Morgunblaðið - 26.04.2011, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.04.2011, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 Hvernig minnist maður konu eins og Eyglóar Þórðardóttur? Ég sat drjúga stund og horfði á skjáinn og hugsaði um þetta. Hugsanir mínar snerust um svo margt sem ég get tengt við hana alveg frá því ég man eftir mér, svo þar ákvað ég að byrja. Hún er ein af mínum allra fyrstu minningabrotum því þannig var að móðir mín vann á símstöðinni, sem var í Hlíðinni, einu af vistarhúsum Héraðs- skólans hér fyrir allmörgum ár- um. Þar var ég stundum líka sem smágutti og átti þá til að skreppa yfir götuna og heim- sækja Eygló. Alltaf fékk ég góðar viðtökur, kökur og si- nalco líklega og hún náði í dóta- kassann. Trúlega hafa það verið leikföng sem þeir Jón og Þórð- ur áttu á sínum tíma og komu þarna að góðum notum. Þegar Eygló Þórðardóttir ✝ Eygló Þórð-ardóttir fædd- ist í Vatnsnesi, Grímsnesi, 2. ágúst 1927. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 13. apríl 2011. Eygló var jarð- sungin frá Selfoss- kirkju 23. apríl 2011. Jarðsett var á Laugarvatni. ég vex úr grasi er minningin um Eygló sú að hún var eiginkona Ósk- ars Jónssonar sem kenndi smíðar við Héraðsskólann á Laugarvatni ára- tugum saman og var einn af þeim sem gerðu starf sitt við þann ágæta skóla að nokkurs konar hugsjón. Óskar var ein- stakur öðlingur og listasmiður, margt húsgagnið varð til í hans tíð hjá nemendum í smíðahús- inu góða við vatnið og eru örugglega enn í notkun víða um land. Örlögin haga því svo þannig að ég flyst aftur á Laug- arvatn með nýtilkomna fjöl- skyldu mína á þeim tíma og við flytjumst í Hlíðina og nú orðin nágrannar þeirra Óskars og Eyglóar. Nú fór ég aftur að fara í kaffi þó ekki bæði ég um dóta- kassann og alltaf var hún fljót að snara fram pönnukökum og sultu sem hún var snillingur í að útbúa úr bláberjum eða rifsi o.fl. meðlæti. Eygló var um ára- bil traustur liðsmaður í kven- félagi Laugardals eins og Óskar var í mörg ár í Lionsklúbbnum. Hún var vinnuforkur og féll aldrei verk úr hendi held ég megi segja. Setti niður kart- öflur og tók upp með höndunum í meira magni en almennt ger- ist, tíndi rifs í miklum mæli af trjánum í garðinum hjá sér og jafnvel víðar, veiddi silung í net, vann í mötuneytunum í skólun- um á staðnum og á hótelunum á sumrin. Alltaf mætt á réttum tíma og líklega aldrei veik heima. Á kvöldin prjónaði hún lopapeysur og ýmist seldi eða gaf ættingjum. Um leið og snjóa leysti á vorin var hún svo farin að ganga með vegunum og tína rusl, þoldi ekki að sjá stað- inn með fjúkandi pappír og þó hún tæki ekki mikið í hverri ferð þá skilaði þetta sér svo sannarlega. Ef allir tækju sér þetta til fyrirmyndar væri víða betur um að lítast í bæjum og borgum landsins. Eygló fékk oft að sitja í með okkur á Sel- foss eða til Reykjavíkur og var þá margt rætt, um alla heima og geima, einkum gömlu tímana á Laugarvatni. Hún hafði ríka réttlætiskennd og afar sterkar skoðanir á hlutunum. Við áttum eftir að tala um svo margt, allur fróðleikurinn um sögu staðarins og hinna ýmsu hluta í eigu skól- anna hverfur smátt og smátt. Sá hluti sem snýr að