Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
Þetta eru ákaflega
falleg ljóð og róm-
antísk en það er heilmikil
melankólía í þeim.38
»
Klarinettleikarinn Matthías Sig-
urðsson hlaut í fyrradag 600 þús-
und króna styrk úr Minningarsjóði
Jean Pierre Jacquillat við athöfn
sem fram fór í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar í Reykjavík.
Matthías segir að síðastliðin
fimm ár hafi klarinettið átt hug
hans allan ,,Það hefur verið bein
braut í átt að klarinettinu síðast-
liðin fimm ár. Ég var um tíma í
einhverjum leiklistarpælingum, en
ég ýtti því út af borðinu þegar klar-
inettið fór að taka meiri tíma.
Aðspurður um framtíðina segir
hann að vissulega sé ýmislegt hægt
að gera sem klarinettleikari, en
draumurinn sé náttúrulega að
ferðast um heiminn sem einleikari.
„Núna stefni ég samt fyrst og
fremst á að klára námið mitt úti.
Svo væri ég til í að koma tónlistinni
minni á framfæri, en ég er búinn að
vera að semja eitthvað undanfarið."
Minningarsjóðurinn var stofn-
aður árið 1987 og fyrst veitt úr
honum 1992, en hlutverk hans er
að styrkja tónlistarfólk til að afla
sér aukinnar menntunar og reynslu
á sviði tónlistar. Jafnframt er það
hlutverk sjóðsins að heiðra minn-
ingu Jean Pierre Jacquillat og
framlag hans til íslenskrar tónlist-
ar.
Viðtalið er birt að nýju vegna
mistaka við vinnslu þess. Beðist er
velvirðingar á því.
robert@mbl.is
Bein braut í átt að klarin-
ettinu síðastliðin fimm ár
Styrkur veittur úr Minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat
Morgunblaðið/Eggert
Hvatning Matthías Sigurðsson tekur við styrk úr Minningarsjóði Jean
Pierre Jacquillat úr hendi Arnar Jóhannssonar formanns sjóðsstjórnar. Í mars síðastliðnum sendu danska
söngkonan Cathrine Legardh og
saxófónleikarinn Sigurður Flosa-
son frá sér diskinn Land & Sky í
Danmörku á vegum Storyville út-
gáfunnar í Kaupmannahöfn. Nú er
komið að því að diskurinn verði
gefinn út hér á landi og af því til-
efni blása þau til útgáfutónleika í
Norræna húsinu á þriðjudag kl.
20.00.
Á tónleikunum leika með þeim
Agnar Már Magnússon á píanó,
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á
kontrabassa og Einar Scheving á
trommur.
Land og ský í
Norræna húsinu
Útgáfa Cathrine Legardh og Sigurður Flosason leika í Norræna húsinu.
Á mánudagskvöld heldur Mót-
ettukór Hallgrímskirkju tónleika í
Hallgrímskirkju. Á dagskrá tón-
leikanna eru kórverk eftir íslensk
tónskáld og textahöfunda, þar á
meðal Önnu S. Þorvaldsdóttur, Báru
Grímsdóttur, Gunnstein Ólafsson,
Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Leifs,
Jón Nordal, Smára Ólason, Tryggva
M. Baldvinsson og Þorkel Sig-
urbjörnsson.
Tónleikarnir, sem eru liður í tón-
listarhátíðinni Orgelsumar í Hall-
grímskirkju, hefjast kl. 20.00. Hörð-
ur Áskelsson, organisti og kantor í
Hallgrímskirkju, stjórnar kórnum.
Mótettukórinn undirbýr nú tón-
leikaferð í byrjun október til Þýska-
lands og Austurríkis, þar sem hann
kemur m.a. fram á tónleikum í
Frankfurt meðan á Bókastefnunni
stendur, en Ísland er heiðursgestur
kaupstefnunnar að þessu sinni,
Einnig kemur kórinn fram á tón-
leikum í Passau ásamt kamm-
erkórnum Heinrich-Schütz-
Ensemble.
Morgunblaðið/Jim Smart
Tónlistarhátíð Hörður Áskelsson
stjórnar Mótettukór Hallgríms-
kirkju á mánudagskvöld.
Tónleikar
Mótettu-
kórsins
Kórverk eftir ís-
lensk tónskáld og
textahöfunda
Sylvia Hikins opnar mál-
verkasýningu í Listhúsi Ófeigs
á Skólavörðustíg í dag kl.
16.00. Sýningin hefur yf-
irskriftina Ferð um landslag.
