Morgunblaðið - 13.07.2011, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011
Kristel Finnbogadóttir
kristel@mbl.is
Ahmad Wali Karzai, hálfbróðir Hamid Karzai,
forseta Afganistans, var myrtur á heimili sínu í
borginni Kandahar í Afganistan í gær. Sam-
kvæmt upplýsingum yfirvalda var Karzai skot-
inn til bana af Sardar Mohammad en hann var
lífvörður Karzai til margra ára. Mohammad lét
einnig lífið í gær þegar öryggisverðir skutu hann
þar sem hann stóð yfir líki Karzai.
Í kjölfar fregna af árásinni tilkynntu talib-
anar að þeir bæru ábyrgð á morðinu en Karzai
var talinn mikilvægur bandamaður NATO í
átökum þess við talibana. Yfirlýsingar talibana
hafa verið dregnar í efa vegna tengsla Karzai og
banamanns hans en ljóst er að morðið gefur til-
efni til að óttast um öryggi háttsettra embættis-
manna Afganistans.
Ahmad Wali Karzai var áhrifamikill maður í
viðskiptum og stjórnmálum í Afganistan en jafn-
framt umdeildur. Meðal annars hefur hann verið
sakaður um viðskipti með eiturlyf og njósnir en
honum hefur einnig verið lýst sem öflugum tals-
manni afgönsku þjóðarinnar. Í sjö ár sat hann í
stjórn í Kandahar sem leiðtogi héraðsráðs.
Forsetinn staðfesti dauða bróður síns á
blaðamannafundi í gær en sorgarfréttirnar
komu á sama tíma og opinber heimsókn Frakk-
landsforseta, Nicolas Sarkozy, stendur yfir.
Bróðir forsetans skotinn til bana
Forseti Afganistans syrgir hálfbróður sinn sem skotinn var til bana af lífverði sínum Talib-
anar lýsa sig ábyrga fyrir morðinu Óttast er um öryggi æðstu embættismanna þjóðarinnar
Reuters
Morð Ahmad Wali Karzai, bróðir forseta Afganistan, var áhrifamikill maður í borginni Kandahar.
Karzai
» Lífi Ahmad Wali Karzai
hefur áður verið ógnað, síðast í
skotárás árið 2009 er hann var
á ferðalagi til Kabúl.
» Ahmad Wali Karzai og for-
seti Afganistan, Hamid Karzai,
eiga sama föður.
» Forsetinn sagði í gær að
hann vonaðist til að þjáningu
þjóðar sinnar myndi brátt ljúka.
» Morðið er framið á sama
tíma og hermenn búa sig undir
að yfirgefa Afganistan og stöð-
ugleika skortir í stjórnmálum
eftir áralangt stríð.
Kristel Finnbogadóttir
kristel@mbl.is
Breskur dómstóll hefur tekið fyrir
áfrýjun Julian Assange, stofnanda
WikiLeaks, á úrskurði um að fram-
selja skuli hann til Svíþjóðar en þar
hefur hann verið sakaður um kyn-
ferðisbrot. Sænsk yfirvöld vilja fá
tækifæri til að yfirheyra Assange
en hann neitar öllum ásökunum.
Assange byggir málsvörn sína á
því að verði hann framseldur muni
málsmeðferðin í Svíþjóð verða
óréttlát. Lögmenn Assange segja
málið ekki standast lögfræðilegar
kröfur, þar á meðal gagnrýna þeir
óskýrleika handtökuheimildar og
segja Assange fórnarlamb misræm-
is í enskum og sænskum lögum.
Áætlað er að málflutningur standi
yfir í tvo daga en niðurstöðu dóm-
ara er ekki að vænta strax. Lög-
menn Assange hafa gefið í skyn að
þeir muni fara með málið alla leið
til hæstaréttar Bretlands, ef þörf
krefur. Lögmaður Assange í Sví-
þjóð sagðist vona að niðurstaðan
yrði Julian í hag en dró þó í efa að
fyrri úrskurði yrði snúið. Assange
hefur áður sagt að hann óttist að
verða framseldur til Bandaríkj-
anna. Þótt rannsókn þar sé hafin
hefur hann ekki enn verið ákærður.
Áfrýjun Assange tekin fyrir
Breskur dómstóll tekur fyrir úrskurð um framsal Assange
til Svíþjóðar Lögmenn Assange gagnrýna málsmeðferð
Reuters
Félagar Julian Assange ásamt talsmanni WikiLeaks, Kristni Hrafnssyni.
