Morgunblaðið - 13.07.2011, Síða 6

Morgunblaðið - 13.07.2011, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011 inni en Guðrún Hildur Kolbeins, for- maður björgunarsveitarinnar Vík- verja, var í trukknum sem ferjaði farþegana svo í land. Hún kveðst ekki telja að Björn hafi ekið yfir síðasta ál- inn á neitt óeðlilegum stað. „Mér fannst hann bara vera rétt á eftir okk- ur,“ segir Guðrún. Aðeins sé einn sökudólgur í málinu og það sé áin. Fimmtán mínútur til hálftími liðu frá fyrri ferð rútunnar yfir og þar til hún festist. Á þeim tíma breytti áin sér mikið. Í fyrradag ók Björn jeppa á undan rútunni í hverri ferð til að kanna vöðin. Því var hætt í gær, að sögn Björns, eftir að starfsmenn Vegagerðarinnar sögðu það óþarft þar sem rútan gæti keyrt sömu leið og trukkarnir sem fluttu bíla. Páll Eggertsson, formaður björg- unarsveitarinnar Lífgjafar, segist telja að rútan hafi verið mjög nálægt þeim stað þar sem áður hafði verið farið. Í sama streng tekur Hörður D. Björgvinsson, formaður Kyndils frá Kirkjubæjarklaustri. Flestir farþegarnir héldu áfram för sinni en ein hjón fóru aftur til Víkur. Öllum flutningum var hætt eftir atvik- ið og myndaðist um það bil 400 metra löng biðröð vestan megin. Litlu mátti muna í Múlakvísl  Nítján manns sluppu með skrekkinn ofan af bílþaki sérútbúnu rútunnar sem festist í Múlakvísl  Brutu öryggisrúðu og fóru út um opnanlega glugga  Fólk var skelkað en hélt samt ró sinni Ljósmynd/Hrafnhildur Inga Hættulegt Fljótt gróf undan rútunni, sem er sérstaklega styrkt og vegur 14 tonn. Hún hallaðist upp í strauminn en valt þó aldrei. Litlu munaði að illa færi. Hlaup í Múlakvísl BAKSVIÐ Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Þetta voru bara örfáar mínútur. Við erum að tala um svona kortér. Það var ekki meira. Manni fannst þetta heil ei- lífð,“ segir Björn Sigurðsson bílstjóri, sem ók sérútbúnu rútunni sem festist í Múlakvísl í gær. Sautján farþegar, flestir erlendir, voru um borð og tveir bílstjórar. Allir komust heilu og höldnu á þurrt land. „Við brutum eina rúðu en svo fór fólk út um opnanlegu gluggana og upp á þak. Þaðan var það ferjað upp á þak á björgunarsveitarbíl sem kom upp að,“ segir Björn. Hann segir að enginn hafi misst stjórn á sér. Fólkið fór fyrst hægra megin í bílinn til að vinna gegn hall- anum, en „auðvitað var fólk hrætt, það er skiljanlegt. Það er það eina sem ég get sagt, þetta bara gekk vel,“ segir Björn. Öllu máli skipti að enginn meiddist. Farþegar í bílnum voru á öllum aldri en þó enginn sem átti erfitt með að bjarga sér, segir Björn. Segist hafa farið sömu leið Haft var eftir sjónarvottum á mbl.is í gær að rútan hefði farið aðra leið yfir ána heldur en trukkarnir sem fluttu bíla. Björn neitar því alfarið að hafa farið á óvenjulegum stað yfir síðasta álinn, þar sem rútan festist. „Nei, nei. Það er bara rangt,“ segir Björn. Björgunarsveitarmaður sem var með honum í bílnum í fyrri ferð og sá atvik- ið geti vitnað um þetta. Hins vegar hafi hann keyrt yfir vestari kvíslina á öðrum stað en áður, því hún hafi verið orðin svo grunn. „En þarna austan megin fer maður ekki nema á sínu vaði og þar fór ég á nákvæmlega sama stað og í ferðinni á undan,“ segir Björn. Ekki hefur náðst tal af björgunar- sveitarmanninum sem var með í ferð- Gerð bráðabirgðabrúar yfir Múla- kvísl virðist skotganga. Seinni partinn í gær voru fimm einingar af brúargólfi komnar á stöpla, en hver þeirra er sjö metra löng, að sögn Bjarna Jóns Finnssonar, verk- stjóra hjá Vegagerðinni. Því voru komnir 35 metrar af nothæfri brú, sem á að verða um 150 metrar á endanum, eða um 21 eining. Róð- urinn þyngist væntanlega þegar lengra verður komið út í árfarveg- inn en Bjarni segist reikna með að hægt