Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011
✝ Ástríður H.Andersen
fæddist í Reykja-
vík 4. desember
1918. Hún lést á
Landspítalanum
14. apríl 2011.
Hún var dóttir
hjónanna Helga
Hallgrímssonar
fulltrúa og Ólafar
Sigurjónsdóttur
kennara. Systkini
Ástríðar voru: Hallgrímur
tónskáld, Sigurður forstjóri,
Gunnar lögfræðingur og Hall-
dór matvælaverkfræðingur.
Þeir eru allir látnir.
Eiginmaður Ástríðar var
Hans G. Andersen þjóðrétt-
arfræðingur, f. 12. maí 1919,
d. 1994. Þau eignuðust tvö
börn, þau eru: 1) Gunnar Þ.
Andersen forstjóri, í sambúð
með Margréti Kr. Gunn-
arsdóttur sérfræðingi. Þau
eiga saman Richard Vilhelm,
f. 1996. Kona Gunnars var
Monica Clasen. Þeirra börn
eru: Victoria Ástríður, f. 1976,
Tiffany Louise, f. 1982, og Er-
ic Ian, f. 1987. Victoria Ást-
ríður á drengina Christopher
Frimann og Alexander Scott
Farrington. 2) Þóra alþjóða-
ár í Bandaríkjunum. Hans var
fyrst skipaður fastafulltrúi Ís-
lands hjá NATO í París 1954
og síðar jafnframt sendiherra
Íslands í Frakklandi og einnig
fastafulltrúi hjá OECD. Þaðan
lá leiðin til Svíþjóðar, síðar
Noregs þar sem Ástríður var
sendiherrafrú. Þau dvöldu síð-
an á Íslandi frá 1970 til 1976
en þá fluttu þau til Wash-
ington, D.C. í Bandaríkjunum
þar sem Hans var sendiherra í
10 ár þar til hann var skip-
aður sendiherra hjá Samein-
uðu þjóðunum í New York til
1989. Sem sendiherra í einu
landi og með aðsetur í því
landi var hann jafnframt
sendiherra í mörgum öðrum
löndum samtímis. Slíku starfi
fylgdu mikil ferðalög þeirra
hjóna sem og vegna þáttar
Hans í útfærslu landhelgi Ís-
lands, þátttöku og síðar for-
mennsku í sendinefnd Íslands
á Hafréttarráðstefnum Sam-
einuðu þjóðanna. Ástríður
hlaut riddarakrossinn 1968
fyrir störf í opinbera þágu.
Eftir andlát Hans átti Ást-
ríður náið vináttusamband,
um 10 ára skeið, við fyrrver-
andi bekkjarbróður sinn frá
námsárunum í Mennta-
skólanum í Reykjavík, Hjalta
Gestsson ráðunaut, þar til
hann lést árið 2009.
Útför Ástríðar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag, 26.
apríl 2011, og hefst athöfnin
kl. 15.
túlkur, búsett í
Genf, Sviss, gift
Roger Schneider
verkfræðingi.
Börn Rogers eru
þrjú.
Ástríður lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið
1938. Hún nam
málaralist hjá
norskum málara,
Jörleif Uthaug. Hún hélt
margar málverkasýningar
bæði erlendis og á Íslandi.
Ástríður ólst upp á tónlistar-
heimili og var tónlist ætíð
stór þáttur í lífi hennar. Hún
lærði á píanó í bernsku og lék
á það hljóðfæri langt fram
eftir ævi.
Eftir stúdentspróf fór hún
til New York í Bandaríkjunum
og vann á skrifstofu aðalræð-
ismanns Íslands. Í New York,
árið 1945, giftist hún Hans G.
Andersen, sem nýlokið hafði
þá námi við Harvard-háskóla.
Þau fluttu heim og Hans hóf
störf í utanríkisþjónustu Ís-
lands og starfaði þar til ævi-
loka og var Ástríður við hlið
hans í utanríkisþjónustunni,
erlendis í Evrópu 16 ár og 14
Andlát Ástríðar H. Ander-
sen kom mér á óvart þótt hún
hefði náð þeim aldri sem meiri-
hluti Íslendinga nær ekki.
