Morgunblaðið - 13.07.2011, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2011
✝ Jóhanna Guð-björg Guð-
brandsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 8.2.
1936. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ
28.6. 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
brandur Gunn-
laugsson, f. 23.6.
1900, d. 26.6. 1949,
og Þuríður Ingibjörg Ámunda-
dóttir, f. 23.6. 1898, d. 17.9.
1991. Jóhanna var yngst fjög-
urra systra. Þær eru Laufey, f.
24.3. 1924, Inga Þuríður, f.
13.2. 1927, d. 16.3. 2006, og
Auðbjörg f. 1.4. 1930, d. 11.2.
2007.
Hinn 22.9. 1956 giftist Jó-
hanna Sigurði Þorkelssyni, frv.
ríkisféhirði, f. 23.2. 1932. Synir
þeirra eru: 1) Þorkell, læknir, f.
29.4. 1957, maki hans er Sigríð-
ur Ólafsdóttir lífefnafræðingur,
f. 14.3. 1958. Synir þeirra eru
A) Sigurður Rafn, f. 14.9. 1989,
og B) Jóhann Arnar, f. 10.3.
1991. 2) Guðbrandur, lögreglu-
varðstjóri, f. 29.2. 1960, maki
hans er Ásdís Björg Þórbjarn-
ardóttir, hjúkrunar- og lýð-
heilsufræðingur, f.
29.8. 1961. Börn
þeirra eru: A) Jó-
hanna Björt, f.
12.7. 1984, sonur
hennar er Guð-
brandur Ísidór, f.
12.1. 2010, og B)
Birgir Þór, f. 10.7.
1987, maki hans er
Katrín Sif Odd-
geirsdóttir, f. 2.9.
1987. Sonur þeirra
er Þórbjörn Elí, f. 27.10. 2010.
3) Árni framkvæmdastjóri, f.
17.3. 1967.
Eftir að hafa lokið prófi í
tækniteiknun frá Iðnskólanum í
Reykjavík starfaði Jóhanna sem
tækniteiknari hjá VST (Verk-
fræðistofu Sigurðar Thorodd-
sen) frá 1975 til 1986. Þá starf-
aði hún á skrifstofu
Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda
frá 1989 þar til hún fór á eft-
irlaun árið 2003. Jóhanna var
stofnfélagi Soroptimistaklúbbs
Hóla og Fella 1982 og tók virk-
an þátt í stjórnunarstörfum á
vettvangi hans.
Útför Jóhönnu verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag, 13.
júlí 2011, og hefst athöfnin kl.
15.
Við uxum úr grasi með glitrandi vonir,
en gleymdum oftast að hyggja að því,
að það er ekki sjálfsagt, að sólin rísi
úr sæ hvern einasta dag eins og ný.
(Matthías Johannessen.)
Minningin um mína mildu
móður geislar af hlýju og kær-
leika. Hún gaf mér þá stærstu
gjöf sem hægt er að gefa, hún
blés mér og bræðrum mínum
sjálfan lífsandann í brjóst. Hlut-
verk móðurinnar er einn mesti
leyndardómur sköpunarverks-
ins. Móðirin er sjálft hliðið sem
við göngum í gegnum til lífsins.
Sú keðja er órofin aftur í blá-
móðu fortíðarinnar, allt til upp-
hafs lífsneistans sjálfs. Gjöf
móðurinnar til barns síns er líf-
ið: meðvitundin um tilvistina og
fyrirheitið um áframhaldandi
vegferð mannsandans. Lífsneist-
inn hleypur áfram frá kynslóð til
kynslóðar og ábyrgðin að hlúa
að honum reynist flestum okkar
ærið verkefni út lífið.
Ást móðurinnar til barns síns
er líklega óeigingjarnasta birt-
ingarform kærleikans sem þekk-
ist: „Hann leitar ekki síns eigin
breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar
allt, umber allt,“ eins og segir í
Biblíunni. „Ef þú átt móður
muntu líklega hvergi rata nema
þar sem bænir hennar hafa áður
rutt þér brautina.“ (Robert
Brault). Þannig var mildi móður
minnar. Hún átti ríka, einlæga
og fallega barnatrú. Ég man,
þegar ég var baðaður sem ungur
drengur, að mamma signdi hún
mig alltaf áður en hún klæddi
mig og fór með bæn Hallgríms
Péturssonar sem þannig greypt-
ist í huga mér:
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Ég á henni ekki bara lífsgjöf-
ina sjálfa að gjalda heldur var
það hún sem kveikti Guðsneist-
ann í barnshjartanu sem líklega
er önnur dýrmætasta gjöfin sem
nokkur móðir getur gefið barni
sínu að lífinu sjálfu undanskildu.