mannlíf- inu, vistalífi á meðan voru fjórir saman í herbergjum sem voru um sex fermetrar og voru sáttir heilan vetur svo dæmi sé tekið. Hún var afar stolt af fólkinu sínu og við fengum oft að heyra um eitt og annað sem var að gerast hjá þeim. Við óskum að- standendum hennar okkar dýpstu samúð. Pálmi og Erla Bala. Nú er Addi bóndi í Nesi farinn. Föðurbróðir minn Árni Árnason gekk alltaf undir þessu nafni „Addi bóndi í Nesi“ og var þar með kenndur við Höskuldarnes á Melrakkasléttu. Hann var einstakur ljúflingur, gerði öllum greiða sem á þurftu að halda, hress og kátur heim að sækja, kunni ógrynni af sögum um menn og málefni, skreytti eftir þörfum. Mestu samskipti okkar voru á þeim árum þegar við Siggi vorum að gera upp Harðbak, þá var hægt að fara í Nes til að fá öll verkfæri lánuð, láta saga, sjóða eða hvað sem þurfti að gera til að koma eyðibýli á nyrsta hjara veraldar í það horf að hægt væri að búa þar. Bóndi steypti gólfin fyrir okkur, smíðaði upp í loftin, gerði glugga og hurðargereft, bara að nefna það bóndi kunni það. Hann var listasmiður hvort sem það voru stærri verkefni eða skera út í tré, hann tók upp á því þegar hann var búinn að missa Árni Árnason ✝ Árni Árnasonfæddist á Ás- mundarstöðum á Melrakkasléttu 23. janúar 1920. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Ak- ureyri 8. apríl 2011. Útför Árna fór fram frá Akureyr- arkirkju 20. apríl 2011. flesta fingur á báðum höndum. Fingurna missti hann við það að saga eða teyma hesta, það háði hon- um ekkert, varð bara betri útskurðar- meistari við það. Það var gott að eiga þau Neshjónin að, þangað fór maður í sturtu, þvoði þvotta, baðaði börnin á þeim tímum þegar ekkert vatn eða raf- magn var á Harðbak. Það var sest við eldhúsborðið, bóndi í sínu horni, spjalla um daginn og veg- inn, hrossahláturinn hans glumdi um allt, Bogga hans að hella á kaffi og bera kræsingar á borð, þar var hægt að sitja lengi dags. Eftir að þau fluttu til Akureyr- ar var jafngott að koma á Mýr- arveginn, þar sveif Nesandinn yfir vötnum og þau breyttust ekkert hjónin. Bóndi hélt alltaf uppá af- mælið sitt á bóndadaginn með þorramat og íslensku brennivíni, síðasta veislan sem ég fór í var fyr- ir rúmu ári þegar hann varð 90 ára, þar var mikið fjör og gaman. Bóndi missti mikið þegar Bogga hans dó fyrir nokkrum ár- um, ástfangnari hjón sem gift hafa verið í tugi ára sá maður hvergi nema hjá þeim. Pabbi sagði alltaf að „mákka í Nesi“ væri mesti kvenkostur sem þessi þjóð hefði eignast og mikið óskaplega væri „brúdder“ heppinn að hafa krækt í hana. Það verður vel tekið á móti frænda hinum megin, bræður hans þrír bíða og verður mikill hávaði og fagnaðarfundur þegar hann kemur, Bogga breiðir út faðminn á móti sínum og knúsar fast og lengi. Börnin mín biðja að heilsa með þökk fyrir allt sem þau fengu að njóta hjá þér í Nesi. Far vel kæri frændi Margrét Jónsdóttir. Takk fyrir allt, elsku afi. Þú varst stórkostleg fyrirmynd, allt- af í stuði og alltaf til í grín, meira að segja undir það allra síðasta. Það var frábært að heimsækja ykkur ömmu í Nes og ekki síður frábært að fá ykkur til Akureyr- ar. Það var alltaf glatt á hjalla á Mýrarveginum, óborganlegar