Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 ✝ Jóna FriðbjörgPétursdóttir var fædd í Brekku- koti í Svarfaðardal 5. ágúst 1922. Hún andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 3. júní 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- urjóna Steinunn Jó- hannsdóttir, f. 3.10. 1886 í Brekkukoti í Svarf- aðardal, d. 3.11. 1934 á Akureyri, og Pétur Gunnlaugsson, f. 27.10. 1878 í Glæsibæ í Eyjafirði, d. 10.12. 1926 á Jarðbrú í Svarf- aðardal. Systkini Friðbjargar eru: Víglundur, f. 9.12. 1908, d. 4.3. 1986, Sigrún Lilja, f. 28.8. 1911, d. 27.3. 1998, Jóhann Krist- inn, f. 9.2. 1913, d. 26.11. 1984, Trausti, f. 19.7. 1914, d. 5.3. 1990, Anna, f. 17.1. 1917, d. 13.11. 1998, Gunnlaugur Maron, f. 9.12. 1919, d. 2.3. 2000, Steinunn Guðný, f. 31.12. 1923, Þóra Jón- heiður, f. 10.12. 1925. en þá lést móðir þeirra aðeins 48 ára að aldri. Eftir þetta flutti Friðbjörg, þá 12 ára gömul, til Akureyrar og ólst upp hjá móð- urbróður sínum Árna Jóhanns- syni og Jóhönnu Jónsdóttur konu hans. Þar ólst hún upp með frænku sinni Ragnheiði Árna- dóttur, f. 5.8. 1920, eiginmaður hennar er Anton Finnsson, f. 14.6. 1920, þau eru búsett á Ak- ureyri. Friðbjörg og Sigurbjörn hófu búskap í Borgarnesi en fluttu síðan til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu til dánardags. Friðbjörg var alltaf útivinnandi, vann t.d. í skóverksmiðjunni Ið- unni á Akureyri. Fyrst eftir að hún fluttist til Reykjavíkur fór hún að vinna við Málleysingja- skólann í Stakkholti eins og hann hét þá. Friðbjörg vann alla tíð mikið með börnum, m.a. á leik- skólum í Reykjavík, en lengst af var hún starfsmaður í Fellaskóla í Reykjavík en þar hafði hún um- sjón með athvarfi fyrir börn. Hún var matráðskona í sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni mörg sumur auk þess sem hún starfaði við húsmæðraorlof Reykjavíkur, bæði á Hrafnagili í Eyjafirði og á Hvanneyri. Útför Friðbjargar fór fram í kyrrþey. Hinn 20. sept- ember 1941 giftist Friðbjörg Sig- urbirni Þórarins- syni, f. 26.3. 1919, d. 9.3. 1995, skó- smíðameistara í Borgarnesi. For- eldrar hans voru Jónína Kristín Jón- asdóttir, f. 4.8. 1887, d. 11.11. 1962, og Þórarinn Ólafsson, f. 10.5. 1885, d. 19.5. 1947, húsasmiður í Borg- arnesi. Börn Friðbjargar og Sig- urbjörns eru Árni Jóhann Þór, f. 18.7. 1942, og Sigurjóna Stein- unn, f. 21.1. 1958, sjúkraliði og kennari. Friðbjörg ólst upp í Svarf- aðardal í stórum systkinahópi og bjó fyrstu fjögur æviárin í Brekkukoti en fjölskyldan flutt- ist að Jarðbrú árið 1926. Það ár missti hún föður sinn aðeins 4ra ára gömul. Árið 1931 fluttu börn- in með móður sinni að Ingvörum og þar bjuggu þau til ársins 1934 Elsku besta mamma okkar, þá er komið að kveðjustund. Þær voru erfiðar tvær síðustu vikurn- ar í lífi þínu. Það var gott að geta verið hjá þér allan tímann til að halda í höndina þína, faðma þig, spjalla við þig og láta þig finna að þú værir ekki ein – við vorum hjá þér. Við vitum að nú ertu komin í faðminn hans pabba og við vitum að hann hefur tekið vel á móti þér ásamt öllum hinum sem farnir eru. Á þessari stundu koma ljúfar minningar upp í hugann og það er gott að geta yljað sér við þær. Þú varst hetjan okkar, alltaf til staðar og ávallt tilbúin að styðja og hvetja okkur áfram. Þú varst dug- leg að veita öðrum hjálparhönd og taldir það ekki eftir þér. Þú áttir stóran systkinahóp og mikill