Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.07.2011, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 194. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Skírði soninn eftir fyrrverandi 2. Bjargaði sjö ára stelpu frá níðingi 3. Trukkurinn fastur í Múlakvísl 4. Spyr hvort Merkel viti meira … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bryggjuhátíðin á Stokkseyri verður haldin í áttunda sinn dagana 14.-17. júlí nk. Ýmsir aðilar koma fram og skemmta, m.a. Björgvin Franz, Árni Johnsen og hljómsveitin Granít frá Vík í Mýrdal verður með Bryggjuball- ið. Fjölskylduskemmtun á föstudeg- inum verður ákveðinn hápunktur. Stokkseyringar boða til Bryggjuhátíðar  Miðar á kveðju- tónleika Quarashi á Nasa laugardag- inn 16. júlí seldust upp á einum og hálfum tíma á mánudag og hefur því verið ákveðið að halda auka- tónleika á föstu- deginum. Fyrirhugað upphitunarkvöld á Sódóma á föstudag breytist því í eft- irpartí sem hefst strax að tónleikum loknum. Eftir tónleikana á laugardag verður haldin erfidrykkja á Sódóma. Miðar á tónleikana gilda í bæði eft- irpartíin meðan húsrúm leyfir. Uppselt á Quarashi á rúmri klukkustund  Margir frambærilegir tónlistar- menn munu sameina krafta sína og halda tónleika á næstkomandi fimmtudagskvöldi, til heiðurs hljóm- sveitinni Alice In Chains. Sveitin er ein af þeim upphafs- sveitum gruggsen- unnar sem voru vin- sælar á níunda áratugnum. Húsið verður opnað klukkan 21:00. Alice In Chains minnst á Sódóma Á fimmtudag Austlæg átt, 5-10 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla nv-til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast v-til. Á föstudag Dálítil væta á N- og A-landi, en annars skýjað. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðaustan 8-13 og víða dálítil rigning, en þurrt að kalla na-til. Hiti 11 til 20 stig að deginum, hlýj- ast á N- og A-landi. VEÐUR Sviptingar urðu á toppi Pepsí-deildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi þegar Stjarnan tók topp- sætið af Íslands- og bik- armeisturum Vals. ÍBV sigraði Val 1:0 í Vest- mannaeyjum en Stjarnan burstaði Breiðablik 4:0 í Kópa- vogi. Þar skoraði Ashley Ba- res þrennu fyrir Garðbæ- inga á 6 mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks. » 2 Skoraði þrennu á sex mínútum Haukar sigruðu Selfoss 2:1 í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Þetta var fyrsti sigur liðsins á heimavelli í deildinni. Þá halda Skagamenn áfram að vinna andstæðinga sína en þeir eru nú með níu stiga forskot á toppi deildarinnar. Þá komst HK loksins úr botnsætinu en er enn í fallsæti eftir enn eitt jafnteflið, nú gegn Gróttu. Leiknir vermir botnsætið. »4 Fyrsti sigur Hauka á heimavelli í 1. deildinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þegar Árni Hafstað var búinn að afla sér þekkingar á bjórbruggun og áttaði sig á því að reglurnar á Íslandi koma í veg fyrir að hægt sé að sinna þessu áhugamáli á lög- legan hátt, ákvað hann að stofna bjórverksmiðju og er nú kominn með tvær tegundir á markað. Vörumerkið er Gæðingur og stað- urinn er gamalt hænsnahús í Útvík í Skagafirði. „Þó að mér finnist reglurnar fram úr hófi heimskulegar vildi ég ekki brjóta þær,“ segir Árni. Þá getur hann þess að þótt bruggað sé í smáum stíl þurfi alls kyns leyfi og markaðurinn sé erfiður. Fram- leiðandi þarf til dæmis að hafa töluvert magn til að komast inn í verslanir ÁTVR. Árni og Jóhann Axel Guðmunds- son fóru á námskeið í bjórbruggun í Danmörku og síðar í Bretlandi. „Það rann smám saman upp