Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
✝ GuðmundurSigurðsson
fæddist að Skjöld-
ólfsstöðum í Breið-
dal 28. september
1919. Hann lést á
hjúkrunarheimili
aldraðra á Höfn í
Hornafirði 15. júlí
2011.
Foreldrar hans
voru hjónin Sig-
urður Sigurðsson
bóndi, f. 25. mars 1879, d. 27.
nóvember 1960, frá Kálfafelli í
Suðursveit og Arnleif Krist-
jánsdóttir, ljósmóðir, f. 17.
september 1882, d. 31. júlí
1969, frá Löndum í Stöðv-
arfirði. Systur Guðmundar eru:
Margrét, f. 25. janúar 1909, d.
12. september 1989, Bergþóra,
f. 31.12. 1922, Helga, f. 3. des-
ember 1923 og Kristbjörg, f.
29. september 1927, d. 16. jan-
úar 2009.
Guðmundur ólst upp í for-
eldrahúsum og tók snemma
Kaupfélagið á Breiðdalsvík. Sá
um skipaafgreiðslu o.fl. Upp úr
1970 snéri hann sér að bústörf-
um á nýjan leik, er hann tók að
sér sauðfjárbúið að Ósi í Breið-
dal, sem hann rak allt til ársins
1992.
Ásamt bræðrunum Pétri og
Svani Sigurðarsonum frá Ósi
stofnaði Guðmundur til kaupa
og útgerðar á vélbátnum Vin.
Þeir þremenningar reistu og
ráku Síldarsöltunarstöðina
Gullrúnu á árunum 1961-1969
og stofnuðu ásamt öðrum Síld-
ariðjuna á Breiðdalsvík sem
var einn stærsti hluthafinn í
Hraðfrystihúsi Breiðdælinga
sem stofnað var 1946. Guð-
mundur tók virkan þátt í at-
vinnuuppbyggingu á Breið-
dalsvík og var afar vinnusamur
og duglegur maður sem gott
var að leita til. Guðmundur var
einn helsti hvatamaður að
stofnun Verkalýðsfélags Breið-
dælinga og var fyrsti formaður
þess. Hann starfaði töluvert
fyrir Umf. Hrafnkel Freysgoða
í Breiðdal og var formaður
þess um tíma.
Útför Guðmundar fer fram
frá Heydalakirkju í dag, 23.
júlí 2011, og hefst athöfnin kl.
14.
þátt í bústörfum.
Hann gekk í
barnaskóla heima-
fyrir sem þá var
farskóli á bæjum í
sveitinni. Hann fór
til náms í Alþýðu-
skólann á Eiðum
árið 1939 og var
þar til vors 1941.
Næstu árin sinnti
hann bústörfum á
Skjöldólfsstöðum.
Árið 1946 flutti hann til Breið-
dalsvíkur ásamt foreldrum sín-
um í nýbyggt íbúðarhús sem
þau nefndu Arnarhvol. Þar bjó
hann alla tíð síðan. Sjósókn og
fiskvinnsla voru meginverkefni
á 6. áratugnum, að und-
anskildum vetrinum 1948-1949
þegar hann aflaði sér vélstjórn-
arréttinda í Vélskólanum í
Reykjavík. Guðmundur dvaldi
við byggingarstörf í Reykjavík
nokkur misseri en flutti austur
á Breiðdalsvík árið 1960. Þá
hóf hann verslunarstörf við
„Láttu aldrei særðan fugl frá
þér fara“. Þessi orð sagði Guð-
mundur móðurbróðir minn ávallt
við mig ef ég skaut feilskoti, er
við vorum saman á veiðum.
Gummi eins og við kölluðum
hann var mér afskaplega náinn,
ekki sem einhver frændi heldur
sem félagi og vinur. Gummi hélt
heimili með ömmu minni þar til
hún lést, en var síðan einn af okk-
ur ef svo má segja. Honum lét vel
að umgangast ungt fólk og fann
sig þar vel, var mikið með okkur
bræðrum í leikjum og við störf.
