Morgunblaðið - 14.07.2011, Page 22

Morgunblaðið - 14.07.2011, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 „Kaffihúsið er í suðurstofunni þar sem kaffið var drukkið og afi lagði sig á bedda. Þar hefur ekki verið selt kaffi fyrr en núna,“ segir Jón- ína Jóhannesdóttir sem rekur kaffi- hús með Auðuni syni sínum í íbúð- arhúsinu á Illugastöðum á Vatnsnesi. Á jörðinni hefur verið komið upp aðstöðu til selaskoðunar. Jónína og Guðmundur bróðir hennar eiga jörðina Illugastaði sem er þekkt í sögunni vegna þess að þar urðu þeir atburðir sem leiddu til síðustu aftöku á Íslandi. Natan Ket- ilsson og Pétur Jónsson voru myrtir þar 1828 og Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir síðar dæmd fyrir þann verknað og hálshöggvin við Þrístapa. Guðmundur og Jónína eru afkom- endur Guðmundar, bróður Natans, sem fenginn var til að höggva Agnesi og Friðrik. Þau búa bæði á Hvammstanga og ekki hefur verið föst búseta um skeið á bænum. Þau eru þó með fé og sinna hlunnindum, meðal annars æðarvarpi, auk ferða- þjónustunnar. Selaskoðunarhús á Lagnaðarhöfða Guðmundur og Jónína tóku þátt í stofnun Selaseturs Íslands og er Guðmundur stjórnarformaður. Hindisvík var lokað og áhugamenn voru að velta því fyrir sér hvar hægt væri að skoða seli. Ákveðið var að koma upp snyrtiaðstöðu á Ill- ugastöðum og gera níu hundruð metra langan göngustíg meðfram ströndinni. Nú hefur verið byggt selaskoðunarhús á Lagnaðarhöfða, á móti skerjum sem selurinn heldur sig mikið á, og þar eru sjónaukar sem fólk getur notað. Teljari á göngustígnum sýnir að á tólfta þúsund gestir fóru um stíginn á síðasta ári. Þá eru tjaldsvæðin talsvert notuð. „Við fórum að velta því fyrir okk- ur hvað hægt væri að gera fyrir ferðafólkið og fórum út í það að losa stofu og koma þar upp kaffihúsi,“ segir Jónína. Fjögur borð eru í suð- urstofunni og geta sextán til tuttugu manns drukkið þar kaffi í einu. Stundum koma stærri hópar og þá er reynt að leysa málin á annan hátt. Margir ganga inn í norðurstofuna sem var gestastofa heimilisins. Þar eru gamlar myndir og munir úr eigu fjölskyldunnar, frá afa og ömmu Jónínu og foreldrum hennar. Sumt er óhreyft frá því afi hennar og amma bjuggu á Illugastöðum. „Það finnst sumum merkilegt að koma hingað inn og aðeins hefur borið við að gestir hafi spurt um gistingu,“ segir Jónína. Hún segir að ekki sé aðstaða til að bjóða gistingu í hús- inu. Alltaf sést selur Illugastaðahúsið var byggt 1927 af Guðmundi Arasyni, afa Jónínu. Síðar bjó Auðbjörg dóttir hans í húsinu og maður hennar, Jóhannes Guðmundsson, frá Syðri-Þverá. Ekki sjást rústir bæjar Natans en hluti torfhlaðinna veggja gamla bæjarins sem Guðmundur Ketilsson byggði stendur uppi. Jóhannes var mikið náttúrubarn. Hann safnaði eggjum og lét stoppa upp fugla. Hluti af safni hans er í stofunni á Illugastöðum. Gestirnir koma flestir til að skoða selinn en einnig fugla. „Útlending- arnir eru heillaðir af náttúrunni,“ segir Jónína. Þeir fara ekki erindis- leysu að Illugastöðum því yfirleitt er hægt að sjá sel af Lagnaðar- höfða. „Það er ekki nema í kolvit- lausu brimi sem hann hverfur.