Morgunblaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2011
Steingrímur J. Sigfússon var ílöngu viðtali í Ríkisstjórnar-
útvarpinu í gærmorgun og tókst þar
athugasemdalaust að tala sig
framhjá flestum þeim spurningum
sem fyrir hann voru
lagðar.
Honum tókst tilað mynda að
svara því ekki hvort
að vandinn í ESB
ætti að hafa áhrif á
umsóknarferli Ís-
lands. Þó mátti helst skilja hann
þannig að vandinn þvældist ekki
fyrir aðildarumsókninni og að ESB
væri félagsskapur sem hann gæti al-
veg hugsað sér að vera í.
Svipaða sögu er að segja af hval-veiðum Íslendinga og byggingu
nýs fangelsis, Steingrímur J. er í
þessum efnum mjög á báðum áttum
ef marka má svör hans í gær. Hann
telur að „leggja þurfi raunsætt mat
á hagsmunina“ og vill „skoða alla
kosti“.
Það sem hann hafði helst ákveðnaskoðun á voru skattahækkanir.
Um fjárlög og skatta sagði hann:
„Ég er að sjálfsögðu ekki að lofa því
að ekki verði um einhverjar tekju-
öflunaraðgerðir að ræða.“
Nú hefur Steingrímur J. setið ástóli fjármálaráðherra í nær
tvö og hálft ár og hefur á þeim tíma
náð þeim árangri að hækka alla
skatta og gjöld auk þess að búa til
nýja skatta.
Samt sem áður telur hann ekkinóg komið og hefur þá sann-
færingu eina að skattar skuli
hækka.
You ain’t seen nothing yet,“ ervíst eina loforðið sem hann er
ákveðinn í að svíkja ekki.
Steingrímur J.
Sigfússon
Eitt loforðanna
heldur þó velli
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 22.7., kl. 18.00
Reykjavík 15 skýjað
Bolungarvík 13 skýjað
Akureyri 13 skýjað
Kirkjubæjarkl. 15 skýjað
Vestmannaeyjar 13 heiðskírt
Nuuk 8 súld
Þórshöfn 11 alskýjað
Ósló 15 alskýjað
Kaupmannahöfn 20 skýjað
Stokkhólmur 27 heiðskírt
Helsinki 28 heiðskírt
Lúxemborg 17 skýjað
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 16 skýjað
Glasgow 17 skýjað
London 18 heiðskírt
París 20 skýjað
Amsterdam 15 skúrir
Hamborg 15 skúrir
Berlín 12 skúrir
Vín 16 alskýjað
Moskva 28 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 31 léttskýjað
Barcelona 22 skýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Aþena 31 heiðskírt
Winnipeg 17 skýjað
Montreal 28 léttskýjað
New York 37 heiðskírt
Chicago 21 þrumuveður
Orlando 32 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
23. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:06 23:04
ÍSAFJÖRÐUR 3:41 23:38
SIGLUFJÖRÐUR 3:23 23:22
DJÚPIVOGUR 3:28 22:40
Janus Arn Guðmundsson
janus@mbl.is
„Við búumst við um tíu þúsund
manns í ár, en á Mærudögum [á
Húsavík] í fyrra voru um sjö þúsund,
bærinn verður smekkfullur,“ segir
Einar Gíslason verkefnastjóri hátíð-
arinnar, eða mæruprinsinn eins og
hann er oftast kallaður af heima-
mönnum.
Hátíðin er nú haldin 16. skipti og í
gær voru Mærudagar formlega sett-
ir. „Heimamenn fjölmenntu á setn-
ingarhátíðina og var óvenjulega fjöl-
mennt á bryggjunni, þar sem
Norræna húsið hefur staðið fyrir svo-
kallaðri Strandmenningarhátíð sem
hefur staðið yfir frá því 16. júlí, hér á
Húsavík,“ segir Einar.
25 ára afmæli Greifanna
Dagskráin er með glæsilegra móti
en hljómsveitin Greifarnir sem hélt
sína fyrstu tónleika í samkomuhúsinu
á Húsavík mun leika fyrir dansi.
