Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.06.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2011 Bakgarðurinn kominn til útlanda Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Heimildarmynd Árna Sveinssonar um heimilislega tónleika í bakgarð- inum hjá Árna plúseinum var valin á kvikmyndahátíðina í Karlovy Vary sem hefst í næstu viku. Í Backyard er fylgst með liðsmanni hljómsveit- arinnar FM Belfast, Árna Rúnari Hlöðverssyni, sem jafnan er nefndur Árni plúseinn, og mikilli upp- tökutörn sem hann stóð fyrir í bak- garði við heimili sitt í miðbæ Reykjavíkur, við Frakkastíg, á Menningarnótt í hittifyrra. Þangað mættu hljómsveitir einsog FM Bel- fast, Retro Stefson, Hjaltalín, múm, Borko, Sin fan bous og Reykjavík. Við gerð myndarinnar lét Árni nafna sinn plúseinn ekkert vita að hann væri að gera mynd í fullri lengd, ekki fyrr en hún var tilbúin. Hún átti síðan eftir að sigra á Skjaldborgarhátíðinni í fyrra og hef- ur víða farið eftir það að sögn Árna Sveinssonar. „Við fórum fyrst með hana til Danmerkur og fengum verð- laun þar á Copenhagen Docs, eftir það er áhuginn búinn að vera mikill út um allan heim. Hún er búin að vera á festivali í Moskvu, í Austur- ríki, í Bandaríkjunum og nokkrum festivölum í Belgíu og Hollandi,“ segir Árni. „En þetta eru allt festivöl sem eru svona tónlistartengd, en ef við höfum farið á svona alvöru kvik- myndafestivöl einsog í Seattle og Karlovy Vary, þá erum við í ein- hverjum sérstökum tónlistarflokki. Annars erum við að skila af okkur dvd-diski með myndinni til þýska framleiðandans okkar, því hann ætl- ar að gefa diskinn út fyrir bóka- messuna í Frankfurt, hann ætlar sér að reyna að notfæra sér þann fókus sem verður á Ísland í kringum hana.“ Hefur áður verið í Tékklandi Aðspurður hvort hann búist við einhverju öðru frá Karlovy Vary í Tékklandi en að komast í góðan bjór segist hann ekki hafa velt því fyrir sér neitt sérstaklega. „Ég var reyndar í Tékklandi heilt sumar fyr- ir mjög löngu, þegar ég var tvítugur. Ég talaði við vin minn sem þekkti eiganda frægasta djassstaðarins í Prag og hann var með eitthvert Ís- landsblæti. Ég kom þar við og spurði hvort hann væri með vinnu fyrir mig. Þegar hann heyrði að ég væri Íslendingur sagði hann mér að mæta daginn eftir klukkan sjö og hann myndi finna eitthvað fyrir mig. Þeg- ar ég kom daginn eftir á staðinn var hann í miðjum klíðum að reka yfir- kokkinn og var snarbrjálaður út í hann. Hann grýtti í hann pottum og pönnum fyrir framan mig á meðan hann öskraði skammir yfir hann fyr- ir að hafa logið sig inn í starfið og svo kynni hann ekki svo mikið sem sjóða pasta. Ég var gerður að yf- irkokki þarna á staðnum. Þetta var árið 1996 og ekki enn búið að semja almennilegan lagabókstaf í landinu yfir þessi eiturlyf þannig að þau flæddu um allt og þetta var frekar villt sumar. Þá fór ég einmitt til Kar- lovy Vary í fyrsta skiptið og ég hlakka til. Það var yndislegur fíl- ingur á síðustu hátíðinni sem ég var á. Þetta er svo falleg borg og svo gaman að vera þarna,“ segir Árni.  Heimildarmynd Árna Sveinssonar hefur verið valin á Karlovy Vary Morgunblaðið/RAX Listamaðurinn Árni hefur áður gert heimildarmyndirnar Í skóm drekans og Með hangandi hendi. Hallur Már hallurmar@mbl.is Á næstunni kemur út ný plata með Helga Björnssyni og Reiðmönnum vindanna. Þetta er þriðja platan í röðinni en hinar tvær hafa verið feikivinsælar. Nýja platan heitir Ég vil fara út í sveit og Helgi segir að hugmyndin á bak við verkefnið sé sú að taka lög sem fólk þekkir og hefur sungið. Flest hafa þau tilvís- anir í hestaferðir á fjöllum eða önn- ur ferðalög þar sem sveitin leikur stórt hlutverk. „Í grunninn eru þetta þó bara gamlar og góðar íslenskar dægur- perlur. Við erum að fást við lög eins og Sprettur/Ég berst á fáki fráum, Það er svo geggjað að geta hneggj- að, Vetrarnótt, Angelía og Ég vil fara upp í sveit. Það sem er eig- inlega skemmtilegast í þessu er að gefa þessum klassísku lögum nýtt líf bæði fyrir yngri og eldri kyn- slóðir. Sum hafa fallið í gleymsku og önnur njóta góðs af því að hljóma á nútímalegri hátt. Reiðmennirnir eru þeir sömu og á síðustu plötu, Einar Valur Schev- ing spilar á trommur, Jakob Smári Magnússon á bassa, Kjartan Valde- marsson á hljómborð og Stefán Már Magnússon spilar á gítar. Þetta er því sami kjarninn en við tókum upp á því núna að taka upp strengi í nokkur lög og Matti fiðla lék inn á af sinni alkunnu snilld. Drengirnir í Buffinu rödduðu líka inn á nokkur lög eins og síðast sem gefur svolítið karlalegan og skemmtilegan blæ og gerir hljóm- inn íslenskari. En Reiðmenn vind- anna snúast náttúrlega að töluverðu leyti um nostalgíu fyrir gamla Ís- landi.