“ helgi@mbl.is Finnst gaman að skoða stofuna  Á tólfta þúsund manns skoða seli á Illugastöðum á Vatnsnesi  Kaffihús á sögufrægum stað Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Norðurstofan Gestastofan á Illugastöðum geymir mikla sögu. Þar eru mun- ir úr heimili foreldra Jónínu Jóhannesdóttur og afa hennar og ömmu. „Það er mikill hugur í mönnum að byggja frekar upp ferðaþjónustuna á svæðinu. Til þess að svo megi verða þurfa allir að vera samstiga. Hug- myndin er að koma á betra sambandi við söluaðila í Reykjavík um mark- aðssetningu,“ segir Vignir og telur að aukin viðskipti geti orðið til þess að auka tekjur Selasetursins og gera reksturinn sjálfbæran. Unnið hefur verið að standsetn- ingu nýs húsnæðis sem Selasetrið hefur tekið á leigu, Gærukjallarans sem svo er nefndur. Þangað fara fræðslusýningin og upplýsinga- miðstöðin. Einnig rannsóknaraðstaða fyrir vísindamenn setursins. Þessa dagana er verið að flytja sýningarmunina í nýja setrið. Þeim verður stillt upp á nýjan hátt og fleiri munum og ljósmyndum bætt við. Meðal annars er í athugun að setja þar upp gamlan bát sem notaður var til selveiða og veiðibúnað. Glerveggur verður á milli sýningarinnar og rann- sóknaraðstöðunnar þannig að gestir Selasetursins geta fylgst með vís- indamönnum að störfum. Þá verður minjagripaverslun í upp- lýsingamiðstöðinni. Ekki hefur verið ákveðið með notk- un húsnæðisins sem losnar í húsi VSP en skrifstofurnar verða þar áfram. Vignir bindur miklar vonir við að nýja sýningin verði lyftistöng fyrir starfið. Mikilvægur vinnustaður Selasetrið er mikilvægur vinnu- staður á Hvammstanga, þótt ekki sé hann fjölmennur. Vignir er eini fasti starfsmaður Selaseturs Íslands en starfsmenn eru ráðnir í upplýsinga- miðstöðina á sumrin. Þá eru tveir starfsmenn í rannsóknardeildinni allt árið en nokkrir starfsmenn og rann- sóknarnemar koma til liðs við þá á sumrin. „Hvert einasta starf skiptir máli á litlum stöðum. Það er mikill hugur í sveitarstjórninni að halda áfram upp- byggingunni,“ segir Vignir. Fólk vill nálgast selina  Selasetur Íslands er miðpunkturinn í uppbyggingu ferðaþjónustu á Vatnsnesi  Gestir geta fylgst með vísindamönnum að störfum á nýrri fræðslusýningu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Selaskoðun Þúsundir gesta ganga niður á Lagnaðarhöfða á Illugastöðum á Vatnsnesi til að skoða seli sem flat- maga á skerjum þar úti fyrir. Selaskoðunarbyrgið stendur ferðafólki opið ásamt sjónaukum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stjórnendur Sandra M. Granquist atferlisfræðingur og Vignir Skúlason framkvæmdastjóri hugsa alla daga um seli og ferðafólk. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Byggð hefur verið upp ferðaþjón- usta í kringum selinn á Vatnsnesi. Fræðslusýning Selaseturs Íslands á Hvammstanga og rannsóknir á veg- um þess eru mikilvægir þættir í því. Nú er verið að endurnýja fræðslu- sýningu í nýju og rúmbetra húsnæði. Selurinn hefur lengi dregið ferða- fólk að Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Hægt hefur verið að fylgjast með selum á nokkrum stöðum. Hindisvík var vinsælasti staðurinn, á meðan ferðafólk mátti ganga þar um, enda hefur selalátrið þar verið friðað frá því upp úr 1940. Þrír selaskoðunarstaðir Áhugafólk um sjálfbæra ferða- þjónustu stofnaði Selasetur Íslands fyrir sex árum og ári síðar var opnuð fræðslusýning um seli í húsi Versl- unar Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. Þar