Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Þriðju og næstsíðustu tónleik- arnir í tónleikaröðinni „Þriðju- dagskvöld í Þingvallakirkju“ verða haldnir nk. þriðjudag og hefjast að venju kl. 20:00. Kol- beinn Bjarnason flautuleikari og Guðrún Óskarsdóttir semb- alleikari flytja tónlist frá bar- okktímanum og samtíma- tónlist. Meðal annars verða leikin verk eftir Händel, Jean-Marie Leclair og verkið Sólstafir fyrir einleiksflautu eft- ir Svein Lúðvík Björnsson. Aðgangur er ókeypis en tekið við framlögum við kirkjudyr í lok tón- leika. Tónleikagestir eru beðnir að leggja bílum sínum við bílastæðin við Flosagjá. Tónlist Sólstafir í Þing- vallakirkju Kolbeinn Bjarnason Á sunnudag kl. 14 leiðir Þor- valdur Þorsteinsson, myndlist- armaður og rithöfundur, gesti um sýninguna Kona/Femme – Louise Bourgeois sem nú stendur yfir í Listasafni Ís- lands við Fríkirkjuveg. Þorvaldur skoðar verkin út frá táknmerkingu myndmáls- ins, les í þau með gestum og rifjar upp kynni sín af verkum listakonunnar frá Documenta 9, sýningunni í Kassel árið 1992 en þá fyrst má segja að verk hennar hafi slegið í gegn á heims- vísu. Þorvaldur er fæddur árið 1960 og á langan feril að baki sem myndlistarmaður og rithöf- undur. Myndlist Leiðsögn Þorvaldar um Konu Þorvaldur Þorsteinsson Ragna Sigrúnardóttir opnar sýningu á olíumálverkum í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðu- stíg á laugardag kl. 16:00 til 20:00. Hún sýnir þar litlar olíu- myndir sem málaðar eru síð- asta árið af myndefni sem sótt er í íslenska náttúru. Ragna kallar sýninguna „Ísland“. Ragna stundaði myndlistar- nám í TISCH-listaskólanum í New York 1984-86 og síðan í California Institute of the Arts 1986-89. Hún býr nú í Seattle og vinnur að myndlist. Hún hefur tek- ið þátt í samsýningum og haldið fjölda einkasýn- inga hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 20. júlí. Opið er á verslunartíma. Myndlist Ragna sýnir Ísland í Listhúsi Ófeigs Ragna Sigrúnardóttir Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Þjóðmenningarhúsið í samvinnu við Listasafn Ís- lands hefur opnað fyrsta hluta grunnsýningarinnar Þúsund ár, um þróun íslenskrar myndlistar, í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á rishæð hússins og í stigagangi en samkvæmt heimasíðu Þjóðmenningarhússins er það aðeins fyrsta skrefið í þá átt að allir sýning- arsalir þess hýsi myndlist á Íslandi í aldanna rás. Að sögn Halldórs Björns Runólfssonar, forstöðu- manns Listasafns Íslands, munu samtímalistaverk vera til sýnis í efri hluta byggingarinnar og sýn- ingin fikra sig áfram í tímaröð niður að handritum frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræð- um þegar sýningin er fullgerð. Almennur áhugi á myndlist Halldór segir að ef allt gangi að óskum verði Þús- und ár svokölluð grunnsýning svipuð því sem finna má í stórum söfnum í Evrópu. Líkt og þar yrði sýn- ingin látin standa til frambúðar og myndi kjarni hennar haldast óbreyttur þótt sumum verkanna yrði skipt reglulega út fyrir önnur. „Erlendir ferðamenn tala mikið um að það sé vandkvæðum háð að nálgast íslenska list á einum stað. Að sjálfsögðu skiptir þetta líka okkur Íslend- inga miklu máli. Okkur skortir alla yfirsýn yfir myndlistina. Við eigum svo miklu meira en við höld- um.“ Hann segir það sína tilfinningu að almenningur hafi áhuga á myndlist og því sé sýningar af þessu tagi þörf. „Margir kvarta undan því að þeir skilji ekki myndlist, sérstaklega ekki myndlist samtím- ans, en samt er fólk ótrúlega áhugasamt. Það er ekki óalgengt að almenningur í mörgum Evrópu- löndum og Ameríku láti sér fátt um finnast og myndlistaráhuginn einskorðist við ákveðinn hóp manna. Hér er hins vegar mikill, almennur áhugi.