Morgunblaðið - 26.04.2011, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Í næsta mánuði kemur út hjá JPV
útgáfu skáldsagan Sláttur, en hún
er fyrsta bók Hildar Knútsdóttur.
Hildur er 26 ára og vinnur sem
texta- og hugmyndasmiður á aug-
lýsingastofunni Pipar/TBWA. Að-
alpersóna bókarinnar er Edda, tutt-
ugu og fjögurra ára Reykvíkingur
sem fór í hjartaskipti fyrir fimm ár-
um. Hún reynir að hugsa sem
minnst um framtíðina því tölfræðin
sýnir að hjartaþegar lifa ekki alltaf
lengi. En hún er forvitin um fyrri
eiganda hjartans og er sannfærð um
að ýmislegt hafi fylgt því. Stundum
veit hún jafnvel ekki hvað tilheyrir
henni sjálfri og hvað hún fékk með
hjartanu.
Skemmtilegt að skrifa
Þegar Hildur er spurð hvaðan
hún hafi fengið hugmyndina að
skáldsögunni segir hún: „Ég rakst á
grein um bandaríska könnun þar
sem kom fram að líffæraþegar vildu
síður þiggja líffæri úr morðingjum
sem teknir væru af lífi. Þar kom líka
fram að þónokkur hluti líffæraþega
telur sig hafa fengið eitthvað auka-
lega með líffærunum. Mér fannst
þetta áhugavert og fór að lesa mér
til um þessi efni. Bókin sprettur svo
upp af þessum vangaveltum og svo
fjallar hún líka um ýmislegt annað
sem ég vil helst ekki gefa upp að svo
stöddu. Það var ótrúlega gaman að
skrifa bókina. Ég var líka fljót að
því, ekki nema tvo eða þrjá mánuði
með fyrsta uppkast. Þetta kom
næstum því eins og af sjálfu sér, eig-
inlega alveg áreynslulaust, eins og
ég væri að rifja söguna upp frekar
en að semja hana. En aftur á móti
tók svo svolítið meira á að endur-
skrifa hana, fara yfir hana aftur og
aftur og laga og breyta. Ætli það
megi ekki segja að mér finnist
skemmtilegt að skrifa en svo aftur
minna skemmtilegt að endurskrifa.“
Slæm gagnrýni betri en engin
Er þetta dramatísk bók?
„Þetta er dramatískt efni og
sennilega er bókin líka dramatísk á
vissan hátt, en annars finnst mér
erfitt að lýsa henni. Ég stend svo
nærri henni sjálf.“
Hildur, sem er með BA-próf í rit-
list og bókmenntafræði sem auka-
fag, segist hafa skrifað nokkrar
skáldsögur áður en þá einungis fyrir
skúffuna. Hún hefur dvalið mikið í
útlöndum þar sem hún hefur notað
tímann til að skrifa, en hún hefur
Gaman að sjá hvað gerist
Hildur Knútsdóttir er nýr rithöfundur Sendir frá sér skáldsöguna Sláttur Verkið fjallar um
unga konu sem fór í hjartaskipti og er forvitin um fyrri eiganda hjartans Önnur skáldsaga í fæðingu
Morgunblaðið/Kristinn
Hildur Knútsdóttir „Þetta er dramatískt efni og sennilega er bókin líka dramatísk á vissan hátt, en annars finnst mér erfitt að lýsa henni.“
meðal annars ferðast um latnesku
Ameríku, búið veturlangt í Berlín
og dvalið í eitt ár í Taívan þar sem
hún lærði kínversku við Cheng Chi-
háskólann í Taipei. „Ég hafði mjög
góðan tíma til að skrifa í Taívan,“
segir hún. „Þegar ég var hér heima
í menntaskóla vann ég alltaf mikið
með skóla og hafði lítinn tíma aflögu
til að skrifa, en í Taívan var ég á
styrk og bara með stúdenta-visa svo
ég mátti ekki vinna með námi og þá
hafði ég mikinn tíma til að skrifa.
Þegar maður er kominn til útlanda
þar sem maður þekkir ekki margt
fólk er heldur engin fjölskylda til að
heimsækja, engin matarboð, afmæli
og fermingarveislur sem maður
verður að fara í, þannig að maður
fær allt í einu helling af tíma sem
maður hafði ekki áður og ég nýtti
tímann til að skrifa.“
Hvernig tilfinning er það að vita
af því að bók er að koma út eftir
mann?
„Það er mjög skrýtin tilfinning.
Ég skrifaði undir útgáfusamning-
inn í maí í fyrra og svo er eitt og
hálft ár síðan ég skrifaði bókina,
þannig að fæðingin hefur verið
löng. Ég hlakka bara mikið til þeg-
ar bókin er kemur loksins út og við-
brögð koma við henni. Ég hef verið
svo lengi ein að garfa í henni að það
verður gaman að sjá hvað gerist.
Það versta sem ég get ímyndað mér
er að bókin komi út og enginn segi
neitt. Ég held að slæm gagnrýni
geti verið betri en engin gagnrýni.“
Ný skáldsaga í smíðum
Spurð um eftirlætisrithöfunda
sína segir Hildur: „Ég hef gaman af
alls konar bókum. Ég elskaði Isabel
Allende þegar ég var yngri og
sömuleiðis John Irwing, Charles
Dickens og Jane Austen. Ingibjörg
Haraldsdóttir er uppáhalds-
ljóðskáldið mitt og ég les allt eftir
Steinunni Sigurðardóttur og Jón
Kalman Stefánsson. Svo les ég mik-
ið af fantasíum líka og ég er ein-
hverra hluta vegna mjög hrifin af
unglingabókum.“
Sláttur er ekki eina bókin sem
Hildur kemur nálægt þetta árið.
Hún heldur úti satíru tískubloggi
þar sem alter-egó hennar skrifar.
„Lífsstílsbók eftir þetta alter-egó
kemur út í haust,“ segir Hildur. „Ég
er að leggja lokahönd á handritið,
Lóa Hjálmtýsdóttir og Hugleikur
Dagsson myndskreyta og Ókeibæ(!)
kur gefa út. Svo er ég komin með
hugmynd að nýrri skáldsögu og
ætla að fara að snúa mér að henni
bráðum og sjá hvað kemur út úr
því.“
Heimili og hönnun
Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað
um Heimili og hönnun föstudaginn 6. maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 2. maí
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og sniðugar lausnir fyrir
heimilin. Skoðuð verða húsgögn í stofu, hjónaherbergi, barnaherbergi
og innréttingar bæði í eldhús og bað.
MEÐAL EFNIS:
Hvaða litir verða áberandi í vor og sumar?
Hönnun og hönnuðir.
Sniðugar lausnir á heimilinu.
Stofan: sófasett og borð.
Eldhúsið:
ísskápar, uppþvottavélar,
eldavélar, span og gas.
Baðið: sturtugræjur og
baðinnréttingar.
Svefnherbergið:
rúm og náttborð.
Barnaherbergið:
barnahúsgögn.
Myrkvunargardýnur.
Teppi, mottur, dúkar og parket.
Hillur í geymsluna.
Þjófavörn.
Ásamt fullt af öðru spennandi
efni um heimili og hönnun.
SÉ
R
B
LA
Ð
–– Meira fyrir lesendur