Gummi var annálaður veiði-
maður en jafnframt mikill dýra-
vinur. Margs er að minnast þeg-
ar litið er yfir farinn veg og er
ekki úr vegi að rifja upp nokkur
eftirminnileg atvik. Eitt sinn fór-
um við frændur á hreindýraveið-
ar ásamt fleirum. Þegar við nálg-
uðumst hjörðina var ákveðið að
Gummi og annar til skyldu
skjóta, en ekki vildi betur til en
svo að þegar skytturnar komust í
færi að þá uppgötvaði sá sem
með Gumma var að smjör hafði
lent á sjóngleri kíkisins svo að
ekkert sást, en skömmu áður
hafði hópurinn matast. Styggð
var komin að dýrunum og nú var
að duga eða drepast, sá gamli tók
þá af skarið og felldi þau dýr sem
fella mátti og var það mál manna
að annað eins fumleysi hefðu þeir
ekki séð við veiðar.
Svo ég rifji upp fleiri veiðisög-
ur þá minnist ég einnar enn. Ein-
hverju sinni vorum við á laxveið-
um við Breiðdalsá, undirritaður,
Hallgrímur frændi okkar og svo
Gummi. Ég hafði leyfið en það
var þannig með okkur Gumma að
við höfðum ekki mikla þolin-
mæði, svo við fengum Hallgrím
til að halda á stönginni, en lágum
svo sjálfir í berjabrekkunum,
tíndum ber og reyktum Camel.
Gummi fór fögrum orðum um
kasttækni Hallgríms og segir
ekki meir af því. Fljótlega er
fiskur á og honum landað,
skömmu seinna er fiskur á en
sleit sig lausan í fjöruborðinu.Við
vorum ekki fyrr sestir er annar
fiskur rýkur á öngulinn. Gummi
rís þá snöggt úr berjamónum og
segir: „Þessi skal ekki sleppa“ og
klæðir sig úr öðrum leistanum og
setur á hönd sér svo hann hafi
betra grip, hleypur niður að á,
grípur um stirtluna og sveiflar
stærðar laxi á land.
Vertu svo margblessaður
frændi sæll, en þessi kveðjuorð
voru ávallt til mín frá þér.
Sigurður Pétursson.
Kæri frændi.
Nú er komin kveðjustund.
Minningarnar lifna við og þú sem
varst mér svo nærri í lífinu held-
ur á vit feðra þinna. Þú hafðir
einstaka, ljúfa og gefandi nær-
veru. Talaðir við börn og ung-
linga eins og fullorðna enda varst
þú vinsæll, ekki síst hjá unga
fólkinu. Börn eru næm fyrir slíku
og því var svo gott að vera með
þér.
Vorið 1971 var ég vinnumaður
hjá þer í sauðburðinum á Ósi. Þá
báru flestar kindurnar úti, í
Nátthaga sem svo er nefndur.
Við gáfum okkur oft tíma til þess
að gera eitthvað skemmtilegt
saman. Fórum í klettana í Ós-
hjallanum að tína fýlsegg, eða
niður á Skipeyri og þar náðum
við okkur í æðaregg. Þetta voru
góðir dagar, áhyggjulausir og þú
kenndir mér margt. Sagðir sögur
frá gamla tímanum í Breiðdal
eða viðburðum úr seinni heims-
styrjöldinni en sagnfræðin var
þér hugleikin. Svo má ekki
gleyma íþróttaáhuganum. Þú
hafðir mikinn áhuga á knatt-
spyrnu og Liverpool var félagið
þitt. Kappar eins og Keegan,
Dalglish og John Barnes voru
þínir menn meðan við bræðurnir
héldum allir með Manchester
United.
Að fara með þér á veiðar var
einstakt, þú kenndir mér að bera
virðingu fyrir bráðinni og aldrei
særa dýr. Þú varst frábær veiði-
maður, afar fær skotveiðimaður
og sýndir það oft að fáir komust
með tærnar þar sem þú hafðir
hælana í þeim efnum.
Þú varst markavörður í liði
Breiðdælinga á þínum yngri ár-
um og mér er sagt að þú hafir
haft mikla hæfileika. Léttur á
þér og eldfljótur að hlaupa. Eitt
sinn voru Breiðdælingar að
keppa við Seyðfirðinga á Seyð-
isfirði og þar lentir þú í slysi.
Hafðir kastað þér fyrir fætur
sóknarmanns sem af slysni
sparkaði í höfuð þitt þannig að
flytja varð þig á sjúkrahúsið.
Sauma þurfti mörg spor í höfuð
þitt. Þarna bjargaðir þú marki og
Breiðdælingar unnu leikinn.
Þetta atvik sýnir svo vel að þú
lagðir þig allan fram og hlífðir
þér aldrei þegar á reyndi.