verði að bægja straumnum frá við vinnuna alla leið yfir. 30-40 manns unnu við smíðina í gær. Brúargerðin skotgengur 35 METRAR AF BRÚARGÓLFI SEINNI PARTINN Í GÆR Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri flugfélagsins Ernis, segir að brugðist hafi verið við með skjótum hætti þegar þjóðvegur 1 fór í sundur við Múlakvísl skömmu fyrir miðnætti á föstudagskvöld. „Við heyrðum fyrstu fréttir þarna um nóttina og ákváðum að bæta við tveimur flugferðum til Hafnar á laugardeginum fyrir strandaglópa. Við höfðum jafnframt þrjár ferðir á sunnudeginum í stað einnar,“ segir Ásgeir. Flugfélagið flýgur venjulega ekki á laugardögum. „Við erum með tvö flug á dag á virkum dögum en við verðum með aukaflug í þessari viku og höldum þeim möguleika opnum að bæta meiru við ef þarf.“ Hann segir jafnframt að fraktpóstur hafi hrannast upp síðustu daga. Tvöföld vegalengd Guðmundur Nikulásson, fram- kvæmdastjóri innanlandssviðs Eim- skipa, segir að hlaupið í Múlakvísl hafi haft umtalsverð áhrif á starf- semi fyrirtækisins. „Þetta hefur haft töluverð áhrif á flutninga til Hafnar og á Djúpavog. Við erum svo með samstarfsaðila sem sér um Vík og Klaustur og hann hefur leyst vand- ann með því að keyra yfir ána á bíl- um sem eru færir um það.“ Hann segir að bifreiðar fari nú norðurleiðina til að komast á áfanga- stað og við það aukist kílómetrafjöld- inn mikið. „Þetta skapar heilmikil vandræði. Í stað þess að aka 450 kíló- metra til Hafnar förum við nú 900 kílómetra langa leið. Við höfum verið að ræða um breytingar á gjaldskrá til að mæta verulegum hækkunum á okkar kostnaði. Aftur á móti viljum við koma til móts við fyrirtæki og íbúa á svæðinu og viljum ekki fara alla leið í verðhækkunum. Það hefur komið til tals að hækka gjaldskrána um 30% tímabundið, sem er lítið mið- að við tilkostnað, en við viljum milda höggið eins og hægt er fyrir fyrir- tæki og almenning.“ Guðmundur segist jafnframt hafa áhyggjur af því hversu mikill þungi verði leyfður á bráðabirgðabrúnni sem verið er að reisa yfir Múlakvísl. „Við vonum bara að þetta verk gangi vel og að það taki stuttan tíma. Und- ir venjulegum kringumstæðum er leyfilegur heildarþungi um 49 tonn en bráðabirgðabrýr eru oft hannaðar fyrir minni þunga. Þetta er erfið staða en við reynum eins og við get- um að halda þjónustunni eins góðri og mögulegt er.“ Jörundur Jörundsson, fram- kvæmdastjóri innanlandssviðs Sam- skipa, tekur í sama streng og segir hækkanir á gjaldskrá vera óumflýj- anlegar. „Vegalengdin hefur tvöfald- ast og það átta sig allir, sem eiga einkabíl, á því hvaða áhrif slíkt hefur á eldsneytiskostnað hjá okkur. Vegalengdin tvöfaldast og gjaldskráin hækkar Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Flutningabifreiðar Birgðir voru fluttar yfir Múlakvísl í gærmorgun. Listahátíðin LungA var sett á Seyð- isfirði á mánudag. Hún stendur yfir fram á næstkomandi sunnudag. Að sögn Aðalheiðar Lóu Borg- þórsdóttur, framkvæmdastjóra há- tíðarinnar, hefur hlaupið í Múla- kvísl ekki haft áhrif á fjölda gesta til þessa. „Við höfum ekki orðið vör við afbókanir vegna þess að þjóð- vegurinn fór í sundur. Margir koma hingað með flugi og svo keyra þeir væntanlega bara norðurleiðina sem ætla að koma á einkabílum. Norð- urleiðin er jafnlöng frá Reykjavík og suðurleiðin og við viljum minna fólk á það.“ Margvíslegar listasmiðjur standa nú yfir á hátíðinni og að sögn að- standenda hennar hefur veður ver- ið afar gott til þessa. Gestir og þátttakendur á LungA koma víða að og gert er ráð fyrir að um 3.000 manns sæki hátíðina. Á laugardag verður afrakstur listasmiðjanna til sýnis víðs vegar um bæinn. Norðurleiðin hentar vel á LungA á Seyðisfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.