Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011
Gráða & feta ostateningar henta
vel í kartöflusalatið, á pítsuna,
í sósuna, salatið, ofnréttinn og
á smáréttabakkann.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
ms.is
Gráða & feta
ostateningar í olíu
Nýtt
Hin fjölhæfa söngkona Ragnheið-
ur Gröndal heldur í stutta tón-
leikaferð um Norðurland ásamt
djasshljómsveit bróður síns Hauks
Gröndal. Á ferðinni um Norður-
land munu þau leika á nokkrum
stöðum og byrja þau á því að
troða upp í Deiglunni á Lista-
sumri á Akureyri í kvöld kl. 21:30.
Á föstudag og laugardag, 15. og
16. júlí, leika þau í Gamla Bænum,
Hótel Reynihlíð við Mývatn. Báðir
tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og á
sunnudagskvöldið 17. júlí koma
þau fram á Gamla Bauk á Húsavík
kl. 21:00.
Systkinin Ragnheiður og Hauk-
ur hafa unnið mikið saman í gegn-
um tíðina og má heyra samvinnu
þeirra hljóma á plötum þeirra
beggja. Ragnheiður Gröndal hefur
gefið út sex sólóplötur og er nú
orðin ein ástsælasta söngkona
landsins. Með systkinunum leika
þeir Ásgeir Ásgeirsson á gítar,
Þorgrímur Jónsson á kontrabassa
og Pétur Grétarsson á trommur.
Syngjandi ferðast Ragnheiður
Gröndal um Norðurland
Syngur ásamt jazzhljómsveit bróður síns Hauks Gröndal
Koma fram í Deiglunni á Listasumri á Akureyri í kvöld
Ljúf Ragnheiður Gröndal hefur sungið sig inn í hug og hjörtu Íslendinga.
Kraumur tónlistarsjóður úthlutaði í
gær styrk til verkefna íslenskra
listamanna og hljómsveita sem taka
þátt í Innrás Kraums 2011. Þeir
sem hlutu stuðning Kraums eru
Hallveig Rúnarsdóttir og Ferrit
Schuil, hljómsveitirnar Valdimar,
Ghostigital og Captain Fufano,
Frelsissveit Nýja Íslands sem mun
leika á djasshátíð og Skálmöld sem
eru nú staddir í Færeyjum til þess
að spila á G-festival. Tónleikaferðin
Partíþokan hlýtur hæsta styrkinn
að þessu sinni en verkefnið er hug-
arfóstur Svavars Péturs Eysteins-
sonar sem fer fyrir hljómsveitinni
Prinspóló. Með í för verða FM Bel-
fast, Borko og Sin Fang auk Prins-
póló.
Markmið Innrásarinnar og
Kraums er að hvetja listamenn og
hljómsveitir til tónleikahalds innan-
lands, koma sér á framfæri víðar en
á höfuðborgarsvæðinu og efla tón-
listarlíf á landsbyggðinni. Sjóður-
inn var settur á laggirnar í upphafi
árs 2008 og hafa í kringum 80
hljómsveitir og listamenn fengið
stuðning úr sjóðnum.
Tvær milljónir
til íslenskrar
tónlistar
Forsprakki Svavar Pétur í Prinspóló.
Í Morgunblaðinu í gær birtist grein
í Daglegu lífi þar sem gerð var
grein fyrir heppilegu lesefni fyrir
hinar ýmsu manngerðir til að lesa í
sumarfríinu. Ein af þeim bókum
sem mælt var með er bókin Óska-
barn: Bókin um Jón Sigurðsson. Því
miður gleymdist þar að nafngreina
höfund bókarinnar. Höfundur er að
sjálfsögðu Brynhildur Þórarins-
dóttir og kom bókin út 17. júní síð-
astliðinn.
Við biðjumst velvirðingar á þess-
um mistökum.
Leiðrétting á grein um
heppilegt lesefni