Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Golli Höfundar Fannar Ásgrímsson, Katrín Guðmundsdóttir og Sigrún Þorgrímsdóttir standa að síðunni góðu. síðunni. Sögurnar eru ekki birtar undir nafni og frásögnin þarf ekki að vera löng,“ segir Sigrún og bæt- ir við að ljósmyndir séu mjög vel þegnar. Aðsendar sögur og frásagnir eru yfirfarnar til þess að sigta út allt skítkast og leiðindi þar sem hópurinn vill halda síðunni á já- kvæðu nótunum. Viðtökur við síð- unni hafa verið mjög góðar og hafa nokkrar góðar sögur borist nú þeg- ar. „Það sem maður hefur heyrt út- undan sér er bara almenn ánægja með síðuna. Fólk er náttúrlega bara að átta sig á tilvist og tilgangi hennar,“ segir Sigrún og bendir á að síðan sé ætluð öllum og ein- skorðist ekki við frásagnir borgar- búa. Upphaflega langaði hópinn til að vinna verkefni sem tengdist borginni á einhvern hátt og var heimildarmynd eða vefsíða nefnd í því samhengi. Vefsíðan varð ofan á og fengu þau í kjölfarið styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna, sem gerði þeim kleift að hrinda verk- efninu í framkvæmd. Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður árið 1992 og hefur allt frá stofnun haft það að leið- arljósi að gefa háskólum, rannsókn- arstofnunum og fyrirtækjum tæki- færi til þess að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskól- ann til sumarvinnu við ýmis metn- aðarfull og krefjandi rannsókn- arverkefni. Sjóðurinn gerir námsmönnum kleift að stunda sjálfstæðar og fag- legar rannsóknir undir leiðsögn ábyrgðarmanns. Þeir sem geta sótt um styrki hjá sjóðnum eru há- skólanemar í grunn- og meistara- námi. Þá geta fyrirtæki, stofnanir og háskólar, sem óska eftir því að ráða til sín háskólanema til sum- arvinnu, einnig sótt um styrkinn.Morgunblaðið/Golli Við Reykjavíkurtjörn Ófáar stundir kær- komnar hefur fólk átt við Tjörnina. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2011 Unglingar í Reykjavík keppast nú við að skipuleggja starf félagsmiðstöðvanna fram á sumarið enda er sumarstarfið komið á fullan skrið. Dagskrá félags- miðstöðvanna í sumar er mótuð af unglingum og starfsfólki í sameiningu. Fé- lagsmiðstöðin Frosti í Vesturbænum reið á vaðið og stóð fyrir líflegri uppá- komu í Nauthólsvík í síðustu viku. Um 150 unglingar lögðu leið sína í Nauthólsvíkina þrátt fyrir að hitamælar sýndu ekki hátt hitastig. Margir skemmtu sér við strandblak og strandfótbolta, spjölluðu í heita pottinum eða skelltu sér í sjóinn á meðan aðrir nutu tónlistar frá DJ 101 og grilluðu sér snarl. Starfsfólk félagsmiðstöðvanna býður alla unglinga velkomna í starfið í sumar. Nánari upplýsingar á www.itr.is. Sumarstarf félagsmiðstöðvanna Með sól í hjarta í Nauthólsvíkinni Ég ólst upp í næsta nágrenni við höfnina og slippinn í Reykjavík, þar sem göturnar heita í höfuðið á haf- inu, og fyrir okkur krakkana í hverfinu var mjög spennandi að fara þangað að leika. Þar var allt eitthvað svo ótrúlega spennandi og framandi þó að ekki væri langt í öryggi heimila okkar. Þar var hægt að setjast út á bryggjuna og dorga, skoða hrúðurkarla sem höfðu hreiðrað um sig á dekkjunum sem lágu upp við bryggjurnar, spjalla við trillukarla eða reyna að finna ígulker. Mér fannst alltaf skemmti- legast að þvælast um litlu bryggj- urnar og skoða smábátana en það sem var þó mest spennandi var að upp á bryggjurnar rötuðu stundum marglyttur af öllum stærðum og gerðum. Ég og vinkonur mínar gerðum okkur sérstakar ferðir nið- ur á höfn til þess að skoða marg- lytturnar og potast í þeim. Yfirleitt voru þær nú dauðar greyin en það gerði þær ekkert minna spennandi í okkar augum. Við þurftum þó að fara varlega í kringum þær vegna þess að þær voru sleipar og ekki mátti mikið út af bera og við myndum kollsteypast ofan í sjóinn. Það kom reyndar nokkrum sinnum fyrir að við stigum á þær, enda var stundum svo mikið af þeim að varla sá í bryggjuna, og duttum við stundum á rassinn. En sem betur fer enduðum við aldrei úti í sjó, enda hefði það nú ekki farið vel þar sem við vorum ekki orðnar syndar á þessum tíma. Það kom svo í ljós mörgum árum seinna þegar ég var að spjalla við mömmu mína um þesssar tíðu hafn- arheimsóknir mínar að ég hafði alls ekkert mátt leika mér niðri á höfn. Við vinkonurnar höfðum sum sé verið þarna í leyfisleysi, enda margar hættur sem þar leynast fyrir litla krakka. Þessu hafði ég sum sé gleymt eftir því sem tíminn leið og minningarnar sem stóðu eftir voru þær hversu spennandi og skemmtilegt var að leika sér þar. Hættur hafnarinnar SAGA AF SÍÐUNNI Dorg Höfnin hefur löngum heillað ungviðið og gaman að draga fisk úr sjó á bryggjunni. Borgin er uppfull af minningum; reynsla okkar og frásagnir eru það sem gerir borgina að því sem hún er, þær eru undur Reykjavíkjurborgar. Þær skapa ákveðið andrúmsloft sem gerir borgina sérstaka og hjartfólgna fyrir okkur. Það sem gerir borg að borginni okkar er ósýnilegt, það eru leifar fyrri tíma og fyrri íbúa, það er það sem við skiljum eftir okkur sem verður að anda borgarinnar eða sál hennar og gerir rýmið sem við búum í merk- ingarfullt. Brotin gangstéttahella á Bergstaðastræði, beyglað stáltyppi á Laugavegi, graff í undirgöngum á Seljavegi eiga sér einhverja baksögu sem við þekkjum ekki endilega en eiga þátt í því að glæða borgina lífi. Vagn fylgir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.