Morgunblaðið - 26.04.2011, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011
Atvinnuauglýsingar
Málmiðnaðarmenn
Óskum eftir að ráða málmiðnaðarmann til
starfa nú þegar. Upplýsingar í síma 565 7390.
Raðauglýsingar
Atvinnuhúsnæði
Flottur bar á góðum
stað á Spáni
Besti tíminn framundan...
Nú er tækifærið.Til sölu 180 ferm. bar á Costa
Blanca Spáni. Flottur bar á góðum stað, mikið
útipláss, miklir möguleikar. Góður leigu-
samningur, lág leiga. 2 pool-borð, stór og mikill
bar. Verð 10 milljónir. Athuga skipti að hluta.
Uppl. í síma 0034-634-034-590.
Félagslíf
EDDA 6011042619 I Lf.I.O.O.F. Rb. 1 1604268- M.A.*
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Spádómar
ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI
– Spámiðill
Spái í spil og kristalskúlu
Heilunartímar
Fyrirbænir
Algjör trúnaður
Sími 618 3525
www.engill.is
Gisting
Sumarhús i Flóahreppi til leigu rétt
hjá Þjórsábrú.
Starplus.is og starplus.info
Upplýsingar í síma 899 5863.
Þú átt skilið að komast í hvíld!
Í Minniborgum bjóðum við upp á
ódýra gistingu í notalegum frístunda-
húsum. Þú færð 3 nætur á verði 2.
Fyrirtækjahópar, óvissuhópar,
ættarmót. Heitir pottar og grill.
Opið allt árið.
Minniborgir.is
Gisting á góðum stað.
Upplýsingar í síma 868 3592.
Sumarhús
Sumarbústaðalóðir
Eignarlönd til sölu í landi Kílhrauns á
Skeiðum, 75 km frá Rvk. í stærðunum
0,5 ha. til 1,1 ha. Hentar vel til
gróðursetningar og er með fallega
fjallasýn, kalt vatn, síma og þriggja
fasa rafmagn að lóðarmörkum, til
afhendingar strax, hagstætt verð og
góð kjör. Verið velkomin.
Hlynur í síma 824 3040.
www.kilhraunlodir.is
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Evrur til sölu
3% yfir seðlagengi.
Sími 857 6711.
Ódýr gæðablekhylki og tonerar
í prentarann þinn. Öll blekhylki
framleidd af ORINK.
Blekhylki.is Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517 0150
Smáratorgi
Lágvöruverðsverslun fyrir
heimilið
Mikið úrval af nýjum vörum.
Lægsta verð kr. 290. Gott verð kr.
390. Hæsta verð kr. 690.
Augnablik
Geisladiskur með lögum við
ljóð Hákonar Aðalsteinssonar,
flutt af Nefndinni og gestum.
Fæst í Hagkaupum, Tónspili,
Samkaupum Egilsstöðum og
hjá útgefanda í síma 863 3636.
Netfang: darara@gmail.com
Mbl. 1. febr. ★★★✰✰
,,Það sem gerir plötur eins og
þessar svo mikilvægar er
hreinleikinn sem við þær er
bundinn og forsendur allar”.
Arnar Eggert Thoroddsen
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Skattframtöl
Framtöl - bókhald - ársreikningar
Framtalsþjónusta fyrir einstaklinga
og rekstraraðila. Mikil reynsla. Einnig
bókhald, ársreikn. o.fl. fyrir fyrirtæki.
HAGSTÆTT VERÐ. S. 517-3977.
www.fob.is
Þjónusta
Húsgagnahreinsun
Eldshöfða 1
Hreinsum flestar gerðir hús-
gagna. Stök teppi, rúmdýnur o.fl.
Upplýsingar í síma 577 5000 og
892 1460.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Green-house
Fallegur danskur vor- og sumar-
fatnaður. Af útsöluslá er 2 fyrir 1 og
greitt fyrir dýrari vöruna. Kíkið við og
fáið bækling. Opið í dag 13-19.
Green-house,
Rauðagerði 26.
Verkfæri
Til sölu
loftpressa 100 lítra, reimdrifin, ný
pressa og 24 lítra notuð loftpressa.
upp. í S: 897-3308
Reiðhjól
Rafmagnsreiðhjól.
Enginn bensínkostnaður, engin trygg-
ingariðgjöld, ekkert próf.
Kíktu á el-bike.is EL-BIKE, Bakkabraut
4, Kópavogur.
Bílaþjónusta
! "
#
! !!
!
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, 4WD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '11.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar,
gler og gluggaskipti.
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Hreingerningar
Alhliða hreingerningarþjónusta
Hreingerningar – Teppahreinsun –
Steinteppahreinsun – Bónvinna –
Ræstingar – Meðhöndlun náttúru-
steins. Upplýsingar í síma 770-4630.
Fagleg og góð þjónusta.
Kaupi silfur!
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is – Sími 551-6488.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur
✝ ÞorgerðurRagnarsdóttir
fæddist á Blöndósi
20. október 1925.
Hún andaðist á
líknardeild (L5)
Landakotsspítala
að kvöldi 17. apríl
2011.
Maki hennar
var Kristján G.
