein þessara vara er hvíti
sykurinn sem er orðinn sam-
félagsvandamál í þróuðu lönd-
unum. BNA er með meðalneyslu
209 g á dag og mann og litla Ís-
land er hæst í Evrópu. Þetta er
ný afurð í sögu mannsins. Að vísu
þurfum við glúkósa sem er helm-
ingur hvíta sykursins, en hann
getur líkaminn líka gert úr fitu
og prótíni. Talið er að fyrrum
hafi neysla akuryrkjuþjóða verið
allt að 300 g glúkósi, en hinn
helmingur hvíta sykursins, fúk-
tósinn, bara um 8 g. Nú er frúk-
tósinn orðinn 10-12 sinnum meiri
og á líkaminn í vanda með að
brjóta hann niður, en breytir
hluta hans í kólesteról. Það er því
ekki fitan sem þarf að óttast enda
hefur hún verið okkur lífs-
nauðsynleg sem orku- og bygg-
ingarefni hér á norðurhjara.
Ef við lítum okkur nær þá virð-
ist hafa verið nægt aðgengi mat-
ar á fyrstu öldum búsetu á Ís-
landi enda unnu þrælar í byrjun
og svo ánauðugt fólk að mataröfl-
uninni. Þá sinntu höfðingjarnir
menningu okkar sem reis hvað
hæst enda erfitt að hugsa sér
Snorra Sturluson í vinnu við mat-
arframleiðslu. Eftir að loftslag
kólnaði á 11. öld fór að bera á
hungursneyð og smán saman fór
líf fólks að snúast um að lifa af
sökum fæðuskorts og lítill tími til
annars.
Nú urðu litlar menningar-
framfarir um aldir og ekki hjálp-
aði trúarlífið og erlend kúgun
upp á. Við þetta bættust stór eld-
gos með tilheyrandi vandræðum
með húsdýr og jarðrækt og þar
með fæðuöflun. Fólksfjöldinn
reyndist um aldir 60-80 þúsund
og mannfellir oft mikill.
Er fiskveiðar, fyrst útlendinga
og síðar Íslendinga sjálfra, hófust
að ráði á 18. öld fór matarfram-
boðið að aukast og um 1900 eru
enn 90% landsmanna bændur og
íbúatalan undir 100.000. Með
betra aðgengi matar og meiri frí-
tíma fer menningin aftur að
blómstra. Það er því skilyrði
blómlegrar menningar að sem
minnstur tími fari í að sjá sér
fyrir nauðþurftum og vonandi að
núverandi ástand standi sem
styst.
PÁLMI STEFÁNSSON,
efnaverkfræðingur.
Frá Pálma Stefánssyni
Pálmi Stefánsson
Yfirlit sögu fæðu og menningar
Bréf til blaðsins