„Greifarnir, sem nú fagna 25 ára af-
mæli sínu, muna snúa aftur til heima-
haga og halda afmælistónleika,“ segir
Einar og bætir við að margir aðrir
fjölskylduvænir viðburðir verði á boð-
stólum fyrir gesti Mærudaga. Má þar
nefna hrútasýningu sem félag fjár-
eiganda á Húsavík stendur fyrir,
listasýningar, kvenfélagsmarkaði,
fjölskyldudansleiki, brennu og margt
fleira. Nálgast má dagskrá hátíð-
arhaldanna [Mærudaga] á visithusa-
vik.is og ættu allir að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi.
Einar segir veðrið leika við Hús-
víkinga að venju, en veðurspáin þar
er með eindæmum góð að hans sögn.
„Það er spáð tuttugu stiga hitabylgju
á Húsavík um helgina,“ segir Einar.
Að lokum vill Einar hvetja fjöl-
skyldufólk, sem tök hefur á, til að
koma og kynna sér þingeyska menn-
ingu eins hún gerist best.
Bærinn smekkfullur á Mærudögum
Búist er við tíu þúsund hátíðargestum á Mærudaga sem fram fara um helgina
Spáir hitabylgju á Húsavík Hátíðin er nú haldin í sextánda sinn
Sýning Sýning á ljósmyndum Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morgun-
blaðisins, stendur yfir á hafnarsvæðinu. Myndirnar eru hengdar á fiskikör.
„Það er langur tími síðan orðið
mæra skaut upp kollinum hér á
Húsavík, en fyrst og fremst
tengdist þetta orð í upphafi
brjóstsykri og karamellum,“
segir Hafliði Jósteinsson, sem
man vel eftir orðinu mæra frá
upphafi. Í dag segir hann að
orðið sé notað sem samnefnari
fyrir allt sælgæti innan bæj-
armarkanna.
Orðið, segir hann, sé húsvískt
tungutak. „Orðið mæra á Húsa-
vík varð til þegar gömlu kram-
búðirnar voru og hétu.“
„Ég hef miklar mætur á þessu
orði og myndi ég segja þetta
vera í húsvískri bæjarsál. Þetta
orð hefur mikla og skemmtilega
merkingu í hugum fólks á svæð-
inu,“ segir hann.
Samnefnari
yfir sælgæti
ORÐIÐ MÆRA
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Friðarhlaupinu, sem hófst 5. júlí síð-
astliðinn, lauk í gær þegar hlaupa-
drottningin Tegla Loroupe kom að
Ráðhúsi Reykjavíkur. Með henni í
för var Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra, en hann slóst í för
með Loroupe við Valsheimilið og
hljóp með henni síðasta spölinn að
ráðhúsinu. Ásamt fjármálaráðherra
voru hlauparar frá alþjóðlega Frið-
arhlaupsliðinu og meðal þeirra sem
tóku á móti friðarhlaupurum í gær
var Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi.
Loroupe er þaulreyndur mara-
þonhlaupari frá Kenía en hún hefur
m.a. verið heimsmethafi kvenna í
maraþonhlaupi til margra ára. Með-
al afreka hennar eru heimsmet í 20
og 30 kílómetra hlaupi kvenna.
Að undanförnu hafa mörg þúsund
manns lagt hlaupinu lið með því að
slást í för með Loroupe á ferðalagi
hennar umhverfis landið, sem tók
tvær vikur. Friðarhlaupið á sér
langa sögu, allt frá árinu 1987, þegar
indverski friðarfrömuðurinn Sri
Chinmoy stofnaði það í von um að
vekja fólk til umhugsunar um frið-
arhugsjónina óháð þjóðerni og
menningu.
Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins
er ítarlegt viðtal við hlaupadrottn-
inguna Loroupe.
Tegla Loroupe lauk friðarhlaupi sínu í gær
Morgunblaðið/Eggert
Friðarhlaup Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra slóst í för með
maraþonhlauparanum Tegla Loroupe og bar með henni friðarkyndilinn.