Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 33
10. júní 1789 Jarðskjálftahrina hófst á Suð- urlandi, frá Selvogi til Þing- valla. Í heila viku voru skjálft- ar með allt að tíu mínútna millibili. „Land seig norðan Þingvallavatns milli Almanna- gjár og Hrafnagjár um rúma 60 sentimetra, vellirnir urðu að mýrlendi og mun það meðal annars hafa orðið átylla til að leggja þinghald þar niður árið 1800,“ sagði í bókinni Náttúra Íslands. 10. júní 1958 Útvarpsþátturinn „Lög unga fólksins“ hóf göngu sína. Þátt- urinn var á dagskrá á þriðju- dögum og var einn vinsælasti tónlistarþátturinn í marga áratugi. 10. júní 1986 Fimm þúsund króna seðill var settur í umferð. Á honum er mynd af Ragnheiði Jónsdóttur (f. 1646, d. 1715), en hún var kona tveggja Hólabiskupa og annáluð hannyrðakona. 10. júní 1993 Steinboginn yfir Ófærufoss í Eldgjá var brotinn þegar er- lendir ferðamenn komu að honum. Boginn hafði verið heill tveimur vikum áður. 10. júní 2001 Konur fluttu ávörp í fyrsta sinn við hátíðahöld Sjó- mannadagsins í Reykjavík, en sjávarútvegsráðherra og fulltrúum útgerðarmanna var ekki boðin þátttaka vegna setningar bráðabirgðalaga á kjaradeilu sjómanna. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … DAGBÓK 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Sudoku Frumstig 9 4 3 8 5 6 1 9 3 2 3 2 8 2 6 8 4 5 9 5 1 4 4 6 8 9 9 5 8 1 5 7 5 6 9 3 8 7 3 1 2 8 6 9 1 7 3 5 2 1 8 6 7 3 5 2 8 9 4 2 8 6 5 3 7 9 7 6 9 8 4 7 3 6 8 5 9 1 4 3 7 2 9 2 3 5 7 6 8 1 4 7 1 4 2 3 8 5 6 9 5 4 6 1 2 3 7 9 8 1 9 7 8 4 5 6 2 3 8 3 2 7 6 9 1 4 5 3 5 1 6 9 2 4 8 7 2 6 8 4 5 7 9 3 1 4 7 9 3 8 1 2 5 6 6 7 1 5 8 2 9 3 4 9 2 3 1 4 6 5 8 7 5 4 8 9 7 3 1 6 2 4 3 5 2 1 8 7 9 6 1 9 2 7 6 5 8 4 3 7 8 6 4 3 9 2 5 1 3 1 4 8 5 7 6 2 9 2 5 7 6 9 4 3 1 8 8 6 9 3 2 1 4 7 5 7 5 2 6 8 4 1 3 9 1 9 3 5 7 2 8 6 4 4 8 6 1 3 9 7 2 5 8 2 9 7 1 5 6 4 3 6 3 1 4 2 8 9 5 7 5 7 4 3 9 6 2 1 8 3 1 8 2 5 7 4 9 6 9 6 5 8 4 1 3 7 2 2 4 7 9 6 3 5 8 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 10. júní, 161. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yð- ar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Samkvæmt lögum má íslenskurferðamaður ekki kaupa erlend- an gjaldeyri vegna utanfarar fyrr en mánuður eða minna er í brottför. Fyrir Alþingi liggur frumvarp efna- hags- og viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál og gengur hugmyndin út á að þrengja enn frekar að almenningi. x x x Þegar Víkverji fer í frí til útlandagerir hann ráðstafanir tím- anlega og kaupir farseðil og skot- silfur á ríkjandi gengi, þegar ferðin er ákveðin. Þetta hefur aldrei verið vandamál þó meira en mánuður hafi verið í brottför, þar til í gær. Vík- verji keypti farseðil til útlanda fyrir nær tveimur mánuðum og er brott- för í síðari hluta júlí. Þegar hann ætlaði að kaupa 2.000 danskar krón- ur í Landsbankanum, sem jafngilda um 45.000 íslenskum krónum, benti starfsstúlkan á lagagrein sem bann- aði henni að afgreiða Víkverja þar sem meira en mánuður var í brott- för. Danska krónan hefur hækkað síðan Víkverji keypti farseðilinn og á eflaust eftir að hækka meira næstu tvær vikurnar. Ferð Víkverja verður dýrari sem því nemur vegna þess að einhver pappírspési í ráðuneyti þarf að vera með puttana í málinu. x x x Annars verður Víkverji að passasig á því að kaupa ekki of mik- inn erlendan gjaldeyri því verði hug- myndir ráðherra að veruleika á Vík- verji á hættu að vera dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að skila