Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Rannsóknin er á fullu,“ sagði Ólaf- ur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, síðdegis í gær um brunann sem varð í aldingarðinum Eden í Hveragerði í fyrrinótt. Gífurlegt eignartjón varð þegar Eden brann nánast til kaldra kola í fyrrinótt. Engin slys urðu á fólki og í logninu náði eldurinn ekki að breiðast út í nærliggjandi hús. Ekki er vitað um eldsupptök en svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í eldhúsi í veitingastaðnum. Tilkynnt var um eldinn kl. 00.07 og þremur stundarfjórðungum síð- ar var húsið alelda. Slökkvilið og lögregla fengu fljótlega staðfest að byggingin væri mannlaus og fólk var aldrei í hættu. Allt tiltækt slökkvilið frá Hveragerði og Sel- fossi vann við að slökkva eldinn og lauk því starfi undir stjórn Péturs Péturssonar, aðstoðarslökkvi- liðsstjóra Brunavarna Árnessýslu, að mestu leyti um tveimur tímum síðar, en vinnunni allri lauk um kl. 04.10 um nóttina. Björgunarsveitir aðstoðuðu við slökkvistarfið og við að loka svæðinu. Kristján Einarsson, slökkviliðs- stjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að styrkur eldsins hafi verið óg- urlegur á tímabili. „Hann öskraði á fólkið,“ segir hann og bætir við að eldsmatur hafi verið mikill í húsinu. „Eden var barn síns tíma,“ heldur hann áfram og vísar til þess að í upphafi hafi verið byggt smátt og síðan prjónað endalaust við, oft af ekki miklum efnum heldur meira af bjartsýni. „Þá koma oft öll heims- ins efni saman á einn stað,“ segir hann. „Við furðum okkur svolítið á þessum mikla hraða og útbreiðslu eldsins,“ segir Kristján ennfremur. „Við rembumst við að finna ein- hverjar skýringar en vonandi finn- ur rannsóknarteymið þær.“ Rannsókn á upptökum eldsins hófst í gærmorgun. Í gær var unn- ið við að hreinsa rústirnar og að því loknu tekur við rannsókn á gólfinu. Vatnsúðakerfi mikilvægt Kristján segir að ýmislegt megi læra af þessum bruna. Væri húsið byggt núna væri það með vatns- úðakerfi en ekki sé hægt að krefj- ast þess í gömlum húsum. Í Eden hafi verið viðvörunarkerfi sem hafi farið í gang og ef þetta hefði gerst á vinnutíma hefðu allir komist út. Verði endurbyggt 3.000 fermetra opið hús stafna á milli verði þar vatnsúðakerfi rétt eins og í nýjum verslunum þar sem sé opið á milli hæða. „Það er kerfi dagsins,“ segir hann, en áréttar að slökkvistarf hafi gengið vel og körfubíllinn kom- ið í góðar þarfir. Hann hafi gert það að verkum að tekist hafi að slökkva eldinn mjög fljótt og lág- marka þannig útbreiðslu eiturefna út í andrúmsloftið. Eldurinn öskraði á fólkið Ljósmynd/Hafsteinn Jónasson Logn Eldurinn í Eden steig beint upp til himins eins og um eldgos væri að ræða og fólk var ekki í hættu.  Margt má læra af brunanum í Hveragerði Bruninn í Eden ástríða í lífinu og það voru forrétt- indi hans að getað unnið við það sem hann hafði ástríðu fyrir. Þetta var glæsilegur staður.“ Rætt hefur verið um að byggja eigi Eden upp á ný. Karen segir að það hafi alltaf verið ósk fjölskyld- unnar að Eden héldi áfram að dafna eftir að fyrirtækið var komið í ann- arra manna hendur. Sú von væri ekki síður í brjósti sér nú eftir brun- ann. „Það væri æskilegt en hvort það sé raunhæft veit ég ekki.“ Ekki gefast upp Valgerður Jóhannesdóttir tekur í sama streng, en hún hætti að vinna í Eden í vor eftir um 39 ára starf, gekk í hvað sem var en vann eink- Bragi Einarsson garðyrkjufræð- ingur stofnaði garðyrkjustöðina Eden í Hveragerði 1958 og rak hana í nær hálfa öld. Hann seldi fyr- irtækið snemma árs 2006 og lést nokkrum mánuðum síðar. Karen Wellk, ekkja Braga, vann með manni sínum í Eden síðasta aldarfjórðunginn. „Þetta er mjög sorglegt,“ segir hún um brunann. „Í mínum huga hefur Eden og eig- inmaður minn alltaf verið eitt og það sama og þegar hann féll frá lauk þessum kafla hjá mér. En að búa í Hveragerði og vinna með fjöl- skyldunni var ómetanlegt.