Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 22
ÚR BÆJARLÍFINU Albert Eymundsson Hornafjörður Listasafn Hornafjarðar opnaði nýjan sýningarsal við hátíðlega at- höfn á dögunum. Salurinn er til húsa í gömlu slökkvistöðinni sem öll hefur verið endurbyggð á smekklegan hátt. Opnunarsýningin var helguð verkum Hornfirðingsins Svavars Guðnasonar. Stefnt er að því að sýn- ingar verði á verkum hans á sumrin en yfir vetrartímann verði lögð áhersla á fjölbreytta dagskrá inn- lendra og erlendra listamanna.    Svavar Guðnason fór til Kaup- mannahafnar til að forframa sig frekar á listasviðinu og kynntist þar konu sinni, Ástu Eiríksdóttur frá Borgarfirði eystra. Eftir andlát Svavars lagði Ásta mikla áherslu á að verkum hans yrði sýndur sómi og gaf Listasafni Hornafjarðar fjölda verka. Jafnframt hefur safnið fengið verk eftir Svavar að gjöf frá gömlum vinum þeirra hjóna.    Ástustofa verður sérstakur hluti af Listasafni Hornafjarðar. Þar verður m.a. að finna upplýsingar um listamanninn og munir úr eigu þeirra Svavars og Ástu en safninu bárust höfðinglegar g9jafir úr dán- arbúi þeirra hjóna þegar Ásta lést árið 2008.    Humarhátíðin heppnaðist vel og mikið líf var í bænum þrátt fyrir vætusama tíð. Mikið framboð var á afþreyingu og góð aðsókn að öllum viðburðum.    Golfklúbbur Hornafjarðar fagnar 40 ára afmæli í ár. Af því til- efni verður opið afmælismót helgina 12. og 13. ágúst, forgjafarmót fyrri daginn en „Texas Scramble“ þann seinni.    Gott atvinnuástand hefur ver- ið í sveitarfélaginu að undanförnu bæði til sjós og lands. Góður afli hef- ur verið hjá flestum bátum og unnið á vöktum allan sólarhringinn í fisk- vinnslunni. Ferðaþjónustan eflist frá ári til árs (þrátt fyrir hremmingar vegna náttúruhamfara) og kallar alltaf eftir meira vinnuafli sem kem- ur sér vel fyrir skólafólk. Svavarssýning og Ástustofa Morgunblaðið/ Albert Eymundsson Opnun safna Björg Erlingsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Ólöf Stefánsdóttir og Karl Ómar Jónsson. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 Hátíð Harmonikuunnendur koma saman. Á morgun, sunnudag, verður hin ár- lega harmonikuhátíð haldin í Árbæj- arsafni. Dagskráin er að vanda veg- leg, þar má nefna Karl Jónatansson ásamt Neistum og stórsveit frá Harmonikufélaginu Hljómi. Einnig Sigurð Alfonsson, Reyni Jónasson, Grétar Geirsson, Jónu Einarsdóttur, Gunnar Kvaran, Hrein Vilhjálmsson og Þór Halldórsson auk fleiri hópa og einleikara. Dagskráin hefst kl. 13:00 og lýkur með sameiginlegum tónleikum í lok dags. Harmonikuhátíð Góðgerðarfélagið „Á allra vörum“ stendur fyrir sinni fjórðu lands- söfnun. Félagið velur árlega eitt verkefni til að styrkja og hefur m.a. safnað fyrir SKB, Ljósið og Krabbameinsfélag Íslands. Í ár beinir „Á allra vörum“ kast- ljósinu að Neistanum og málefnum hjartveikra barna, en um 70 börn greinast árlega með hjartagalla. Sérstakt hjartatæki fyrir börn á Barnaspítala Hringsins er nú komið til ára sinna og er veruleg vöntun á endurnýjun. Það sé ljóst að með endurnýjuðu tæki megi spara pen- inga og bjarga mannslífum. Átakið hefst þann 12. ágúst nk. og þá með sölu á varaglossum frá Dior. Tveir nýir litir verða í boði og fást þeir hjá viðurkenndum Dior