Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 4
Tekjur og gjöld fjögurra manna fjölskyldu í Garðabæ Heimild: skattur.is og velferðarráðuneytið Hjón með 2 börn Árstekjur: 5.000.000 kr. Eignir: 1.500.000 kr. Einstætt foreldri með 2 börn Árstekjur: 2.000.000 kr. Eignir: 0 kr. Barnabætur Húsaleigubætur Leikskólagjald 302.036 126.000 268.800 486.000 614.360 160.800 Afgangur af bótum eftir leikskólagjöld: 159.236 kr. Afgangur af bótum eftir leikskólagjöld: 939.560 kr. (428.036 kr.) (1.100.360 kr.) Egill Ólafsson egol@mbl.is „Við höfum íhugað að skilja,“ segir faðir tveggja ungra barna, en hann og konan hans eru á hrakhólum með húsnæði. Fjárhagsstaða fjölskyld- unnar er veik, en hún myndi batna um 780 þúsund krónur á ári ef hjón- in taka það skref að skilja. Hjónin eiga tvö börn sem bæði eru yngri en sjö ára. Yngra barnið er að byrja í leikskóla, en það eldra byrjar í grunnskóla í haust. Konunni var sagt upp störfum í fyrra og hún er því á atvinnuleysisbótum. Hann er í vinnu, en þessa dagana snýst til- vera fjölskyldunnar um að finna húsnæði því að búið er að segja henni upp leigunni þar sem selja á íbúðina. „Ef við skiljum myndi konan mín skrá lögheimili hjá vinkonu sinni en við myndum síðan finna okkur íbúð einhvers staðar í Reykjavík. Við myndum þá geta haldið leikskóla- plássinu,“ segir faðirinn. Bætur hækka og leikskólagjald lækkar Við skilnaðinn tvöfaldast barna- bætur og húsaleigubætur myndu fjórfaldast. Þá fá einstæðir foreldrar í Garðabæ, þar sem fjölskyldan býr, 40% afslátt á leikskólagjaldi. Hjónin fá í dag 159.236 krónur í barnabætur og húsaleigubætur á ári þegar búið er að draga frá leikskólagjaldið. Einstætt foreldri með tvær milljónir í árslaun með tvö börn sem bæði eru undir sjö ára aldri fær hins vegar 939.560 krónur í barnabætur og húsaleigubætur að frádregnu leik- skólagjaldi. Fjárhagslega myndi staða fjölskyldunnar því batna um 780.324 krónur á ári við að skilja. Bæta stöðuna við skilnað  Hjón á húsnæðishrakhólum íhuga að skilja, en það myndi bæta stöðuna 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Vélstjórar á farskipum felldu kjarasamning sem undirritaður var 24. júní síðastliðinn með afgerandi hætti. Í tilkynningu frá Félagi vél- stjóra og málmtæknimanna segir að tæp 85 prósent félagsmanna, sem greiddu atkvæði, felldu samn- inginn. Jafnframt segir í tilkynn- ingu að niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar hafi ekki komið á óvart, þar sem kjör íslenskra vélstjóra eru langt undir kjörum vélstjóra hjá er- lendum útgerðum. „Við bentum á í fréttatilkynning- unni að vélstjórar starfa í al- þjóðlegu umhverfi með skipin skráð annars staðar og við teljum að þeir verði að borga okkur sam- bærileg laun [og tíðkast erlendis],“ segir Guðmundur Ragnarsson for- maður VM og bendir á að næsti samningafundur fari að öllum lík- indum fram skömmu eftir versl- unarmannahelgi. „Við munum eiga fund með þeim og ef þeir eru ekki tilbúnir í að gefa okkur betra boð þá verðum við að fara í þær aðgerðir sem við teljum að þurfi til að menn hugsi sinn gang,“ segir Guðmundur og bendir á að komi til verkfalls vélstjóra muni slíkt hafa í för með sér miklar afleiðingar fyrir bæði skipafélög og þjóðfélagið. Guðmundur kveðst þó vongóður um að samningar náist og að ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu vélstjóra. „Ég trúi ekki öðru en að allir að- ilar sem að samningunum koma, setjist að samningaborðinu með það að markmiði að leysa þetta á skyn- saman hátt. Það er markmið allra,“ segir Ólafur William Hand upplýs- ingafulltrúi Eimskipafélags Ís- lands. „Það var ákveðið að taka upp viðræður aftur eftir verslunar- mannahelgi,“ segir Ægir Steinn Sveinþórsson formaður samninga- nefndar skipstjóra og stýrimanna en kjarasamningar þeirra voru