er jafnframt upplýsingaþjónusta. Hefur þessi starfsemi orðið til að lyfta undir ferðaþjónustu í kringum selinn. Nú eru þrír merktir selaskoð- unarstaðir á Vatnsnesi auk þess sem bátur er gerður út til selaskoðunar frá Hvammstanga. Selaskoðunar- staðirnir eru Svalbarð og Illuga- staðir á vestanverðu Vatnsnesi og Ósar á austanverðu nesinu. Hins vegar hafa landeigendur í Hindisvík bannað umferð ferðafólks að sela- látri þar. Þótt selirnir séu miðpunkt- urinn, af því þá er ekki hægt að skoða þá hvar sem er á landinu, er Vatnsnesið áhugaverður staður til fuglaskoðunar og almennrar nátt- úruupplifunar. Þróa sérstakar ferðir „Hér eru fjölmörg tækifæri,“ seg- ir Vignir Skúlason sem nýlega tók við starfi framkvæmdastjóra Sela- seturs Íslands. Hann bendir á að tugir þúsunda ferðamanna fari Vatnsneshringinn á hverju sumri. „Ferðafólk vill fá þjónustu, ferðir með leiðsögn, og við munum þróa ferðapakka til að bjóða. Það er lang- tímaverkefni,“ segir Vignir sem tel- ur að auka megi viðskiptin með því að halda betur utan um mögu- leikana. „Það skiptir máli hvernig ferða- menn haga sér við selaskoðun. Ró- legri ferðamenn hafa minni áhrif á selinn,“ segir Sandra M. Granquist, atferlisfræðingur á rannsóknar- deild Selaseturs Íslands. Rann- sóknir á áhrifum fjölgunar ferða- fólks á fjölda sela í látrum og hegðun þeirra eru liður í norrænu samstarfsverkefni, The Wild North, þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra þróun náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Hægt er að sjá útsel á Vatnsnesi en landselurinn er mun algengari. Selirnir liggja gjarnan uppi á fjöru, leita fæðu á flóði. Yfirleitt liggja þeir uppi á skerjum eða í hæfilegri fjarlægð frá ferðafólki. Dæmi eru um að fólk sé að hrópa og jafnvel kasta grjóti til að fá þá til að líta upp. Sandra segir að þá séu allir á varðbergi og hvílist ekki. „Ég trúi ekki öðru en fólk vilji al- mennt sjá selinn í sínu náttúrulega umhverfi. Þá er best að vera róleg- ur. Allt öðru máli gegnir um kópana sem synda til okkar, til að forvitnast,“ segir Sandra og bætir því við að rannsóknirnar séu mikil- vægur liður í því að hægt sé að bjóða selaskoðun í framtíðinni, ekki einungis í fáein ár. Rannsóknardeildin hefur gefið út ráðgefandi reglur um hegðun ferðafólks á selaslóð og starfs- reglur fyrir fyrirtækin sem vinna í þessari grein. Rannsóknardeildin vinnur í sam- vinnu við Veiðimálastofnun og Há- skólann á Hólum. Meðal annars er unnið að almennum rannsóknum á líffræði sela. Stofnstærð selsins hefur verið metin út frá talningum á Vatnsnesi og í sumar verður reynt að meta stærð stofnsins á öllu landinu. Vitað er að selurinn étur lax og kemur sér stundum fyrir við árósa. Er það ekki vel séð af veiðiréttar- eigendum og veiðimönnum. Sandra segir að vantað hafi upplýs- ingar um raunveruleg áhrif selsins á laxfiska og er nú unnið að slíkri rannsókn. Athuguð er viðvera sela við ósasvæði í Húnaþingi vestra með því festa á þá útvarpsmerki. Einnig er reynt að athuga hvað lax er mikill hluti fæðu þeirra. „Þegar við vitum hver raunveru- leg staða málsins er, getum við vonandi komið með lausnir sem all- ir geta sætt sig við,“ segir Sandra. Bannað að vera með læti við selaskoðun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.