Morgunblaðið - 14.07.2011, Page 8

Morgunblaðið - 14.07.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? HRINGDU NÚNA Bær820 8081 Sylvia Walthers // best@remax.is Brynjólfur Þorkelsson // 820 8080 Rúnar S. Gíslason Lögg. fasteignasali. PANTAU FRÍTT SÖLUVERMAT! Ný flotbryggja hefur verið sjósett í Norðurbugt vesturhafnarinnar í Reykjavík. Þarna var áður olíu- bryggja úr tré sem komin var til ára sinna og var hún rifin fyrir nokkru. Bryggjan er framleidd hjá Loft- orku í Borgarnesi og er úr stein- steypu. Fyrirtækið KRÓLI sá um framkvæmd og uppsetningu. Samtals eru þarna 14 svonefndir viðlegufingur, sjö hvorum megin, og geta því 28 bátar legið við festar í einu. Auk þess er aukabryggja sem liggur þvert á aðalbryggjuna og þar er pláss fyrir stærri báta. Norðurbugtarbryggjan er einkum ætluð fiskibátum sem stunda róðra frá Reykjavík. Mjög hefur þrengst um núverandi aðstöðu þeirra í Suð- urbugt við það að hvalaskoðunar- bátum hefur fjölgað og ferðaþjón- ustan hefur þurft stöðugt meira pláss. Fyrstu notendur hinnar nýju bryggju eru seglskútur sem nú eru geymdar við Faxagarð en þær verða síðan fluttar úr Norðurbugt í Aust- urbugt þar sem verið er að útbúa framtíðaraðstöðu fyrir segl- skútumenn. sisi@mbl.is Ný bryggja fyrir fiskibáta  Trébryggjan vék fyrir steyptri flotbryggju Ljósmynd/Faxaflóahafnir Flotbryggjan Fyrst um sinn munu seglskútur hafa aðstöðu við hina nýju steinbryggju. „Eftir breytingar verða sex héraðs- dýralæknar og þeir verða eingöngu eftirlitsmenn,“ segir Halldór Runólfs- son yfirdýralæknir og vísar til breyt- inga á starfsemi héraðsdýralækna sem taka gildi 1. nóvember. Halldór segir ástæðu breytinganna vera innleiðingu matvælalöggjafar Evrópusambandsins sem kveður m.a. á um aðskilnað þjónustu við dýraeig- endur og eftirlits. Halldór segir að ávallt hafi verið gerð sú krafa að þjón- usta við dýraeigendur í dreifbýli yrði tryggð við breytingarnar. „Um þetta er skýrt tekið fram í nýju lögunum, að skylda er sett á sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytið að sjá til þess að þjónustan verði fyrir hendi með greiðslu staðaruppbóta.“ Lagt er upp með að slíkt tryggi að dýralæknar starfi áfram í hinum dreifðu byggðum landsins. Nýju lögin gera ráð fyrir að leysa þurfi úr mál- efnum dreifbýlis en slíkt hefur tekið tíma. „Það hefur tekið langan tíma að ná niðurstöðu í hvernig standa skuli að staðaruppbótum,“ segir Halldór og bendir á að unnið sé að lausn málsins. Um ákveðna óvissu er því að ræða að mati Halldórs. Hann kveðst þó von- góður um að þær tillögur, sem komn- ar eru fram af hálfu ráðuneytis í sam- ráði við Matvælastofnun, dugi sem lausn málsins. „Mikið er í húfi og ég hef ýtt á eftir lausn. Það er ómögulegt annað en að lausn fáist sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir fyrsta nóvem- ber.“ khj@mbl.is Þjónusta verður áfram tryggð  Trúir því að málið leysist sem fyrst Stundum er sagt að stjórnmálinséu ekki lengur upp á líf og dauða. Þess vegna veki þau ekki sömu hughrif og áður og fjöldinn fái útrás fyrir baráttugleði sína með öðrum hætti en forðum var. Nú mæta tugir þús- unda á landsleiki í íþróttum, t.a.m. fót- bolta, víða um ver- öld og stundum brjótast út óeirðir í kjölfar kappleikj- anna þar sem stuðningsmenn hafa ákafir veifað sínum þjóðfánum og jafnvel málað sjálfa sig í fánalitunum.    Á fyrri hluta síðustu aldar hafðikommúnisminn náð heljar- tökum á mestu landsvæðum heims, Sovétríkjunum og Kína. Ekki var helsta mótvægið, sem lét til sín taka í byrjun 4. áratugarins, fas- isminn, geðfelldari.    Lýðræðisríkin fundu fyrir slík-um öflum innan sinna vé- banda og fólk hafði ríkar ástæður til að óttast. Hugsjónir komm- únista áttu öfluga talsmenn á Ís- landi og þeir og málgögn þeirra lýstu Sovétríkjunum sem sannri fyrirmynd um jöfnuð og réttlæti.    Morgunblaðið hafði forystu umað afhjúpa blekkingarnar og bregða upp sannri mynd. Þá varð hugtakið „moggalygi“ til. Margur ofstækismaðurinn tók það sér í munn, en það gerðu einnig sumir vísast í góðri trú og hafa væntan- lega séð eftir því síðar. Morgun- blaðið er undrandi yfir því að enn séu þeir til sem kjósa að bregðast við óþægilegum sannleika með gamla uppnefninu „moggalygi.“ Það hugtak særir ekki nema þá sem beita því.    Fyrir blaðið er það hluti afsögu, sögu sem fyllir það stolti. Jóhanna Sigurðardóttir „Moggalygi“ STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skúrir Bolungarvík 14 skýjað Akureyri 15 skýjað Kirkjubæjarkl. 12 alskýjað Vestmannaeyjar 10 súld Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 18 léttskýjað Helsinki 20 heiðskírt Lúxemborg 13 skýjað Brussel 13 skýjað Dublin 17 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 16 léttskýjað París 17 skýjað Amsterdam 12 súld Hamborg 20 skúrir Berlín 25 skýjað Vín 32 léttskýjað Moskva 23 skýjað Algarve 32 heiðskírt Madríd 25 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 33 heiðskírt Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 22 skýjað New York 26 heiðskírt Chicago 22 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:38 23:30 ÍSAFJÖRÐUR 3:02 24:16 SIGLUFJÖRÐUR 2:43 24:01 DJÚPIVOGUR 2:58 23:09

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.