Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 14
ÚR BÆJARLÍFINU Birna Guðrún Konráðsdóttir Borgarfjörður Nú fer að nálgast sá tími sem bænd- ur setja lambfé á fjall. Sem sakir standa er sumarhaginn til fjalla varla tilbúinn til að taka við sínum gestum. Úthaginn trauðla orðinn grænn hvað þá þau svæði sem ofar liggja. Allur gróður virðist því tölu- vert á eftir því sem næstliðin sumur hafa gefið.    Í Borgarbyggð spretta upp svo- kallaðir hobbýbændur eins og gor- kúla á haug. Er það vel að fólk vilji vera sjálfbjarga og eiga kjöt í pott- inn. Einn þeirra lenti í þeirri reynslu að eiga óþæga kind sem gerði sér of dælt við gróðurlendur nágrannans. Reyndist skepnan erfið svo gripið var til þess ráðs að aka henni á fjall. Þar tók ekki betra við. Lágfóta var þar grimm á vappi og vildi fóður í sína unga en ærin vildi halda sínum. Fór svo að hobbýbóndinn tók það ráð að taka ána af fjalli að nýju til að verja eigur sínar.    Ástandið í eyðingu refa er væg- ast sagt dapurlegt á landinu. Á mörgum stöðum í Borgarbyggð er svo komið málum að varla heyrist í mófugli. Ríkisvaldið hefur kippt að sér höndum varðandi fjármagn í þetta verkefni og mörg sveitarfélög eru vanmegnug að greiða meira. Á meðan nýtur lágfóta vafans en flest- ir aðrir tapa. Bændur missa lambfé sitt í tófukjaft, útivistarunnendur missa af því að heyra og sjá fugla. Flóran ruglast þegar ein tegund fær að vaða uppi. Oft á ég erindi upp að Langavatni í Borgarbyggð. Á ferð- um mínum þar hef ég orðið þess áskynja á undanförnum árum að fuglum fækkar mjög svo varla heyr- ist söngur né tíst. Í vor keyrði um þverbak. Enginn hrossagaukur, engin lóa eða spói, varla hrafn. Ótrú- legt er að útivistarfólk vilji ganga um þögla móa. Það eina sem heyrð- ist var gagg í tófu og niður í Gljúf- uránni. Við svo búið má ekki standa. Aðgerða er þörf, strax.    Þótt Borgfirðingum finnist vorið hafa verið kalt má segja að bændur hér um slóðir hafi sloppið vel miðað við það sem gerist víða annars staðar á landinu. Undirrituð var að koma úr ferð um Norðurland og yfir til Vopnafjarðar. Þar sem leið lá um mátti víða sjá slæmt kal í tún- um bænda. Á sumum stöðum var farið að spretta verulega í kringum kalið en annarsstaðar var nær ekk- ert gras. Ljóst er að heyfengur get- ur orðið með öðrum hætti í sumar en mörg undangengin ár. Ljósmynd/Birna Guðrún Konráðsdóttir Váboði Lágfóta hefur gert sig víða heimakomna og eru margir uggandi yfir gífurlegri fjölgun hennar. Bændur þurfa að gæta vel að fé sínu. Varla heyrist í mó- fugli vegna lágfótu 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Gunnlaugur Árnason Stykkishólmur | Varpi fugla er við Breiðafjörð er nú lokð. Það hefur vakið athygli manna hversu lélegt svartbaks- varp hefur verið í vor. Oft eru sveiflur á milli ára, en nú hefur varpið gjörsam- lega hrunið í nokkrum eyjum, þar sem mikið varp hefur verið áður fyrr og enginn veit hver ástæða þess er. Páll Hjaltalín er fæddur og uppal- inn í Brokey í mynni Hvammsfjarðar. Í Brokey hefur verið mjög mikið svartbaksvarp og hefur Páll fylgst með því í tugi ára. Hann segir að varp- ið nú sé það lélegasta eftir að hann fór að muna eftir sér. Hann telur að varp- ið sé aðeins brot af því sem hefur verið undanfarin ár. „Ætli varpið núna hjá svartbaknum sé ekki um 10% af venjulegu varpi. Varpið sveiflast alltaf eitthvað til á milli ára og þar hefur tíðarfar og æti áhrif. Varpið datt niður fyrir 5-6 árum og hefur verið vaxandi síðan. Í fyrra var það með albesta móti. En þá ger- ist þetta. Ég hef enga skýringu á þessu. Í vetur hefur tíðarfarið verið gott og eins hefur verið mikið æti í Breiðafirði bæði síld og loðna. Ég trúi því ekki að fæðuskortur valdi þessu. Það er eitthvað annað sem kemur til, en hvað það er hef ég ekki svör við,“ segir Páll. Það er venjan hjá þeim í Brokey að ganga þrisvar sinnum varpið. Þá eru eggin tínd, en eftir 20 maí er leit hætt og svartbakurinn fær frið eftir það að verpa að nýju og koma ungum sínum upp. Mikið varp hefur verið í Brokey og skipta eggin sem tínd eru hundr- uðum. Páll segir að drit fuglanna hafi gefið mikinn áburð á ræktað land sem hafi skilað góðum grasvexti sem kom sér vel á meðan búið var í Brokey Í Stagley er sömu sögu að segja Sömu sögu er að segja frá Stagley sem er miðja vegu á milli Stykkis- hólms og Flateyjar. Í Stagley hefur verið mikið svartbaksvarp sem hefur verið nytjað. „Þetta er ekki neitt mið- að við síðustu ár,“ segir Ásgeir Gunn- ar Jónsson. Hann og félagar hans hafa leitað svartbakseggja í Stagley sl. 16 ár. Þeir fara eins og Brokey- ingar 3-4 sinnum í eggjaleit í maí- mánuði. Ásgeir Gunnar hefur