kær- leiki ríkti á milli ykkar, þið voruð dugleg að passa hvert upp á annað og voruð í miklu sambandi. Þú hafðir gaman af því að ferðast og nokkrar ferðir hafa verið farnar í Svarfaðardalinn til að heimsækja æskustöðvarnar, dalinn sem þér þótti svo vænt um og þú sagðir okkur frá. Það voru einnig farnar nokkrar ferðir í Borgarnes á æskustöðvar pabba en þar hófuð þið ykkar búskap. Þú kenndir okkur margt sem hefur verið okkur gott veganesti í lífinu eins og að njóta augnbliksins og vera þakklát með það sem maður hefur fengið úthlutað í lífinu. Þú kenndir okkur að hver einstak- lingur skiptir máli og enginn er undanskilinn. Fjölskyldan er mik- ilvægust og nauðsynlegt að standa saman. Þú tókst á við lífið af miklu æðruleysi og varst ávallt lífsglöð og skemmtileg. Ég trúi á ljós, sem lýsi mér, á líf og kærleika, á sigur þess, sem sannast er, og sættir mannanna. Á afl sem stendur ætíð vörð um allt, sem fagurt er, á Guð á himni, Guð á jörð og Guð í sjálfum mér. (Ólafur Gaukur.) Elsku mamma okkar, þú varst okkur allt og gafst okkur margt af góðum minningum sem við geym- um í hjarta okkar um alla eilífð. Guð geymi þig, ástin okkar, og við vitum að nú ert þú komin á góðan stað. Við pössum hvort annað. Kveðja frá börnunum þínum, Árna og Sigurjónu. „Ég loníetturnar lét á nefið, svo lesið gæti ég frá þér bréfið“, „Hver var að hlæja þegar ég kom inn? Kannski það hafi verið kött- urinn.“ Þessi lög minna mig mjög á Öbbu frænku. Hún kenndi mér þau í eldhúsinu í Dalselinu og allt- af þegar ég syng þau fyrir strák- ana mína hugsa ég til hennar og fjölskyldunnar. Abba var mjög barngóð og vann mikið með börnum. Hún var matráðskona í sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni og mjög vel liðin. Hún starfaði einnig á skóladag- heimili í Fellaskóla og ég man eft- ir að hafa heimsótt hana þangað með Sigurjónu. Þar var góður andi og krökkunum leið vel hjá henni. Þegar við systurnar vorum yngri gistum við oft hjá Sigurjónu frænku þegar foreldrar okkar brugðu sér af bæ og síðar „flutti“ hún til okkar á meðan þau fóru til útlanda. Við hittum þá auðvitað Öbbu, Bjössa og Árna og það var alltaf jafn gott að koma til þeirra. Abba var blíð og góð og alltaf glöð að sjá okkur systurnar. Lágvaxin og ljúf kona sem gott var að faðma. Öbbu og Bjössa hittum við auðvitað líka hjá ömmu Guggu en á milli þeirra og Löllu mágkonu þeirra voru góð vinabönd. Síðustu árin hafa verið Öbbu nokkuð erfið, hún bjó á dvalar- heimilinu Eir þar sem hún glímdi við alzheimer. En umhyggja Sig- urjónu og Árna var einstök og hún var umvafin hlýju þeirra. Mig langar til að kveðja Öbbu með þessum fáu orðum og þakka fyrir góðar minningar. Ég mun halda áfram að muna þessa ljúfu konu þegar ég syng þessi lög sem hún kenndi mér. Elsku Sigurjóna mín og Árni, innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar – gætið vel hvort að öðru áfram eins og hingað til. Vigdís Þórarinsdóttir. Móðurystir mín Friðbjörg Pét- ursdóttir er sofnuð svefninum langa eftir erilsama ævi. Með þessum fáu orðum vil ég minnast hennar og þakka fyrir allt sem hún var mér. Á æskuárum mínum í Lauga- hlíð var það um skeið eins öruggt og vorfuglakomurnar, að Abba kæmi til sumardvalar hjá systur sinni. Mér var það alltaf fagnaðar- efni, einkum af því að með henni kom Árni sonur hennar, nánast jafnaldri minn, og hann og ég átt- um saman margar skemmtilegar stundir. Það