“ Eden miðpunkturinn Eden var helsta kennileitið í Hveragerði og helsti samkomu- staður bæjarins. Karen segir að Bragi hafi talið að um 400 til 500 þúsund manns hafi komið í Eden á ári síðustu árin. Vissulega hafi tek- ið tíma að byggja staðinn upp en gestum, jafnt innlendum sem er- lendum, hafi fjölgað jafnt og þétt. Háannatíminn hafi verið á sumrin en tímabilið hafi lengst í báða enda upp úr 1980, byrjað fyrir páska og staðið fram í september, auk þess sem jólavertíð hafi hafist með skipulögðum jólaferðum útlend- inga til Íslands. Karen segir að fljótlega hafi bor- ið á því að Íslendingar hafi komið við í Eden á leið í sumarbústað og bíltúrar þangað um helgar frá Stór- Reykjavíkursvæðinu og víðar hafi verið vinsælir. Í hugum margra hafi Eden verið fastur punktur í tilver- unni, hluti af helginni eða fríinu. „Það tók Braga langan tíma að byggja Eden upp en Eden var hans um við að smyrja brauð og baka. „Þetta er ömurleg sjón en hurðin er óskemmd og Eden-merkið líka,“ segir hún. „Hvað segir það? Segir það ekki að það eigi að halda áfram? Það þýðir ekkert að gefast upp.“ Þegar mest var störfuðu um 40 manns í Eden. Þangað hefur legið stöðugur straumur ferðamanna og þeir hafa líka beint viðskiptum sín- um til annarra í bænum. Valgerður segir að farþegar skemmtiferða- skipa hafi gjarnan komið við í Eden og sama eigi við um aðra hópa. „Þetta er voðalegt högg,“ segir Val- gerður. „Það var gaman að fá fólk í húsið og sjá húsið fullt af fólki sem leið vel.“ steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Uppbyggjandi Bragi Ólafsson lét sér annt um blómin í Eden. Eden aðdráttarafl með allt að 500 þúsund gesti á ári  Valgerður Jó- hannesdóttir vann í Eden í nær 40 ár Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir sögu rekst- urs á Eden-lóðinni ekki lokið þrátt fyrir brunann í fyrrinótt. „Eden verður sárt saknað en við munum leggja allt kapp á að þarna verði byggð upp ferðamannaþjónusta sem sómi er af, með svipuðum hætti.“ Bæjarstjórinn tilkynnti slökkvilið- inu um eldinn, en Aldís átti leið framhjá Eden ásamt fleira fólki skömmu eftir miðnætti. „Þá var enginn eldur kominn upp úr þakinu en það stóð mikil reykj- arsúla upp úr þakinu á gróðurhús- inu,“ sagði Aldís við fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is, í gær. Hún sagði biðina hafa virst langa en það hafi samt ekki tekið slökkvilið og lög- reglu nema örfáar mínútur að koma á staðinn. „Svo fór eldurinn upp úr þakinu og breiddist ótrúlega fljótt út. Það virðist hafa verið mikill elds- matur þarna inni og plastklæðning sem var mjög eldfim.“ Fyrir nokkrum árum kviknaði í flugeldageymslu í Hveragerði og varð af mikill eldur. Aldís segir eld- inn hafa verið jafnvel meiri nú og stórir kolsvartir reykjarbólstrar hafi stigið til himins. „Og hávaðinn í eld- inum var svo sérkennilegur. Hann öskraði,“ segir hún. Mikið áfall Aldís segir eldsvoðann að sjálf- sögðu mikið áfall og fólk í bænum sé miður sín yfir brunanum. Rekst- urinn hafi verið samofin sögu Hvera- gerðisbæjar og margir bæjarbúar starfað þar á einhverjum tíma. „Eden hefur verið burðarás í ferðaþjónustunni hérna í gegnum tíðina og það hefur verið rekstur þarna í 50 ár. Maður finnur að fólk er slegið,“ segir Aldís. Húsnæðið var í eigu Sparisjóðs Suðurlands en reksturinn í höndum einkaaðila. Sá kom á staðinn í fyrri- nótt og segir Aldís áfallið aug- ljóslega hafa verið mikið enda mikil vinna búin að fara í að byggja upp reksturinn og ferðamannastraum- urinn verið stöðugur undanfarið. Aldís vill koma þökkum til þeirra sem tóku þátt í slökkvistarfinu. „Það var aðdáunarvert að fylgjast með starfi slökkviliðs, lögreglu og hjálp- arsveita á vettvangi, því þetta var mikill eldur,“ segir hún. Morgunblaðið/Ómar Von Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, gefst ekki upp. Bæjarstjórinn vill byggja aftur upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.