snyrtivöruverslunum um land allt. Einnig verður hægt að panta gloss hjá Neistanum, Síðumúla 6. Auk þess er konukvöld fyr- irhugað í Kringlunni þann 18. ágúst þar sem kennir ýmissa grasa. m.a. verða tilboð í verslunum og ýmsar kynningar auk þess sem lands- þekktir skemmtikraftar láta sjá sig. Átakinu lýkur svo þann 26. ágúst með landssöfnun í sjónvarpi í beinni útsendingu á Skjá Einum. Morgunblaðið/Ernir Á allra vörum Í fyrra naut Ljósið góðs af söfnuninni Á allra vörum. Þá keypti Dorrit Mo- ussaieff fyrsta glossið og málaði varir Ernu Magnúsdóttur, forstöðumanns Ljóssins. Landssöfnun fyrir hjartveik börn Nú í sumar tók við ný stjórn hjá SÍA, Samtökum íslenskra auglýs- ingastofa. Stjórn samtakanna er að þessu sinni skipuð þeim Ragnari Gunn- arssyni, framkvæmdastjóra Fiton sem er formaður, Valgeiri Magn- ússyni, framkvæmdastjóra Pipar/ TBWA, og Hjalta Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Íslensku auglýs- ingastofunnar. Í samtökunum eru allar stærstu auglýsingastofur landsins og starfa samtökin á faglegum grunni, segir í tilkynningu frá samtökunum. Meðal verkefna nýrrar stjórnar er að innleiða nýjar siðareglur auglýsenda, en þær gömlu voru gerðar árið 1985 og eru orðnar úreltar. Önnur verkefni er að halda utan um siðanefnd, vinna með stjórn- völdum að námsefni um auglýs- ingalæsi ásamt því að efla fagleg- an grunn auglýsingafagsins og standa að árshátíð auglýsingafólks sem er ávallt haldin í október ár hvert, segir í tilkynningunni. Ný stjórn hjá sam- tökum auglýsenda Í dag ætlar hópurinn Mako Mar í samstarfi við verslunareigendur, veitingastaði, kaffihús, sam- tök og aðra að standa fyrir götuveislu á göngu- götunni við Laugaveg. Margt verður um að vera en dagskrá hefst um hádegisbil með flóamark- aði, en svo taka við fjölmargar uppákomur með upplestri, harmónikuleik, salsadansi, söng og ljóðum. Meðal listamanna sem leggja fram krafta sína í götuveislunni eru Hugleikur Dags- son, söngkonan Bryndís Ásmunds og gítarleik- arinn Franz Gunnarsson, félagar í hljómsveit- inni Ásjón og reggae-spilarar sem verða með tónleika í Hjartagarðinum. Götuveislan á Laugavegi er liður í tilraunaverkefninu Torg í biðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar sem gengur út á að endurhanna og skapa líf á torgum og götum miðborgarinnar, segir til í fréttatilkynningu frá Reykja- víkurborg. Götuveisla á Laugavegi í dag Líf og fjör á göngugötunni við Laugaveg. Rösklega tólf þúsund farþegar flugu með Iceland Express frá London Gatwick í júní síðast- liðnum, segir í tilkynningu frá fyr- irtækinu. Það er fimmtíu prósenta aukning frá fyrra mánuði og fjöru- tíu og fjögurra prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Aldrei hafa jafnmargir farþegar flogið með Iceland Express í einum mánuði frá London, segir enn- fremur í tilkynningunni og er þar vitnað til nýrrar skýrslu frá bresk- um flugmálayfirvöldum, CAA. Aldrei fleiri flogið STUTT Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Til stendur að veiða makríl í gildrur í Gunnólfsvík í Bakkaflóa. Ísfélagið á Þórshöfn hefur fengið fimm millj- óna króna styrk frá iðnaðarráðu- neytinu til verkefnisins. Verkefn- isstjórinn segir markmiðið að framleiða verðmætari vöru úr mak- rílnum. Styrkurinn