hindraði lítt að sam- skiptin fóru að mestu fram á tákn- máli, sem ég kunni auðvitað ekki en það kom ekki að sök. Nauðsyn brýtur lög og við eignuðumst okk- ar eigin heim. Því miður er ég nú talsvert farinn að ryðga í þessari samskiptatækni okkar frænda míns enda hefur vík legið milli vina og fjörður milli frænda um langt skeið. Á fyrstu háskólaárum mínum naut ég þess að búa á heimili Frið- bjargar og Sigurbjörns í Eskihlíð- inni. Abba og Bjössi voru mér sem sannir aukaforeldrar. Alltaf fyrr og síðar stóð heimili þeirra opið okkur systkinunum og fjölskyld- um okkar hvenær sem var og hvernig sem á stóð. Það var nú aldeilis ekki ónýtt, t.d. þegar verið var að ferðast með smábörn milli landa og síðan norður í stórhríð- ina til afa og ömmu um jólabil. Það er nú svo að stundum tekur mað- ur svona hlutum sem sjálfgefnum og lærist fyrst of seint að meta það að verðleikum sem vel er gert. Sú vinátta og sú hlýja, sem allt- af geislaði frá heimilinu ykkar var frábær. Ég minnist margra stuttra heimsókna á hraðferðum mínum síðustu árin. Þau augna- blik eru sem ljósgeislar á leiðinni. Síðast þegar við sáumst tókstu á móti mér með blíða brosinu þínu og það var eins og við hefðum bara sést í gær. Þetta bros veitti hlýju í hjartað. Ég get ekki, Abba mín, tíundað hér allt það sem þú hefur verið mér og fjölskyldu minni. Á svona stundum verða öll orð fátækleg. Ég vil bara enn og aftur þakka þér fyrir samfylgdina. Við systk- inin og mamma og fjölskyldur okkar sendum Árna og Sigurjónu okkar bestu samúðarkveðjur. Svefninn langi er hvíld frá erli lífsins. Á ströndinni handan hafs- ins er sól og ylur. Kristinn Jóhannesson. Friðbjörg ömmusystir mín eða Abba eins og við kölluðum hana var mér afar kær. Margar æsku- minningar mínar tengjast henni en ég og Sigurjóna dóttir hennar erum fæddar hvor á sínu árinu og höfum alltaf verið góðar vinkonur. Heimili Öbbu og Bjössa mannsins hennar var alltaf opið ættingjum og vinum, fyrst í Eskihlíðinni þar sem þau bjuggu lengi vel ásamt börnum sínum þeim Árna og Sig- urjónu og síðar á öðrum stöðum þar sem þau bjuggu. Abba frænka var mikil barna- kerling, börn löðuðust að henni enda vann hún með börnum stór- an hluta ævi sinnar, m.a. í leik- skóla, í athvarfi í Fellaskóla og mörg sumur var hún matráðs- kona í kvenskátaskólanum á Úlf- ljótsvatni. Það voru margir sem höfðu matarást á Öbbu og það er ekki að ástæðulausu að í texta úr vinsælu skátalagi segir: Austur aftur, Friðbjörg mín, mikið óskaplega er kakóspúpan fín! Ég var sjálf mörg sumur á Úlfljóts- vatni og naut samvistanna við hana þar eins og annars staðar. Abba átti sterkar rætur í Svarfaðardal þar sem hún fæddist og ólst upp til 12 ára aldurs, en þá hafði hún misst báða foreldra sína, en hún var þriðja yngst níu barna þeirra Sigurjónu Jóhanns- dóttur og Péturs Gunnlaugsson- ar. Eftir lát móður sinnar fór hún í fóstur til Árna Jóhannssonar móðurbróður síns og Jóhönnu Jónsdóttur konu hans sem reynd- ust henni afar vel. Þar eignaðist hún líka góða fóstursystur, Rögnu, sem var tveimur árum eldri en hún. Abba hélt alltaf góðu sambandi við systkini sín og þau voru öll einstaklega náin og rækt- arsöm hvert við annað þrátt fyrir að systkinahópurinn hafi tvístrast þegar heimilið leystist upp við andlát móður þeirra. Síðustu árin var Abba á hjúkrunarheimilinu Eir þar sem hún naut góðrar umönnunar. Einnig naut hún ein- stakrar