Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 Hjónin Sigríður María Róberts- dóttir rekstrarstjóri og Finnur Yngvi Kristinsson verkefnisstjóri annast reksturinn hjá Rauðku. „Við komum heim frá Bandaríkj- unum 2008 þar sem við vorum við nám og störf og fórum nánast beint í verkefnið. Það var orðið svo viða- mikið að fleiri hendur vantaði til að halda utan um það,“ segir Finnur. Sigríður er frá Siglufirði, dóttir Róberts Guðfinnssonar, og Finnur Yngvi er ánægður með að hafa flutt með henni þangað. „Það var áhuga- vert að koma í jafn söguríkan stað og Siglufjörð og taka þátt í svona verkefni. Ekki voru mörg verðugri verkefni á þessum tíma,“ segir Finnur. Ekki mörg verð- ugri verkefni Framkvæmdirnar við smábátahöfn- ina hafa verið mikil innspýting í efnahagslíf Siglufjarðar, sér- staklega vegna þess að eigendurnir hafa lagt áherslu á að nýta þjónustu heimafólks sem allra mest. „Upphaflega hugmyndin var að gera bænum til góða,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Rauðku. Við það hefur verið staðið með því að framkvæma sem mest með heimamönnum og miða framkvæmdatímann við að þeir geti tekið verkin að sér. Lagðar hafa verið um 400 millj- ónir í uppbygginguna, það sem af er, og að minnsta kosti tvöföld sú fjárhæð fer í byggingu hótels og tengda starfsemi, verði af þeim framkvæmdum. „Peningarnir verða eftir hér á staðnum og það margfaldar efnahagslegu áhrifin,“ segir Finnur. Gera bænum sínum til góða „Við fengum 1.500 gesti fyrstu helgina eftir að við opnuðum kaffi- húsið. Mikið hefur verið að gera,“ segir Finnur og getur þess að þau hafi orðið að bæta við starfsfólki til að geta sinnt gestunum vel. Gist í smábátahöfn Eigendur Rauðku og tengdra fé- laga eru með enn stærri áform. Ætlunin er að byggja 64 herbergja hótel við smábátahöfnina. Rætt er við bæjarstjórn um skipulag mið- bæjarins og umhverfismál á svæð- inu sem Rauðkumenn leggja mikla áherslu á. Þá er mikilvægur grundvöllur framkvæmdarinnar að aukið sé við afþreyingu á Siglu- firði. Hafa þeir lýst áhuga á að koma að gerð nýs golfvallar í Hóls- dal og áframhaldandi rekstur og uppbyggingu á skíðasvæðinu í Skarðsdal. Hótelið verður byggt í sama stíl og veitingahúsin og hafa sama yf- irbragð og Síldarminjasafnið og önnur hús á svæðinu. Það verður að hluta til byggt á uppfyllingu og umlukið smábátahöfn. „Það á að vera upplifun fyrir gestina að dvelja á hótelinu,“ segir Finnur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Rautt, gult og blátt Líf er komið í gömlu fiskvinnsluhúsin við smábátahöfnina á Siglufirði, meðal annars veitingastaður, kaffihús og listasalur. Flestir gestir staðarins líta þar við. Í regnbogans litum  Mikið líf er í kringum litsterku veitingahúsin við smábátahöfnina á Siglufirði  Tilbúin fyrsta sumarið sem Héðinsfjarðargöngin eru opin  Rauðka með áform um byggingu hótels í höfninni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á bekknum Finnur Yngvi Kristinsson og Sigríður María Róbertsdóttir í góðum félagsskap í sundinu á milli Rauðku- húsanna. Bekkurinn er orðinn einn mest ljósmyndaði hluturinn á Siglufirði og þótt víðar væri leitað. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nýir litir eru komnir í litróf Siglu- fjarðar með rauðu, gulu og bláu húsunum við smábátahöfnina. Þar eru reknir veitingastaðir og mikið líf í sumar, úti jafnt sem inni, þeg- ar ferðamannastraumurinn stend- ur sem hæst. Raunar er svæðið orðið sjálfstæður segull fyrir ferðafólk. Upphafið að nýja ævintýrinu á Siglufirði er sérstætt. Íslandsbanki lagði niður útibú sitt og útibús- stjórinn missti þar með vinnuna. Róbert Guðfinnsson, athafnamaður og Siglfirðingur, stappaði stálinu í Hörð Júlíusson, vin sinn, sem nú stóð á tímamótum í lífi sínu. Nokkru seinna töluðu þeir aftur saman og þá var Róbert búinn að kaupa húsin við smábátahöfnina og bað Hörð um að stjórna uppbygg- ingunni. Hörður fórnaði höndum og sagði að þessi hús væru svo illa farin að best væri að rífa þau. Hann tók þó að sér verkið sem er að ljúka í sumar. „Þetta hefur gengið eftir, að mestu leyti. Bærinn hefur tekið stakkaskiptum. Verkefnið hefur smitað út frá sér, eins og ætlunin var,“ segir Finnur Yngvi Krist- insson, verkefnisstjóri hjá Rauðku. Hann vísar til upphaflegra mark- miða Rauðku ehf. sem stofnuð var í ágúst 2007 en þau voru að lag- færa landið í kringum smábáta- höfnina og byggja þar ferðaþjón- ustu, virkja mannauðinn á svæðinu og hvetja aðra bæjarbúa til að taka til hendinni. Mikið að gera í sumar Rauðka keypti gömul fisk- vinnsluhús við smábátahöfnina, hús sem höfðu átt sinn blómatíma á síldarárunum en voru komin í niðurníðslu. Þau voru endurbyggð í gamla stílnum og eru nú komin í fullan rekstur. Veitingastaðurinn Hannes Boy var opnaður í gula húsinu á síðasta ári og gallerí í bláa húsinu. Kaffihús, Kaffi Rauðka, var opnað í rauða húsinu í sumar. Í hinum enda þess húss er salur fyrir veislur, fundi eða tón- leika og á efri hæðinni er koníaks- stofa og minni salur. Á lóðinni er aðstaða til að vera með veitingar úti á góðviðr- isdögum, ýmis leiktæki fyrir börn, svið til tónleikahalds, mini- golfvöllur og strandblakvöllur. „Við viljum vera með afþreyingu fyrir fjölskyldufólk og finnst hún eiga vel heima á útisvæðinu,“ segir Finnur. Til viðbótar nefnir hann bát sem notaður verður til sjó- stangaveiði og útsýnisferða. Veitingastaðurinn Hannes Boy fékk góðar viðtökur á síðasta ári. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leikur Útisvæðið við veitingahúsin er fyrir alla fjölskylduna. Foreldrarnir geta fengið sér veitingar úti eða inni og fylgst með börnunum að leik. Morgunblaðið/Skapti Útisvæði Iðandi mannlíf við Rauðkuhúsin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.