“ Nokkurs konar rannsóknarverkefni Halldór tekur undir það að mjög erfitt sé að end- urspegla þróun í íslenskri myndlist í þúsund ár. „Þetta hefur verið margra mánaða hausverkur,“ segir hann og hlær við. Hann segir að það sé ómögulegt að endurspegla allt og einungis sé hægt að gefa lauslegan þráð frá miðöldum til samtíma. „Restina verðum við væntanlega að fylla með text- um og ritum og þessu mun líklega fylgja listasaga sem nær aftur í aldir. Þetta er hálfgert rannsókn- arverkefni og það má segja að við séum á byrj- unarreit,“ segir hann Halldór er bjartsýnn á framhaldið og telur að sýn- ingin eigi eftir að hafa mikil áhrif.„Fólk á eftir að sjá að við eigum mikið af glæsilegri myndlist sem við höfum ekki uppgötvað almennilega og eigum hreinlega eftir að kom- ast í kynni við. Ég held að sýningin geti opnað nýjar víddir í hugmyndum fólks um þróun íslenskrar myndlistar.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Í risinu Halldór Björn Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands, meðal verka á sýningunni Þúsund ár í risi Þjóðmenningarhússins. „Við eigum svo miklu meira en við höldum“  Sýningin Þúsund ár, um þróun íslenskrar myndlistar, hefur verið opnuð Um helgina lýkur grafíksýningu Grétu Mjallar Bjarnadóttur, „Ísland – abstrakt á abstrakt ofan“, í sýning- arsal Íslenskrar grafíkur í Hafnar- húsinu, hafnarmegin. Opið verður í dag og á morgun kl. 14-18. Á sýningunni eru stórar tréristur Grétu Mjallar skornar með fræs- urum og slípirokkum. Hún segir verkin „abstrakt myndir sem eru eins og útdráttur af flóknum og margvíslegum íslenskum veruleika. Þarna reynir á samspil fagurfræð- innar við excel-skjalið, dans hægra heilahvelsins við það vinstra og slíp- irokksins við tréð,“ segir Gréta, en verkin eru unnin undir áhrifum frá ýmsum gögnum og mælingum frá Veðurstofunni, OECD, Alþjóða- bankanum, úr Rannsóknarskýrslu Alþingis, símaskránni, ýmsum bloggsíðum, Vísindavef HÍ o.fl. Undanfarin misseri hefur Gréta unnið með tölfræðileg gögn, súlurit og myndir. „Upphafið má rekja til innsetningar með 55 þátttakendum sem ég var með í Norræna húsinu í desember 2009 þar sem viðfangs- efnið voru nýjar hagspár frá fjár- málaráðuneyti, Seðlabankanum o.fl. Það var athyglisvert vinnuferli og niðurstaðan sýndi afar mismunandi sýn, skilning og tjáningu þátttak- enda með gögn sem drógu fram í einföldum súlu- og línuritum hvernig Ísland nötrar.“ Abstrakt á abstrakt ofan  Síðasta sýningar- helgi Íslands Tölfræðigögn Frá sýningunni „Ís- land – abstrakt á abstrakt ofan“. Tónleikar Cullums eru sjaldnast með fyrir- fram ákveðinni lagaröð og hann spinnur sig áfram. 39 » Í tilefni af sjö- tugsafmæli Jón- ínu Hafsteins- dóttur 29. mars sl. gaf Stofnun Árna Magn- ússonar í íslensk- um fræðum út af- mælisrit henni til heiðurs og til að þakka henni starf í þágu íslenskra örnefna. Ritið hlaut nafnið Fjöru- skeljar. Í því eru birtar yfir 20 grein- ar sem fjalla á einn eða annan hátt um örnefni. Fjallað er um örnefni frá sjónarhóli málfræði, forn- leifafræði, þjóðfræði, jarðfræði og fleiri greina auk þess sem birtar eru örnefnaskrár og frásagnir um ör- nefni víða um land. Fjöruskeljar til heiðurs Jónínu Hafsteinsdóttur Kápa Fjöruskelja Sýningin Þúsund ár stendur nú yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Þetta er fyrsti áfangi sýn- ingarinnar um þróun íslenskrar myndlistar og samanstendur hann af verkum úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Þar á meðal eru valin landslagsmálverk, ab- straktmálverk og skúlptúrar frá miðri 20 öld auk samtímalistar í mörgum myndum. Áætlað er að með tímanum fari allir sýn- ingarsalir Þjóðmenningarhússins undir sýn- inguna og munu Þjóðminjasafn Íslands og Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræð- um koma að sýningunni í síðari áföngum hennar. Sýningunni er ætlað að verða yfirgripsmikil yf- irlitssýning um myndlist í landinu allt frá myndlýs- ingum í handritum til sam- tímalistar. Þjóðmenningarhúsið er opið alla daga frá 11 til 17. Yfirgripsmikil yfirlitssýning ÞÚSUND ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.