Morgunblaðið - 14.07.2011, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 4. J Ú L Í 2 0 1 1
Stofnað 1913 163. tölublað 99. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
Sumartilboð
Fosshótela!
Bókaðu núna í síma 562 4000
Bókaðu á marketing@fosshotel.is
www.fosshotel.is
SELIRNIR
GLEÐJA
FERÐAMENN
NETTENGING
ÍSLANDS
VAR Í HÆTTU
SKÁLMÖLD Á
TÓNLEIKAFERÐ
UM FÆREYJAR
VIÐSKIPTABLAÐ OG FINNUR.IS EVRÓPA Í ÁGÚST 40SELASETUR 22
„Sláttur er að byrja að minnsta kosti tveimur vikum seinna en í
meðalári,“ segir Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bænda-
samtökunum. Hann segir að mest sé byrjað að heyja á Suður-
landi og Suðvesturlandi, svo og í Eyjafirði og Skagafirði. Sum
tún í austurhluta Vestur-Skaftafellssýslu verði ekki heyjuð vegna
ösku og verulegt kal sé í túnum á norðaustanverðu landinu.
Heyskapur loks hafinn eftir kalda tíð
Morgunblaðið/RAX
Lán til sjávarútvegs vega þyngst
hjá Landsbankanum af viðskipta-
bönkunum þremur. Í árslok 2010
námu útlán hans til sjávarútvegsfyr-
irtækja 134 milljörðum króna, sem
eru um 22,6% af heildarlánum bank-
ans. Hjá Íslandsbanka nam fjárhæðin
um 68 milljörðum eða 13,2% af heild-
inni og hjá Arion nam hún 47,7 millj-
örðum, 10,6% af lánum. Þetta kemur
fram í ársskýrslu Bankasýslunnar.
Þar segir að fyrirhugaðar breytingar
á kvótakerfinu kunni að hafa umtals-
verð áhrif á bankana. »Viðskipti
Fimmtungur lána
Landsbankans til
sjávarútvegsins
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Að sögn sérfræðinga í upplýsinga-
öryggi er tiltölulega auðvelt að
brjótast inn í gögn annarra; bæði í
snjallsímum og tölvum. Víða á net-
inu má finna leiðbeiningar um
hvernig komast á inn í talhólf ann-
arra og hvernig hægt er að fá að-
gang að gögnum úr snjallsímum og
jafnvel stela þeim. Gagnaöryggi hef-
ur verið mikið til umræðu upp á síð-
kastið vegna innbrota blaðamanna
News of the World í talhólf og síma
fólks.
Innanríkisráðuneytið hefur sett á
stofn stýrihóp, þar sem unnið verð-
ur meðal annars að aukinni gagna-
vernd og verndun þjóðfélagslega
mikilvægra gagna og opinberra
skjala. Eitt af verkefnum hópsins er
að herða viðbrögð við ýmissi óværu
á netinu. „Allt snýst þetta um að
geta treyst rafrænum samskiptum,“
segir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðu-
neytisstjóri í innanríkisráðuneytinu.
Að sögn öryggisstjóra Símans er
allur gangur á því hvort símnot-
endur nota pin-númer til að komast
inn í talhólf sín. Noti þeir ekki slík
númer, þá er auðvelt fyrir óprúttna
aðila að komast inn í talhólfin. Að
sögn öryggisstjórans er þó ekki vit-
að til þess að það hafi gerst.
Jón Kristinn Ragnarsson, sér-
fræðingur í upplýsingaöryggi, tekur
undir þetta og segir að ef kveikt sé
á Bluetooth gagnaflutningaforritinu
í snjallsímum, geti aðrir tengst sím-
anum og náð gögnum úr honum.
Hann leggur áherslu á að fólk noti
vírusvarnaforrit í snjallsímum, rétt
eins og í tölvum.
Friðrik Skúlason, tölvufræðingur,
sem hefur lengi starfað að tölvu-
öryggismálum, segir að Íslendingar
hafi hingað til verið nokkuð and-
varalausir um gagnaöryggismál.
Auðvelt að brjótast inn
Íslendingar andvaralausir þegar kemur að öryggi gagna í tölvum og snjallsímum
Auðvelt að brjótast inn í gögn annarra Tenging um Bluetooth talin varasöm
Allur er varinn góður
» Á netöryggi.is eru ýmis holl-
ráð um örugga netnotkun, sem
eiga einnig við um notkun
snjallsíma.
» Víða má finna leiðbeiningar
á netinu um hvernig á að verj-
ast símaþrjótum. Ekki ætti að
taka við Bluetooth-tengingu
frá óþekktu símtæki. Þegar
þráðlaust net er notað ætti að
gæta fyllstu varúðar.
Straumur ferðafólks til Vestmanna-
eyja hefur stóraukist eftir að brúin
yfir Múlakvísl fór í hlaupi um síð-
ustu helgi, samkvæmt upplýsingum
frá ferðamannamiðstöð bæjarins.
Fólk hefur breytt ferðaáætlunum
sínum snarlega og farið til Vest-
mannaeyja með Herjólfi, sem siglir
nú fimm sinnum á dag frá Land-
eyjahöfn.
Veðurspáin fyrir helgina lofar
góðu á vestanverðu Suðurlandinu
og Reykjanesskaganum, með hæg-
um vindi og hlýindum. Á því svæði
er bæði margt
um að vera og
margt að sjá, fyr-
ir þá sem verða á
faraldsfæti. Með-
al annars er Ís-
landsmeist-
aramót í
hestaíþróttum á
Selfossi og
Bryggjuhátíð á
Stokkseyri, auk
fjölbreytts menningarlífs í bæjum
og til sveita. »18-19
Meiri umferð í Eyjum
Flóð í Múlakvísl breytti stefnunni
Lundi Ferðamenn
fara til Eyja.
MÞurfum að taka okkur á »6