Morgunblaðið - 14.07.2011, Síða 11

Morgunblaðið - 14.07.2011, Síða 11
Þurrkaður fiskur Siglingar og strandmenning verða í forgrunni á samnorrænu hátíðinni Sail Húsavík sem verður haldin um helgina. Að sögn Sigurbjargar getum við lært ýmislegt um strandmenningu af grannríkjum okkar. þessu landi. Þetta voru ekki göngu- garpar sem höfðu áhuga á að fara upp á hálendi. Íslendingar í ferða- þjónustu voru endalaust að reyna að stugga mér til fjalla eins og sauð- kind að vori og það varð til þess að vekja þennan áhuga minn á strand- menningu. Að auki hef ég búið í Noregi og kynnst því hvernig Norð- menn hafa verndað sína strand- menningu með því að nýta hana og nota til nýsköpunar og atvinnu- uppbyggingar og það er það sem ég vil sjá hér.“ Auður við strönd landsins Árið 2003 kom Sigurbjörg að stofnun Íslenska vitafélagsins – fé- lags um íslenska strandmenningu, í samvinnu við Þjóðminjasafnið, Fornleifavernd, Húsafriðunarnefnd, Siglingastofnun, söfn víða um land og aðra einstaklinga. „Við höfum haldið miklum og góðum tengslum við strandmenningarfélög á Norð- urlöndunum. Árið 2007 héldum við heilsdagsráðstefnu á Hótel Sögu og fengum til liðs við okkur flestöll fé- lög í íslenskri ferðaþjónustu í því skyni að opna augu þeirra fyrir því hvað við eigum mikla afþreyingu við strönd. Við höfum staðið fyrir fræðslukvöldum í Sjóminjasafni Reykjavíkur einu sinni í hverjum vetrarmánuði allan veturinn, höfum farið út á land og haldið minni mál- þing, við gefum út lítið blað og við höfum reynt að vekja þjóðina til um- hugsunar um þennan auð sem við eigum við strönd landsins.“ 16.-23. júlí nk. verður sam- norræna strandmenningarhátíðin Sail Húsavík haldin en hún er hugs- uð sem vettvangur fyrir lærða og leikna til að hittast og miðla þekk- ingu sinni og koma á tengslum milli þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin en Íslenska vita- félagið kom að stofnun hennar. „Há- tíðin er merkileg fyrir það að þetta er í fyrsta sinn sem grasrótarfélög á Norðurlöndum standa að sameigin- legri hátíð. Þetta er fyrsta hátíðin en ekki sú síðasta,“ segir Sigurbjörg en á næsta ári verður hún haldin í Ebeltoft í Danmörku, árið 2013 verður hún í Karlskrona í Svíþjóð og 2014 í Osló í Noregi. „Það var að frumkvæði Íslenska vitafélagsins sem fulltrúum norrænu strand- menningarfélaganna var boðið að koma og ræða þessi mál og þetta er afraksturinn.“ Margt hægt að læra af grannríkjunum Spurð um helstu viðburði hátíð- arinnar segir Sigurbjörg Norðmenn eiga stærsta þáttinn í þeim. Ellefu bátar og skip komi frá Noregi, þar af MS Sjøkurs. „Það var eitt af fyrstu strandferðaskipum sem Hurstigruta átti en er núna skóla- skip með aðsetur í Kristiansand. MS Sjøkurs var smíðað 1956 og er systurskip okkar gamla og góða Gullfoss. Um borð í skipinu eru minni bátar sem eru með elsta handverki sem tíðkaðist við bygg- ingu báta. Svo mætir á hátíðina hún Rita sem kemur frá eyjunni Vega, en hún er á heimsminjaskrá UNESCO fyrir æðardún og æðar- dúnstekjur og það er sú ágæta eyja sem þátturinn Himmelblå var tek- inn upp á. Við erum ábyggilega 30 árum á eftir Norðmönnum í að nýta æðardún.“ Sigurbjörg segir að á hátíðinni verði einnig sýndar kvikmyndir, haldnir verði fyrirlestrar og mál- þing, þjóðdansar dansaðir auk þess sem öll skipin og bátarnir verði til sýnis. „Ég ætla að vona að hátíðin verði til þess að vekja þjóðina til umhugsunar um þann auð sem við eigum. Ég vona að fólk komi til að læra, það sé opið fyrir að skoða hvernig aðrir eru að gera þetta og hvernig það hefur tekist til. Við get- um lært óhemjumikið af grann- ríkjum okkar.“ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 Krókur 220,- Héraeyra 220,- Black Gnat 220,- Nobbler Svartur 290,- Dýrbítur 290,- JW Nymph 290,- Randy Candy 390,- Colburn Special 390,- Hairy Mary 390,- Sunray Shadow 390,- Black Eyed Prawn 450,- Black Eyed Prawn 450,- Bjarni Rauði 220,- Watson´s Fancy 220,- Black Flying Ant 220,- Alda 290,- Hólmfríður 290,- Nobbler 290,- Green Collie Bitch 390,- Nagli 390,- Fransis 390,- HKA Sunray/Bismo 450,- Fransis 450,- Black Sheep 450,- Brassi 220,- Tailor 220,- Peacock 220,- Black Ghost 290,- Rektor 290,- Heimasætan 290,- Munroe Killer 390,- Fransis 390,- Black Sheep 390,- HKA Sunray/Bismo 450,- Snælda 450,- Fransis 450,- Latexpúpa rauð 220,- Bleik og blá 220,- CDC Winged 220,- Flæðarmús 290,- Supertinsel 290,- Black Ghost 290,- Hairy Mary 390,- Stekkur Blá 390,- Haugur 390,- Skógá 450,- Snælda 450,- Dark Side of the Moon 450,- Í sérverslun fluguveiðimannsins á netinu, Flugan.is, f ærðu á fjórða hundrað gerðir af vönduðum, vel hnýttum og v eiðnum flugum. Flestar þeirra færðu einnig í Veiðihorninu, Síð umúla 8. BESTU FLUGURNAR! JÁ, ÞÚ FÆRÐ ALLAR BESTU FLUG URNAR Á BETRA VERÐI HJÁ OKKUR KANNASTU VIÐ ÞESSAR? Fransis, Snælda, Blue Charm, Avatar, Collie Dog, Green Butt, Bismo, Flæðarmús, Hairy Mary, Peacock, Killer, Sunray Shadow, Kötturinn, Green Brahan, Black & Blue, Skröggur, Rusty Rat, Randy Candy, Mýsla, Leonardo, María, Colburn Special, Black Ghost, Krókur, Black Labrador, Héraeyra, Skógá, Green Highlander, Kolskeggur, Blue Sheep, Undertaker, Iða, Hólmfríður, Haugur, Gray Ghost, Nagli, Nobbler, Super Tinsel, Red Butt, Black Sheep, Dimmblá, Rektor, Crossfield, Laxá Blá, Dýrbítur, Þingeyingur, Alder, Montana, Black Gnat, Dark Side of the Moon, Stardust, Alda, Dentist, Silver Sheep, Munroe Killer, Rocket, Alma Rún, Watson Fancy SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410 Í dag er haldinn hátíðlegur Ba- stilludagurinn, þjóðhátíðar- dagur Frakka. En á þessum degi er minnst árásarinnar á Bastilluna í Frönsku bylting- unni hinn 14. júlí árið 1789. Gera Frakkar sér jafnan glaðan dag á þessum degi en Daníel Frið- jónsson upplifði stemninguna í París síðastliðið sumar. „Ég komst nú reyndar ekki út yfir daginn því það var úrhellisrigning og þrumuveður. En um kvöldið var veðr- ið orðið betra og þá fór ég niður á Trocadero-torgið rétt hjá Eiffel- turninum til að fylgjast með flug- eldasýningunni. Þetta var vel sam- sett flugeldasýning og öll í fánalit- unum. Ég hef aldrei séð svona á Íslandi og var sérstaklega gaman að sjá þessa sýningu,“ segir Daníel sem dvaldi sumarlangt í borginni ásamt kærustu sinni. Hún var þar við störf en hann fylgdi með, líkt og hann orðar það, og naut þess að kynnast landi og þjóð. Þegar Daníel ætlaði síðan heim aftur eftir flugeldasýn- inguna var það hægara sagt en gert því allar neðanjarðarstöðvar í grennd við torgið voru lokaðar. Hann þurfti því að fara í góðan labbitúr en um allt voru pylsuvagnar og aðrar veitingar til sölu og mikil stemning á götunum í kringum torgið. Daníel segist ekki vera farinn að huga að hátíðahöldum í dag en þó geti vel verið að hann opni rauðvínsflösku í tilefni dagsins. Víst er að Frakkar búsettir hér- lendis svo og ýmsir Frakklandsvinir munu gera sér glaðan dag í dag. Líkt og venjan er munu allmargir þeirra koma saman í kokteilboði franska sendiherrans. Fyrir hina er tilvalið að halda franskt þemakvöld, elda franska sérrétti undir ljúfum frönsk- um tónum og fá sér ost og kannski eins og eitt rauðvínsglas. Bastilludeginum fagnað Mikil hátíðahöld í París þar sem glæsileg flug- eldasýning er vel samsett af fánalitunum ljósmynd/Reuters Hátíð Á Trocadero torginu, rétt við Eiffel turninn, safnast fólk saman. Daníel Friðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.