Fátækleg orð mega sín lítils til
að réttlæta þakklætið sem ég
ber í hjarta mér fyrir þær gjafir.
Líklega fanga það best línurnar
úr ljóðinu Ást eftir Sigurð Nor-
dal frá árinu 1917, sem flestir
kannast við í samnefndu lagi eft-
ir Magnús Þór Sigmundsson í
gullfallegum flutningi Ragnheið-
ar Gröndal:
þú gafst mér jörðina og grasið
og guð á himnum sem vin.
En síðustu gjöfina sem móðir
mín gaf greiddi hún með lífi
sínu. Heilsu hennar tók að hraka
hratt um það leyti sem hún fór á
eftirlaun. Nokkuð sem kom flatt
upp á fjölskylduna og alla sem
stóðu henni nærri. Sorgin við að
sjá anda þessarar fallegu mann-
veru leggja af stað til eilífðarinn-
ar á undan líkamanum var níst-
andi. Fórnargjöfin var sú að
færa okkur heim sannindi þeirr-
ar visku er birtist okkur í Sálm.
90.12: „Kenn oss að telja daga
vora, að vér megum öðlast viturt
hjarta.“
Jarðvistin tekur enda. Hinsta
gjöf móður minnar var áminn-
ingin um að slá ekki lífinu á
frest. Það er hér og nú.
Lífsgleði njóttu
svo lengi kostur er.
Fríða les blómrós
fyrr en hún þverr.
Menn oft sér skapa þraut og þrá
að þyrnum leita og finna þá,
en fríðri rós ei gefa gaum
sem grær á þeirra leið.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Árni Sigurðsson.
Til móður minnar og tengda-
móður.
Mér andlátsfregn að eyrum berst,
ég út í stari bláinn
og hugsa um það, sem hefur gerst
til hjarta mér sú fregnin skerst, –
hún móðir mín er dáin!
Hve vildi ég, móðir, minnast þín,
en má þó sitja hljóður,
mér finnst sem tungan fjötrist mín,
mér finnst hver hugsun minnkast sín,
því er allt er minning móður!
Ég veit þú heim ert horfin nú
og hafin þrautir yfir;
svo mæt og góð, svo trygg og trú,
svo tállaus, falslaus reyndist þú, –
ég veit þú látin lifir!
Ei þar sem standa leiðin lág,
ég leita mun þíns anda, –
er lít ég fjöllin fagurblá,
mér finnst þeim ofar þig ég sjá
í bjarma skýjabanda!
(Steinn Sigurðsson)
Minning góðrar móður og
tengdamóður lifir með okkur
Guðbrandur og Ásdís.
Mér varð starsýnt á stelpuna
á undan mér í leikfimisal Aust-
urbæjarbarnaskólans. Svarbláar
fléttur báru við sólbrúnan háls-
inn, stelpan einstaklega flott og
bar sig vel. Við vorum í sama ár-
gangi í barnaskóla. Næst lágu
leiðir okkar Joggu saman á ung-
lingsárunum, þegar Siggi bróðir
kynnti hana fyrir fjölskyldunni
heima hjá Lóu systur og Jóel í
Reykjahlíð. Bróðir minn var yfir
sig ástfanginn og mér fannst
hann hafa náð sér í fallegustu
stúlkuna í bænum. Það fannst
fleirum; pabbi líkti henni við
Sophiu Loren. En Jogga var
ekki bara ung og falleg, hún var
líka góð og hugsaði vel um sitt
fólk.
Við systkinin stofnuðum fjöl-
skyldur okkar á svipuðum tíma
og svo fór að þeir Siggi og Hörð-
ur byggðu fyrstu íbúðir okkar í
prentarablokkinni á mótum
Kleppsvegar og Laugarnesveg-
ar. Þar voru vandvirkir ungir
menn að störfum, leitandi lausna
frumbyggjanna, finnandi nánast
upp hjólið í iðnaðarmannastörf-
unum.
Við fluttum inn í hálfkláraðar
íbúðirnar með smábörnin og var
mikill samgangur á fyrstu hjú-
skaparárunum, enda innangengt
úr kjallaranum og frumburðirnir
á svipuðum aldri. Jogga var ein-
staklega barngóð, myndarleg og
nýtin húsmóðir. Peysurnar sem
hún prjónaði á alla strákana
voru ekkert smáflottar!
Þegar fram liðu tímar tók
Jogga sig til og fór í tveggja ára
nám í tækniteiknun og vann við
það í allmörg ár. Hún og Siggi
ferðuðust mikið, stunduðu lax-
og silungsveiðar saman og
spiluðu golf víða um land og
vöktu þau hvarvetna athygli,
enda glæsileg hjón – bæði fé-
lagslynd og glaðvær.
