Morgunblaðið - 14.07.2011, Page 14

Morgunblaðið - 14.07.2011, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 Meira í leiðinniWWW.N1.IS VEIÐIKORTIÐ FÆST Á N1 SVIÐSLJÓS Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Um leið og ljóst varð að brúin yfir Múlakvísl hafði gefið sig tóku ferða- þjónustuaðilum á Suður- og Suð- austurlandi að berast afbókanir ferðmanna. Fréttir af því að tekið gæti allt upp í þrjár vikur að koma upp bráðbirgðabrú þóttu í meðallagi jákvæðar og ljóst að fjárhagslegt tjón vegna rofs hringvegarins gæti orðið gríðarlegt. Nú, um það bil fimm sólarhring- um frá jökulhlaupinu, er smíði bráðabirgðabrúar komin vel á veg og vonast til þess að hægt verði að hleypa umferð á um miðja næstu viku. Þá hafa fólks- og farartækja- flutningar yfir Múlakvísl annað tölu- verðri umferð, þó vitaskuld sé hún ekkert í líkingu við það sem eðlilegt teldist á þessum tíma árs. Fimm prósent allra gistinátta í Sveitarfélaginu Hornafirði Meirihluti fyrirtækja sem sinna ferðaþjónustu eru lítil eða meðalstór fyrirtæki, og í mörgum tilfellum um fjölskyldurekstur að ræða. Því er eins farið í Sveitarfélaginu Horna- firði. Samkvæmt tölum Hagstofunn- ar var heildarfjöldi gistinátta í sveit- arfélaginu árið 2010 alls rúmlega 145 þúsund eða um 5% allra skráðra gistinátta á landinu. Fyrir sveitarfé- lag sem telur 2 þúsund íbúa er þetta því þungavigtariðnaður sem skiptir afkomu þess gríðarlegu máli. Dr. Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, hefur dregið upp sviðs- myndir sem varpa ljósi á fjárhags- legar afleiðingar tiltekinnar fækk- unar ferðamanna í sveitarfélaginu. Rannsóknir hans byggja meðal ann- ars á opinberum tölum frá Hagstofu Íslands. Verja um 15 þúsundum á dag Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fækkaði gistinóttum í Sveitarfélaginu Hornafirði lítillega í fyrra, voru um 52 þúsund í júlí. Lík- legt er að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi átt sinn þátt í því. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fjölgaði er- lendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð hins vegar um 20,6% á milli ára nú í júní, miðað við fyrra ár. Sé gert ráð fyrir nokkuð jafnri dreif- ingu yfir landið má ætla að fjölgun gistinátta hafi átt sér stað í Horna- firði í júní og hefði aftur orðið nú í júlímánuði ef hlaupið í Múlakvísl hefði ekki komið til. Þorvarður miðar hins vegar við tölur síðasta árs. Könnun hans á hagrænum áhrifum ferðamanna rímar vel við niðurstöður Rann- sóknamiðstöðvar ferðamála og eins Hagstofunnar. Að jafnaði eru með- alútgjöld ferðamanns í kringum 15 þúsund krónur á dag. Að þessum forsendum gefnum má ætla að heildarútgjöld ferðamanna til ferða- þjónustuaðila í Sveitarfélaginu Hornafirði hafi verið um 780 millj- ónir kr. í júlí í fyrra. Þá eru ótaldir þeir ferðamenn sem ekki gista, held- ur koma við á ferð sinni annað. Eins sjá fyrirtæki sem ekki eru beinlínis í ferðaþjónustu, svo sem kaupfélög og bensínstöðvar, tugprósenta veltu- aukningu í mánuðinum, samkvæmt Þorvarði. Hundruð milljóna fljót að fara Júlí er stærsti mánuður ársins í ferðaþjónustu og áætlað að dæmi- gert fyrirtæki hafi upp undir 40% árstekna sinna í mánuðinum, meg- inþorrann síðari hluta hans. Það þarf því ekki langvinnar lokanir og afbókanir, sem fylgja í kjölfarið, til þess að ferðaþjónustufyrirtæki verði fyrir verulegum skakkaföllum. Þriðjungsfækkun gistinátta í Sveit- arfélaginu Hornafirði þýddi, svo dæmi sé tekið, ríflega 230 milljóna króna tekjufall. En þá er bara eitt sveitarfélag talið. Í Skaftárhreppi, sem segja má að sé enn meiri „botnlangi“en Horna- fjörður, myndi þriðjungssamdráttur gistinátta í júlí, miðað við áður gefn- ar forsendur, leiða til tekjufalls upp á um 120 milljónir