Þessi glæsilega kona var síung
í hugsun, fylgdist með flestu
og hafði skoðun á öllu sem
skipti máli í okkar samfélagi.
Ástríður hafði komið víða við á
sinni löngu vegferð. Ung ferð-
aðist hún um Evrópu og
Bandaríkin með vinkonu sinni
Sonju Zorrillu eftir stúdents-
próf í MR. Síðar vann hún
nokkurn tíma í New York. Eft-
ir að hún giftist Hans G. And-
ersen lögfræðingi og síðar
sendiherra varð hennar starf
ekki eingöngu starf eiginkonu
og móður heldur sendi-
herrafrúar, en þeirra störf eru
oftast mjög vanmetin. Hans G.
Andersen var einn af okkar
merkustu sendiherrum, hann
var sendiherra á þeim stöðum
sem oft mæddi mest á og Ást-
ríður stóð þar fast við hlið
hans. Fljótlega var hann valinn
til að stjórna hafréttarnefnd
Sameinuðu þjóðanna vegna yf-
irburða þekkingar sinnar á al-
þjóðarétti og landaði því máli
með glæsibrag. Ástríður sagði
mér að hafréttarmálið hefði
reynt mikið á Hans og hana.
Ástæða þess að ég tók mér
penna í hönd var að ég kynnt-
ist ekki Ástríði fyrr en hún
kom inn í okkar fjölskyldu um
1996 með eftirminnilegum
hætti, en tvo bræður hennar,
Gunnar og Sigurð Helgasyni,
þekkti ég áður sem góða veiði-
félaga. Systur mínar hringdu í
mig, höfðu áhyggjur af föður
okkar, náðu ekki í hann í síma
en vissu af honum í gleðskap
með gömlum bekkjarfélögum
úr MR, vildu að ég hefði sam-
band við lögreglu og að leitað
væri jafnvel utan vega. Þetta
dularfulla hvarf föður okkar
fór allt á betri veg. Hann hitti
Ástríði bekkjarsystur sína úr
MR, bæði búin að missa maka
sína fyrir nokkrum árum. Æv-
intýrin gerast enn og róman-
tíkin hefur engin aldursmörk.
Samband þeirra var mjög gott
og náið allt þar til að faðir
minn lést um haustið 2009.
Faðir minn og Ástríður voru
ekki í sambúð en eyddu mörg-
um stundum saman, áhugamál-
in svipuð, bekkjarfélagarnir,
tónlistin, söngurinn, bók-
menntir o.fl. Ástríður var mikil
lífsfylling fyrir föður minn og
hann líka fyrir hana. Það voru
farnar margar ferðir innan-
lands og erlendis enda vinir
víða heim að sækja. Einnig
ófáar ferðir í sumarbústað föð-
ur míns á Hæli. Þar átti hann
fjárhús og fáeinar kindur.
Gaman var að sjá Ástríði
hjálpa föður mínum við sauð-
burðinn, sendiherrafrúin, sem
þekkt hafði þrjá forseta
Bandaríkjanna, kunni vel til
verka, enda áður verið lítil
telpa í sveit.
Ég vil þakka Ástríði fyrir
kynnin, hún var skemmtileg og
glæsileg kona en fyrst og
fremst var hún góð við föður
minn. Blessuð sé minning
hennar. Samúðarkveðjur sendi
ég börnum hennar og fjöl-
skyldum.
Ólafur Hjaltason.
Nú er látin ágæt frænka mín
Ástríður Helgadóttir Ander-
sen. Ég hef þekkt Ástu á ýmsu
æviskeiði og alltaf virt hennar
mannkosti og glæsileik.
Ég minnist þess þegar hún
átti heima í Gömlu gróðrar-
stöðinni innst við Laufásveg-
inn. Þangað kom ég í eftir-
minnileg jólaboð, þar sem
krakkar fóru í ýmsa innileiki.
Systir mín Sigþrúður og Ásta
voru skólasystur og gengu
saman eftir Laufásveginum í
Menntaskólann í Reykjavík.
