Morgunblaðið - 26.04.2011, Page 33

Morgunblaðið - 26.04.2011, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Animal Collective hefur í árafjöld þótt ein merkilegasta sveit Banda- ríkjanna hvað popplega áræðni og tilraunastarfsemi varðar. Sveitin var stofnuð í Baltimore af þeim Avey Tare og Panda Bear og fyrsta plat- an, Spirit They’re Gone, Spirit They’ve Vanished kom út árið 2000, þá reyndar undir nafni þeirra Avey Tare og Panda Bear. Sveitinni óx síðan fiskur um hrygg á næstu ár- um. Sung Tongs (2004) vakti mikla athygli og síðasta hljóðversplata, Merriweather Post Pavilion (2009), þótti og mikið afbragð. Meðlimirnir fjórir hafa allir, utan Geologist, gefið út sólóplötur og hafa plötur Panda Bear vakið mesta at- hygli, líklega fyrir þær sakir að þær hafa verið furðu aðgengilegar. Með áherslu á orðið „furðu“. Þriðja plata Pandabjarnarins, en móðir hans þekkir hann sem Noah Benjamin Lennox, var meistarastykkið Person Pitch (2007) sem fékk hökustrjúkara og hippstera um heim allan til að missa andann, þvílík þótti snilldin. Lennox tókst á einhvern ótrúlegan hátt að framreiða gallsúra tónlist á Strandastrákur á röngunni  Fjórða plata Animal Collective-meðlimsins Panda Bear kom út 12. apríl síð- astliðinn  Plata hans frá 2007, Person Pitch, þykir hið mesta þrekvirki Tilraunir „Titill lagsins „Surfer’s Hymn“ segir t.a.m. ýmislegt og mörg lögin hljóma eins og Beach Boys-lög í meðförum Marsbúa.“ þann hátt að ömmu þinni hefði vel líkað. Beach Boys og döbb Þegar maður les sér til um plöt- una á Wikkipeddíunni góðu er hún merkt tveimur tónlistarstefnum, til- raunadöbbi og sýrupoppi („experi- mental dub“, „psychedelic pop“). Þetta eru ágætis grunnar til að byrja greiningu á plötunni, en döbb- skilgreiningin vísar meira í þann hljóðheim sem Lennox er að búa til í kjallarastúdíóinu sínu í Lissabon, þar sem hann býr. Hann notar hljóð- verið sem nokkurs konar hljóðfæri, hljómurinn er oft fjarlægur, draum- kenndur og holur, uppfullur af berg- máli og hljóð- „lögum“. Hið síð- ara vísar í ást- arsamband Lennox við Beach Boys, sem má bæði heyra í rödd hans og mel- ódíunotkun. Titill lagsins „Surfer’s Hymn“ segir t.a.m. ýmislegt og mörg lögin hljóma eins og Beach Boys-lög í meðförum Marsbúa. Platan er nokkuð berstrípaðri en Person Pitch, Lennox hleður lögin ekki eins mikið af hljóðbútum og -rásum en heildarupplifunin er jafn transkennd og áður; þessi plata fer með þig í ferðalag hafir þú nennu að dvelja aðeins í henni. Sjálfur segist hann hafa orðið leiður á allri hljóð- bútanotkuninni og hann hafi langað til að leita meira á náðir gítara og bassa í þetta sinnið. Uppbygging Líkt og með Person Pitch byggist Tomboy upp á nokkrum smáskífum sem Lennox gaf út á ýmsum merkj- um, ein kom út á PawTracks, merki sem hann og félagar hans í Animal Collective reka, ein kom út á Dom- ino, ein á FatCat og svo ein á Komp- akt. Þá er gaman að geta þess að sjálfur Sonic Boom, fyrrum með- limur mektarsveitarinnar Spacemen 3 sá um að hljóðblanda plötuna en hann hefur og snúið tökkum fyrir New York-sveitina MGMT. Sá veit nú ýmislegt um hönnun hljóðlands- laga. Greinarhöfundur reit eftirfar- andi um Person Pitch í dómi: „Fallegur söngurinn er settur yfir hægstreyma raf- og til- raunaskotna sveimtónlist þann- ig að úr verður einhvers konar aðgengileg óhljóðalist. Merki- legt. Platan skríður þann- ig þægilega áfram og lög- unum er leyft að malla óáreitt (tvö þeirra eru tólf mínútur að lengd). Stórgóð plata og „venjulegri“ en þig grun- ar.