Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er mikilvægt að óttinn taki ekki völd. Ofbeldisverk munu ekki hræða okkur frá því að sinna daglegum verkum,“ sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í samtali við norska sjónvarpið, NRK, þegar norska þjóðin var enn í losti vegna mannskæðra ódæðisverka í gær. Atburðarásin hófst með sprengjuárás á skrif- stofur lykilráðuneyta í miðborg Ósló. Minnst sjö týndu lífi í sprengingunni og fjöldi fólks slasaðist. Aðdragandinn var sá að bifreið var ekið að skrifstofum ráðuneyta. Er ekki vitað hver eða hverjir óku bifreiðinni og komu sprengiefninu þannig fyrir né hversu margir voru að verki. Sami maður talinn hafa verið á ferðinni Sjúkraliðar voru enn að hlúa að slösuðum þegar maður íklæddur lögreglubúningi hóf skot- hríð á eyjunni Utøya, vestur af Ósló. Sást sami maður á vettvangi í Ósló fyrr um daginn. Kvaðst ódæðismaðurinn eiga það erindi í eyj- una að þurfa að kanna aðstæður þar vegna árás- arinnar í Ósló. Var hann því ferjaður yfir sundið. Fram kemur í norskum fjölmiðlum að maður- inn sé norrænn í útliti og telur norska lögreglan að hann tengist sprengjuárásinni í Ósló. Var haft eft- ir sjónarvotti á norskum fréttasíðum að á milli 20 og 30 hefðu fallið í valinn. Var það óstaðfest. Gærdagurinn var frídagur í Noregi og voru því færri að vinnu í ráðuneytunum en ella. Margir voru þó á ferli enda árásin gerð á annatíma í viku- lok þegar margir eiga erindi á svæðið. Gríðarleg öryggisgæsla var í Ósló og hvatti Stoltenberg al- menning til að halda sig frá miðborginni. Reuters Árás Ráðuneyti olíumála skemmdist mikið í sprengingunni, líkt og sautján hæða skrifstofuturn ýmissa ráðuneyta handan götunnar. Óttinn taki ekki völd  Forsætisráðherra Noregs stappar stálinu í landsmenn eftir mannskæðar árásir  Óttast að allt að 30 hafi fallið í skotárás á Utøya  Sjö féllu í sprengjuárás í Ósló Ungliðar í Verkamannaflokknum höfðu komið saman til fundar um helgina á eyjunni Utøya þegar ódæðismanninn bar að garði í gær. Margir voru á baðfötum þegar skothríðin hófst og flúðu sem fætur toguðu þegar byssuhvellir rufu kyrrðina. Földu sumir sig á bak við trjágróður, aðrir fóru upp í hlíðar. Er óttast að fólk hafi drukknað er það stakk sér til sunds á flótta. Árásarmaðurinn var ferjaður út í eyjuna á báti á vegum ungliðahreyf- ingar Verkamannaflokksins, flokks Jens Stoltenbergs forsætisráðherra, að sögn ungliða sem ræddi við frétta- vef Verdens Gang. Hávaxinn og ljóshærður Sagði þar jafnframt að sjónvarps- stöðin TV2 hefði eftir sjónarvottum að ódæðismaðurinn væri um 1,90 metrar á hæð og með stutt, ljóst hár. Þá sagði ungliðinn Brænden Mort- ensen í samtali við vef Verdens Gang að ódæðismaðurinn hefði talað mál- lýsku frá austurhluta Noregs. Kom jafnframt fram á vef Aftenposten að hann væri 32 ára. Byssumaðurinn er nú í haldi norsku lögreglunnar og sagði tals- maður hennar handtökuna ekki mundu hafa nein áhrif á viðbún- aðarstig vegna árásanna. Stoltenberg var færður í öruggt skjól en næturstaður hans var ekki gefinn upp. Staðfest var að ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru allir óhultir. Reuters Ástæða tímasetningar? Slegið var upp tjaldborg á eyjunni fyrir helgi. Skelfingu lostin ungmenni Flúðu undan byssu- manninum á Utøya Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skynja mátti undrun og depurð í röddum þeirra Norðmanna sem blaðamaður ræddi við símleiðis í gær. Hafði þá nýlega verið staðfest að um árás hefði verið að ræða í Ósló. Það var hins vegar ekki ljóst hver var að verki og vildu viðmælendurn- ir, sem allir eru