Morgunblaðið - 13.07.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
H
ér eru nokkrar hug-
myndir að góðum
bókum til að lesa í frí-
inu. Ætti hver að geta
fundið lesefni eftir
sínu áhugasviði.
Fyrir hinn
fróðleiksfúsa
Þeir sem
hafa gaman af því
að taka það ró-
lega í ferðalaginu,
stoppa reglulega,
njóta náttúrunn-
ar og horfa í
kringum sig ættu
að hafa meðferðis bókina Íslenskur
fuglavísir eftir Jóhann Óla Hilm-
arsson. Bókin er nýkomin út ræki-
lega endurskoðuð og aukin. Þar má
lesa um liðlega 160 fuglategundir,
sjá myndir og kort. Einnig er vegvís-
ir um fuglaskoðun á Íslandi. Bókin
hentar vel sem greiningarhandbók,
jafnt fyrir þjálfaða fuglaskoðara sem
fjölskylduna á ferð um landið.
Fyrir úti-
legumanninn
Þeir sem
dvelja úti í nátt-
úrunni nánast all-
an ársins hring
þurfa að kunna að
bjarga sér. Það er
ekki nóg að
kunna að gera
fíflamjólk og
veiða fisk eða gerast sauðaþjófur.
Alls konar sjúkdómar geta komið
upp í útlegðinni og þá er ekki verra
að hafa bókina Íslenskar lækn-
ingajurtir; söfnun þeirra, notkun og
áhrif eftir Arnbjörgu Lindu Jó-
hannsdóttur við höndina. Í henni er
meðal annars gerð grein fyrir lækn-
ingamætti íslenskra jurta.
Fyrir
barnið
Börn vilja
fróðleik í bland
við skemmtun.
Ef þið eruð að
keyra um
Vestfirði er til-
valið að láta
barnið lesa Óskabarn: Bókin um Jón
Sigurðsson á ferðalaginu. Fróðleg
bók fyrir börn með myndskreyt-
ingum um ævi Jóns Sigurðssonar
sjálfstæðishetju. Ef þið komið við á
Hrafnseyri verður barnið enn glað-
ara að geta miðlað af fróðleik sínum
um Jón eftir lesturinn.
Fyrir ungling-
inn
Unglingar
vilja lesa um aðra
unglinga, einhverja
sem glíma við sömu
„vandamál“ og
þeir. Í staðinn fyrir
að pína unglinginn
til að taka þátt í
öllu æðislega fjölskyldufjörinu er
allt í lagi að leyfa honum að sitja á
kantinum og lesa Þannig er lífið
núna eftir Meg Rosoff. Sagan sýnir
hrylling heimsins en um leið hve full-
ur hann er af kærleika og umburð-
arlyndi. Nákvæmlega það sem ung-
lingurinn þarf að átta sig á.
Fyrir hinn væmna
Væmnir vilja léttan og hjart-
næman lestur. Eitthvað sem hreyfir
við hjartslættinum og skapar kökk í
hálsinum um leið
og setið er í sól-
baði og hanastéli
sötrað. Kisufólk er
oft næmara á til-
finningar en aðrir
og því er sagan
um Dewey: Litla
bókasafnsköttinn
sem snéri öllu á
hvolf eftir Vicki Myron góð fyrir þá.
Auðlesin og hjartnæm saga um lít-
inn sætan kött sem kemur við hjart-
að í mörgum.
Fyrir þann
myrkfælna
Hinn myrk-
fælni elskar að
hræða sjálfan sig.
Velur bækur sem
hann veit að munu
fá hann til að pissa
undir og þjást af
svefnleysi. Náttbál
eftir Johan Tehorin byrjar á fárviðri
sem gengur yfir, við sögu kemur
gamall viti og aðkomufólk. Þetta er
allt í senn sakamálasaga, drauga-
saga og fjölskyldudrama þar sem
sérkennilegar persónur og heillandi
umhverfi sameinast í harmræna og
spennandi fléttu. Góð fyrir þá sem
eru að fara einir í bústað og vilja
ekki svefnsama nótt.
Fyrir hina
rómantísku
Í síðkjól hún
gengur glaðlega um
götur og garða, læt-
ur sig dreyma um
sumarástina og hef-
ur trú á að hún
komi ríðandi á hvít-
um hesti á morgun.
Hvaða bók ætlar þú
að lesa í fríinu?
Margir heita sér því að lesa mikið í sumarfríinu. Klára staflann á náttborðinu
sem safnaðist þar í jólafríinu. En það er ekkert gaman að lesa þungar heims-
bókmenntir á sumrin, þá eru það kiljurnar eða handbækurnar sem gilda. Allir
ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í bókabúðunum nú um mundir eins og sjá má
af eftirfarandi yfirliti.
Á bak við síðuna designmom.com
stendur Gabrielle Blair, grafískur
hönnuður og móðir sex barna á aldr-
inum 1-14 ára. Hún opnaði síðuna ár-
ið 2006, tveimur mánuðum eftir fæð-
ingu fimmta barnsins, þá aðeins 31
árs. Fjölskyldan bjó lengst af í New
York en flutti fyrir tveimur árum til
Colorado. Sl. vetur flutti hún til
Frakklands þar sem hún hyggst
dvelja í eitt ár.
Blair lýsir síðunni þannig að þar
skarist móðurhlutverkið og hönnun.
Viðfangsefni hennar eru fjölbreytt,
allt frá því hvernig eigi að skreyta
barnaherbergi á ódýran hátt, til
hvernig eigi að klæða ung grunn-
skólabörn. Að auki er Blair dugleg að
blogga um daglegt líf en einnig vísar
hún gjarnan á aðrar síður ef hún
rekst á sniðugt efni þar, t.d. hvernig
eigi að gera flottar fléttur eða aðrar
hárgreiðslur.