Ásta var tíður gestur hjá okk-
ur í húsunum við Laufásveg-
inn, en einnig kom hún í sum-
arbústað okkar við Laxfoss í
Norðurá í Borgarfirði.
Frá þeim tíma er mér sér-
staklega minnisstætt eitt atvik,
er við gengum á fjallið Baulu.
Vorum við þrjú í ferðinni, því
auk okkar Ástu var Guðrún
Steingrímsdóttir bekkjarsystir
hennar með. Ég hafði frá unga
aldri litið upp til þessa ein-
stæða fjalls.
Á einum heiðskírum sumar-
degi héldum við þrjú ríðandi
að fjallsrótum og gengum svo
upp á Baulu. Við komumst á
tindinn, en þar sem við stóðum
þarna hreykin á fjallinu, kom
allt í einu hópur af fólki, sem
hafði gengið upp að norðan-
verðu. Eyðilagði þetta nokkuð
ánægju okkar af þessari ein-
stæðu fjallgöngu. En við vor-
um á undan. Og Ásta var fyrst.
Ásta var vel að sér í tónlist,
eins og hún átti ætt til. Eitt
sinn var bekkjarsystkinum
mínum boðið til skemmtunar
heim á Laufásveginn. Kom
Ásta frænka mín þá og lék á
flygil fyrir okkur.
Á stríðsárunum var ég í
Bandaríkjunum og hitti þar
Ástu nokkrum sinnum. Þá
starfaði hún í íslenska sendi-
ráðinu í New York.
Þar tók hún meðal annars á
móti Ásu Wright frænku minni
og öldnum föður hennar, Guð-
mundi lækni frá Stykkishólmi,
sem fékk að hinkra þar við á
meðan Ása var í útréttingum í
borginni. Sat Guðmundur þar í
sendiráðinu úti við glugga og
horfði á skýjakljúfana, og varð
þá að orði þessi fræga setning:
„Ja, mikið eru þeir nú búnir að
byggja hér í Hólminum.“
Þessa perlu greip Ásta á lofti.
Ásta kynnist þar Hans And-
ersen, giftist honum og varð
sendiherrafrú, sem fór víða um
heim og gerðist virðulegur
fulltrúi Íslands á erlendum
vettvangi. Hún studdi við bak-
ið á manni sínum við útvíkkun
landhelgi okkar Íslendinga og
átti þá væntanlega sinn þátt í
hve okkur tókst vel í því stríði.
Síðar var hún góð vinkona
starfsfélaga og kunningja míns
Hjalta Gestssonar. Enn ber
þess að minnast, að Ásta sat
reglulega á fundum í Franska
fræðsluklúbbnum ásamt Sig-
rúnu konu minni og nokkrum
fróðleiksfúsum dömum um
franska menningu.
Á þessari löngu lífsleið var
Ásta jafnan glæsileg og ein-
staklega vel að manni gerð. Ég
hef alltaf verið hreykinn af
Ástu frænku minni, hvort sem
hún hefur staðið á Baulutindi
eða verið annars staðar í far-
arbroddi.
Ég og fjölskylda mín send-
um afkomendum Ástríðar og
vinum samúðarkveðjur okkar.
Sturla Friðriksson.
Merkiskonan Ástríður And-
ersen er gengin. Langar okkur
í örfáum orðum að minnast
hennar og koma á framfæri
þakklæti okkar hjóna fyrir vin-
áttuna okkar í millum. Sameig-
inlegt barnabarn okkar var
oftar en ekki tilefni skemmti-
legra samfunda þar sem
heimskonan Ástríður gat gert
smásamkomu að miklum við-
burði. Hún hafði það sem
þurfti til þess að sameina ólík-
an hóp fólks svo úr varð opin
umræða um menn og málefni.
Hún lá ekki á skoðunum sínum
og setti þær fram af einurð og
festu. Hún hafði góðan húmor
og var oft á tíðum miðpunktur
gleðinnar.
