Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir skömmu flutti Þjóðræknisfélag Íslendinga um 300 íslenska steina, sem vega samtals um 600 kg, út til Gimli í Manitoba í Kanada og í Safni íslenskrar arfleifðar á Gimli á Nýja- Íslandi (New Iceland Heritage Mu- seum) er búið að koma þeim fyrir í sérstöku sýningarrými. Steingrímur J. Sigfússon, jarðfræðingur og fjár- málaráðherra, opnar sýninguna formlega sunnudaginn 31. júlí, en hann verður aðalræðumaður á Ís- lendingadagshátíðinni í „Íslend- ingabænum“ um aðra helgi. Steina- safnið er gjöf hjónanna Þorsteins Þorleifssonar og Snjólaugar Maríu Dagsdóttur á Akranesi og settu þau sýninguna upp. Safnið tilviljun Aðspurður segir Þorsteinn að steinarnir hafi safnast að þeim hjón- um fyrir hálfgerða tilviljun. Tengda- faðir hans hafi byrjað að safna stein- um fyrir nær hálfri öld, mágur hans hafi síðan einnig fengið áhuga fyrir steinasöfnun, farið víða um landið í leit að steinategundum og verið einn færasti steinasafnari og -greinandi á landinu. Auk þess hafi hann sagað og slípað marga steina. Megnið af þess- um steinum hafi síðan endað hjá þeim hjónum. Hjónin áttu og ráku veitingastað- inn Vegamót á Snæfellsnesi í sex ár. Þar varð til fyrsti vísirinn að steina- safni og vakti það strax hrifningu inn- lendra sem erlendra ferðamanna, að sögn Þorsteins. Þegar þau hættu rekstri Vegamóta lá leiðin á Akranes þar sem þau sett upp safnið Steina- ríki Íslands að Görðum. Þar voru meðal annars steinar úr Hvalfjarð- argöngunum sem mágur hans náði að bjarga. Hjónin seldu Akranesbæ safnið samkvæmt áður gerðum samn- ingi 2005. Margir steinar hafi samt orðið eftir og hafi þau komið þeim fyrir úti í garði og innanhúss til bráðabirgða. Þau hjónin hafi rætt um hvað ætti að gera við alla þessa steina, svo þeir færu ekki forgörðum eftir þeirra dag, en engin ákvörðun verið tekin fyrr en þau hittu hjónin Svavar Gestsson, fyrrverandi að- alræðismann í Winnipeg og sendi- herra, og Guðrúnu Ágústsdóttur á Tenerife í fyrravetur. Fyrsti útflutningurinn „Við fórum í hringferð um eyjuna og eftir að hafa skoðað skemmtilegt safn var sameiginlegur hádeg- isverður og sátum við til borðs með þeim hjónum og öðrum hjónum sem höfðu komið í Steinaríki Íslands,“ rifjar Þorsteinn upp. „Steinasafnið okkar barst í tal og ég sagði að það væri ekki gaman að sýna svona safn nema hægt væri að snerta steinana, taka þá upp og velta þeim fyrir sér. Guðrún var sammála því og spurði hvort ekki væri tilvalið að senda steinasafn til Vesturheims. Okkur fannst það bráðsniðugt enda eigum við bæði skyldfólk vestra. Málið vatt upp á sig og Svavar, fyrir hönd Þjóð- ræknisfélags Íslands, hafði frum- kvæði að því að hafa samband við rétta fólkið. Fulltrúi Náttúrufræðistofn- unar skoðaði steinana og stofnunin lagði blessun sína yfir að flytja þá út til Kanada, en þetta er í fyrsta sinn sem leyft er að flytja ís- lenskt steinasafn úr landi.“ Steinarnir verða á safninu á Gimli til frambúðar og eru hjónin ánægð með það. Á réttum stað „Ég hef aldrei fengið meiri við- brögð við steinunum en á Gimli og er sannfærður um að þeir eru komnir á réttan stað. Fólk af íslenskum ættum kemur reglulega saman á kaffihúsi við hliðina á safninu á miðvikudögum og ég hitti þetta fólk og sýndi því nokkra steina. Þar var rúmlega 90 ára kona sem talaði íslensku lýtalaust en hefur aldrei til Íslands komið. Hún spurði hvort hún mætti skoða safnið sem hún svo gerði og það var sérstakt að sjá hana og heyra. Hún gekk um, snerti og strauk og sagði klökk: „Nú hef ég séð og snert hluta af Íslandi, þó ég hafi aldrei komist þangað.“ Þorsteinn bætir við að þeim hafi fundist mjög sérkennilegt að koma á þessar slóðir, að vera í útlöndum en samt dálítið eins og að vera heima. Manitoba-háskóli í Winnipeg kem- ur til með að nýta steinana á einhvern hátt í sambandi við kennslu og viðbú- ið er að steinasafnarar vestra geri sér ferð til Gimli til að berja það augum. „Í Steinaríki Íslands á Akranesi komu margir þeirra ótrúlega mörgu steinasafnara sem eru á Norð- urlöndum og í Mið-Evrópu,“ segir Þorsteinn. „Í Norður-Ameríku eru fleiri þúsund félagar í steinasafn- arafélögum og Tammy Axelsson, framkvæmdastjóri safnsins á Gimli, var undrandi á því hversu margir safnarar hefðu haft samband og spurst fyrir um hvort það væri rétt að íslenskt steinasafn væri væntanlegt þangað. Og hver veit nema einhverjir þeirra leggi land undir fót og komi til Íslands eftir að hafa séð safnið á Gimli. Hvað sem því líður þá var það einstök tilfinning hjá okkur hjónum að fara með örlítið brot af Íslandi til hinna þjóðræknu Vestur-Íslendinga.