umönnunar barna sinna allt til hinstu stundar. Sigurjóna hefur verið vakin og sofin yfir vel- ferð móður sinnar og samband þeirra var einstakt og fallegt. Ég þakka Öbbu minni fyrir alla þá hlýju og umhyggju sem hún sýndi mér og mínu fólki alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Gunnhildur Óskarsdóttir. Jóna Friðbjörg Pétursdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA SIGURÐARDÓTTIR, Lindartúni, Garði, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, fimmtudaginn 23. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður Guðmundsson, Ester Guðmundsdóttir, Þórir Guðmundsson, Ingibjörg Georgsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Þröstur Steinþórsson, Guðjón Guðmundsson, Herborg Valgeirsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, Skorrastað, sem lést laugardaginn 18. júní, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn 28. júní kl. 14.00. Ingibjörg María Jónsdóttir, Haukur Baldursson, Bjarni Jónsson, Hulda Kjörenberg, Guðrún Jónsdóttir, Sigfús Illugason, Björn Reynir Jónsson, Halldór Víðir Jónsson, Guðrún Baldursdóttir, Guðmundur Birkir Jónsson, Guðný Elvarsdóttir, Soffía Jónsdóttir, Helgi Þór Helgason, Fjóla Jónsdóttir, Kristján V. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðursystir mín, ÞURÍÐUR STEINUNN VIGFÚSDÓTTIR frá Hrísnesi, sem lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 19. júní, verður jarðsungin frá Fíladelfíu, Hátúni 2, miðvikudaginn 29. júní kl. 11.00. Glúmur Gylfason. ✝ Sonur okkar, barnabarn og frændi, JOHN CHRISTOPHER ROMANO, Norwalk CT., Bandaríkjunum, lést á heimili sínu mánudaginn 13. júní. Jarðarför hefur farið fram. Minningarathöfn verður í Guðríðarkirkju þriðjudaginn 28. júní kl. 13.00. Kristrún Erlingsdóttir Romano, John Romano, Erlingur Dagsson, Þór, Vigdís, Jón, Kjartan, Grétar og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengda- faðir og afi, WILLIAM MC DOUGALL VILHJÁLMUR ALFREÐSSON, Efstasundi 76, lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 17. júní. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg mánudaginn 27. júní kl. 15.00. Sólveig Magnúsdóttir, Magnús Sigurðsson, Þórhildur Karlsdóttir, Emil Þór Sigurðsson, Sigrún Baldursdóttir og barnabörn. ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR Ó. STEFÁNSSON húsgagnabólstrari, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 23. júní. Útförin verður auglýst síðar. Ásta Kristjánsdóttir, Stefán Einarsson, Inga Þórsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Þorgeir Kristjánsson, Berglind Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og langamma, THEODÓRA ELÍSABET BJARNADÓTTIR hárgreiðslumeistari, Hringbraut 50, Reykjavík, áður til heimilis í Miðstræti 11, Vestmannaeyjum, sem andaðist mánudaginn 13. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 27. júní kl. 15.00. Ingibjörg Þórðardóttir, Þuríður Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, MARÍUSAR GUÐMUNDSSONAR, sem lést á dvalarheimilinu Grund mánu- daginn 30. maí. Starfsfólki V4 á Grund eru færðar sérstakar kveðjur og þakklæti fyrir einstaka umönnun og kærleiksríka framkomu. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Maríusdóttir, Haraldur Benediktsson, Guðmundur Stefán Maríusson, Guðný Pétursdóttir, Guðrún Rós Maríusdóttir, Helgi Leifur Þrastarson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.