Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 161. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Þrír fengu 102 milljónir hver 2. Morð upplýst eftir 65 ár 3. Hryggbrotnaði við sprang... 4. Hvert fóru mjúku línurnar? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Listhópar Hins hússins 2011 fara á fullt í dag og munu vera með ýmis at- riði og gjörninga víðsvegar um miðbæ Reykjavíkur milli kl. 12-24. Föstudagsfiðrildin vöktu mikla lukku í fyrrasumar og eiga eflaust eftir að lífga upp á Reykjavík í sumar. Morgunblaðið/Eggert Fiðrildin koma á föstudögum og kæta  Hljómplatan Jukk með Prins- póló kemur út víðsvegar um heiminn í dag, bæði á geisladisk og vínylplötu. Tónlistartímaritið Gaffa gaf plötunni fjórar stjörnur af sex mögulegum. „Það er ekki til neitt sem heitir sex stjörnu einkunna- kerfi,“ sögðu Prinspóló-menn, hæst- ánægðir með fjórar stjörnur af fimm. Jukkið flæðir um gjörvallan heim  Átján myndir keppa á stuttmynda- dögum í Bíó Paradís dagana 15.-16. júní. Alls bárust keppninni 65 myndir og voru 18 af þeim valdar til að keppa. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu myndirnar og verður sigurveg- ara boðið á kvikmyndahátíðina í Cannes þar sem myndin tekur þátt í svokölluðu stuttmyndahorni. Stuttmyndir herja á Bíó Paradís Á laugardag og sunnudag (hvítasunnudag) Austlæg átt, 3-10 m/s, hvassast syðst. Dálítil súld á annesjum norðantil, smáskúr- ir sunnanlands, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlægari, 5-10 og styttir upp, en dálítil rigning af og til syðra. Hiti 1 til 13 stig og hlýjast syðst, en hlýnar um allt land. VEÐUR Íslandsmeistarar Vals unnu 6:1 sigur á Þór/KA í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu í gær. Þessi lið hafa bæði ver- ið í toppbaráttu undanfarin ár og það sýnir því styrk Valsliðsins að ekki hefur unnist stærri sigur í deild- inni í sumar. Landsliðskon- urnar Hallbera Guðný Gísla- dóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor. Sigurinn kom Val upp í 2. sæti. »2 Meistararnir með yfirburðasigur Undirbúningur 21-árs landsliðsins í fótbolta fyrir úrslitakeppni EM hefur ekki gengið eftir áætlun. Verkfall, veður og veikindi hafa sett strik í reikninginn. „Við vinnum úr því sem við höfum og kvörtum ekki og kvein- um,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins sem mætir Hvít-Rússum í fyrsta leiknum á morgun. »4 Láta ekki verkfall, veður og veikindi trufla sig „Við erum í dauðafæri en verðum að spila rétt úr stöðunni og ef það tekst mun draumur okkar rætast um sæti á heimsmeistaramóti í handknattleik kvenna í fyrsta sinn,“ segir Ágúst Jó- hannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, sem í gærkvöldi hélt með lið sitt til Úkraínu þar sem það mætir liði heimamanna öðru sinni í undankeppni HM. »3 Kvennlandsliðið er í dauðafæri ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Ræðarinn Chris Duff ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en hann hyggst róa á sérsmíðuðum bát sínum frá Skotlandi til Íslands einn síns liðs og gerir ráð fyrir að ferðin taki um þrjá mánuði. Chris Duff, sem hefur 25 ára reynslu af róðri, hefur farið í fimm leiðangra sem þennan og gefið út tvær verðlaunabækur um ævintýri sín. „Báturinn sem ég smíðaði sjálf- ur er 6 metra langur. Svefnplássið er að framan og geymslusvæðið aft- an á, þegar ég leggst til hvílu er ég í raun í vatnsheldum klefa,“ segir Chris og bætir því við að báturinn sé ósökkvandi. „Báturinn er þannig byggður að þó hann velti þá leitar hann alltaf upp aftur. Í honum eru átta vatnstankar sem taka við vatni ef flæða tekur inn í hann,“ segir hann. Báturinn sem Chris siglir á er smíðaður eftir höfðinu, til að gera hann ósökkvandi þurfti hann að smíða hann, rífa hann í sundur þrisvar og endurbyggja. „Ég fékk símtal frá manni í Noregi og hann vildi vita hver smíðaði bátinn og hver verkfræðin væri á bak við hann. Ég þurfti að gefa það ótrú- verðuga svar að ég hefði byggt bát- inn eftir höfðinu. Það er nefnilega þannig að fólk sem býr við sjóinn eins og Íslendingar veit hvað virkar og veit hvað þarf til að byggja hlut- ina.“ Fjögur ár í undirbúningi Chris segir að undirbúningur ferða sem þessarar sé gríðarlegur. „Það þarf að hugsa fyrir öllu, ég hugsa ávallt eins og máltækið segir, þ.e. að vona hið besta og vera viðbú- inn hinu versta. Ég er búinn að hugsa þetta allt út, ég bý mig undir ferðina eins og ég sé að fara að lenda í vandræðum enda tók mig fjögur ár að undirbúa mig fyrir þessa ferð til Íslands,“ segir hann hlæjandi og bætir við að hann fari að eins og víkingarnir gerðu forðum. „Ég elska Ísland“ Árið 2003 kom Chris til Íslands ásamt tveim Bandaríkjamönnum. Hann sigldi í kringum landið og eftir heimsókn sína ákvað hann að hann yrði að koma hingað aftur. „Ég er heillaður af landi og þjóð og ákvað það strax að ég skyldi koma aftur,“ segir Chris með mikilli eftirvænt- ingu, en hann gerir ráð fyrir að hefja leiðangurinn frá Skotlandi 20. júní. Eins og sjá má á kortinu hér til hliðar, þá mun hann róa um Orkn- eyjar og Hjaltland, þaðan til Fær- eyja og enda á Íslandi. Einn á báti frá Skotlandi  Væntanlegur til Íslands eftir um þrjá mánuði Ræðarinn Bandaríkjamaðurinn Chris Duff prófar sérsmíðaða bátinn fyrir siglinguna frá Skotlandi til Íslands. Und- irbúningur fyrir ferðina hefur tekið um fjögur ár og hann segir að hann voni hið besta en sé viðbúinn hinu versta. Leiðin til Íslands Ísland No re gu r Hjaltland Færeyjar Skotland Færeyjar Vágar Streym øy Eysturøy Borðøy Svinøy Kalsøy Neskaupstaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.