“ Örlítið brot af Íslandi vestur  Um 300 íslenskir steinar sem vega um 600 kg til sýnis til frambúðar í Safni íslenskrar menningar- arfleifðar á Gimli í Kanada  Í fyrsta sinn sem leyfi fæst til útflutnings á íslenskum steinum Steinunum raðað Þorsteinn tók upp steinana á Gimli og kom þeim fyrir eftir kúnstarinnar reglum á réttum stað. Eftir að rætt var um að vel færi á því að steinasafnið yrði í Íslend- ingabyggðum vestra gekk Svavar Gestsson, stjórnarmaður í Þjóð- ræknisfélagi Íslendinga, í málið. Hann segir að eftir að hafa greint Al- mari Grímssyni, þáverandi formanni ÞFÍ, frá hugmyndinni hafi hann haft samband við Jón Gunnar Ottósson, forstjóra Náttúrufræðistofn- unar Íslands, til að kanna með leyfi til útflutnings á steinunum. Í kjöl- farið hafi Kristján Jónasson, jarðfræðingur hjá stofnuninni, skoðað safnið og útflutningsleyfið hafi fengist. Eftir að hafa rætt við Atla Ás- mundsson, aðalræðismann í Winnipeg, Tammy Axelsson, fram- kvæmdastjóra Safns íslenskrar menningarfleifðar á Nýja Íslandi, og stjórnendur við Manitobaháskóla hafi verið ákveðið að koma stein- unum fyrir á safninu á Gimli. Þjóðræknisfélagið hafi fengið styrk frá þremur ráðuneytum vegna pökkunar efnisins, Þorsteinn hafi pakk- að steinunum endurgjaldslaust og Iceland Express flutt þá frítt til Winnipeg sem og boðið hjónunum út. Þorsteinn hafi síðan séð um uppsetninguna. „Það var mjög mikilvægt,“ segir Svavar og bætir við að gaman og gefandi hafi verið að taka þátt í þessu verkefni. Stoðirnar enn styrktar TENGSL ÍSLANDS OG ÍSLENDINGABYGGÐA Í MANITOBA Ljósmynd/Helgi Daníelsson Gefendurnir Þorsteinn Þorleifsson og Snjólaug M. Dagsdóttir. Ljósmynd/Þorsteinn Þorleifsson Sýningin Steinasafnið er til sýnis í Safni íslenskrar menningararfleifðar á Gimli. Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Það er alveg furðulegt að hafa ekki betra að- gengi fyrir fatlað fólk á ýmsum stöðum,“ segir Þórður Höggard Jónsson, sem hefur verið í hjólastól í um 20 ár. Hann segir það forkast- anlegt að hann skuli hafa verið sektaður fyrir að leggja bílnum sínum utan merktra bílastæða fyrir fatlaða við Lystigarðinn í Reykjavík en þar er aðeins eitt bílastæði ætlað fötluðum, sem var upptekið þegar Þórður hugðist leggja þar með konu sinni. Þrátt fyrir að hafa útskýrt málavexti fyrir fulltrúa Bílastæðasjóðs var honum engu að síður gert að greiða sektina. „Þetta kemur mér mjög á óvart,“ segir Guð- mundur Magnússon, formaður Öryrkjabanda- lags Íslands. Hann segist ekki þekkja til þess að slíkt eigi sér oft stað. „Reglan hefur verið sú að þar sem erfitt er að fá bílastæði fyrir fatlaða, eða engin sérmerkt bílastæði eru til staðar, þá megi fatlaður maður leggja ólöglega svo lengi sem hann reyni að sjá til þess að ekki verði af slysagildra,“ útskýrir Guðmundur. Báðir segja þeir aðgengi hreyfihamlaðra mjög mismunandi eftir hverfum höfuðborg- arsvæðisins. Til að mynda er aðgengi hreyfi- hamlaðra við verslunarmiðstöðvar almennt mjög gott en um miðbæ Reykjavíkur sé ekki hægt að segja hið sama. „Það er vonlaust að fá hjólastólastæði niðri í bæ,“ segir Þórður. Að- gengi hreyfihamlaðra í miðbænum segir Guð- mundur þó hafa batnað til muna á seinustu ár- um, þó sumstaðar sé því enn mjög ábótavant. Einnig hafa sumarlokanir á götum í miðbænum valdið hreyfihömluðum auknum erfiðleikum við að komast ferða sinna. Þórður hvetur Reykjavíkurborg til þess að bæta bílastæðamál hreyfihamlaðra, t.d. með því að bæta við stæðum þar sem þau eru fá. Ósáttur við að þurfa að borga stöðumælasekt Morgunblaðið/Ernir Hreyfihömlun Þórður Höggard Jónsson segir forkastanlegt að hreyfihömluðum sé gert að greiða bílastæðissektir þar sem ekki séu næg bílastæði fyrir fatlaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.