Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2. Á G Ú S T 2 0 1 1  Stofnað 1913  178. tölublað  99. árgangur  TÓNLISTARMENN, GRÍNISTAR OG LISTAMENN VEISLA STRÁKA- STÚLKNA OG STELPUSTRÁKA KUNDALINI-JÓGA YNDISLEG LEIÐ TIL BÆTTRAR HEILSU HINSEGIN BÍÓDAGAR 30 BÝÐUR UPP Á GÖNGUHUGLEIÐSLU 10TÍUNDI INNIPÚKINN 32 Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Tilkynntar voru tvær nauðganir í Vestmannaeyjum um helgina. Þær hafa báðar verið kærðar til lögreglu. Þolendurnir hafa fengið aðhlynn- ingu á neyðarmóttöku vegna nauðg- ana á Landspítalanum í Fossvogi. Önnur nauðgunin átti sér stað við salernisaðstöðu í Herjólfsdal þar sem karlmaður nauðgaði rúmlega tvítugri konu. Lögregla hefur hand- tekið mann á þrítugsaldri sem er grunaður um verknaðinn. Lögregla biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að rifrildi karlmanns og konu við salernisaðstöðuna milli klukkan 4 og 5 aðfaranótt sunnudags að gefa sig fram. Grunur um fleiri kynferðisbrot Í hinu nauðgunarmálinu er um að ræða 24 ára gamla konu sem kærði nauðgun til lögreglu. Það mál er til rannsóknar en enginn hefur verið handtekinn. Samkvæmt upplýs- ingum frá neyðarmóttöku nauðgana leikur grunur á fleiri kynferðis- brotum um helgina sem þó hafa ekki verið kærð til lögreglu. Hátíðarhöld fóru víðast hvar vel fram þótt mál af þessu tagi hafi sett svartan blett á verslunarmannahelgina. Talið er að um 14 þúsund manns hafi verið í Vestmannaeyjum á sunnudags- kvöldið. Þá voru um 10 til 12 þúsund manns á lokatónleikum fjöl- skylduhátíðarinnar Einnar með öllu á Akureyri. Óvenjumargir voru í Reykjavík um helgina. Ætla má að slæmt veður hafi valdið því að marg- ir létu vera að fara úr bænum. Því var mikill erill hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu alla helgina. »6 Tvær nauðganir hafa verið kærðar  Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Sverrir Ferðalok Þjóðhátíðargestir koma heim frá Vestmannaeyjum. Fjölmargir áhorfendur fylgdust með hinu óhefðbundna góðgerðargolfmóti Einvíginu á Nesinu í gær. Hér er atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórs- son undir smásjá áhorfenda. DHL stendur að mótinu ásamt Nesklúbbnum og gaf eina milljón króna til handa langveikum börnum. » Íþróttir Fjölmennt á Nesinu Morgunblaðið/Ernir Barnaspítali Hringsins fékk eina milljón króna Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ríkið hefur lagt afar litla fjármuni til að endurheimta megi eitthvað af því gríðarmikla votlendi sem var ræst fram á liðnum áratugum en fram- ræsla var ríkisstyrkt allt til ársins 1987. Nú hefur eitthvað rofað til því álverið í Straumsvík hefur lagt fram 40 milljónir til að endurheimta vot- lendi en með því móti vegur það á móti útblæstri. Einn þeirra sem bjóða fram skurði til að moka ofan í og endurheimta vot- lendi er bóndinn á Ytra-Lóni á Langanesi en hann segir að umrædd- ir skurðir hafi aldrei verið til gagns. Erfitt að græða á mokstri Votlendisnefnd starfaði frá 1996- 2006 og fékk þá fimm milljónir. Hlynur Óskarsson, vistfræðingur og stjórnarformaður Votlendisset- ursins, segir að eftir það hafi ríkið að mestu haldið að sér höndum og lagt lítið fé í málaflokkinn. Hægt er að sækja um styrki til að endurheimta votlendi, m.a. hjá Landbótasjóði Landgræðslunnar, en þangað hafa fáar umsóknir borist. Ein af ástæðunum fyrir fáum um- sóknum gæti verið sú að fjárhags- lega er lítið upp