“ Nú virðist þið hafa hitt á einhverja taug hjá landanum, gætirðu séð fyrir þér fleiri Reið- mannaplötur? „Maður á aldrei að segja aldrei en satt best að segja held ég að þetta sé bara orðið gott núna. Láta þessar þrjár nægja í bili, þannig líð- ur mér allavega í dag. Maður þarf líka að snúa sér að öðrum verk- efnum,“ segir Helgi. „Svo er nátt- úrlega ekki til endalaust af þessum lögum sem manni finnst passa al- mennilega inn í konseptið.“ Verkefnið hefur að sjálfsögðu undið mikið upp á sig og allar þess- ar vinsældir hafa komið skemmti- lega á óvart. Plöturnar hafa selst í rúmlega tuttugu þúsund eintökum sem er eitthvað sem engin átti von á. Helgi er sjálfur mikill hestamað- ur og verkefnið varð til þannig. „Þetta spratt í sjálfu sér upp úr voða litlu, maður var búinn að vera að tala um þetta í hestaferðum lengi, þ.e. að gera plötu með þess- um lögum sem maður syngur sjálf- ur í þessum ferðalögum. Svo var þetta bara gert í hvelli fyrir lands- mótið 2008.“ Mikil jákvæðni og áreynslulaus andi hefur fylgt verk- efninu allt frá fyrsta degi. Tilefni þessarar útgáfu er Landsmót hestamanna sem verður haldið í Skagafirði í lok mánaðarins. Helgi reiknar þó ekki með að koma fram þar og segir aðra sjá um að koma hestamönnunum í gírinn. Morgunblaðið/Kristinn Reiðmaður Helgi hefur stundað hestamennsku í áratugi og hugmyndin að reiðmönnunum varð til í hestaferðum hans. Reiðmenn vindanna snúa aftur  Endurunnar dægurperlur og sveitarómantík  Sprettur/Ég berst á fáki fráum og Vetrarnótt á meðal laganna  Nostalgía fyrir gamla Íslandi Íslenska elektróníska hljómsveitin Apparat Organ Quartet hefur landað samningi við umboðs- skrifstofuna PROJEKTA. Hljóm- sveitin mun gefa út aðra plötu sína, Pólýfónía, á næstunni og er tón- leikaferðalag á döfinni um Evrópu á þessu ári í kjölfarið af því. PROJEKTA er nýtt fyrirtæki í eigu Johns Rogers, Vasilis Pana- giotopoulus og Hildar Maral Ham- íðsdóttur en Hildur hefur meðal annars unnið með íslenska útgáfu- fyrirtækinu Bedroom Community og að viðburðum á borð við Iceland Airwaves, Reykjavík Film Festival og Jónsvöku festival. Aðrar hljómsveitir sem hafa sam- ið fyrir fyrirtækið eru FILM frá Grikklandi, Rökkurró frá Íslandi og Napoleon Illrd frá Englandi. Morgunblaðið/Allan Sigurðsson Góðir Apparat Organ með allt á hreinu. Apparat Organ Quartet með nýja umboðsmenn Menn rak í rogastans á fésinu þeg- ar sú frétt barst að Paul Stanley væri gestalistamaður SÍM í júní. Ekki nóg með það, heldur hyggðist hann bjóða listamönnum að kíkja í SÍM húsið í kaffibolla og ræða um myndlist. Kynt var undir þessu, á gáskafullan hátt, að þessu mættu aðdáendur KISS ekki missa af. Sumir gripu brandarann strax á meðan aðrir klóruðu sér í kolli en hér er um að ræða alnafna söngv- ara og gítarleikara KISS, breskan myndlistarmann sem gerir út frá London. En merkilegt nokk, þá hef- ur nafni hans úr rokkinu reyndar líka fengist við slíkt (sjá mynd). Annar Nei, EKKI þessi Paul Stanley! Paul Stanley gestalistamaður SÍM í júní??? Síðasta plata Reiðamannanna kom út í fyrrasumar í tilefni af Landsmóti hestamanna sem halda átti á Vindheimamelum. Eins og frægt er orðið var mótinu þó frestað vegna hósta- pestarinnar sem lagðist á hesta. Platan Þú komst í hlaðið kom þó út engu að síður, seldist gríð- arvel og var ein söluhæsta plata ársins. Undirbúningur fyrir mót- ið í ár stendur nú sem hæst en það hefst á morgun og stendur yf- ir til 3. júlí. Búast má við rúmlega tíu þús- und gestum á Vind- heimamela í tengslum við mótið þar sem rúmlega þúsund hestar verða dæmdir og um 550 knapar leiða saman hesta sína. Reynt aftur LANDSMÓTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.