Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 16
16
VEIÐIVÖTN
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hlýnun loftslags undanfarinna ára
hefur haft áhrif í stöðuvötnum, ám
og lækjum landsins. Nýjar tegundir
hafa numið hér land og rutt sér til
rúms á meðan öðrum hefur hnignað.
„Við sjáum breytingar á stofn-
stærð, sérstaklega í bleikjunni. Hún
er að láta undan víða og við höfum
haldið að það geti verið eitthvert
samspil þarna á milli, annaðhvort
vegna samkeppni um fæðu og rými
eða vegna afráns. Sjóbirtingur er
jafnvel líka að fara niður á við, þó
ekki jafn hratt og bleikjan,“ sagði
Sigurður Már Einarsson fiskifræð-
ingur hjá Veiðimálastofnun.
Bleikjan er ekki mjög hitakær
tegund. Sigurður sagði vitað að
stofnstærð bleikju hafi minnkað
verulega á hlýindaskeiðum. Hún láti
þá undan en hitakærari tegundir á
borð við lax komi þá sterkar inn.
„Laxinn er sterkastur af þessum
laxfiskum í hita. Þegar hitnar fer
laxinn upp en bleikjan niður. Út-
breiðslumörk laxins breytast með
hlýnun. Hann fer að veiðast meira á
Vestfjörðum og öðrum kaldari svæð-
um þar sem hann er ekki á kulda-
skeiðum,“ sagði Sigurður.
Djúp dýfa í Borgarfirði
Hann sagði engin dæmi um aðra
eins dýfu og bleikjan hefur tekið, t.d.
í Borgarfirði. „Við höfum ekki séð
svona djúpa sveiflu áður. Það er
nánast ekkert eða mjög lítið af
bleikju þarna,“ sagði Sigurður.
Hann nefndi til dæmis að í kringum
árið 2000 hafi veiðst 4-5 þúsund
bleikjur á hverju ári á vatnasvæði
Hvítár í Borgarfirði. „Ég veit ekki
hvort þær náðu 400 í fyrra. Þetta er
svona,“ sagði Sigurður. Settar hafa
verið veiðitakmarkanir á bleikju á
vatnasvæði Hvítár að hluta til að
vernda bleikjuna. Veiðitíminn í efri
hluta árinnar hefur m.a. verið stytt-
ur í þeim tilgangi. Sigurður segir að
ástand bleikjunnar sé mjög alvarlegt
og valdi mönnum áhyggjum.
Sigurður sagði grun leika á að
flundran eigi þátt í þessu en einnig
fleiri meðvirkandi þættir. Þar má
nefna aukna útbreiðslu lax sem
kunni að ýta bleikjunni í burtu. Sig-
urður lagði áherslu á að samspil
þessara tegunda og umhverfisins sé
flókið.
Sjógenginn urriði, sjóbirtingur, er
að nema ný svæði í ám á Vesturlandi
og Vestfjörðum þar sem sjóbleikja
var áður ríkjandi tegund. Þá er lax
að sækja á í ám þar sem hann var
sjaldgæfur áður, að því er fram kom
í ársskýrslu Veiðimálastofnunar
2010.
Um leið og bleikju hefur fækkað í
mörgum ám þar sem hún var áður
útbreidd þá hefur henni fjölgað inn
til landsins, t.d. í Veiðivötnum sem
liggja hátt. Svo virðist sem henni líði
betur í svölu vatni hálendisins en þar
sem er hlýrra.
Bleikjan hörfar undan hlýindunum
Morgunblaðið/Golli
Bleikja Stofnstærð bleikju hefur minnkað á hlýindaskeiðum. Bleikjan á myndinni veiddist í Fljótaá í Skagafirði.
Bleikjuveiði - samkvæmt veiðiskýrslum í net og á stöng á
vatnasviði Hvítár í Borgarfirði 2001-2010
4000
3500
3000
2500
2000
1500
1000
500
0
20022001 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
Heimild: Veiðimálastofnun
Stangaveiði Netaveiði
Bleikja (Salvelinus alpinus) er
hánorræn tegund með út-
breiðslu um allt norðurhvel
jarðar. Útbreiðsla hennar nær
norðar en nokkurrar annarrar
ferskvatnsfisktegundar, sam-
kvæmt vef Veiðimálastofnunar.
