Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 39
AF MANNANÖFNUM
Birta Björnsdóttir
birta@mbl.is
Nýverið var endurútgefinbók sem margir verðandiforeldrar blaða í gegnum
á meðgöngutímanum. Um er að
ræða Nöfn Íslendinga, uppfletti-
rit með upplýsingum um öll nöfn
á mannanafnaskrá hér á landi.
Bókin kom fyrst út árið 1991 og
er nú endurútgefin eftir end-
urbætur 20 árum síðar. Í bókinni
eru um 6.000 nöfn. Öll nöfn sem
voru á mannanafnaskrá 1. janúar
2009 er að finna í bókinni og öll
nöfn á skrá yfir millinöfn frá
sama tíma.
Það er búið að samþykkjasvo mörg ný nöfn. Ég gæti
trúað að það væru fast að hund-
rað nöfn á ári samþykkt hjá
Mannanafnanefnd, bæði ný nöfn
og nafnmyndir. Við vorum frjáls-
ari í því í fyrri útgáfunni að hafa
með nöfn úr fornu máli sem voru
aldrei notuð en nú er ég ekki
með þau, bara með nöfn sem hafa
verið notuð eða eru á Manna-
nafnaskrá,“ sagði Guðrún Kvaran
í viðtali við Ingveldi Geirsdóttur
hér í Morgunblaðinu í síðast-
liðnum mánuði.
Svona bók þarf alltaf að veraí endurnýjun,“ sagði Guðrún
einnig í viðtalinu og hefur rétt
fyrir sér. Í bókinni nýju er fjallað
Í Bandaríkjunum eru ein-hverjar takmarkanir á nafna-
gjöf. Þar má ekki gefa barni nafn
sem gæti gengið á rétt annars
einstaklings. Að nefna barn sitt
Barack Obama er dæmi um slíkt.
Ekki má heldur gefa barni nafn
sem gæti flokkast sem dónalegt,
rasískt eða ofbeldisfullt. Þá má
ekki gefa barni ruglingsleg nöfn
á borð við 10 eða ?, sem flestum
finnst nú trúlega sjálfsagt.
Bretar eru meðal þeirrafrjálslegustu á þessu sviði.
Engar opinberar reglur eru um
nafngiftir og það eina sem getur
staðið í vegi fyrir nafngjöf þar í
landi er ef yfirvöld neita að skrá
nafn barns vegna þess að það
þyki of dónalegt fyrir nokkurn
mann að bera. Ekki var í fljótu
bragði hægt að nálgast upplýs-
ingar um nöfn sem hefur verið
hafnað með þessum hætti þar í
landi né tölur yfir hve oft það
gerist. En eitt er víst, Bretland er
greinilega staðurinn til að eiga
börn ef foreldra dreymir um að
skíra þau Arsenal, Gandalf eða
Superman.
Stúlka að nafni Arsenal
Morgunblaðið/Jim Smart
Krútt Nafnorð og staðarheiti eru langflest á bannlista í Danmörku og rökin eru að lögin verði að standa með börn-
unum, sem eiga ekki að þurfa að líða fyrir meintan dómgreindarskort foreldra sinna við nafnagjöfina.
um öll nöfn á mannanafnaskrá
þann 1. janúar 2009. Það þýðir að
þau Stapi, Elvis, Refur, Febrún,
Lundi, Bót, Árvök og Ísbjörn
geta ekki flett upp nafninu sínu í
bókinni að þessu sinni.
Sitt sýnist hverjum um fregn-ir af samþykktum manna-
nafnanefndar hverju sinni. Og
ekki eru allir á eitt sáttir um
hvort slík nefnd eigi að vera
starfrækt yfir höfuð. Ísland er þó
ekki eina landið í heiminum þar
sem ekki ríkir algjört frelsi þeg-
ar kemur að nafngiftum barna. Í
Færeyjum verða mannanöfn að
samræmast rithætti þar í landi og
í Danmörku eru einhverjar
ströngustu reglur um þessi mál í
heiminum. Nafnorð og staðarheiti
eru langflest á bannlista þar í
landi og rökin eru að lögin verði
að standa með börnunum, sem
eiga ekki að þurfa að líða fyrir
meintan dómgreindarskort for-
eldra sinna við nafngjöfina.