haldið skrá yfir eggjaleitina þessi 16 ár og skráð hjá sér hvenær leitað hefur ver- ið og eggjafjöld. „Varpið hefur aldrei verið jafn lé- legt. Það er ekki alltaf hægt að treysta á minnið en tölurnar sýna þetta svart á hvítu. Varpið er aðeins lítill hluti af því sem það hefur verið. Við teljum að veturinn hafi verið fugl- inum góður, bæði veðráttan og svo ætið. Þetta kemur því mjög á óvart því hægt er að segja að varpið hafi hrunið á milli ára,“ segir Ásgeir Gunnar. Hrun í varpi svartbaks í Breiðafjarðareyjum  Ég man ekki eftir öðru eins, segir Páll Hjaltalín frá Brokey  Varpið hefur aldrei verið jafn lélegt í Stagley Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Páll í Brokey Hann man ekki eftir því að varpið í sumar hafi nokkurn tímann verið jafnlélegt. Breiðafjörður » Það var löngum talið að eyj- arnar á Breiðafirði væru ótelj- andi. » Brokey í mynni Hvamms- fjarðar er stærsta eyjan á Breiðafirði. Henni tilheyra um 180 eyjar og er þá ekki átti við sker sem fara á kaf þegar flæðir. » Í Brokey var lengi vel tvíbýli. Síðustu ábúendur voru bræð- urnir Jón og Vilhjálmur Hjaltal- ín ásamt fjölskyldum sínum. Byggð lagðist af haustið 1981. BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Betra er að koma á millidómstigi í skrefum í stað þess að setja markið svo hátt að ekkert gerist. Þetta segja þeir Benedikt Bogason, dómstjóri og dósent, og Símon Sigvaldason, hér- aðsdómari og formaður dómstóla- ráðs, í nýrri skýrslu vinnuhóps inn- anríkisráðherra sem tók til skoðunar þörfina á millidómstigi. Hópurinn var sammála um að ráðast ætti í stofnun millidómstóls í einkamálum og sakamálum hér á landi en skiptar skoðanir voru á því hvort millidóm- stig ætti í fyrstu að taka aðeins til sakamála eða bæði sakamála og einkamála. Raunar er ekkert nýtt við þessa niðurstöðu. Kallað hefur verið eftir millidómstigi í áraraðir og allar þær nefndir sem settar hafa verið á fót hafa komist að sömu niðustöðu. Eina hindrunin er kostnaður. Ósammála um leið Stofnkostnaður millidómstigs sem aðeins tæki fyrir sakamál yrði um 101 milljón króna, að mati vinnu- hópsins. Beinn rekstrarkostnaður yrði 190 milljónir króna á ári, en vegna sparnaðar sem stofnun þess hefði í för með sér á öðrum dóm- stigum yrðu heildaráhrif þau að rekstrarkostnaður dómskerfisins í heild myndi hækka um 125 milljónir króna. Benedikt og Símon telja að sá munur sem er á árlegum rekstrar- kostnaði millidómstigs í sakamálum og millidómstigs í einkamálum og sakamálum geri það að verkum, ásamt öðru, að rétt sé að hefjast þeg- ar handa við stofnun millidómstigs í sakamálum en láta millidómstig í einkamálum bíða betri tíma. Þessu eru Sigurður Tómas Magn- ússon prófessor og Ása Ólafsdóttir, lektor og hæstaréttarlögmaður, ósammála. Þó svo að beinn rekstr- arkostnaður millidómstigs í einka- málum og sakamálum sé 385 millj- ónir króna á ári og stofnkostnaður um 164 milljónir króna telja þau stofnun slíks dómstigs hafa svo ótví- ræða kosti fram yfir millidómstig í sakamálum að mæla verði eindregið með að slíkt almennt millidómstig verði lögfest hér á landi. Segir í skýrslunni að þau líti svo á að stofn- un millidómstigs í sakamálum muni tefja verulega fyrir að ráðist verði í stofnun millidómstigs bæði í saka- málum og einkamálum. Ákvörðun með haustinu „Í mínum huga er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær verður komið hér á þremur dómstig- um,“ segir Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra. Ljóst er að stofnun millidómstigs mun hafa í för með sér verulegan stofnkostnað fyrir ríkissjóð. Spurður hvort tölurnar séu ekki of háar, segir Ögmundur: „Það er allt stórar tölur núna hjá stofnunum ríkisins.“ Ögmundur skipaði vinnuhópinn eftir að fjögur stærstu fagfélög lög- fræðinga á Íslandi, þ.e. Ákærenda- félag Íslands, Dómarafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands og Lög- mannafélag Íslands, skoruðu á hann að beita sér fyrir stofnun millidóm- stigs. „Þessi skýrsla staðfestir þenn- an vilja réttarkerfisins. Spurning er svo hversu hratt verður farið og hvort allur málaflokkurinn verður tekinn inn í dómstigið eða hluti. Það eru hlutir sem þarf að skoða betur.“ Spurður um næstu skref segir Ög- mundur að skýrslan hafi nú þegar verið sett inn á vef ráðuneytisins og þar sé sérstaklega óskað eftir því að fólk tjái sig um skýrsluna og málið. „Þannig að við munum enn safna í sarpinn og síðan taka ákvörðun með haustinu til hvaða ráðstafana verður gripið.“ Ekki spurning um hvort held- ur hvenær  Vinnuhópur mælir með millidómstigi Morgunblaðið/Kristinn ??? Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.