er háður þeim skilyrðum að hugmyndin komi til framkvæmda. Fjölmargir veiðirétt- hafar við Bakkaflóa hafa lýst yfir áhyggjum af gildruverkefninu og óttast slæm áhrif á laxagengd. Hefur gefist vel í Kanada „Við ætlum að kanna hvort hægt sé að veiða makrílinn í gildrur þegar hann er feitastur og gera þannig meiri verðmæti úr honum,“ segir Jóhann Jónsson, verkefna- stjóri hjá Ísfélaginu. Hann segir til- raunir þegar hafnar en verkefnið sé þó að mestu á hugmyndastigi. Jóhann segir hugmyndina að makrílveiðum í gildrur sótta til Nova-Scotia í Kanada. Þar hafi veiðarnar skilað góðum árangri og gildrurnar sannað ágæti sitt. „Gildrurnar eru ekki ólíkar loðnu- nótum, fiskurinn syndir inn og finn- ur svo ekki leiðina út. Svo er hann háfaður úr gildrunni og unninn,“ segir Jóhann. Óðinn Sigþórsson, formaður Landsambands veiðifélaga, telur að gildrurnar hafi slæm áhrif á laxa- gengd á svæðinu við Bakkaflóa. Svæðið þar sem ætlað er að koma gildrunum fyrir sé aðalgöngusvæði laxa í Vopnafjarðarárnar. Bæði í Bakkafjarðará og í Þistilfjarðar- árnar. Óhjákvæmilegt sé að lax veiðist með í gildrurnar sem bæði sé ólöglegt og skaðlegt fyrir laxa- stofninn. Veiða laxinn með af gáleysi „Þó svo menn ætli sér að veiða þarna makríl með þessum hætti eru þeir í raun að nota til þess veiði- tæki sem flokkast undir lax- veiðitæki samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði og það er algjörlega bannað að nota slíkt í sjó,“ segir Óðinn. „Við teljum algjörlega frá- leitt að menn velti því fyrir sér að fara út í tilraunir af þessu tagi og sérstaklega í ljósi þess að í þeim reglum sem gilda um makrílveiðar eru veiðarnar bundnar við fiski- skip.“ Óðinn segir jafnframt engar heimildir fyrir gildruveiðum frá landi. Þá hafi engin leyfi verið gefin fyrir slíku og hann hafi kannað málið sérstaklega hjá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu. „Ef menn ætla að fara að láta reyna á það hvort þessar tilraunir stangist á við lögin um lax- og silungsveiði munum við alveg hiklaust fara fram á lögbann á þetta verkefni, því miklir hagsmunir eru í húfi,“ segir Óðinn. Hann segir veiðirétthafa á svæðinu áhyggjufulla því laxastofninn sé afar við- kvæmur. „Ég held að þetta hljóti að vera gáleysi. Það eru óvönduð vinnubrögð hjá ráðuneytinu að veita styrk út á verkefni sem hefur ekki hlotið nánari skoðun en raun ber vitni.“ Veiðirétthafar óttast áhrif gildruveiða Makríll Ísfélagið á Þórshöfn hefur hlotið styrk til að hefja makrílveiðar með gildrum. Landsamband veiðifélaga óttast áhrif á laxastofna. Laxveiðar í sjó hafa verið bannaðar frá árinu 1932. Óð- inn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, telur að laxveiðilögin komi í veg fyrir að hægt sé að veiða makríl í gildrur því lax muni slæðast með. Jóhann Jónsson, hjá Ísfélaginu, hefur litlar áhyggjur af því. „Það er nú það jákvæða við gildrurnar að allur sá fiskur sem kemur í þær er geymdur lifandi og er lifandi þegar hannkemur úr gildrunni. Við getum því sleppt honum aftur ólíkt öðrum veiðarfærum sem drepa fiskinn svo menn skulu hafa það í huga þegar þeir segja gildrurnar hættu- legar.“ Segir lögin banna gildrur UMDEILDAR GILDRUR Óðinn Sigþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.