“ Aðgengileg óhljóðalist MEISTARAVERKIÐ PERSON PITCH Bruce Springsteen hefur verið dug- legur við að endurútgefa sjálfan sig að undanförnu. Nú eftir helgi kem- ur út tónleikaplatan Live at the Main Point 1975, sem var tekin upp í Fíladelfíu í febrúar það ár. Á þess- um tíma var Springsteen farinn að spila lög af væntanlegu meistara- stykki sínu, Born to Run, sem átti eftir að gera hann að ofurstjörnu. Goðsagnakenndur Springsteen Heitur Springsteen árið 1975. Sumir tónlistarmenn eru eins og rauðvínið, verða bara betri með ár- unum. Þannig er það a.m.k. með söngfuglinn Emmylou Harris sem gefur út nýja plötu, Hard Bargain, núna eftir helgina. Hún kemur í kjölfar All I Intended to Be (2008) sem vakti mikla lukku. Platan nýja inniheldur ellefu lög eftir Harris og tvö tökulög. Eitt þeirra eftir Ron Sexsmith en platan heitir og eftir því. Harris tók plötuna upp á um mánuði, sem hún segir óvenjulegt í sínu tilfelli, og aðeins þrír tónlist- armenn léku undir og hún þar á meðal. Emmylou Harris með nýja plötu Falleg Emmylou Harris. MYND SEM GAGNRÝNENDUR HAFA SAGT AÐ SÉ SAMBLANDA AF BOURNE MYNDUNUM OG TAKEN “THE BEST ACTION THRILLER IN YEARS!” Stuart Lee, WNYX-TV “ EXHILARATING. UNKNOWN IS THE FIRST GREAT MOVIE OF THE YEAR!” Shawn Edwards, FOX-TV “LIAM NEESON IS INTENSE!” Bill Bregoli, CBS RADIO NEWS “IT’S TAKEN MEETS THE BOURNE IDENTITY.” Rick Warner, BLOOMBERG NEWS SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI HHHH - CHICAGO SUN TIMES - ROGER EBERT PAUL GIAMATTI HLAUT GOLDEN GLOBE VERÐLAUNIN FYRIR BESTA LEIK Í GAMANMYND HHHH - NEW YORK DAILY NEWS ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI „INGENIOUS THRILLER“ – CHICAGO SUN-TIMES – R.EBERT „TWISTY BRAINTEASER“ „ACTION-THRILLER“ – ENTERTAINMENT WEEKLY „A THRILLER – AND POETRY“ – SAN FRANCISCO CHRONICLE HHHH – EMPIRE HHHH - T.V. – KVIKMYNDIR.IS HÖRKUSPENNANDI MYND ÞAR SEM ERFITT GETUR VERIÐ AÐ ÁTTA SIG Á ÞVÍ HVER BREYTIST Í VARÚLF EFTIR MIÐNÆTTI FRÁ CATHERINE HARDWICKE, LEIKSTJÓRA TWILIGHT „BRJÁLÆÐISLEGA FYNDIN.ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI.“ - SUGAR "BRIDGET JONES MYNDIN Í ÁR" - COMPANY SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AMANDA SEYFRIED ÚR MAMMA MIA OG GARY OLDMAN ERU KOMIN Í NÚTÍMA ÚTGÁFU AF RAUÐHETTU ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI HHHH - EMPIRE HHHH - K.H.K. - MBL.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI PÁSKAGRÍNMYNDIN Í ÁR MEÐ ENGUM ÖÐRUM EN RUSSEL BRAND OG HELEN MIRREN Í AÐALHLUTVERKUM FRÁBÆR GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ólafur Darri Ólafsson Arnar Jónsson Örn Árnason Steinn Ármann Magnússon Björgvin Franz Gíslason SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HJARTAKNÚSARINN ED WESTWICK ÚR GOSSIP GIRL, FELICITY JONES, BROOK SHIELDS OG BILL NIGHY ERU ÆÐISLEG Í ÞESSARI SKEMMTILEGU MYND SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 700 kr. Tilboðil 950 kr. á 3D sýning ar 700 kr. Tilboðil MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.ISÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - 2D 700 kr. - 3D 950 kr. GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR OG VIP MYNDIR ARTHUR kl. 5:40 - 8 - 10:30 7ARTHUR kl. 5:40 - 8 - 10:30 VIP DREKA BANAR ísl. tal kl. 6 L RED RIDING HOOD kl. 8 - 10:20 12 CHALET GIRL kl. 5:50 - 8 - 10:20 L SOURCE CODE kl. 8 - 10:20 12 SUCKER PUNCH kl. 5:50 12 UNKNOWN kl. 8 - 10:20 16 MÖMMUR VANTAR Á MARS 3D kl. 6 ísl. tal L / ÁLFABAKKA ARTHUR kl. 5:30 - 8 - 10:30 L RIO 3D ísl. tal kl. 5:40 L RIO ísl. tal kl. 5:40 L CHALET GIRL kl. 8 L RED RIDING HOOD kl. 8 - 10:20 12 SOURCE CODE kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 SUCKER PUNCH kl. 10:20 12 ARTHUR kl. 5:40 - 8 - 10:20 7 DREKA BANAR ísl. tal kl. 6 L RED RIDING HOOD kl. 8 - 10:20 12 BARNEY'S VERSION kl. 5:30 - 8 nr. sæti L UNKNOWN kl. 10:40 nr. sæti 16 ARTHUR kl. 6 - 8 7 DREKA BANAR ísl. tal kl. 4 - 6 L CHALET GIRL kl. 4 L RED RIDING HOOD kl. 10:10 12 SOURCE CODE kl. 8 - 10:10 12 ARTHUR kl. 8 - 10:20 7 DREKA BANAR ísl. tal kl. 6 L THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 10:20 10 HOP ísl. tal kl. 6 L THE KING'S SPEECH kl. 8 L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI RED RIDING HOOD kl. 8 - 10:20 12 DREKA BANAR kl. 6 L JUSTIN BIEBER kl. 8 L HOP ísl. tal kl. 6 L YOUR HIGHNESS kl. 10:20 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.