Barnabarni sínu, Richard
Vilhelm, sem einnig er okkar
barnabarn, var hún góð amma
og ríkti mikill vinskapur milli
hennar og Rikka. Hún sagði
gjarnan að hann Rikki gerði
allt fyrir sig og hún launaði
honum það ríkulega í hlýju og
ástúð. Hina opinberu hlið
hennar þekktu fleiri þar sem
hún starfaði við hlið manns
síns fyrir land og þjóð sem
sendiherrafrú í mörgum lönd-
um og vakti eftirtekt hvar sem
hún fór.
Við kveðjum mikla heiður-
skonu sem átti þátt í að kynna
þjóð okkar útávið og var inná-
við fjölskyldu sinni mikill leið-
togi.
Við hjónin sendum Gunnari
og Þóru, mökum þeirra, börn-
um og barnabörnum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Vilhelmína og
Gunnar Sigurðsson.
Það er bæði erfitt og auðvelt
að skrifa um Ástríði Andersen.
Erfitt vegna þess að maður
veit ekki hvar á að bera niður,
af svo mörgu er að taka, en
auðvelt því hún stóð mér svo
nærri. Ég ætla líka að segja
bara gott um hana vegna þess
að ég hef af okkar samskiptum
einungis gott að segja. Þau
hafa alla tíð verið hnökralaus
og eingöngu skemmtileg. Ég
bar mikla virðingu fyrir henni
og þá virðingu ávann hún sér
með framkomu og gerðum við
mig og mína.
Hún var listamaður, skap-
mikil og geysilegur eldhugi,
alltaf að framkvæma, og hún
var síung og fram í andlátið
fylgist hún vel með því sem var
að gerast í þjóðlífinu. Hún m.a.
kaus í Icesave-kosningunni
fimm dögum fyrir andlát sitt.
Hún fylgdist með á öllum svið-
um lífsins, enda þurfti hún að
vera víða vel að sér vegna
starfa sem hún sinnti á ævinni.
En það var ekki af skyldu sem
hún gerði þetta heldur af
áhuga á lífinu, hún elskaði lífið
með öllum þess litbrigðum og
hún kunni að njóta þess. Flest-
ir þekktu hana fyrir þau störf
sem hún gegndi fyrir land og
þjóð um árafjölda á erlendri
grund sem sendiherrafrú og
eiginkona Hans G. Andersen
þjóðréttarfræðings og var þar
þekkt af dugnaði. Þessi dugn-
aður er meðal þess sem ég
dáðist að í hennar fari og ótta-
leysið sem maður skynjaði.
Skömmu eftir 11. september
2001 áttum við samleið til
Bandaríkjanna. Fjölskyldan
var komin inn úr vegabréfa-
skoðuninni og beið eftir frúnni.
Lengi biðum við og var okkur
ekki farið að standa á sama.
Að lokum kemur hún skelli-
hlæjandi en öskuvond til okk-
ar. Sagði farir sínar ekki slétt-
ar. Hafði verið færð í
yfirheyrslu og var skipað á
bekk með sakamönnum sem
sátu í hlekkjum og hringlaði í
keðjunum allt í kringum hana.
Hún var þá með diplómat-
apassa sem ekki var alveg skv.
nýjum reglum landsins. Flestir
hefðu verið sem skjálfandi strá
þar sem allt var morandi af
vörðum brynjuðum vopnum, en
hún sá húmorinn í stöðunni, fín
frú sitjandi á bekk með hryðju-
verkamönnum, vopnasölum og
eiturlyfjasmyglurum. Ekki
smeyk eitt augnablik.
Lífssögu stórbrotinnar
manneskju sem Ástríðar verð-
ur ekki komið fyrir í lítilli
grein. Hún lifði viðburðaríka
ævi. Eftir að hún varð ekkja
kom nokkurt tóm í hennar líf
en átti hún þá því láni að fagna
að hitta sálufélaga sinn, fyrr-
verandi bekkjarbróður úr MR,
Hjalta Gestsson ráðunaut. Með
þeim var innileg vinátta fram
að andláti Hjalta árið 2009.
Ástríður tengdist börnum
Hjalta sterkum böndum enda
þau einstök í allri framkomu
og umhyggjusemi.
