Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
„Ég sá þarna slasað fólk liggja fyrir
utan, annað fólk að hjúkra því og
glerbrot út um allt, enda höfðu fleiri
hundruð rúður sprungið í þessu
ráðuneyti,“ segir Jakob Rögnvalds-
son, sem var um 300 metra frá
sprengingunni í miðbæ Óslóar í gær.
Í gær voru sjö dauðsföll staðfest af
völdum sprengingarinnar.
Fann höggbylgjuna koma
Jakob var þá í vinnunni, hjá sjón-
varpsstöðinni Viasat, á annarri hæð í
nálægu húsi. „Svo sat maður við tölv-
una og heyrði allt í einu þessa
sprengingu og fann svo þegar höggið
kom, fann alveg bylgjuna fara í
gegnum mig,“ segir hann. Því næst
hljóp hann út á götu og að ráðuneyt-
inu. Ég sá þá að allar rúður í öllum
búðum á fyrstu hæð húsanna við göt-
una voru brotnar. Þegar ég kom nær
gerði ég mér grein fyrir hvað hafði
gerst.“ Jakob var nokkra stund að
átta sig en fljótlega ákvað hann að
fara aftur í vinnuna þar sem starfs-
fólki var ráðlagt að fara ofan í kjall-
ara af ótta við frekari sprengingar.
Stórslasað fólk kom út
Jakob kveðst aðspurður ekki hafa
séð látið fólk fyrir utan húsið en seg-
ir að starfsfélagar hans sem voru
lengur á staðnum hafi séð fjölmargt
fólk koma út úr húsinu stórslasað
eftir glerbrot og brak. Jakob segir
alla í áfalli og ekki sé rætt um neitt
annað. „Maður er bara ennþá í
sjokki,“ segir Jakob.
„Er bara ennþá í sjokki“
Jakob Rögnvaldsson var 300 metra frá sprengjunni þegar hún sprakk
Fólk á vinnustaðnum var sent niður í kjallara af ótta við frekari sprengingar
Reuters
Öngþveiti Alger ringulreið ríkti í miðborg Óslóar eftir sprenginguna.
Það var varla þverfótað fyrir asparfrjói við Al-
þingishúsið þegar ljósmyndari Morgunblaðsins
átti leið þar um. En þó asparfrjóið sé áberandi
hefur fólk yfirleitt ekki ofnæmi fyrir því. Al-
gengast er að Íslendingar hafi ofnæmi fyrir
grasfrjói, en þessa dagana er mest um frjó vall-
arfoxgrass. Á vef Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands, ni.is, er haldið utan um mælingar á magni
gras- og birkifrjós í Reykjavík og á Akureyri.
Frjókornadrífa á Austurvelli
Morgunblaðið/Ómar
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
„Mér finnst þetta alveg afleitt,“ segir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, um
þau ummæli Steingríms J. Sigfús-
sonar fjármálaráðherra í morgunút-
varpi RÚV í gær, að ekki sé hægt að
útiloka meiri skattahækkanir í bar-
áttunni við hallann á rekstri ríkisins
á næsta ári.
Sigmundur segir þegar komið í
ljós að skattahækkanir í kreppunni
hafi ekki skilað þeim tekjum í ríkis-
sjóð sem vonast var eftir, en þess í
stað haldið aftur af fjárfestingum.
„En það er líka óvissan sem ríkis-
stjórnin viðheldur stöðugt,“ segir
Sigmundur. Sífellt sé verið að hræra
í skattkerfinu og það tvennt sem fyr-
irtæki sem íhugi fjárfestingar nefni
sem hindranir séu óvissa um orku og
óvissa um skattkerfið. „Það virðist
vera að menn ætli að viðhalda þeirri
óvissu og óvissa er verst af öllu,“ seg-
ir hann.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir að sam-
drátturinn frá 2008 hafi verið meiri
en ella, m.a. vegna skattahækkunar-
stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann seg-
ir vel hægt að útiloka frekari hækk-
anir. „Já, já, það þarf að gera meira
en að lofa því að hækka ekki skatta.
Það þarf að vinda ofan af skatta-
hækkunum sem hafa þegar átt sér
stað.“ Íslendingar eigi allt undir því
að auka umsvifin í hagkerfinu.
Afleitt að viðhalda óvissu
um skattkerfið enn lengur
„Það þarf að vinda ofan af skattahækkunum“
Bjarni
Benediktsson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Reykjavíkurborg mun áfrýja dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur í máli
Brimborgar ehf. gegn borginni.
Héraðsdómur féllst á þá kröfu Brim-
borgar að Reykjavíkurborg endur-
greiddi fyrirtækinu gjöld sem
greidd höfðu verið í tengslum við út-
hlutun atvinnulóðar, gegn því að lóð-
inni yrði skilað. Dómurinn mat það
svo að Brimborg hefði haft rétt-
mætar væntingar, í ljósi sögunnar,
um að mögulegt væri að skila lóðinni
gegn endurgreiðslu. Umræddri lóð
hafði áður verið úthlutað og henni
skilað gegn endurgreiðslu.
Hæstiréttur hefur áður snúið fjór-
um sambærilegum málum borginni í
hag, en í málinu sem nú er áfrýjað
voru hins vegar lögð fram ítarlegri
gögn um það hvernig staðið hefur
verið að móttöku skilalóða hjá borg-
inni. Gögnin renndu stoðum undir
kröfu Brimborgar. Þrátt fyrir ítrek-
aðar umleitanir þeirra sem fóru með
mál sín fyrir Hæstarétt var ekki fall-
ist á að þessi sömu gögn yrðu tekin
til greina við meðferð málanna, en
frestur til að leggja þau fram var
runninn út.
einarorn@mbl.is
Áfrýjar
Brimborg-
ardómi
Lóðaskilamál aftur
á borð Hæstaréttar
enn meiri
verdlaekkun
20 30 40 50 60 70
á sumarvörum á útsölunni
„Við fylgjumst
náið með fram-
vindu mála,
bæði lögreglan
og utanríkis-
ráðuneytið,“
segir Ögmundur
Jónasson innan-
ríkisráðherra,
aðspurður hvort
gripið verði til einhverra varúðar-
ráðstafana hér á landi í kjölfar
hryðjuverkaárásanna á Noreg í
gær.
„Ég hef rætt við utanríkis-
ráðherra sem hefur svo aftur
rætt við norska sendiherrann,“
segir Ögmundur. Hann segir að
íslensk stjórnvöld séu í þeirri
stöðu núna að fylgjast með
stöðu mála í Noregi af yfirvegun.
Fylgjast með
af yfirvegun
INNANRÍKISRÁÐHERRA
Ögmundur
Jónasson