Minni þitt var mikið. Þú
mundir ótrúlegustu hlutu frá
gömlu dögunum, sögur af svað-
ilförum og sjávarháska sem þú
hafðir lent í, t.d. þegar Vininn
rak vélarvana inn allan Beru-
fjörðinn í brjáluðu veðri. Svanur
frændi, þinn góði vinur, var skip-
stjóri og fleiri Breiðdælingar
voru um borð. Um þessa svað-
ilför er ritað í bókinni Þrautgóðir
á raunastund eftir Steinar J.
Lúðvíksson.
Þú hafðir yndi af fornsögun-
um. Þekktir þar vel til, enda oft
vitnað í fornhetjurnar og margar
fleygar setningar hafðar eftir við
hin ýmsu tækifæri. Þú hafðir líka
gott vald á móðurmálinu okkar.
Ritaðir óaðfinnalega stafsetn-
ingu og varst með svo fallega rit-
hönd. Þér gekk líka námið vel á
Eiðum. Hefðir getað menntað
þig vel en þú varst með hugann
við foreldra þína og systur og
vildir hjálpa þeim. Þannig varst
þú. Alltaf tilbúinn til að aðstoða
og greiða götu þeirra sem þú
taldir að hjálpar væri þurfi.
Með aldrinum dvínaði veiði-
áhuginn og þú gast ekki hugsað
þér að fara lengur á rjúpnaveiðar
sem lengi vel voru þitt helsta
áhugamál. Rjúpan átti til að
verpa í garðinum á Ósi og þú leist
á hana sem þitt húsdýr og gælu-
dýr.
Þú renndir stundum fyrir lax
og silung í Breiðdalsánni. Við
lentum stundum í ævintýrum þar
og þú háfaðir minn fyrsta flugu-
lax í Ármótahylnum.
Ég hitti þig síðast viku fyrir
andlát þitt á hjúkrunarheimilinu
á Höfn. Þá var af þér dregið en
hugurinn var skír og tær.
Nú kveð ég þig, kæri vinur og
frændi. Þakka þér fyrir allt.
Pétur Pétursson
og fjölskylda.
Þegar ég hugsa til Guðmundar
Sigurðssonar móðurbróður míns
hugsa ég alltaf um hann sem
Gumma frænda. Hann virtist
nokkuð dulur og flókinn persónu-
leiki. Bókelskur og hrifinn bæði
af sögum og kvæðum. Hann var
mannvinur og unni öllu lífi. Unni
sveitinni sinni en lærði einnig að
meta hafið. Vann hin ýmsu störf
sem til féllu og fátt var það sem
Gumma frænda var óviðkom-
andi. Hann, eins og margir af
hans kynslóð, unni ættjörðinni og
bar ofurvirðingu fyrir stjórnvöld-
um og mætum mönnum.
Gummi frændi var alla tíð
besti frændi í heimi en það er
nokkuð erfitt að lýsa honum.
Þegar við hugsum til þeirra sem
njóta íslenskrar náttúru en
kunna einnig að nýta landið og
gjafir þess þá tengist hugsunin
Gumma. Hann unni sveitinni
sennilega mest á vorin þegar
sauðburður var í algleymingi en
einnig var gaman að sjá kappið
að heimta allt af fjalli. Ekki var
síður gaman að hlusta á veiðisög-
ur Gumma, á sjó og landi, alltaf
sama kappið en einnig sönn virð-
ing fyrir náttúrunni og nýtingu
auðlindanna.
Gummi var sögumaður góður
og fannst mér fátt skemmtilegra
en að hlusta á Gumma segja sög-
ur en það var bæði af framættum
okkar, lifnaðarháttum og aðbún-
aði áður fyrr. Fróðleiksfús
krakki kunni að meta þetta og sé
ég hann enn fyrir mér að segja
þessar sögur því ákafi sögu-
manns var mikill og hann gerði
góða sögu alltaf enn betri. Þegar
hann vildi leggja áherslu á orð
sín kom oft „segðu það maður“.
Hann hafði sérstakt lag á að gera
hvern dag að sólskinsdegi.