Hikins er frá Liverpool á Eng-
landi. Ásamt því að vera mynd-
listarmaður er hún ljóðskáld
og hefur gefið út níu ljóðabæk-
ur. Hún kom fyrst til Íslands í
september 2009 og hreifst af
landinu. Verkin á sýningunni
eru öll sprottin úr þeirri ferð auk mynda sem hún
tengir Íslandssögunni.
Sýningin er opin á verslunartíma. Henni lýkur
24. ágúst.
Myndlist
Sylvia Hikins í
Listhúsi Ófeigs
Brot úr einu verki
Hikins.
Næstu tónleikar í tónleikaröð
Sumartónleika við Mývatn
verða í kvöld kl. 21.00 í Reykja-
hlíðarkirkju. Þá syngur Andri
Björn Róbertsson bassa-
bariton við undirleik Kristins
Arnar Kristinssonar píanóleik-
ara. Efnisskrá tónleikanna er
allt frá Sprengisandi til evr-
ópskra ljóða og bandarískra
söngleikja.
Andri Björn er fæddur árið
1989 og bjó Mývatnssveit fyrstu æviárin. Hann
lærði söng hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í
Söngskólanum í Reykjavík og stundar nú nám við
Konunglega tónlistarháskólann í London.
Tónlist
Andri Björn á
Sumartónleikum
Andri Björn
Róbertsson
Samsýning systranna Jóhönnu
Friðfinnsdóttur og Drafnar
Friðfinnsdóttur verður opnuð í
Ketilhúsinu, Listagili, á Lista-
sumri í dag kl. 14.00.
Jóhanna Friðfinnsdóttir hef-
ur haldið margar einkasýn-
ingar á Íslandi og einnig sýnt í
Danmörku. Síðustu ár hefur
hún aðallega lagt stund á leir-
list.
Dröfn Friðfinnsdóttir hélt
margar einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýn-
inga bæði hérlendis og erlendis. Hún lést árið
2000. Á sýningunni eru grafíkverk eftir hana, unn-
in í tré og dúk.
Myndlist
Sýning systra í
Ketilhúsinu
Eitt verka
Jóhönnu.
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Fyrir stuttu var opnuð í Sean Kelly
Gallery í New York sýning á verk-
um Pouls Gernes og Birgis Andr-
éssonar. Þetta er einhver mikilvæg-
asta sýning á verkum Birgis
erlendis frá því hann tók þátt í Fen-
eyjatvíæringnum á sínum tíma og
hefur fengið lofsamlega dóma í stór-
blaðinu New York Times meðal
annars.
Sean Kelly er mikill áhugamaður
um list Birgis og reyndar um ís-
lenska list almennt, en hann komst
fyrst í tæri við verk eftir Birgi er
hann kom hingað til lands í stutta
heimsókn fyrir nokkrum árum. „Ég
elska að vera á Íslandi,“ segir hann.
„Við hjónin reynum að komast
þangað á hverju ári og höfum sett
upp sýningar þar og tekið átt í sýn-
ingum með listamönnum á snærum
gallerísins,“ segir Kelly, en þess má
geta að i8 setur upp sýningu á ljós-
myndum Roberts Mapplethorpes í
haust í samvinnu við Kelly.
Kelly er sjálfur listamaður,
breskur að uppruna, en hefur búið
vestan hafs í rúma tvo áratugi. „Ég
hef mikinn áhuga á tungumálum og
þegar ég fór til Íslands í fyrsta sinn
sá ég verk eftir Birgi sem snart
mig, enda var hann að vinna með
tungumál, með orð, á mjög for-
vitnilegan hátt.
Sem listamaður er Birgir með al-
þjóðlega skírskotun og það er mjög
mikil dýpt í verkum hans sem er
mjög íslensk og alþjóðleg í senn.
Eitt af því sem er merkilegt við
verk hans er að þau eru hluti af ís-
lenskri menningu, innan hennar, en
einnig utan hennar.“
Eins og getið er hefur sýningin
fengið góðar viðtökur og Kelly segir
að það að hún fái umfjöllun sé frétt-
næmt í sjálfu sér: „Það eru 800-900
gallerí á Manhattan og sjaldgæft að
maður fái slíka dóma fyrir sumar-
sýningu.“
Þess má geta að nú stendur yfir
skráning á verkum Birgis á vegum
Crymogeu og stendur til að gefa út
heildarskrá verka hans. Þeir sem
eiga verk eftir hann eru beðnir um
að hafa samband við Crymogeu á
netfangið audur@crymogea.is.
Birgir er listamaður með
alþjóðlega skírskotun
Verk Birgis
Andréssonar sýnd
í New York
Birt með leyfi i8, Sean Kelly Gallery og dánarbús Birgis Andréssonar
Alþjóðlegur Frá sýningu á verkum Birgis Andréssonar í Sean Kelly-galleríinu í New York.