Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 4
Meirihlutinn í borgarráði Reykjavík- ur lagði fram tillögu um það á fundi ráðsins í gær að borgin gengi frá greiðslum upp á 185,7 milljónir króna til rekstraraðila tónlistar- og ráð- stefnuhússins Hörpu vegna kaupa á tækjabúnaði í húsið. Framlagið er til viðbótar við fyrra framlag Reykjavík- urborgar til hússins svo klára mætti byggingu þess. Var afgreiðslu tillög- unnar frestað til næsta fundar borg- arráðs. Fram kemur í tillögunni að litið sé á framlagið sem stofnfjárframlag til aukningar hlutafjár félagsins og verði það fjármagnað af handbæru fé borg- arinnar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er um að ræða búnað sem meðal annars snýr að lýsingu í Hörpu. Þá sé til að mynda um að ræða hljómskjöld yfir sviði, flygils- lyftu, veggteppi með lyftubúnaði sem er hægt að setja upp og niður til þess að magna eða deyfa hljóm auk 77 óm- hurða og sérstakra hljóðnema. Alltaf legið fyrir Fulltrúar meirihlutans í ráðinu sögðu að Reykjavíkurborg sé skylt að leggja þessa fjármuni til reksturs Hörpu samkvæmt samningi og að alltaf hafi legið fyrir að þá þyrfti að inna af hendi. Hins vegar hafi verið mikil óvissa um það á sínum tíma þeg- ar gengið hafi verið frá samningum hversu mikinn tækjabúnað þyrfti í húsið og hversu dýr hann yrði. Fyrir vikið hafi ekki verið hægt fyrr en nú að leggja mat á kostnaðinn. Alltaf hafi verið vitað að þessi reikningur kæmi. Minnihlutinn í borgarráði benti hins vegar á bókanir ráðsins 2009 og 2010, að ekki yrði um að ræða frekari greiðslur Reykjavíkurborgar til Hörpu en þegar hefðu verið sam- þykktar. hjorturjg@mbl.is  Framlag Reykjavíkurborg- ar til viðbótar við fyrra framlag Tugir sýna hótelrekstri áhuga 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Stórt verkefni Jarðborana  Þriggja milljarða samningur til tveggja ára verður undirritaður í mánuðinum  Týr, stærsti bor landsins, verður fluttur yfir hálfan hnöttinn til verkefnisins Þáttaskil hafa orðið hjá Jarðborun- um sem hafa samið við stærsta orkufyrirtæki Nýja-Sjálands, Mighty River Power, um fram- kvæmdir þar í landi. Samningurinn sem er að verðmæti 3 milljarðar króna og að lágmarki til tveggja ára verður undirritaður seinna í mán- uðinum. Markaðssetning skilar árangri Verkefnið felst í borunum eftir jarðhita á Ngatamariki-jarðhita- svæðinu um miðbik nyrðri eyju Nýja-Sjálands. Stærsti bor landsins, Týr, verður fluttur til Nýja-Sjá- lands til verkefnisins og á fjórða tug sérfræðinga Jarðborana munu fara út og vinna við framkvæmdirnar og undirbúning þeirra. Bent S. Einars- son, forstjóri Jarðborana, segir afar ánægjulegt að Jarðboranir hafi orð- ið hlutskarpastar í alþjóðlegu útboði þar sem fjöldi borverktaka tók þátt. Fyrirtækið Mighty River Power hafi gert miklar kröfur um tækni- lega þekkingu og alþjóðlega vottun á sviði umhverfis- og öryggismála sem og kröfur um reynslu í svip- uðum verkefnum. Ljóst sé því að Jarðboranir njóti mikils trausts á al- þjóðlegum bormarkaði. sannarlega skilað árangri. Nýsjá- lendingum sé ljóst hversu jarðvarm- inn sé hagkvæmur og vistvænn orkugjafi og þeir stefni á að vera meðal fremstu þjóða á þessu sviði. Skv. fréttatilkynningu frá Jarðbor- unum segir Mark Trigg, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Mighty River Power, að þeim sé mikill akkur í að fá til sín borfyr- irtæki með mikla reynslu, nýja kyn- slóð af tækjabúnaði sem hefur meiri sjálfvirkni. Segir hann að borinn verði líka notaður við rannsóknar- boranir á nýjum svæðum og við endurnýjun á eldri borholum. Bent segir að nú hafi sú markaðs- setning sem unnið hafi verið að í nokkurn tíma í Nýja-Sjálandi svo Útrás » 30 íslenskir sérfræðingar fara til Nýja-Sjálands » Jarðhitanýting í mikilli sókn í Nýja-Sjálandi » Jarðhitinn nýttur til raforku- framleiðslu í nýju orkuveri Hæstiréttur hef- ur dæmt tæplega fimmtuga konu, Bergþóru Guð- mundsdóttur, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir þjófnað, eigna- spjöll og sér- staklega hættu- lega líkamsárás. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember. Bergþóra veittist að annarri konu í íbúð við Njálsgötu í ágúst 2009 og stakk hana tvisvar í höf- uðið með hníf með þeim afleið- ingum að hún hlaut skurði og kúlu á höfði. Berþóra var jafnframt dæmd til að greiða konunni 400.000 kr. í miskabætur. Þá var hún sakfelld fyrir að stol- ið fatnaði og snyrtivörum úr versl- un Hagkaupa í Skeifunni aðfara- nótt 2. júlí 2009. Loks var hún sakfelld fyrir að kveikja í fataskáp í klefa samfanga síns, Catalinu Mikue Ncogo, í kvennafangelsinu í Kópavogi í febrúar á síðasta ári með þeim afleiðingum að fatnaður og önnur verðmæti eyðilögðust. Bergþóra á að baki langan saka- feril en hún var meðal annars dæmd í 12 ára fangelsi fyrir mann- dráp árið 2001. Hún fékk reynslu- lausn árið 2008 og átti þá eftir að afplána tæp 4 ár af dóminum. Þeg- ar hún var handtekin eftir árásina í ágúst í fyrra var henni gert að af- plána eftirstöðvar þeirrar refs- ingar. Tveggja og hálfs árs fangelsi Dæmd fyrir líkams- árás, þjófnað o.fl. Hæstiréttur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í níu mánaða óskilorðs- bundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi en maðurinn ók ölvaður á Grindavíkurvegi árið 2009 og lenti í árekstri við annan bíl með þeim afleiðingum að ökumaður þess bíls, maður á fimmtugs- aldri, lést. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi ekið bifreið norður Grindavíkurveg en hún hafi farið yfir á rangan veg- arhelming miðað við aksturs- stefnu með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti þar í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt manninn í sex mánaða fang- elsi, þar af fjóra mánuði skilorðs- bundið, fyrir manndráp. Fékk níu mán- aða fangelsi „Þetta gekk ótrúlega vel,“ segir Signý Gunnarsdóttir um hlaup gærdagsins, en hóp- urinn sem hleypur hringinn til styrktar krabbameinssjúkum börnum hljóp í snjó- komu á Möðrudalsöræfum í gær. Guðmundur Guðnason, einn hlauparanna, á afmæli í dag og hefur aldrei haldið upp á afmælið sitt í snjókomu áður. Afmæli í snjókomu í júní Safnaðu 5 toppum af Merrild eða Senseo-pökkum og sendu Ölgerðinni fyrir 16. júní. Gullverðlaun að verðmæti 350.000 kr. Tískuráðgjöf í heilan dag með Karli Berndsen, 100 þúsund kr. úttekt í Debenhams, ársbirgðir af Merrild eða Senseo kaffi o.fl. Fjöldi aukavinninga m.a. kaffivélar frá Heimilistækjum og ársbirgðir af Merrild eða Senseo kaffi. elið,“ segir Höskuldur. „En í þessum áfanga erum við fyrst og fremst að leita að aðila sem vill fjárfesta í hóteli hér. Núna erum við komnir með all- ar tækar upplýsingar fyrir væntan- lega fjárfesta. Þessi grunnvinna lá ekki fyrir 2009 þegar málinu var aft- ur ýtt úr vör eftir hrunið.“ Gerð var viðskiptaáætlun, m.a. metin fjárfestingaþörf og arðsemi vegna hótels með 250-270 herbergj- um og var það þýskt fyrirtæki sem annaðist verkið. Helstu kostirnir við hugmyndina eru sagðir vera stað- setning við sjóinn og miðborgina, ferðaþjónusta sé vaxandi atvinnu- grein á Íslandi, einnig er bent á ná- lægðina við Hörpu og ráðstefnusali hennar. kjon@mbl.is Tugir aðila hafa beðið um gögn vegna útboðs á lóð Austurhafnar vestan við Hörpu, þar sem byggt verður hótel, að sögn Höskuldar Ás- geirssonar, framkvæmdastjóra Hörpu. Útboðið var auglýst bæði hér á landi og erlendis og rennur frestur út í síðari hluta júlí. Sjaldgæft er að sami aðili eigi og reki hótel, því þarf að finna einhvern til að fjármagna húsið, annan til að reka það og jafnvel þann þriðja til að selja svonefnt sérleyfi [e. franchise], eins og t.d. Hilton-keðjuna. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá stóru, alþjóðlegu hótel- keðjunum, þær kæmu þá annaðhvort að stjórnunarsamningi eða semdu um sérleyfi við þann sem ræki hót- Morgunblaðið/Ómar Tæki Borgarráðsfulltrúar eru ekki sammála um greiðslur. 185,7 milljónir til tækjakaupa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.