búsettir í Ósló, því stíga varlega til jarðar í vangaveltum um orsakir og tildrög hermdarverks- ins. Var umfang ódæðisins í Utøya ekki ljóst þegar viðtölin fóru fram. Upplifðu tómleikatilfinningu Lars Kristian Solem, blaðamaður hjá viðskiptablaðinu Dagens Nær- ingsliv í Ósló, horfði á reyk stíga upp hjá ráðuneytunum í miðborginni. Solem, sem nýverið söðlaði um eft- ir störf fyrir Verdens Gang, dag- blaðsins sem fór illa út úr árásinni, segir ritstjórn Dagens Næringsliv hafa fundið fyrir miklum tómleika þegar þeir uppgötvuðu að spreng- ingin hefði verið af mannavöldum. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Norðmenn. Við höfum ekki upplifað neitt þessu líkt síðan 1940,“ segir Solem og á með því við árið sem nasistar hertóku Noreg. Thomas Vermes, blaðamaður hjá ABC Nyheter, var nýkominn til borgarinnar úr utanferð þegar drun- ur heyrðust í höfuðborginni. Vermes, sem á reglulega erindi í stjórnarbyggingarnar sem skemmd- ust, segir atburðinn ekki munu víkja úr huga íbúa Ósló. Mun hafa áhrif á daglegt líf „Atburðurinn mun setja mark sitt á daglegt líf. Á þessari stundu hefur þó enginn hugann við það. Hugurinn er hjá fólkinu sem týndi lífi,“ segir Vermes sem svarar því síðan að- spurður til, að of snemmt sé að ræða hvaða áhrif árásin kunni að hafa á hugmyndir Norðmanna um sjálfa sig og stöðu sína í heiminum. Hann hugsar sig um og segir svo: „Við lítum á okkur sem friðsama þjóð en tökum á þessari stundu þátt í hernaði í tveimur löndum, í Afganist- an og í Líbíu. Árásin kann að vekja umræður um hvort Norðmenn eigi að standa utan vopnaðra átaka. Það er ljóst að við stöndum ekki lengur á hliðarlínunni. En það kann líka að bera á því sjónarmiði að við eigum ekki að láta undan gagnvart hryðju- verkaöflum,“ segir hann. Leiv Lunde, sérfræðingur í norska utanríkisráðuneytinu, er meðhöfundur nýlegrar bókar, Norske interesser, um hagsmuni Noregs á alþjóðavettvangi. Lunde, sem var í leyfi, sagði ótímabært að ræða hvaða áhrif árás- in muni hafa á umræður um alþjóða- mál í Noregi. Hann staðfesti svo að þetta væri eina dæmið um árás á norskri grundu síðan nasistar gengu á land fyrir rúmum 70 árum. Engin dæmi væru um hryðjuverkaárás á norskri grund á tímabilinu. Helge Ryggvik, sérfræðingur í hagsögu við Háskólann í Ósló, þekk- ir vel til í norska olíuráðuneytinu, en það er við hlið forsætisráðuneytisins, sem fór hvað verst út úr sprenging- unni. Hann telur einsýnt að öryggis- viðbúnaður verði hertur og að göt- unni sem ódæðismaðurinn eða -mennirnir notuðu til að aka að skot- marki sínu verði að líkindum lokað. Ekki tengt við olíuiðnaðinn Spurður hvort einhver hefði léð máls á því að árásin gæti tengst um- svifum Norðmanna í olíuiðnaðinum svaraði Ryggvik því til að hann hefði ekki heyrt af slíkum vangaveltum. Svo vill til að Ryggvik flutti í fyrradag fyrirlestur á Utøya, eyj- unni þar sem skotárásin var gerð. Árásin á eyjunni sé mjög táknræn sem árás á norsku ríkisstjórnina, enda komi forystumenn þjóðarinnar þar gjarnan við. Spurður um áhrifin af árásunum á norska þjóðarvitund segir Ryggvik að Norðmenn muni nú fá áþreifanlega mynd af þátttöku landsins í baráttunni gegn hryðju- verkum. Hann nefnir svo virka þátt- töku Norðmanna í loftárásum í Líb- íu. „Gríðarlegt áfall fyrir Norðmenn“  Ritstjórn Dagens Næringsliv horfði á reykinn stíga frá ráðuneytunum  Blaðamaður hjá ABC Nyheter telur ódæðin munu leiða til umræðna um utanríkisstefnuna  Sérfræðingar meta áhrifin Reuters Til hjálpar Vegfarandi hlúir að konu sem særðist í árásinni í Ósló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.