Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 16
Ísland 50. landið » Slawomir missti vinnuna í fyrravetur og ákvað að stofna fyrirtæki ásamt konu sinni. » Fyrirtækið flytur inn FM vörur og rekur vöruhús á Akra- nesi. » FM eru ilmvötn, snyrti- og hreinlætisvörur frá Póllandi, seldar í heimasölu í gegnum s.k. fjölþrepamarkaðskerfi. » Ísland er fimmtugasta landið sem FM hefur opnað útibú í og Slawomir sér fjölmörg tækifæri fyrir Íslendinga við markaðs- setningu og sölu á FM vörum. auðvitað hafa margir vinir og kunn- ingjar reynst okkur vel og eru þar fremst í flokki Ole Jakob Volden og kona hans Þóra Kristín Sævars- Guðrún Vala Elísdóttir Hjónin Slawomir Pilecki verkfræð- ingur og Magdalena Pilecka lyfja- fræðingur fluttu til Íslands frá Szczecin í Póllandi fyrir fimm árum. Þau opnuðu vöruhús á Akranesi nú í júlíbyrjun með vörur sem heita FM og eru snyrtivörur, hreinlætisvörur og ilmvötn. Magdalena er eigandi FM Iceland en Slawomir eig- inmaður hennar er upphafsmað- urinn, en eftir að hann missti vinn- una hjá Ístak sl. vetur fór hann að velta fyrir sér hvað hann gæti haft fyrir stafni. „Við kynntumst FM vör- unum í fyrsta skiptið þegar við heimsóttum systur mína til Lond- on,“ segir Slawomir. Í framhaldinu ákváðu þau að opna útibú á Íslandi. „Við ákváðum að opna útibú hér því enginn hafði gert það áður og við höfðum séð klárlega að svona við- skipti (Fjölþrepamarkaðskerfi) styrkjast ár frá ári. Svo virðist okk- ur sem Íslendingar hafi gaman af þessu og finnist skemmtilegt að taka þátt.“ Tóku engin lán Útibúið var opnað á Akranesi í heimabæ þeirra hjóna, en þau segja að staðsetningin skipti í raun engu máli þar sem flestar pantanirnar komi í gegnum netið og vörurnar verða sendar með pósti. Ísland mun vera fimmtugasta landið sem opnar FM útibú í heiminum. „Í kringum 20 júní ákváðum við að opna formlega útibú FM á Íslandi og notuðum til þess okkar eigið fé án þess að taka lán eða fá nokkra fjárhagsaðstoð. En dóttir sem hafa hjálpað okkur mik- ið.“ Fyrirtækið býður upp á ilmvötn og snyrtivörur og einnig hreinlæt- isvörur til heimilisnota, fyrir skrif- stofuna eða bílinn. „Við pöntuðum fyrstu vörurnar frá útibúinu í Lond- on í október á síðasta ári, en við urð- um fljótlega vör við að vini okkar langaði líka til að prófa þær. Þess vegna buðum við þeim að taka þátt og með tímanum urðu það fleiri og fleiri sem langaði að prófa vörurnar. Fólk er líklegra til að kaupa af ein- hverjum sem það þekkir því það treystir þeim. Þarna sáum við tæki- færi fyrir alla Íslendinga,“ segir Sla- womir. Samkvæmt markaðskerfinu geta söluaðilar hagnast umfram beinan hagnað af sölu, því fyrirtækið veitir söluaðilum umboðslaun samkvæmt markaðskerfi fyrirtækisins. „Það besta við þetta viðskiptakerfi er að allir geta tekið þátt og byggt sín eig- in teymi hvar sem er í heiminum,“ segja hjónin. FM vörurnar eru framleiddar í Póllandi. „Ég vona að Íslendingar muni elska þessar vörur eins mikið og Prins pólóið,“ segir Slawomir og hlær. Slawomir segir að þau finni lausn- ir í kreppunni. „Þetta er bara byrj- unin.“ Missti vinnuna og opnaði vöruhús  Slawomir Pilecki: „Ég vona að Íslendingar muni elska þessar vörur eins mikið og Prins pólóið“ Morgunblaðið/Guðrún Vala El Missti vinnuna og opnaði vöruhús Hér má sjá förðunarvörurnar próf- aðar. Þegar vöruhúsið var opnað gafst konum kostur á að fá fría förðun. Frá opnun vöruhússins á Akranesi Frá vinstri er Þóra Kristín Sævars- dóttir, Ole Jakob Volden, Slawomir Pilecki og Magdalena Pilecka. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is VÍB – Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka er leiðandi á íslenskummarkaði með áratugareynslu eignastýringu. Einkabankaþjónusta Viðskiptavinum sem gera ríkar kröfur býðst þjónusta sem er sniðin að þeirra þörfum. Viðskiptastjóri annast stýringu eignasafns og veitir margvíslega ráðgjöf. Eigna- og lífeyrisþjónusta Hefðbundin ávöxtun, sparnaður í áskrift, stakar fjárfestingar og lífeyrissparnaður með aðstoð sérfræðinga okkar. Netbanki Aðgangur að einu breiðasta sjóðaúrvali landsins fyrir þá sem vilja stýra eignasafni sínu sjálfir. Fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is eða pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900. VÍB veitir sparifjáreig- endum metnaðarfulla og persónulega þjónustu H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -0 4 0 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.