spilastundir koma óneitanlega upp í hugann. Sá tími sem við áttum með þér í Nesi er ljóslifandi í minning- unni. Þú leyfðir okkur að ves- enast það sem við vildum, mis- gáfulegt sem það var. Það var alltaf gaman að brasa eitthvað með þér og heimsækja þig, hvort sem það var til að smíða eitthvað eða djöflast, eða bara að sitja og hlusta á einhverja af ótalmörgum skemmtilegu sögunum sem þú sagðir okkur. Þú hafðir svo gam- an af lífinu og varst svo glæsileg- ur töffari. Við gætum ekki hafa hugsað okkur betri afa og mun- um sakna þín og minnast með hlýju í hjarta alla tíð. Hvíldu í friði, elsku afi okkar. Árni, Axel, Jóhannes og Helena. ✝ Sigurður Ein-ar Jónsson kennari fæddist í Reykjavík 7. mars 1930. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 10. apríl 2011. Foreldrar hans voru Guðrún Sig- urðardóttir hús- freyja, f. 8.2. 1899, d. 29.8 1965, og Jón Bjarnason verkstjóri, f. 20.3. 1895, d. 11.2. 1971. Sigurður átti þrjú systk- ini: Aðalsteinn efnaverkfræð- ingur, f. 7.11. 1925, d. 25.2. 1979. Svava, f. 21.7. 1927 gift Stefáni Þórðarsyni bankamanni og Hörður efnaverk- fræðingur, f. 1.10. 1931, kvæntur Þorgerði Brynj- ólfsdóttur hjúkr- unarfræðingi. Hinn 2.11. 1957 kvæntist Sigurður Hjördísi Guðmundsdóttur húsmóður, f. 3.10. 1936. Sigurður og Hjördís eignuðust fjögur börn. Þau eru: Viðar vélfræðingur, f. 9.1. 1958. Eiginkona hans er Halldóra Halldórsdóttir hús- móðir, f. 1955. Börn þeirra eru Davíð Halldór, f. 1978, Jón Við- ar, f. 1984, Heiða Karen, f. 1986, og Friðrik Jósef, f. 1992. Guðmundur, f. 13.4. 1959, d. 14.5. 2004. Börn hans eru Hjör- dís, f. 1979, og Ellen, f. 1989. Jón Rúnar vélvirki, f. 3.6. 1966. Eiginkona hans er Tove Rödne hjúkrunarfræðingur, f. 1962. Börn þeirra eru Markus, f. 2000, og Svava, f. 2003. Guð- rún Björg félagsráðgjafi, f. 27.1. 1976. Eiginmaður hennar er Ágúst Pedersen vélstjóri, f. 1968. Börn þeirra eru Ísak Ein- ar, f. 2001, og Ágúst Máni, f. 2006. Sigurður og Hjördís áttu langt og farsælt ferðalag sam- an sem hjón og síðasta haust fögnuðu þau 53 ára brúðkaups- afmæli sínu. Útför Sigurðar fór fram í Garðakirkju hinn 15. apríl 2011 og fór útförin fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jarðsett var í Garða- kirkjugarði. Þakklæti er efst í huga mér þegar ég kveð bróður minn. Þær minningar sem ég á um hann eru ljúfar og bjartar. Um- hyggja hans í garð minn varpar ávallt birtu yfir þær stundir sem við áttum saman. Sigurður Einar var greindur og góður nemandi. Hann gekk mennta- veginn og árið 1948 lauk hann loftskeytaprófi, 1954 tók hann próf í símvirkjun, 1968 í rafvéla- virkjun og kennarapróf 1982. Sigurður starfaði hjá Landssím- anum frá 1948-1963, stofnaði fyrirtækið Rafbraut 1963 og rak það til ársins 1978. Sigurður hóf þá störf við kennslu við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti þar sem hann starfaði til ársins 2000 eða til starfsloka. Það var rúmt ár á milli okkar bræðranna og bjuggum við ásamt fjölskyldunni í litlu húsi efst á Skólavörðustígnum. Skólavörðuholtið var okkar helsti leikvöllur og lékum við bræðurnir okkur í fótbolta á grýttu holtinu. Okkur dreymdi um að fá að nota fótboltavöllinn í Vesturbænum