króna. Ferða- þjónustuaðilar í Mýrdalshreppi telja afbókanir hjá sér munu kosta sig hundruð milljóna. Og þannig mætti lengi telja. Morgunblaðið/Eggert Hvert svo? Ferðamenn virða fyrir sér brúarstæðið yfir Múlakvísl. Reynt hefur verið eftir fremsta megni að draga úr áhrifum rofs hringvegarins. Hver dagur drjúgur í júlí  Upp undir 40% gistinátta erlendra ferðamanna á Suðausturlandi í júlí einum  Tekjufall ferðaþjónustu vegna afbókana fljótt talið í hundruðum milljóna Samkvæmt yfir- liti frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) nam inn- vegin mjólk í júní 10,9 milljónum lítra en á sama tíma í fyrra voru 11,2 milljónir lítra innvegnar til afurðastöðvanna eða 2,3% meira. Fyrstu sex mánuði ársins nam framleiðslan 64,3 milljónum lítra en í fyrra nam hún 65,3 milljónum lítra og er framleiðslan núna 1,6% minni en á sama tíma í fyrra. Á vef Landssambands kúabænda segir að þegar litið sé til sölu síðustu 12 mánaða komi fram að salan hafi verið að dragast saman á heildina lit- ið en einstakir vöruflokkar þó verið með söluaukningu, s.s. ostar og duft. Greiðslumarkið nú er 116 milljónir lítra og segir LK ljóst að ef afurða- fyrirtækjunum takist ekki að auka söluna verulega síðustu mánuði árs- ins, þá stefni allt í að skerða þurfi greiðslumark mjólkurinnar. Þessu samhliða er framleiðsla mjólkur á kúabúum landsins töluvert minni það sem af er ári, miðað við árið 2010 og munar 1,4% á milli áranna. Minna er framleitt af mjólkinni Gæti þurft að skerða mjólkurkvótann Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær ís- lenska ríkið af skaðabótakröfu Hannesar Smára- sonar, kaupsýslu- manns. Hannes krafð- ist þess að fá greiddar skaða- bætur vegna kyrrsetningar eigna á síðasta ári. Kyrrsetningin var felld úr gildi eftir að Hæstaréttur dæmdi kyrrsetn- ingu eigna Skarphéðins Berg Stein- arssonar ógilda. Skarphéðinn Berg krafðist einnig skaðabóta, 10 milljóna króna, vegna kyrrsetningar eigna sinna á síðasta ári í tengslum við rannsókn skatt- rannsóknarstjóra. Héraðsdómur hafnaði skaðabóta- kröfunni en Hæstiréttur hefur ekki fjallað um málið. Ríkið sýknað af kröfum Hannesar Hannes Smárason Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is „Þeir fölsuðu miðar sem við gerum upptæka í Landeyjar- höfn munu umsvifalaust vera gerðir upptækir og í fram- haldi af því reynt að rekja þá til þeirra sem seldu þá. Við munum bregðast við af fullum þunga, með því að herða öryggisgæslu í Landeyjarhöfn,“ segir Ólafur William Hand, markaðs- og kynningarstjóri Eimskips, en vitað er til þess að óprúttnir einstaklingar séu að falsa miða um borð í Herjólf til Vestmannaeyja um verslunarmanna- helgina, er Þjóðhátíðin fer fram. Aðspurður út í miðakerfi Herjólfs, segir Ólafur að mið- arnir séu ekki merktir með nafni. Á styttri siglingarleið- um sé ekki þörf á því að merkja miðana með nafni. Hann segir að slíkt kerfi myndi tefja alla afgreiðslu og þyrftu þeir að fækka ferðum ef út í það færi. Ólafur gerir ráð fyrir að Herjólfur muni ferja um og yf- ir 10.000 manns á hátíðina og reiknar hann með að þetta verði fjölmennasta Þjóðhátíðin til þessa. Falsaðir miðar í umferð til Vestmannaeyja  Falsaðir miðar verða umsvifalaust gerðir upptækir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herjólfur Gera ráð fyrir því að ferja um 10.000 manns 52 þúsund gistinætur í Sveitarfé- laginu Hornafirði í júlí í fyrra 15 þúsund kr. meðaltalsútgjöld er- lends ferðamanns á sólarhring til ferðaþjónustuaðila 780 milljónir kr. áætluð heildarútgjöld ferðamanna til ferðaþjónustuaðila á Hornafirði í júlí í fyrra 234 milljóna kr. tekjufall ferðaþjón- ustuaðila miðað við 30% fækkun gistinátta í júlí ‹ MIKLIR HAGSMUNIR › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.