Ástríður, sem lagði allt upp
úr því að njóta lífsins til fulln-
ustu, var með fulla meðvitund
og skýra hugsun allt þar til
hún kvaddi lífið að kvöldi
fimmtudagsins 14. apríl á fæð-
ingardegi föður síns. Hún hitti
mörg fyrirmennin á lífsleið
sinni en mesta virðingu bar
hún fyrir eiginmanni sínum og
föður. Það er eins og örlögin
hafi meira að segja beygt sig
fyrir vilja hinnar einbeittu
konu í lok ferðar hennar hér á
jörð. Ástríður átti engan sinn
líka.
Ég kveð hana með andann
fullan af þakklæti fyrir allar
samvistirnar og að hafa auðgað
líf mitt á svo margan hátt.
Margrét Kr. Gunnarsdóttir.
Mér er ljúft og skylt að
minnast frænku minnar Ástu
eins og hún var jafnan kölluð.
Ásta og móðir mín Sigþrúður
voru æskuvinkonur og skóla-
félagar. Vinskapur þeirra hélst
alla ævi. Ég minnist Ástu fyrst
uppi á Laxfossi þar sem ég
sem lítill strákur, dvaldi oft
sumarlangt í sumarbústað
ömmu minnar. Þangað kom
iðulega stórfjölskyldan í heim-
sóknir ásamt vinum og kunn-
ingjum og var þá oft glatt á
hjalla enda amma einstakur
gestgjafi. Seinna meir minnist
ég ferðalaga með foreldrum
mínum erlendis er við heim-
sóttum Ástu og Hans bæði í
Ósló og Washington. Þar var
vel tekið á móti gestum enda
þau hjón höfðingjar heim að
sækja. Það var vart hægt að
hugsa sér glæsilegri fulltrúa
Íslands á erlendri grund en
þau Ástu og Hans. Og líklega
hefur hlutur Ástu í sendiráðs-
starfinu verið mikið vanmet-
inn, enda var þá talið sjálfsagt
að sendiherrafrúr stæðu sína
plikt sem Ásta svo sannarlega
gerði. En Ástu var fleira til
lista lagt. Hún var listfeng og
eftir hana liggja mörg falleg
abstraktmálverk. Þegar að
kveðjustund er komið minnist
ég hinnar tryggu vináttu sem
ætíð ríkti á milli Ástu og móð-
ur minnar, vináttu sem byggð-
ist á 19. aldar gildum sem senn
hverfa að fullu úr okkar sam-
félagi.
Ég sendi Þóru, Gunnari og
fjölskyldum þeirra mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Andri Arinbjarnarson.
Þau hjónin Ástríður og
Hans Andersen áttu glæsilegt
heimili á Avenue d́Eylau í Par-
ís þegar traust vinátta tókst
með okkur öllum. Þetta var á
6. áratugnum þá er Hans var
sendiherra okkar hjá NATO og
OECD en hafði svo sem jafnan
næstu áratugina hafréttarmál-
in að sínu farsæla aðalverkefni.
Heimili þeirra hjóna var hið
glæsilegasta og réð þar eins og
annars staðar á lífsleið þeirra,
hinn frábæri og listræni
smekkur Ástríðar. Með árun-
um komu hæfileikarnir á sviði
myndlistar æ betur fram. Hún
málaði gleðirík og litfögur
verk, oft sérkennilega kraft-
mikil, allt að því explósíf! Það
var ánægjulegt að geta stuðlað
að sýningu á verkum Ástríðar
síðar í Genf en Þorvaldur
Skúlason hvatti til þess eitt
kvöldið í Reykjavík. Þess
mætti geta að málverk vinkonu
hennar Nínu Tryggvadóttir
áttu jafnan sinn heiðurssess á
heimilunum. Þegar kynni okk-
ar tókust bjó Nína og eigin-
maður hennar Al Copley í Par-
ís. Var það vissulega mikill
fengur að geta þá kynnst Nínu
og einnig eignast listaverk eft-
ir hana.