Bleikjan getur lagað sig að
mjög ólíkum aðstæðum og
hrygnt hvort sem er í stöðu-
vötnum eða straumvatni. Ýmist
dvelur hún allan sinn aldur í
ferskvatni og er þá staðbundin
eða hún dvelur í ferskvatni
fyrstu árin en gengur svo til
sjávar yfir sumarið og aftur í
ferskvatn þegar sumri hallar og
kallast þá sjóbleikja.
Bleikjan er til í mörgum af-
brigðum og lagar hún sig mjög
að umhverfi sínu. Bleikjan í
Þingvallavatni er eitt frægasta
dæmið um slíka aðlögun en í
vatninu má finna fjögur afbrigði
bleikju.
„Það er murtan sem lifir á
svifi, dvergbleikja sem lifir í
gjótum og sprungum í hraun-
inu, sílableikja sem er stærri og
lifir á fiski og að síðustu kuð-
ungableikja sem er aðlöguð að
áti af botni,“ segir á vef Veiði-
málastofnunar.
Bleikjan
ÓLÍKIR BLEIKJUSTOFNAR
Murta Eitt afbrigði bleikju.
Nýlegur landnemi í veiðivötnum
landsins er flatfiskurinn flundra eða
ósakoli (Platichthys flesus). Hún
veiddist hér fyrst í Ölfusárósi í sept-
ember 1999. Fram að því höfðu
norðurmörk tegundarinnar verið við
Færeyjar. Flundran fór að hrygna
hér og er nú orðin útbreidd við allt
Suður- og Vesturland, á Vest-
fjörðum og farin að finnast á Norð-
urlandi. Landnámi hennar er líklega
ekki lokið að mati fiskifræðinga
Veiðimálastofnunar.
„Áhugi okkar á Veiðimálastofnun
á flundru er aðallega vegna þess að
hún er að vaða inn í ferskvatnið og
er mjög þétt á mörgum ósasvæðum
þar sem laxfiskar okkar nýta sömu
svæðin,“ sagði Sigurður Már Ein-
arsson, fiskifræðingur á Veiðimála-
stofnun. Hann sagði talið líklegt að
flundran sé í samkeppni við silung
um fæðu bæði neðst í ánum og í sjó.
Flundran undir smásjánni
Nýlega hófst rannsókn á lífs-
háttum flundru hér við land. Um er
að ræða meistaraverkefni Ásgeirs
Valdimars Hlinasonar við Landbún-
aðarháskóla Íslands. Leiðbeinandi
hans er Sigurður Már Einarsson,
fiskifræðingur.
Tekin voru sýni úr magainnihaldi
flundra í Borgarfirði í fyrra en úr-
vinnslu þeirra er ekki lokið. Þó er
ljóst að fæðuval flundrunnar er mjög
breitt. „Þá kom í ljós að hún er gráð-
ug og hefur fjölbreytt fæðuval. Hún
étur m.a. bogkrabba og ég hef séð
hana taka laxaseiði og fleira,“
sagði Sigurður.
Ásgeir Valdimar sagði að
svo virðist sem flundran éti nær
allt sem að kjafti kemur, hvort sem
það er krabbi, marfló eða síli. „Hún
virðist ekki vera matvönd,“ sagði
Ásgeir.
Hann sagði nokkuð ljóst að
flundran hafi komið hingað vegna
þess að skilyrðin fyrir hana hafi
batnað með hlýnun. Ekki er vitað
hvernig flundran barst en líklegt er
talið að hún hafi borist frá Fær-
eyjum. Hrognin eru sviflæg og kann
hún að hafa borist með kjölfestu-
vatni skipa. Hún heldur sig fyrst og
fremst í ósum en hrygnir í sjónum
og getur haldið sig í ferskvatni, jafn-
vel allt árið. Flundra á fyrsta ári hef-
ur t.d. fundist bæði í nóvember og
maí.