Vefsíðan www.designmom.com
Móðurhlutverkið og hönnun
Sýningin Rósótt og köflótt stendur
nú yfir á Skörinni í Aðalstræti 10.
Þar sýnir Ólöf Erla Bjarnadóttir leir-
listakona nýja kökudiska á fæti úr
postulíni. Diskarnir eru annars vegar
skreyttir með rósum og eru óður til
þeirra kvenna sem hafa lagt metnað
sinn í að skreyta hinar ýmsu rjóma-
tertur og hnallþórur gegnum tíðina.
Allir eru þeir fagurlega skreyttir og
því er óþarfi að skreyta terturnar
sem á þá fara. Hins vegar eru til
sýnis köflóttir diskar sem vísa meira
í hvunndagsbrauð 20. aldar s.s.
kleinur, randalínur og flatbrauð.
Sýningunni lýkur á morgun og því er
best fyrir að áhugasama að skella
sér sem fyrst en opið er til klukkan
20.
Endilega …
… kíkið á rós-
ótt og köflótt
Fallegt Diskarnir eru vel skreyttir.
„Ég hef alltaf borið mikla virðingu
fyrir Coco Chanel sem var mikill
brautryðjandi og breytti eiginlega
tískuheiminum. Hún var óhrædd við
að fylgja sínu innsæi og brjóta upp
þessar hefðir sem voru svo stífar. Það
má eiginlega segja að hún hafi verið
kvenhetja tískuheimsins. Hún hann-
aði stílhreinar línur en hafði samt
þetta kvenlega og mjúka með. Á
tímabili gekk hún líka með hatta sem
sátu svona djúpt á höfðinu og eru
sætir og skemmtilegir,“ segir Helga
Rún Pálsdóttir klæðskerameistari,
hattadama, leikmynda- og búninga-
höfundur og fatahönnuður.
„ Sjálf reyni ég að nota íslenskt
hráefni í mína hatta og hef til að
mynda notað karfahreistur til að
skreyta hatta og hárspangir. Hraun-
mola nota ég líka
og hrosshár og
gæru í stað fjaðra.
Svo hef ég skipt
pallíettum út fyrir
laxaroð skreytt
með karfahreistri.
Það kemur dömu-
lega út. Allar hatt-
arnir mínir eru
handgerðir og ég
geri fátt af hverju
því ég vil ekki að við séum öll eins,“
segir Helga Rún sem sjálf er mikil
hattadama og fer ekki út úr húsi án
þess að vera með hatt, hárspöng eða
hárband á höfðinu. Helga Rún opnar
sýningu á höttum og höfuðskrauti úr
smiðju sinni í HERBERGINU, Kirsu-
berjatrénu, hinn 14. júlí.
Uppáhalds fatahönnuðurinn
Brautryðjandinn Coco Chanel
Ljósmynd/annaosk.com
Dömulegt Hattar úr smiðju Helgu Rúnar Pálsdóttur í anda Coco Chanel.
Helga Rún
Pálsdóttir
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Danir virðast vera alveg vitlausir í
melónur ef marka má frétt á vef-
síðu danska dagblaðsins Politiken.
Árið 2010 var neytt alls 40,7
milljón kílóa af melónum í Dan-
mörku en það samsvarar því að
hver Dani hafi borðað alls 7,3 kíló
af melónu yfir árið. Melónuát hef-
ur því aukist mikið þar í landi en
fyrir um 20 árum var árleg neysla
aðeins rétt um tvö kíló af mel-
ónum á mann. Þá eru Danir ekki
einungis sólgnir í melónur heldur
virðast þeir líka vilja hafa þær
eins stórar og hægt er. Þannig
voru 48% þeirra melóna sem
seldar voru árið 2010 vatnsmel-
ónur en hinum 52% deildu hun-
angsmelónur, kantalópur og gal-
íamelónur.
Holl viðbót
Það er svo sem ekki hægt að
kvarta yfir því að melónur lendi í
auknum mæli í innkaupavögnum
Dana. Enda er þessi framandi
ávöxtur ekki bara sætur og góður
heldur líka hollur og frískandi,
sérstaklega á sumrin þegar heitt
er í veðri. Melónan er þó ekki ein-
göngu borðuð sem snarl eða eft-
irréttur heldur er hún líka tilvalin
til að nota með ýmiss konar mat.
Það hefur löngum verið vinsælt á
Ítalíu að borða melónu með par-
maskinku enda þykir sætt bragð
hennar passa vel við salt bragðið
af skinkunni. Einnig er orðið vin-
sælt að nota melónur í salat og
þá gjarnan með fræjum og hnet-
um. Melónan er af Cucurbitacæ-
ætt eins og kúrbítur og upp-
runalega frá Indlandi og líklega
Afríku. Til að velja réttu melónuna
skal fara eftir lykt og þyngd. Ef
melónan er þung, af henni góður
og mikill ilmur og hýðið mjúkt við
stilkinn er ávöxturinn tilbúinn og
mun þroskast áfram í sól í
gluggakistunni.
Mataræðið hefur nokkuð breyst í gegnum árin
Morgunblaðið/Ómar
Matgæðingar Dönum finnst gott að hafa melónu í salatinu sínu.
Sæt Melóna er góð með ýmsu og vin-
sælt að nota hana með parmaskinku.
Danir eru nú vitlausir í melónur
og nota hana mikið í matargerð