Og Ástríður var sönn heims-
manneskja. Hún var við störf í
New York á stríðsárunum þeg-
ar þau Hans felldu hugi saman
og giftust. Var frá mörgu að
segja af fjölmennu Íslendinga-
samfélagi þar í borg á þeim
tíma. Síðar gegndi Hans sendi-
herrastarfi í Washington í ára-
tug og síðan um skeið sem
fastafulltrúi hjá Sameinuðu
þjóðunum í New York. Ástríð-
ur var því sem á heimavelli þar
vestra, en þar með er síður en
svo sagan sögð af henni í út-
landinu. Máladeild Mennta-
skólans í Reykjavík hefur verið
henni, eins og mörgum stúd-
entinum þaðan, góður grund-
völlur til málanáms. Langar
dvalir í Frakklandi og Noregi
sýndu sig í fullkomnu valdi á
þeim þjóðtungum. Einum for-
sætisráðherra Noregs var boð-
ið í spjallþátt í sjónvarpi með
gest að eigin vali. Og það var
íslenska sendiherrafrúin sem
varð fyrir því vali.
En það var hin einlæga vin-
átta við Ástríði og Hans meðan
hann lifði sem var óbreytt. Öll
höfum við þörf á trúnaðarvin-
um og hinu tæpitungulausa
sem því fylgir og var alltaf hjá
þeim Elsu. Hans Andersen féll
frá langt fyrir aldur fram. Síð-
ar meir urðu þau Ástríður og
Hjalti Gestsson félagar hin
seinni ár. Það samband var
þeim og öðrum til gleði og
ánægju.
Samúðarkveðjur okkar eru
til Gunnars og Þóru, maka
þeirra og barna.
Elsa og Einar.
Merk kona og lífsreynd hef-
ur kvatt okkur eftir langa lífs-
göngu. Við hjónin kynnumst
Ástu er hún hafði látið af öllum
umsvifum, orðin ekkja, á fínu
máli „sest í helgan stein“, sem
hún reyndar aldrei gerði. Hún
var síung, fróðleiksfús, var í
ræktinni og í tölvunni, var vel
heima í menningarlífinu, eink-
um tónlist og myndlist, sann-
kölluð heimskona. Þar sem ég
sit nú hef ég t.d. fyrir augum
litaglaða olíumynd eftir hana.
Fyrir rúmum áratug endur-
nýjuðu hún og tengdafaðir
minn, Hjalti, gömul skóla-
kynni. Hann var þá líka orðinn
einn. Þau komu hvort um sig
inn í nýja veröld eftir tómleika
og einveru. Bæði héldu sín
heimili og sinni reisn en urðu
einlægir vinir og nutu saman
margra ánægjustunda. Eftir
áratuga búsetu Ástu erlendis í
hringiðu lífsins, var það undr-
unarefni hversu mikinn aðlög-
unarhæfileika hún hafði til fá-
brotnara lífs. Hún var
náttúrubarn og er okkur minn-
isstætt að sjá hana þenja sig á
töðuvelli með hrífu í hönd í
helgidómi Hjalta austur á
Hæli, klædd eins og stelpa.
Ásta var stórlynd og eftir-
minnileg. Hún var ætíð þakk-
lát fyrir hvað eina sem gert
var með henni í fjölskyldu okk-
ar og uppskárum við öll marg-
ar gleðistundir. Hún kom í
heimsókn í Kópavoginn, við
fórum saman í ferðir milli
landshluta og oft lágu leiðir
saman austur í Hreppum. Ásta
og Hjalti nutu í ríkum mæli að
dvelja í sumarbústað hans á
æskuslóðum. Hún hafði yndi af
hestum og var ótrúlega áhuga-
söm um kindur vinar síns. Hún
náði góðum tengslum við lífs-
taktinn þar eystra, einkum
þegar horft er til heimsborga-
lífsins í París og New York
forðum.
Nú hafa þau bæði kvatt okk-
ur og ákveðinn sterkur tónn í
lífi okkar hljóðnaður. Við
þökkum henni samfylgd alla og
vottum börnum Ástu og fjöl-
skyldunni allri okkar dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning Ástríðar
H. Andersen.
Margrét Hjaltadóttir og
Kristján Guðmundsson.
Ástríður H.
Andersen