Hugur þeirra hjóna stóð til
leikja og ferðalaga þegar eftir-
launaaldri yrði náð, en þegar
kóngur vill sigla hlýtur byr að
ráða. Svo fór að Jogga missti
heilsuna smátt og smátt og um
síðir hvarf hún inn í annan heim
þar sem lítt varð náð til hennar.
Hún hvarf okkur hægt og bít-
andi, án þess að við gætum kvatt
hana og syrgt – í staðinn tók við
langvinnt sorgarferli. Allan þann
tíma stóð Siggi vaktina án þess
að láta undan síga.
Elsku Siggi, frá því ég var
smástelpa hefi ég fylgst með að-
dáun þinni á karlmennsku og
hetjulund. Aldrei hefur þú sýnt
sannari hetjulund en við sjúkra-
beð Joggu síðustu árin. Við
þessar aðstæður hefur þú notið
umhyggju og aðstoðar fjölskyldu
ykkar og hefur Ásdís tengda-
dóttir ykkar verið ómetanleg
stoð og brimbrjótur í senn.
Kæri bróðir, mágur og fjöl-
skylda, við Hörður vottum ykk-
ur samhug og samúð um leið og
við minnumst Joggu og þökkum
henni samfylgdina á lífsleiðinni.
Kristín Þorkelsdóttir.
Sumt verður ekki skilið, það
bara er.
Njóttu hvíldar þinnar í al-
heimsfriði, mín eina svilkona.
Hörður Daníelsson.
Jóhanna tengdamóðir mín
ólst upp hjá móður sinni sem
varð ung ekkja með fjórar dæt-
ur. Þessar glæsilegu systur
komust allar upp og urðu mynd-
arkonur. Fjölskyldan bjó þröngt
í litlu húsi á Vitastígnum og oft
fengu ættingjar úr Flóanum
næturgistingu þar þegar þeir
heimsóttu höfuðstaðinn. Þá
þurftu systurnar að búa um sig á
stofugólfinu og taka saman að
morgni til að stofan nýttist fjöl-
skyldunni til annars.
Jóhönnu kynntist ég fyrir
tæplega fjörutíu árum þegar ég
fór að venja komur mínar á
heimili þeirra hjóna í vinahópi
elsta sonar þeirra. Hún var sér-
lega glæsileg kona og minnti
helst á kvikmyndastjörnu, með
dökku augun sín og hárið, brún
á hörund, hávaxin með geislandi
bros. Sigurður tengdapabbi tal-
aði alltaf um að hún hafi verið
fallegasta stúlkan í bænum og
ég er ekki frá því að það hafi
verið satt.
Jóhanna var aðeins 21 árs
þegar hún eignaðist fyrsta
drenginn sinn. Hún sagði að hún
hefði varla þorað að hafa augun
af honum, hún var svo hrædd
um að eitthvað kæmi fyrir hann.
Ég kynntist Jóhönnu alveg upp
á nýtt þegar ég eignaðist börn.
Hún hafði mikinn áhuga á ung-
um börnum og uppvexti þeirra.
Við tengdamæðgurnar fylgdum
mönnunum okkar í veiði í nokk-
ur skipti og skemmtum okkur
saman með börnunum mínum.
Ég á góðar minningar frá Mel-
stað í Húnavatnssýslu í góðu
veðri að skoða umhverfi Mið-
fjarðarár, vaða í ánni og busla
með ömmu og drengjunum,
skoða Vatnsnesið og Víðidalinn,
borða nesti í Vatnsdal og klifra í
Borgarvirki. Við hlógum lengi að
sögunni af ömmu þegar hún datt
í lækinn á Melstað sem var svo
mjór að sérstaka snilli þurfti til
að detta í hann.
Jóhanna bjó eiginmanni og
sonum sínum gott heimili og
helgaði sig húsmóðurstörfunum
af mikilli samviskusemi meðan
synirnir voru ungir. Jóhanna og
Sigurður ferðuðust alla tíð mikið
um landið, fyrst með synina og
síðar bara tvö saman. Jóhanna
var mikill sóldýrkandi og fannst
gaman að ferðast til fjarlægra
landa þar sem hún gat notið hita
og sólar. Þau hjón iðkuðu ýmsar
íþróttir saman; göngur, hjólreið-
ar, golf og dans, og barnabörnin
nutu þess að í kringum þau var
jafnan mikið um að vera. Þau
eiga líka stóran vinahóp sem þau
deildu áhugamálum sínum með.
Það eru orðin nokkur ár síðan
Jóhanna veiktist. Það er erfitt að
horfa á bak þessari brosfögru og
umhyggjusömu konu og hennar
verður sárt saknað.