Þó er ekki svo að allir dagar
hafi verið gleðidagar, hann fór
ekki varhluta af sorg og missi en
alltaf bar hann sig vel. Greina
mátti þó einsemd seinni ár en
það getur verið erfitt fyrir kapp-
saman göngumann að líta til
baka og velta fyrir sér hvort
hann valdi réttu leiðina. Ævin-
lega vildi Gummi öllum gott gera
og oft var hann búinn að hjálpa
systrum sínum og þeirra fjöl-
skyldum.
Aldrei varð Gummi svo gamall
að hann vissi ekki nokkurn veg-
inn hvað væri um að vera á Ósi
þegar við töluðum saman. Einnig
spurði hann um systur mínar og
ekki síst bræðrasyni mína, afa-
strákana sína, hvað væri af þeim
að frétta. Hann var alla tíð mjög
lifandi manneskja og sannur
hvetjari. Ég tel mig heppna að
hafa fengið að kynnast Gumma
vel.
Þó leiðir mínar liggi nú sjaldn-
ar austur þá er alltaf jafngott að
koma til Breiðdalsvíkur og kíkja
á fólkið sitt. Góð vinátta fyrnist
ekki svo glatt þó hún kannski
breytist, eins verður minning um
góðan frænda alltaf með okkur
öllum til gleði og yndisauka.
Nú er kallið komið og komin
kveðjustundin og langri sjúkra-
vist lokið. Starfsfólki hjúkrunar-
heimilisins á Höfn þakka ég góða
ummönnun Gumma frænda en
ekki síður þakka ég frændfólkinu
frá Breiðdalsvík hvað það var og
er ræktarlegt við minningu um
góðan mann.
Blessuð sé minning Gumma
frænda.
Siggerður Ólöf
Sigurðardóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Kæri Gummi.
Nú er komið að kveðjustund.
Takk fyrir að vera frændi okkar,
afi og vinur.
Við munum alltaf minnast þín,
skemmtilega húmorsins, allra
frásagnanna, gjafmildi, vinnu-
semi, bros þíns, alpahúfunnar og
allra samverustundanna á Ósi og
Breiðdalsvík.
Saknaðarkveðjur,
Pétur Arnar Guðmundur
og Arnþór Hreinssynir.
Guðmundur Sigurðsson, móð-
urbróðir minn, eða Gummi eins
og flestir ættingjarnir kölluðu
hann, verður jarðsunginn í dag.
Á hugann leita hugsanir og
minningar frá liðinni tíð. Þegar
ég man fyrst eftir, var Gummi
fluttur út í þorpið á Breiðdalsvík
frá Skjöldólfssöðum ásamt for-
eldrum sínum í Arnarhvol. Að
loknu námi á Eiðum tók hann að
mestu við rekstri á Skjöldólfs-
söðum sökum heilsubrests föður
síns.
Sveitastörfin áttu vel við hann,
þó dreymdi hann um að fara í
langskólanám eins og vinur hans
Tómas Árnason, síðar alþingis-
maður og ráðherra hvatti hann
til.
Gummi var mjög bókelskur,
las fræðibækur og fagurbók-
menntir og kunni mikið af ljóðum
og lausavísum.
Börn og unglingar hændust að
honum og man ég vel þegar
Gummi, Addi frændi, Siggi bróð-
ir, þeir Ásbræður Eyþór og Lúlli
og fleiri fóru til silungaveiða nið-
ur á Meleyrarodda.
Gummi var utanbúðarmaður í
kaupfélaginu þ.e. sá um af-
greiðslu á allri þungavöru, skipa-
afgreiðslu og bensínsölu. Í því
starfi kynntist hann minnisstæðu
fólki.
Eftir 13 ára starf hjá kaup-
félaginu tók Gummi við búskapn-
um á Ósi. Þar þekkti hann vel til,
hafði stundað selveiðar áður fyrr
með föðurafa mínum sem þá bjó
á Ósi, eins hafði hann smalaði
fjöllin þar margoft. Hann um-
gekkst skepnurnar fimlega og
flest verk virkuðu einföld og auð-
veld í hans höndum, svo sem þeg-
ar sprauta þurfti kindur og
marka lömbin. Allt þetta kenndi
hann mér, 14 ára peyjanum,
vandlega. Hann mat holdafar
kindanna mjög auðveldlega,
fylgdist vel með mjólkurlagni
ánna en einblíndi ekki eins á
byggingarlag þeirra. Þó var hann
áhugamaður um þann þátt í
starfinu. Báðir lögðum við
áherslu á að hafa ærnar stilltar
og þægilegar á húsi. Hann tamdi
þær margar strax á fyrsta vetri,
aðrar komu til síðar. Þetta var
honum eiginlegt og auðveldaði
smalastörfin verulega. Hann
beitti fénu alltaf þegar veður
leyfði og fylgdi því eftir ef með
þurfti, og sjá þegar langar fjár-
lestirnar runnu nánast fyrirhafn-
arlaust heim að hausti.