einnig felldir fyrir stuttu. Hann segist bjartsýnn á að samningar séu innan seilingar. Kolfelldu kjara- samning í at- kvæðagreiðslu  Vélstjórar telja eðlilegt að laun sam- ræmist launum starfsfélaga erlendis Séra Vigfús Árnason, prestur í Grafarvogi, hef- ur margoft bent á að það sé óeðli- legt að stuðn- ingskerfi við barnafólk sé þannig uppbyggt að hjón hagnist fjárhagslega á því að skilja. Hann segist hafa rætt um þetta mál við þrjá fjármálaráðherra og þeir hafi allir gefið þau svör að þeir væru að taka á þessu máli. Það hafi hins vegar ekki enn gerst. „Ísland er eitt fárra landa á Vesturlöndum þar sem er óhagstætt peningalega að vera í hjónabandi.“ Vigfús segir að í Danmörku njóti börn hjóna forgangs að leik- skólaplássi. Aðalmunurinn sé þó á barnabótum. „Mér finnst að það eigi að líta á það sem rétt barnsins að fá barnabætur og hann sé óháð- ur hjúskaparstöðu.“ Óeðlilegt að refsa fólki fyrir að ganga í hjónaband Séra Vigfús Þór Árnason Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Utanvegaakstur í Reykjanesfólk- vangi er illviðráðanlegt vandamál sem fer vaxandi, segir Óskar Sæv- arsson, sem er í stjórn fólkvangsins og starfandi landvörður þar í sumar. Hann segir ástandið í ár heldur verra en undanfarin tvö ár. Einkum sé um mótorkrosshjól, krossara, að ræða. Í fólkvanginum er utanvega- akstur vitaskuld stranglega bann- aður, og vegfarendum gert það ljóst með alls 24 skiltum. Slóðar bætast stöðugt við Fólkvangurinn er vinsælt útivist- arsvæði og þar er að finna fjölda vin- sælla gönguleiða. Óskar segir að á vissum leiðum fari gönguhópar ekki um án þess að á vegi þeirra verði vélhjólafólk sem keyrir utan vega. „Það væri sök sér ef það héldi sig á einbreiðum eða tvíbreiðum slóða, en það skal alltaf bætast við,“ segir Óskar. Sem dæmi nefnir hann slóð- ann sem liggur með Arnarvatni. Þar hafa þeir fundið sér leið meðfram vatninu og brekkurnar í kringum það eru allar orðnar útspólaðar. Hann segir það óvinnandi veg fyr- ir sig einan að hemja athæfið, og ákæruvaldið hefði þar að auki átt erfitt með að ná fram sakfellingu í málum sem þessum. Vegna fjar- lægðar og stopuls símasambands geti það tekið allt að klukkustund að fá lögreglu á svæðið, verði ökumenn uppvísir að því að keyra utan vega. „Ég næ ekki að gera neitt nema fylgjast með þessu, skrá og hafa af- skipti,“ segir Óskar. Akstur utan vega vaxandi vandamál  Miklar skemmdir í Reykjanesfólkvangi eftir ökutæki Ljósmynd/Óskar Sævarsson Skemmdir Ökumenn þessara jeppa voru staðnir að spjöllum í fólkvanginum. Lögreglan hefur málið til meðferðar. Óskar segir þá sem hann hefur afskipti af vegna utanvegaaksturs oft bregðast illa við og hann þurfi að tjónka aftur og aftur við sömu hópana. „Ég hafði ítrekað afskipti af 2-3 hópum í vor og þeir urðu alveg öskuillir,“ segir Óskar. „Í eitt skipti hljóp ég bara niður í bíl því það stefndi í handa- lögmál. Svo sér maður þá aftur.“ Sem annað dæmi af skeytingarleysi nefnir Óskar mann sem hann kom að í Krókamýri. Sá hafði tjaldað þar með sonum sínum og haft krossara meðferðis á tengivagni aftan í bíl sínum. „Þeir voru þarna spólandi og tætandi um iðjagræna velli. Þennan mann hef ég oft séð hérna,“ segir Óskar. Aðspurður sagðist sá hins vegar ekki hafa séð neitt skilti, hann hefði aldrei komið þarna áður og vissi satt að segja ekki hvar hann væri. Á svæðinu sem þeir voru á er beitarhólf fyrir fé, en féð hafði allt forðað sér þar sem einn mannanna hafði hrakið það burt á hjóli sínu. Bregðast ókvæða við UTANVEGAAKSTUR Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Myndlista vörur í miklu ú rvali Strigar, ótal stærðir frá kr.195 Acryllitir 75 ml kr.480 Gólftrönur frá kr.4.395 Þekjulitir/Föndurlitir frá kr.480 16 ára Verkfæralagerinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.