Jónasson, búfræð-
ingur og húsa-
smíðameistari frá Sléttu í
Sléttuhreppi, f. 8. apríl 1918,
d. 29. nóvember 1992. Börn
þeirra eru: Þórhallur Krist-
jánsson, bifvéla-
virki, fæddur
1954. Björg Krist-
jánsdóttir, kven-
sjúkdómalæknir í
Gautaborg, fædd
1956. Barnabörn
Þorgerðar eru
Magnús Þór
Stephensen, Krist-
ján Már Steph-
ensen, Anna
Gerða Jonäll og
Jónas Karl Jonäll.
Útför Þorgerðar verður
gerð frá Fossvogskapellu í
dag, 26. apríl 2011, kl. 15.
Elsku „amma mamma/amma
Gerða“, eins og við kölluðum
þig, nú ert þú loksins komin til
hans afa, sem þú unnir svo
heitt. Við vorum litlu kútarnir,
prinsarnir og prinsessan og
elskurnar þínar, sem þú gerðir
allt fyrir. Þú undirbjóst okkur
fyrir lífið og framtíðina. Gafst
okkur heilræði, hlustaðir
ótrauð, leiðbeindir okkur í hví-
vetna og hvattir til dáða. Þol-
inmæði og þrautseigja var
engu lík. Heimili þitt og fjöl-
skylda var þér kær og ávallt í
fyrirrúmi. Þér tókst með ein-
dæmum að samtvinna heimilis-
störfin og leik við okkur börn-
in. Notalegt var að búa hjá afa
og ömmu á sumrin.
Hjá ömmu var góð regla á
hlutunum. Góður og hollur
matur, kaffi með öllu tilheyr-
andi, oftast kleinur eða nýbök-
uð jólakaka með ískaldri
mjólk, var borið á borð og allt-
af á tilsettum tíma. Óteljandi
ferðir voru farnar í sundlaug-
ina og þú þorðir amma að fara
í stóru rennibrautina. Við vor-
um svo stolt af þér.
Um jól kom ávallt stór kassi
úttroðinn af ýmsu íslensku
góðgæti. Eitt sinn kom til-
kynning frá pósthúsinu, „sæk-
ið pakkann strax“. Það var
harðfiskurinn góði sem olli því.
Þú varst frábær amma, svo
ljúf og góð og klár í öllu. Nú
ert þú alsæl í faðmi afa Krist-
jáns. Við kveðjum þig með
virðingu og miklum söknuði.
Minninguna um þig elsku
amma geymum við í hjörtum
okkar. Þín ömmubörn,
Magnús, Kristján,
Anna Gerða og Jónas.
Hinn 17. apríl sl. á pálma-
sunnudag lést Þorgerður
Ragnarsdóttir vinkona mín og
móðir bestu vinkonu minnar
og æskuvinkonu Bjargar
Kristjánsdóttur. Var ég þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að vera ná-
granni þeirra og vinur í ára-
tugi, þessi tengsl hafa aldrei
rofnað þrátt fyrir að við höfum
öll flutt hvert í sína áttina.
Þegar ég fer í huganum aftur í
tímann í Hlaðbrekkuna þegar
við Bogga vorum litlar stelpur
þá er það fyrsta sem kemur
upp í hugann myndarskapur
Þorgerðar, allt var gert af
mikilli natni. Það var sama
hvar bar niður; allt listilega
vel gert hvort sem það var
handavinna, matseld, bakstur
eða þrif.
Þorgerður stóð alltaf fast á
sínu, vinnusöm, reglusöm og
hafði gaman af góðum sam-
ræðum en var jafnframt góður
hlustandi, hún var vefnarðar-
kennari að mennt. Stundirnar
voru ófáar í Hlaðbrekku 18,
þar var mikið skrafað og hleg-
ið enda fjölskyldan létt og kát.
Oft vorum við Bogga ákafar í
gleðinni og fengum mörg hlát-
ursköstin, minnist ég þess ekki
að Þorgerður hafi nokkurn
tíma skammað okkur heldur
dró hún sig bara í hlé og leyfði
okkur vinkonunum að ærslast.
Þorgerður var mjög gæfu-
söm í lífinu, giftist drauma-
prinsinum sínum, þau eignuð-
ust tvö börn, Þórhall og
Björgu. Barnabörnin eru fjög-
ur og er langömmubarn á leið-
ini. Þetta er allt mikið mann-
kostafólk og fjölskyldan hefur
alla tíð verið mjög samrýnd.
Að lokum langar mig að
þakka þér Þorgerður mín fyrir
allar góðu stundirnar í æsku
og síðustu stundirnar fyrir
andlát þitt, hvatningarorð og
hlýhug í minn garð. Þú kvadd-
ir sátt og veit ég að Kristján
draumaprinsinn þinn tekur vel
á móti þér.
Elsku Bogga vinkona, Þór-
hallur minn og barnabörn guð
blessi minningu Þorgerðar
Ragnarsdóttur.
Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar
er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í
skörðin.
(Tómas Guðmundsson)
Kær kveðja
Guðfinna (Gussý).
Þorgerður
Ragnarsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á
forsíðu mbl.is og viðeigandi efn-
isliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn.
Minningargreinar