» Það þýðir að þauStapi, Elvis, Refur,
Febrún, Lundi, Bót, Ár-
vök og Ísbjörn geta ekki
flett upp nafninu sínu í
bókinni að þessu sinni.
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson
hefur í nógu að snúast en undirbún-
ingur að nýrri plötu er í fullum
gangi. Geir sendi nýlega frá sér lag
sem George Harrison samdi og
Bítlarnir gerðu svo vinsælt á sínum
tíma. Slagarinn „Something“ hefur
verið klæddur í nýjan búning og
fengið nafnið „Stundum“. Mynd-
band við lagið er klappað og klárt
og er hægt að nálgast það á mbl.is.
Myndbandinu er leikstýrt af
Friðriki Grétarssyni og segir Geir
það vera létt og einfalt. „Ef mynd-
band er of glamúrískt vill það oft
skyggja á lagið,“ segir Geir.
Ekki er búið að negla niður dag-
setningu fyrir útgáfu plötunnar en
telur Geir það vera öðrum hvorum
megin við áramótin næstu. „Ég
legg þetta í hendurnar á mínum
æðri mætti. Við tökum bara eitt lag
í einu eins og við tökum einn dag í
einu og svo þegar það er klárað
verður þetta skref tekið“.
gunnthorunn@mbl.is
Geir með nýtt
myndband á mbl.is
Vinir Geir ásamt Ted Herman en Geir tók
upp lag sitt ásamt hljómsveit Teds.
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT
BARÁTTAN UM HOGWARTS ER HAFIN.
ÞAÐ NEISTAR Á MILLI JUSTIN OG MILU
Í LANGSKEMMTILEGUSTU
GRÍNMYND SUMARSINS.
FRIENDS WITH BENEFITS KL. 5.50 - 8 - 10.10 12
ZOOKEEPER KL. 3.50 (TILBOÐ) L
WHATER FOR ELEPHANTS KL. 3.40 (TILBOÐ) - 8 L
BRIDESMAIDS KL. 5.50 - 10.10 12
FRIENDS WITH BENEFITS KL. 3 (TILBOÐ) - 5.40 - 8 - 10.20 12
HARRY POTTER 3D KL. 2.40 (TILBOÐ) - 5.20 - 7 - 8 - 10 - 10.40 12
BAD TEACHER KL. 3 (TILBOÐ) - 5.50 - 8 - 10.10 14
ZOOKEEPER KL. 3 (TILBOÐ) L
5%
FRIENDS W.B. KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 12
FRIENDS W.B. Í LÚXUS KL. 1 - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 12
ATTACK THE BLOCK KL. 10.40 16
ZOOKEEPER KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 - 5.45 L
TRANSFORMERS 3 3D KL. 3 - 6 - 9 12
BAD TEACHER KL. 8 - 10.10 14
MR. POPPER´S PENGUINS KL. 1 (TILBOÐ) - 3.40 - 5.50 L
BRIDESMAIDS KL. 8 12
KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 3D KL. 1 (TILBOÐ) L
HEIMSFRUMSÝND SAMTÍMIS Í BANDARÍKJUNUM OG Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR
MERKTAR MEÐ RAUÐUTilboð í bíó
FRIENDS WITH BENEFITS Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15
BRIDESMAIDS Sýnd kl. 2 (700kr) - 4 - 7:30 - 9 - 10
KUNG FU PANDA 2 ÍSL. TAL Sýnd kl. 2 (700kr) - 4 - 6:30
ZOOKEEPER Sýnd kl. 2 (700kr)
HHH
“Besta gamanmyndin sem ég hef hingað til séð á árinu... Fyndin,
trúverðug og vandræðaleg á besta hátt. Strákar munu fíla hana,
konur munu elska hana!”
T.V. - Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt
„BETRI EN THE HANGOVER”
cosmopolitan
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD,
KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
HHHH
- BOX OFFICE MAGAZINE
Cher, Nick Nolte, Adam
Sandler, Sylvester Stallone
og fleiri stórstjörnur ljá
dýrunum rödd sína og fara
á kostum.
Stórskemmtileg
grínmynd
fyrir alla
fjölskylduna
frá leikstjóra
The Wedding
Singer.
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is