en þangað þorð- um við ekki vegna ótta við slagsmál við Vesturbæingana. Seinna byggðu foreldrar okk- ar og systkini saman nýtt hús við Skólavörðustíginn þar sem við hófum okkar búskap. Síðar fluttum við og fjölskyldur okkar í Garðabæinn þar sem Sigurður bjó í tæp fjörutíu ár. Sigurður og Hjördís byggðu hús í Hörgslundi, Svava og Stefán einnig en við hjónin bjuggum á Bakkaflöt. Við Sigurður höfum verið saman í leikfimihóp aldraðra síðastliðin 10 ár. Hann var mik- ill íþróttamaður og hjólaði og gekk marga kílómetra á dag, allt fram að veikindum sínum. Eftir hressandi íþróttatíma settumst við bræðurnir oft nið- ur, fengum okkur kaffi og spjölluðum um allt á milli him- ins og jarðar. Þetta þóttu mér notalegar stundir. Sigurður var snyrtimenni og vandvirkur. Þau hjónin áttu fallegt og vandað heimili sem þau sinntu af mikl- um dugnaði og heilindum. Hjör- dís er myndarleg húsmóðir og hefur hún staðið eins og klettur við hlið Sigurðar alla tíð og sér- staklega nú í hans erfiðu veik- indum. Sigurður horfði til fram- tíðar og fram á síðustu daga ræddum við um að þegar hann fengi heilsu á ný myndum við dýpka skilning okkar á jarð- fræði með hjálp nýjustu tölvu- tækni. Sigurður er látinn og það er erfitt að sætta sig við það. Hann greindist með illkynja sjúkdóm haustið 2010. Hann tókst á við það verkefni af kjarki og æðru- leysi eins og allt annað í lífinu. Elsku Hjördís, börn og barna- börn, við Gerða sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi guð vaka yfir ykkur. Hörður Jónsson og Þorgerður Brynjólfsdóttir. Sigurður Einar Jónsson Elsku amma Didda. Þetta er skrýtin tilfinning, ólýsanleg og óraunveruleg. Það að þú skulir ekki lengur vera hér fyllir mig sorg en samt er ég líka glöð yfir að þú þurfir ekki að þjást meira. Þú ert búin að vera svo dugleg og sterk. Minningarnar eru óteljandi, allar samverustundirnar með þér. Á róló í pössun hjá þér og síðar í vinnu, í skúringunum hér og þar og strætó á milli vinnustaða. Einnig man ég stundirnar í Drápuhlíðinni hjá langömmu og Haraldi og hvað þú varðst reið við mig eitt skiptið eftir að langamma dó þegar ég spurði þig hvort við ætluðum að koma við hjá „gamla manninum“, en það varst þú vön að kalla Harald. Ég man líka eftir því þegar þú sast yfir mér á spítalanum þegar ég var lítil og last fyrir mig smásögur sem þú gafst mér í litlum boxum, náttkjól- unum sem þú gafst mér í jóla- gjöf ár eftir ár og jólagjafainn- kaupunum með þér þar sem mér fannst ég svo sérstök þeg- ar ég fékk að hjálpa þér að velja og pakka inn fyrir þig öllum jólagjöfunum. Dýrmætustu minningarnar eru þær sem ég á um ferðalög- in með þér norður á heima- slóðirnar þínar. Þá var víða komið við og gist sumsstaðar, hjá Beggu frænku í Búðardal, á Óspaksstöðum, hjá Eggerti Sesselja Katrín Karlsdóttir ✝ SesseljaKatrín Karls- dóttir frá Sauða- dalsá, Vatnsnesi, Vestur- Húnavatnssýslu, fæddist á Hvammstanga 1.7. 1932. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala hinn 8.4. 