fyrir mér að ég yrði að framleiða svo mikið að ég gæti haft starfsmann. Jóhann hafði áhuga og hann er í fullu starfi,“ segir Árni sem sjálfur vinnur við bruggverksmiðjuna, með öðrum störfum, ásamt föður sínum, Halldóri Hafstað, og átta ára syni, Baltasar Hafstað. Taka Gæðingi sem sínum bjór Gamalt hænsnahús í Útvík var standsett og sett upp tæki til bjór- framleiðslu. Verksmiðjan er lítil og búnaðurinn tiltölulega einfaldur og ódýr. Þótt fyrstu tegundirnar hafi komið á markaðinn á Sæluviku í vor eru Árni og bruggarinn enn að þróa framleiðsluna. Gæðingur lager og Gæðingur Stout eru til sölu á vínveitinga- stöðum á Sauðárkróki og í Varma- hlíð og tveimur stöðum á Akureyri. Þá eru flöskurnar að fara inn á tvo bari í Reykjavík og er Árni spenntur að heyra um viðtökurnar þar. „Við völdum þessar tvær teg- undir vegna þess að þær eru að- eins frábrugðnar því sem er á markaðnum. Ég reiknaði með að neytendur skiptust í tvo hópa, þeim þætti bjórinn annaðhvort vondur eða mjög góður. Ég vonast til að nógu margir verði ánægðir til að framleiðslan gangi,“ segir Árni. Hann segir að viðbrögðin á Sauðárkróki hafi verið framar von- um. Skagfirðingar virðist taka Gæðingi sem sínum bjór. Reynslan eigi eftir að skera úr um hvernig hann gangi á stærri markaði. Erfitt að komast á kranana Tvö ölgerðarfyrirtæki eru ráð- andi á markaðnum og erfitt fyrir minni bjórverksmiðjur að komast á kranana á börunum. Árni segir að samningar séu við vínveitingastað- ina um að vera ekki með krana frá öðrum. Það takmarki val neytenda. Litla bjórverksmiðjan í Útvík getur vaxið, ef bjórinn fellur í kramið. Árni er þó viðbúinn öllu og vill fara varlega. Brugghúsið er að bíða eftir hráefni í tvær teg- undir til viðbótar, meðal annars sumarbjór, og fleiri uppskriftir eru tilbúnar ef á þarf að halda. „Við þurfum að finna jafnvægi á milli þess að bjóða eitthvað sem eykur fjölbreytnina á markaðnum og þess sem brugghúsið þolir,“ segir hann. Nógu margir verði ánægðir  Árni Hafstað gat ekki sinnt áhugamálinu á löglegan hátt og stofnaði brugghús  Vill að bjórinn hans sé frábrugðinn og auki fjölbreytnina á markaðnum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gæðingar Bjórframleiðsla er tímafrekt áhugamál hjá Árna Hafstað. Stæður af flöskum bíða eftir að fá á sig miða. Árni Hafstað er kúabóndi í Útvík í Skagafirði, skammt frá Sauðárkróki. Hann er einnig heyrnar- og talmeinafræðingur og hefur sjálfur mest unn- ið við heyrnarmælingar síðustu átta árin. Hann telur brugghúsið til áhugamálanna. Starf heyrnarfræðingsins felst í því að fara um landið og mæla heyrn, selja heyrnartæki og þjónusta þau. „Ég reyni að láta þetta allt ganga upp, í réttri röð, mjólkina, heyrnina og svo bjórinn á kvöldin,“ segir Árni. Hann tekur fram að kona hans, Birg- itte Bærendtsen, hafi að mestu séð um búskapinn. Árna þykir bjór góður en segist ekki vera nörd. Það fylgir starfinu að prófa ýmsar bjórtegundir. „Ég er að leita eftir hvað er í bjórnum og máta við sjálfan mig,“ segir hann. Mjólkin, heyrnin og svo bjórinn á kvöldin FYLGIR STARFINU AÐ PRÓFA BJÓRTEGUNDIR Ekkert verður af því að Elfar Freyr Helgason leiki með Breiðabliki gegn Rosenborg í forkeppni Meistara- deildar Evrópu í knattspyrnu eins og til stóð. Forráðamenn AEK vilja að Elfar verði löglegur með þeim í Evr- ópukeppni í haust. Hefði hann spil- að með Blikum, yrði hann ekki lög- legur með AEK á þeim vettvangi fyrr en eftir áramótin. »1 Breiðablik og AEK deila um Elfar Frey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.