Gummi gladdist mjög þegar
við fengum dýralækni á svæðið
árið 1977. Í sendibréfi frá honum
til mín skrifaði hann; Jæja
frændi, nú hef ég góðar fréttir að
færa. Góð umhirða dýra og vönd-
uð heyverkun einkenndu störf
hans. Á vorin, nokkru eftir að án-
um var sleppt á fjall fór hann yf-
irferð um landið enda frár á fæti.
Árið 1989, þá sjötugur, smal-
aði hann ánum heim rétt fyrir
miðjan desember aleinn og þurfti
þó að sækja sumar þeirra upp á
Grasafjall, í um 700 m hæð.
Við frændur unnum saman að
búskapnum að Ósi í mörg ár og
áttum margar góðar stundir
saman, stundum bara tveir,
stundum með fjölskyldu minni
sem hann leit á sem sína.
Skömmu fyrir andlátið heim-
sótti ég Gumma. Líkaminn var
þreyttur en sálin hress. Við átt-
um góðar samræður, m.a. um
heyskaparhorfur og fleira sem
snerti bændurna heima í Breið-
dal.
Hann kvaddi mig
með bros á vör.
Ég færi starfsfólki Skjólgarðs
á Höfn kærar þakkir fyrir góða
umönnun frænda míns.
Farðu í friði, kæri vinur!
Hreinn Pétursson.
Guðmundur
Sigurðsson
HINSTA KVEÐJA
Lítillátur, ljúfur og kátur,
leik þér ei úr máta.
Varast spjátur, hæðni, hlátur,
heimskir menn sig státa.
(HP)
Með orðum sálmaskálds-
ins góða munum við minn-
ast þín, kæri Gummi.
Þín systir,
Bergþóra og
Linda Hugdís frænka.
Fleiri minningargreinar
um Guðmund Sigurðsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Elsku Sigrún
mín, mig langar að kveðja þig með
örfáum orðum.
Þar sem við lágum saman á
spítalanum nú fyrir ekki svo löngu
og spjölluðum mikið, gerði ég mér
ekki alveg grein fyrir því hversu
alvarleg veikindin þín voru en
þetta er dýrmætur tími í minning-
unni sem við áttum saman þó hann
hefði mátt vera við aðrar aðstæð-
ur.
Við höfum nú brallað ýmislegt í
gegnum árin og ferðast saman er-
lendis. Ég átti að bera kveðju til
Sigrún
Sigurðardóttir
✝ Sigrún Sigurð-ardóttir fædd-
ist 26. desember
1951. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suð-
urnesja 23. júní
2011.
Útför Sigrúnar
fór fram í kyrrþey
að ósk hinnar
látnu.
þín frá Mæsu (Mar-
in) vinkonu okkar,
hún var mjög dugleg
að koma til þín að
spila og hjúkra þér.
Ég gæti nú setið
hér og skrifað enda-
laust um okkar vin-
skap í gegnum árin.
En nú geymi ég þær
minningar í huga
mér og hjarta.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund,
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson)
Með þessu ljóði langar mig að
kveðja góða vinkonu og votta fjöl-
skyldu hennar samúð mína.
Kveðja,
Anna Aðalsteinsdóttir.
✝
Yndislega eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir og amma,
RÓSHILDUR STEFÁNSDÓTTIR,
Ljósuvík 14,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
aðfaranótt fimmtudagsins 21. júlí.
Birkir Þór Gunnarsson,
Gunnar Birkisson, Jóhanna Þórhallsdóttir,
Stefán Hjálmar Birkisson, Margrét Björk Kjartansdóttir,
Dagný Björk Stefánsdóttir, Steindór Hjartarson,
Aron Birkir Stefánsson,
Hanna Björt Stefánsdóttir.
✝
Okkar ástkæra,
INGUNN HRÓBJARTSDÓTTIR,
Úthlíð 9,
áður Mjósyndi,
lést föstudaginn 8 júlí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Börn, barnabörn og barnabarnabörn.