Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 3. J Ú L Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  171. tölublað  99. árgangur  ÍSLENSKIR STEINAR TIL VESTURHEIMS FÓLKIÐ FÁI MAT EN EKKI VOPN IÐANDI LÍF Í LITRÍKUM HÚSUM VIÐ HÖFNINA SUNNUDAGSMOGGINN SIGLUFJÖRÐUR 20STEINASAFN Á GIMLI 14 Egill Ólafsson egol@mbl.is „Við höfum íhugað að skilja,“ segir faðir tveggja ungra barna, en hann og konan hans eru á hrakhólum með húsnæði. Fjárhagsstaða fjölskyldunnar er veik, en hún myndi batna um 780 þúsund á ári ef hjónin taka það skref að slíta hjónabandinu.Við skilnaðinn tvöfaldast barnabætur og húsleigubætur fjórfaldast. Það er ekki bara þessi fjárhagslega hlið málsins sem hefur leitt til þess að hjónin íhuga að skilja á pappírun- um. Þau eru að missa leiguíbúð sína og finna hvergi aðra íbúð í sama hverfi þrátt fyrir mikla leit. Ef þau ákveða að skilja ætlar konan að skrá lögheimili sitt hjá vinkonu sinni og þar með er tryggt að yngra barnið heldur sínu leikskólaplássi. Þá getur fjölskyldan leitað að hent- ugu íbúðarhúsnæði í öðrum hverf- um. Séra Vigfús Þór Árnason, prest- ur í Grafarvogi, hefur margoft bent á að það sé óeðlilegt að stuðnings- kerfi við barnafólk sé þannig upp- byggt að hjón hagnist fjárhagslega á því að skilja. Meðal annars hefur hann rætt málið við þrjá fjármála- ráðherra. „Mér finnst að það eigi að líta á það sem rétt barnsins að fá barna- bætur og hann sé óháður hjúskap- arstöðu.“ MBæta stöðuna við skilnað »4 „Við höfum íhugað að skilja“  Dæmi eru um að hjónaskilnaður geti bætt fjárhagsstöðuna um 780 þúsund  Barnabætur tvöfaldast og húsleigubætur fjórfaldast ef hjón ákveða að skilja 159.236 Barnabætur og húsaleigubætur hjóna að frádregnu leikskólagjaldi 939.560 Bætur einstæðrar móður að frá- dregnu leikskólagjaldi ‹ BARNABÆTUR HÆKKA › » Baldur Arnarson Önundur Páll Ragnarsson Þjóðarsorg er nú í Noregi eftir að minnst sautján féllu í tveimur árásum síðdegis í gær. Annars vegar biðu sjö bana í sprengjuárás í miðborg Óslóar og hins vegar féllu minnst tíu í skotárás á eyjunni Utøya. Vísbendingar eru um að sami maður og hóf skothríð á eyjunni hafi sést á vettvangi í Ósló skömmu áður en sprengja skók lykilráðuneyti. Þá kann það að tengja ódæðin að sprengiefni fannst í eyjunni. Fram kom í norskum fjölmiðlum að ódæðis- maðurinn, Anders Behring Breivik, væri 32 ára Norðmaður, ljóshærður og um 1,90 sm á hæð. Er ekki vitað hvort hann var einn á ferð eða hvort hann átti sér samverkamenn. Þá er ekki vitað hvaða hópur eða öfl bera ábyrgð á tilræð- unum og hafa annars vegar verið leiddar líkur að því að íslamistar hafi verið að verki og hins vegar að hægri öfga- menn hafi verið á ferð, að sögn TV2. Íslömsk samtök, sem kenna sig við heilagt stríð í nafni öfgahyggju, lýstu ábyrgð á hendur sér, að sögn New York Times, en ekki þótti nægur grundvöllur til að taka því alvarlega. Tala látinna var á reiki á tólfta tímanum að ís- lenskum tíma í gærkvöldi. Norska lögreglan staðfesti að 17 hefðu fallið en gaf jafnframt út að búast mætti við því að dánartalan hækkaði. Hafði fréttavefur Verdens Gang áður haft eftir sjónarvotti á eyjunni Utøya að á milli 20 og 30 hefðu fallið fyrir hendi byssumannsins. Hefur íslenska utanríkisþjónustan staðfest að engar fregnir hafi borist af því að Íslend- ingar séu í hópi látinna eða særðra í Ósló, en fjöldi fólks er í síðari hópnum. Rætt er við norska blaðamenn og sérfræðinga um ódæðis- verkin í blaðinu í dag. MARTRÖÐ Í NOREGI  Óttast er að tugir manna hafi týnt lífi í sprengjuárás í miðborg Óslóar og skothríð á Utøya-eyju  32 ára norskur maður er í haldi lögreglu en hann dulbjó sig sem lögreglumann  Seint í gærkvöldi hafði ekki verið staðfest hvaða öfl bera ábyrgð á ódæðisverkunum Reuters Ódæðisverk Maður aðstoðar slasaða konu við að yfirgefa 17 hæða skrifstofubyggingu í hjarta Óslóar en Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefur þar skrifstofu. Enn var leitað að sprengjum í gær. M„Gríðarlegt áfall“ »2 og 25 Anders Behring Breivik „Viðbúnaður lögreglu hefur verið aukinn. Við höfum sett okkur í samband við okkar samstarfsaðila erlendis og gert ákveðnar ráðstafanir innanlands,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Farið var yfir gátlista í gær, rætt við lykilaðila, m.a. í samgöngum og samráð var haft við innan- ríkis- og forsætisráðherra. Auka viðbúnað ÍSLENSK LÖGREGLUYFIRVÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.