Ásgeir hefur sent spurningalista
til veiðifélaga um allt land til að
kanna útbreiðslu flundru. Þar er
m.a. spurt hvort og þá hvenær
flundra hafi fundist á þeirra svæði
og um fjölda og stærð fiskanna sem
veiðst hafa. Hann sagði nokkur svör
hafa borist en ekki nærri nógu mörg
til þess að hægt sé að kortleggja
landnám flundrunnar til fullnustu.
Ásgeir lagði áherslu á mikilvægi
þess að veiðifélögin svari spurning-
unum svo hægt sé að átta sig á út-
breiðslu flundrunnar.
Landnám flundrunnar hefur
stöðugt stækkað frá 1999
Þekkt landnám flundru á Íslandi 1999-2010
Gufudalsá 2003
Norðurfjörður 2005
Vatnasvæði Lýsu 2010
Ölfusá 1999
Stöðvará 2005
Morgunblaðið/Einar Falur
Flundra Þessi veiddist í Hlíðarvatni.
Sæsteinsuga (Petromyzon mar-
inus) hefur lagst á laxfiska hér
við land á undanförnum árum.
Fyrsta staðfesta dæmið um
steinsugusár á laxfiski hér á
landi sást á sjóbirtingum í Kúða-
fljóti í Vestur-Skaftafellsýslu
haustið 2006. Síðar sama haust
bárust fréttir af svipuðum sárum
á sjóbirtingum úr öðrum nálæg-
um ám, en aðallega á vatnasvæði
Kúðafljóts. Allt að 80% af afla
veiðimanna í Kúðafljóti báru
merki steinsugusára þetta haust.
Sæsteinsugan er frumstæður
sníkjufiskur af flokki hring-
munna. Hún getur orðið rúmur
metri að lengd. Sæsteinsugan
leggst frekar á stóra fiska, t.d.
stóra sjóbirtinga, en smáa fiska.
Hún sýgur sig fasta við fiskana
og sýgur úr þeim næringu.
Veiðimálastofnun telur mögu-
legt að sæsteinsugan hrygni hér
með hlýnandi veðurfari en hún
hrygnir í fersku vatni. Lirfur sæ-
steinsuganna gefa frá sér ákveð-
ið hormón þar sem þær alast upp
í ferskvatninu. Kynþroska sæ-
steinsugur renna á lyktina til að
finna hentugan hrygningarstað.
Leit að steinsuguseiðum í ám
sunnanlands hefur ekki borið ár-
angur til þessa. Enn verður farið
til leitar í ágúst næstkomandi og
leitað á nýjum stöðum.
Benóný Jónsson, líffræðingur
hjá Veiðimálastofnun, hefur
rannsakað lífríki ferskvatns og
greindi fyrstur frá sárum af
völdum sæsteinsugu á sjóbirt-
ingum hér á landi. Hann sagði að
það sem af er sumri hafi ekki
orðið vart við sæsteinsugu og
það sé eðlilegt. Sár eftir hana
hafi einkum sést á sjóbirtingi og
hann sé ekki farinn að veiðast.
Þetta sjáist frekar þegar líði á
haustið. Steinsugusár hafa sést á
laxi aðallega á Suðvesturlandi.
Sæsteinsuga
leggst á laxfiskana
Flundra (Platichthys flesus) eða ósakoli er flatfiskur og af kolaætt. Hún
líkist mest skarkola og sandkola. Flundran þekkist frá þessum tegundum
á því að meðfram bak- og raufarugga og rákinni eru smá-beinkörtur.
Heimkynni flundru eru með ströndum Evrópu frá Marokkó til Færeyja og
allt norður á Kólaskaga, samkvæmt vef Veiðimálastofnunar.
Flundran lifir bæði í söltu vatni, ísöltu og fersku. Hún
heldur sig gjarnan neðst í vatnakerfum,
sérstaklega ungviðið, en annars við
strendur. Í sjónum heldur hún sig við
botn frá fjöruborði og allt niður á 100
metra dýpi og hrygnir alltaf í sjó. Á
sumrin heldur flundran sig gjarnan í og við árósa og
getur gengið upp í ár og læki.
Flundra
ÓSAKOLINN LIFIR BÆÐI Í FERSKU VATNI, ÍSÖLTU OG SÖLTU
Hamskipti lífríkis og landslags
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011