úr endurheimt að hafa, a.m.k. minna en við ýmsar aðr- ar landbætur, s.s. skógrækt. Hlynur segir að ávinningurinn sé margvíslegur, m.a. fyrir fuglalíf og við bindingu kolefnis. Þá hafi frjó- semi framræstra mýra sums staðar hrunið enda skolist næringarefnin út. Einn helsti kosturinn sé að votlendi bæti mjög vatnafar. „Mýrarnar eru eins og svampar. Í rigningartíð drekka þær í sig vatn og láta hægt frá sér í þurrkatíð. Þær viðhalda því miklu jafnara rennsli í ánum,“ segir Hlynur. Þetta skipti verulegu máli fyrir veiðimenn. Verði í framtíðinni hægt að versla með kolefni gæti hvat- inn til að moka ofan í aukist. Ræstu fram en lítill áhugi á að moka ofan í  Ríkið setur lítið fé í að endurheimta votlendi en styrkti stórtæka framræslu MVill moka ofan í »14 Guðlaugur Þór Þórðarson alþing- ismaður segir að með því að sam- þykkja tilboð SF1 í Sjóvá hafi ríkið orðið af 1,5 millj- örðum króna. Fé- lagið var ófjár- magnað í fyrra og hefði því ekki komist í gegnum söluferlið í upp- hafi þess í janúar 2010. En þá kom fram hærra til- boð frá öðru fé- lagi, en þar vísar Guðlaugur til til- boðs kaupendahóps sem Heiðar Guðjónsson var í forsvari fyrir. Guðlaugur Þór bendir á að SF1 hafi keypt 52,4% hlutafjár í Sjóvá á 4,9 milljarða króna. Það þýði að heildarverð félagsins sé ríflega 9,4 milljarðar. „Í nóvember á síðasta ári lá fyrir tilboð frá fyrirtæki sem var ekki þóknanlegt seðla- bankastjóra upp á 10,9 milljarða,“ segir hann. „Skattgreiðendur þurfa að greiða mismuninn,“ segir Guð- laugur Þór. Tilkynning um að verið sé að ljúka sölunni á Sjóvá kom á föstu- dag, daginn fyrir verslunarmanna- helgina. „Tímasetningin er engin tilviljun, hún er valin til að engin at- hygli verði á málinu. Komið hefur í ljós að Seðlabankinn hefur látið skattgreiðendur borga 1.500 millj- ónir til þess að hópur sem nýtur hans velvildar fái að kaupa Sjóvá,“ segir hann. Guðlaugur hefur óskað eftir fundi í viðskiptanefnd Alþingis til að ræða málið. Álfheiður Ingadóttir, formað- ur nefndarinnar, telur ekki þörf á því. »12 Misstu af 1,5 millj- örðum Guðlaugur Þór Þórðarson  Reyndu að láta klúðrið fara lágt  Fulltrúadeild bandaríska þings- ins samþykkti sam- komulag demó- krata og repúblikana um hækkun skulda- þaks Bandaríkj- anna seint í gær- kvöldi en atkvæðagreiðsla í öldungadeild þingsins fer að öllum líkindum fram í dag. Frumvarpið, sem einnig kveður á um niðurskurð í útgjöldum ríkisins, þarf að sam- þykkja í báðum deildum þingsins áður en það verður að lögum. Tilkynnt var um samkomulagið á sunnudag en frestur til að auka lán- tökuheimildir ríkissjóðs Bandaríkj- anna rennur út í dag. Hljóti frum- varpið samþykki verður komið í veg fyrir greiðslufall. »17 Samkomulag um hækkun skuldaþaks Þing Kosið um frumvarp. Töluvert hefur verið plantað af trjáplöntum í úthaga sem er kjör- lendi mófugla sem ekki þrífast í skóglendi. Tómas G. Gunn- arsson fuglafræðingur bendir á að skógrækt hafi upphaflega verið hugsjónastarf en sé nú að breytast í ríkisstyrktan landbúnað. Skógrækt sé ekki sérstök dyggð í sjálfu sér. Ákveða þurfi á landvísu hvar trjám sé plant- að í miklu magni og hvar ekki. Skógrækt sé drifin áfram af staðbundnum hags- munum en fórnarkostnaðurinn á land- vísu sé ekki metinn. »18 Skógrækt ekki sérstök dyggð FÓRNARKOSTNAÐUR AF SKÓGRÆKT EKKI METINN Um 40% af heimsstofni spóa verpa hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.