Gordon Brown,
fyrrum forsætis-
ráðherra Bret-
lands, hefur
gagnrýnt aðferð-
ir útgáfurisans
News Corp. við
öflun á persónu-
upplýsingum.
News Corp. er í
eigu Ruperts
Murdochs en fjölmiðlaveldi hans er
umdeilt í Bretlandi.
Brown sagði aðferðirnar „við-
bjóðslegar“ og gaf í skyn að fyr-
irtækið hefði tengsl við „glæpa-
starfsemi í undirheimum“.
Meðal annars hefur verið fjallað
um sjúkdóm sonar Browns á for-
síðu tímaritsins The Sun en jafn-
framt komst tímaritið The Sunday
Times yfir bankaupplýsingar
Browns. News Corp. sagðist ætla
að rannsaka ásakanir Browns.
Gordon Brown gagn-
rýnir aðferðir News
Corporation
Gordon Brown
Suður-Súdan
gerist meðlimur
Sameinuðu þjóð-
anna á næstu
dögum. Verður
ríkið 193. aðild-
arríki hinna al-
þjóðlegu sam-
taka en það lýsti
yfir sjálfstæði
laugardaginn 9.
júlí síðastliðinn.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
fundar um aðild Suður-Súdans í
dag en á morgun tilkynnir allsherj-
arþing Sameinuðu þjóðanna form-
lega inngöngu ríkisins í samtökin.
kristel@mbl.is
Suður-Súdan í Sam-
einuðu þjóðirnar
Salva Kiir er forseti
Suður-Súdan
Eva Joly hefur
verið valin næsti
frambjóðandi
Græningjaflokks-
ins í Frakklandi
fyrir forsetakosn-
ingar sem fram
fara á næsta ári. Í
forvalskosn-
ingum innan
flokksins vann
hún mótframbjóðanda sinn með 58%
atkvæða. Eva Joly er 67 ára að aldri.
Hún fæddist í Noregi en lærði lög-
fræði í Frakklandi. Ekki hefur verið
staðfest hvort Nicolas Sarkozy, nú-
verandi forseti Frakklands, muni
sækjast eftir endurkjöri í kosning-
unum árið 2012. kristel@mbl.is
Eva Joly ætlar í
forsetaframboð
Eva Joly
Naut ruddust í gegnum miðbæ spænsku borg-
arinnar Pamplona í gær en hlaup þeirra um göt-
urnar er hluti af dagskrá San Ferminhátíðar-
innar sem nú fer fram. Um eitt þúsund manns
tóku áhættuna og hlupu með nautunum með
þeim afleiðingum að átta særðust og naut náðu
að stinga tvo menn með hættulegum hornum sín-
um. Áhorfendur fylgdust spenntir með en nauta-
hlaup eru nokkrum sinnum hvern dag.
Reuters
Tveir stungnir í nautahlaupi á Spáni
Ríkasta og fjölmennasta hérað
Kína, Guangdong, hefur beðið rík-
isstjórn Kína að slaka á laga-
reglum um takmarkanir á barn-
eignum. Guangdong-hérað óskar
eftir að fá að leiða verkefni sem
mun leyfa sumum fjölskyldum að
eignast fleiri en eitt barn. Lög þess
efnis að fjölskyldur megi einungis
eignast eitt barn hafa verið í gildi í
um 30 ár en sæta nú vaxandi gagn-
rýni.
Yfirvöld í Guangdong-héraði
hafa áhyggjur af því að kínverska
þjóðin sé að verða eldri. Þau segja
að aukinn fólksfjöldi sé enn vanda-
mál en í framtíðinni verður öldrun
þjóðarinnar helsta áhyggjuefnið.
Að sögn talsmanns Guangdong
mun héraðið ekki hvetja fólk til að
eignast fleiri en eitt barn heldur
leyfa ákveðnum fjölskyldum það til
reynslu. Héraðið vill að litið verði
framhjá eins barns reglunni ef
annað hvort foreldranna var ein-
birni en ekki bæði, eins og gildir
víða. Fólksfjöldi í Kína er nú talinn
um 1,3 milljarðar. kristel@mbl.is
Vilja leyfa fjöl-
skyldum að
eignast fleiri börn