Sigríður Ólafsdóttir.
Elsku amma, ég á svo margar
góðar minningar um þig og okk-
ur saman. Það sem hlýjar mér
einna mest er þegar ég hugsa
um það hversu stolt ég ber nafn-
ið okkar. Ég man þegar þú
kynntir mig fyrir fólki og sagðir
að ég væri nafna þín, ég man
eftir andliti þínu, svipbrigðum
og hljómblænum í röddinni. Ég
man hversu stolt ég var að vera
nafna þín, Jóhanna er sterkt
nafn og ég mun ávallt bera nafn-
ið með reisn eins og þú gerðir,
amma.
Ég man þegar við sátum sam-
an og þú skófst úr epli fyrir mig.
Mér fannst það einstaklega gott,
sérstaklega þegar þú gerðir það.
Ég prófaði stundum að gera
þetta sjálf heima en það var
aldrei eins og þegar þú gerðir
það. Ég man líka þegar við
dunduðum okkur við að lita í
litabækur. Mér fannst þú alltaf
lita svo fallega og reyndi að gera
eins. Allt sem þú gerðir var gert
af mikilli natni, þú varst svo hlý
og góð. Þú varst líka alltaf svo
heit og gott að vera í fanginu
þínu.
Ég man eftir brauðinu sem þú
bakaðir og skemmtilegu nestis-
ferðunum okkar í Heiðmörk með
afa, Bigga og Lóu hundi. Ég
man líka eftir öllum sundferð-
unum og löngu hjólaferðinni
okkar um allan bæinn. Þið afi
voruð alltaf tilbúin til að vera úti
og gera eitthvað skemmtilegt
með okkur.
Ég þakka fyrir allar góðu
stundirnar okkar saman, amma
mín, kveð þig með djúpum sökn-
uði og tár í augum en jafnframt
gleði í hjarta, vitandi að þú ert á
góðum stað þar sem þú getur
áfram fylgst með okkur.
Þín sonardóttir
Jóhanna Björt
Guðbrandsdóttir.
Hún var stúlkan hans Sigga,
æskuvinar míns. Á götum höf-
uðborgarinnar, upp úr miðri síð-
ustu öld, bar hún af fyrir reisn
og glæsileika. Við félagarnir
Jóhanna Guðbjörg
Guðbrandsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA GÍSLADÓTTIR,
Hraunbúðum,
áður Brekastíg 31,
Vestmannaeyjum,
lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum
föstudaginn 24. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Aðstandendur senda innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför Helgu.
Sérstakar þakkir færa aðstandendur starfsfólki Hraunbúða
fyrir alúð og góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jónína Sigurbjörg Sveinsdóttir,
Þóranna Sveinsdóttir,
Valgerður Sveinsdóttir,
Sigurður Sveinsson.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, dóttir, systir og amma,
HELLEN S. BENÓNÝSDÓTTIR
sjúkraliði,
Ósabakka 15,
Reykjavík,
kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldunnar á
Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 8. júlí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. júlí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Krabba-
meinsfélags Íslands eða hjá Hjartavernd.
Andri Jónasson,
Anna Rut Hellenardóttir, Pétur Breiðfjörð Pétursson,
Heimir Þór Andrason, Erla Gréta Skúladóttir,
Silja Dögg Andradóttir, Sigurður Freyr Bjarnason,
Þóra Eggertsdóttir,
ömmubörn, systkini og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
UNNUR HJARTARDÓTTIR,
Breiðuvík 18,
Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
sunnudaginn 10. júlí.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 20. júlí kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA ÁSLAUG GUÐBRANDSDÓTTIR,
Sólheimum,
Laxárdal,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Silfurtúni í Búðardal sunnudaginn 10. júlí.
Útför hennar fer fram frá Hjarðarholtskirkju laugardaginn
16. júlí kl. 14.00.
Arndís Erla Ólafsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir,
Gerður Salóme Ólafsdóttir,
Lilja Björk Ólafsdóttir,
Sóley Ólafsdóttir,
Ólöf Ólafsdóttir,
Eyjólfur Jónas Ólafsson,
Guðbrandur Ólafsson,
Áslaug Helga Ólafsdóttir,
Svanur Ingvason,
tengdabörn, ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
HELGI KRISTJÁN SVEINSSON,
Þvergötu 5,
Ísafirði,
andaðist á Sjúkrahúsi Ísafjarðar föstudaginn
8. júlí.
Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 16. júlí kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning yngsta sonar
hans, Kristjáns, 0154-18-560051 kt. 131000-3080.
Kristján Helgason,
Andrés Þór Helgason, Erla Kolbrún Óskarsdóttir,
Piotr Helgason,
Beata Helgadóttir,
barnabörn og systkini.