2011. Útför Sesselju Katrínar fór fram 19. apríl 2011 og var jarðsett í Gufu- neskirkjugarði. og Siggu á Hvammstanga og Stínu Mæju, þar til við komum að Súlu- völlum til Jóns og Gummu og Nínu og Óskar þar sem ég lærði að spila manna og að hekla. Þetta voru ánægju- stundir og nóttina áður en þú fórst hugsaði ég mikið um þær, sérstaklega þegar ég keyrði Hvalfjörðinn, sem ég hafði ekki keyrt í 13 ár. Ég man svo vel þegar þú sagðir mér að þú myndir nú ekki fara þessi göng sjálfviljug, Hval- fjörðurinn væri allt of fallegur til að sleppa þeim parti leið- arinnar. Það er svo margs að minn- ast og mér þykir óendanlega vænt um allt sem þú hefur gefið mér elsku amma mín. Ég hef fengið að læra marga hluti og tileinka mér nokkra frá þér og vona að ég geti alltaf geng- ið jafnbein í baki og þú þrátt fyrir sjúkdóma og áföll í kringum mig. Þú ert hetjan mín elsku amma og þú minntir mig svo sannarlega á það í október þegar þú komst keyrandi á háhælaskónum þínum í Búð- ardal til að taka þátt í afmæl- isboði hjá okkur. Þú lést ekki staðar numið þar, heldur hélstu áfram norður í sveitina, þrátt fyrir veikindin og þreyt- una sem hafði verið að gera þig svo ólíka sjálfri þér rétt áður. Það var gott að vera orðin einn af viðkomustöðum þínum á ferðalögunum, fyrst ég gat ekki lengur verið ferðafélag- inn þinn, og mun ég ævinlega vera þakklát fyrir að fá að vera viðstödd þegar þú skildir við. Takk fyrir allt og allt amma mín. Ég elska þig. Katrín Lilja Ólafsdóttir. Krökkum og unglingum sem vinguðust við Barmahlíðar- Ragna Sigrún Guðmundsdóttir ✝ Ragna SigrúnGuðmunds- dóttir fæddist 30. október 1927 í Skaftafelli, Öræfa- sveit. Hún lést 9. apríl 2011 á heimili sínu í Reykjavík. Útför Rögnu Sig- rúnar fór fram frá Fossvogskirkju 20. apríl 2011. systkinin, Pétur, Bryndísi, Ebbu og Baddý, varð fljótt ljóst að þeim vin- skap fylgdi opinn armur, ljúft viðmót og geislandi hlátur hvunndagshetj- unnar og mömmu þeirra, sem alltaf var kölluð Gagga. Flestir ungling- ar þjást einhvern tíma af foreldrafælni, en það virkaði öfugt þegar Gagga átti í hlut. Kvöld eftir kvöld þegar við héngum saman, spiluðum spil, borðtennis eða bara kjöft- uðum var Gagga aldrei langt undan, með prjónana sína og laumaði inn skemmtilegum at- hugasemdum í samræðurnar. Síðan stóð hún upp og skellti í kvöldpönnsur handa hópnum. Holið í Barmahlíðinni var vett- vangur „borgarafunda“ þar sem systkinin, vinir þeirra, frændfólk og mamma Gagga ræddu dægurmálin í þaula. Síðan hringdi síminn og Gagga svaraði og byrjaði alltaf á að heilsa viðkomandi með „bleeeesss“. Það var heillandi að hlusta á sögur úr æsku Göggu, þegar hún bjó á Hofi í Öræfum og fór mikla svaðilför á hestum yfir óbrúaðar Skeiðarárnar, þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Hún var sönn hetja í mínum augum, konan sem kyndir ofn- ana, sem allir sem komust í ná- lægð við hana fengu að njóta. Dillandi hlátur og tær góð- mennska skein út úr augum hennar hvernig sem á stóð. Það verða fagnaðafundir þegar Gagga hittir myndarlega Bjarna sinn, skipstjórann frá Höfn og dætur sínar tvær á himnum. Elsku Bryndís, Pétur, Baddý og ástvinir allir, inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra. Við Göggu segi ég: kærar þakkir fyrir öll elskulegheitin, bleeeeeesssssss, ljúfust. Jenný Stefanía Jensdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.