ekki dönsku krónunum, sem hann eyðir ekki í sumarfríinu. Samkvæmt tillögum ráðherra skal ferðamaður skila erlendum gjaldeyri innan tveggja vikna frá komu til landsins en verða dæmdur maður ella. Vík- verji er sparsamur og kemur örugg- lega til með að eiga nokkrar danskar krónur eftir – á til dæmis 20 krónu seðil frá síðustu ferð til Danmerkur – en hann sér ekki að hann komist í banka fyrr en þremur vikum eftir komu. En það verður of seint, verði frumvarp ráðherrans að lögum, og þá er það væntanlega Kvíabryggja næst. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 kenja, 4 mergð, 7 svífum, 8 rögum, 9 reið, 11 sterk, 13 bor, 14 heiðarleg, 15 öl, 17 hugboð, 20 mann, 22 hland, 23 dugnaðurinn, 24 sparsöm, 25 áma. Lóðrétt | 1 farartæki, 2 tor- tímum, 3 heiður, 4 spýta, 5 krók, 6 fellir dóm, 10 lúra, 12 stúlka, 13 nöldur, 15 ritið, 16 daunn, 18 tuskan, 19 starfs- vilji, 20 fornafn, 21 farmur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 meykonung, 8 kakan, 9 skyld, 10 get, 11 týndi, 13 at- aði, 15 byggs, 18 spöng, 21 urt, 22 siðug, 23 aular, 24 hólm- ganga. Lóðrétt: 2 eikin, 3 kyngi, 4 nísta, 5 neyta, 6 skot, 7 Oddi, 12 dug, 14 tæp, 15 bósi, 16 geðró, 17 sugum, 18 staka, 19 öflug, 20 gæra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Lykillinn að árangri. N-NS. Norður ♠Á83 ♥K92 ♦D6 ♣ÁG754 Vestur Austur ♠9762 ♠K105 ♥864 ♥10 ♦97 ♦KG108432 ♣10863 ♣K2 Suður ♠DG4 ♥ÁDG753 ♦Á5 ♣D9 Suður spilar 6♥. Sumir halda því fram að árangur við spilaborðið ráðist mest af meldingum – að úrspil og vörn séu afgangsstærðir: „Bridge is a Bidders Game,“ er oft sagt á alþjóðamálinu. Er þetta rétt? Mike Passell er tæknilegur afburða- spilari í vörn og sókn. En hann vinnur sjaldan. Í landsliðskeppninni marg- umræddu var Passell í suður á móti Grue og Lall. Norður vakti á 1G og Lall í austur stökk í 3♦. Hvað á suður að gera? Passell datt ekkert betra í hug en langstökk í 6♥. Tígull út og steindautt spil. Eftir sömu byrjun á hinu borðinu yfirfærði Wooldridge í hjarta með 4♦. Spurði svo um lykilspil og sagði slemmuna, sem Hurd í norður stýrði. Út kom tromp. Hurd hitti á að spila litlu laufi að drottningunni og þá var eftirleikurinn auðveldur. „Það er nú bara hefðbundinn vinnudagur í dag. En svo ætlum við fjölskyldan að fara upp í bústað seinnipartinn og eyða helginni þar. Taka því bara rólega,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, blaðamaður og stjórnmálafræðingur, sem er 31 árs í dag. Hann fagnaði þrítugsafmælinu sínu með veglegri veislu í fyrra og segist hafa klárað kvótann þá í bili. Það verði því lögð áhersla á rólegheit í ár. „Ég er enginn sérstakur áhugamaður um að halda upp á afmælið mitt en konan mín hefur skipulagt þetta fyrir mig,“ segir Gísli. Þegar hann varð 26 ára skipulagði konan hans, Rakel Lúðvíks- dóttir, óvænta veislu fyrir hann sem tókst mjög vel. Hann hafi ekkert grunað hvað stæði til. Þegar hann síðan kom heim úr þáverandi vinnu sinni á Hótel Sögu hafi íbúðin verið full af fólki. „Við ætluðum að fá vinafólk okkar í grillmat og þegar ég var að koma heim sá ég Rakel úti á svölunum að grilla. Þegar ég kom síðan upp var bara fullt af fólki mætt á staðinn og kökur tilbúnar og svona,“ segir Gísli. Hann segir gestina hafa lagt bílum sínum nokkru frá hús- inu þannig að hann hafi ekki tekið eftir neinu óvenjulegu þegar hann kom heim. Þetta hafi allt heppnast mjög vel. hjorturjg@mbl.is Gísli Freyr Valdórsson er 31 árs í dag Veislukvótinn búinn í bili Hlutavelta Emilía Rán Benediktsdóttir og Katrín Ósk Einarsdóttir héldu tombólu fyrir utan Nóa- tún við Aust- urver. Þær söfn- uðu 5.152 kr. sem þær færðu Rauða krossi Ís- lands. Flóðogfjara 10. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.39 3,3 7.01 0,9 13.22 3,2 19.38 1,0 3.04 23.52 Ísafjörður 2.31 1,9 9.05 0,5 15.26 1,7 21.42 0,6 1.50 25.15 Siglufjörður 4.54 1,1 11.14 0,2 17.46 1,1 23.46 0,3 1.16 25.16 Djúpivogur 3.58 0,7 10.19 1,9 16.38 0,7 22.49 1,8 2.20 23.34 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Forðastu að hrekja aðra út í horn. Landið liggur þannig, að þú getur vel gefið þér góðan tíma til að kanna það sem í boði er. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er nauðsynlegt að eiga einhvern til þess að deila með gleði og sorg því það er engum hollt að byrgja allt inni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Reyndu að hemja löngun þína til að vanda um við aðra. Geymdu það í nokkra daga þangað til þú ert kominn í betra form. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Gerðu áætlanir varðandi starfsframa þinn. Takist þér það mun það veita þér mikla gleði. Fjölskyldan er uppspretta mikillar gleði. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Á tilfinningaþrungnu augnabliki gæti reynst rétt að greiða götu einhvers, gefa mik- ið þjórfé eða lifa hátt. Gerðu það sem í þínu valdi stendur til að láta þér líða sem best. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ný tækni eða tækjabúnaður gæti verið tekinn í notkun á vinnustað. Kannski ertu orðin leið á rússíbana rómantíkurinnar og vilt fara úr vagninum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú átt núna mjög gott með að láta þig dreyma og sjá hlutina fyrir þér. Breyttu í engu háttum þínum. Hikaðu ekki við að leggja líka til málanna. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Óvæntar gjafir eða skyndileg innkaup fyrir heimilið gleðja þig um þessar mundir. Markið sem þú setur fyrir þig og aðra er hátt, en mundu gildi þolinmæði og um- burðarlyndis. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að bera sinn hluta byrðarinnar. Ástvinir og makar eru þér mikilvægari en venjulega í dag. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Einhver gamall kunningi lætur í sér heyra og skilaboðin koma róti á hug þinn. Leggðu áherslu á að þér líði sem best og þeim sem í kringum þig eru. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er engin ástæða til þess að fela allar sínar tilfinningar. Mikilvæg persóna bíður eftir að þú hafir samband við sig. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú virðist vera að sigla inn á lygnan sjó og átt svo sem fyrir því að eiga rólegar stundir. Tafir eru óumflýjanlegar. Stjörnuspá 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. De2 a6 5. Ba4 Be7 6. c3 d6 7. 0-0 0-0 8. d4 Bd7 9. d5 Rb8 10. Bxd7 Rbxd7 11. c4 g6 12. Rc3 Rh5 13. Hb1 Rg7 14. b4 f5 15. Be3 Hb8 16. Hfd1 De8 17. a4 f4 18. Bd2 g5 19. h3 h5 20. Rh2 Dg6 21. f3 Re8 22. Hdc1 Ref6 23. Kf1 Kf7 24. Ke1 g4 25. Kd1 gxh3 26. gxh3 Hg8 27. Kc2 Dg2 28. Hh1 Dxe2 29. Rxe2 Hg2 30. Kd3 Rb6 31. Hbg1 Hbg8 32. Hxg2 Hxg2 33. a5 Staðan kom upp í atskákhluta Am- ber-mótsins sem lauk fyrir nokkru í Mónakó. Magnus Carlsen (2.815) hafði svart gegn heimsmeistaranum Visw- anathan Anand (2.817). 33. … Rxc4! 34. Bc1 b5 35. axb6 Rxb6 36. Rf1 Rh7 37. h4 Rf8 38. Bd2 Rg6 39. Be1 Ra4 40. Hg1 Hxg1 41. Rxg1 Bxh4 42. Bd2 Ke7 43. Rh3 Kd7 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.