Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 Nú eru eflaust margir farnir að hlakka til Reykjavíkurmaraþonsins sem verður núna í ágúst, nánar til- tekið 20. ágúst. Ótrúlegur fjöldi fólks á öllum aldri tekur þátt í hlaupinu og misjafnt hversu langa vegalengd fólk hleypur. Hægt er að velja um að hlaupa heilt maraþon, hálft maraþon, boðhlaup, 10 km, 3 km skemmtiskokk og svo Lata- bæjarhlaup fyrir krakkana (700- 1.500 m) En þó það sé vissulega gaman að taka þátt í þessum viðburði þá er hægt að gera enn betur með því að styrkja gott málefni í leiðinni, eða hlaupa til góðs. Eins og venjan hefur verið undanfarin ár er hægt að safna áheitum í Reykjavíkur- maraþoninu. Fólk getur ýmist sett í gang áheitasöfnun þar sem það hleypur sjálft í nafni einhverra sam- taka, stofnana eða einstaklings sem þarf á styrk og stuðningi að halda, eða þá heitið á einhvern hlaupara. Þeir sem vilja hlaupa til góðs fyrir einhvern skrá sig í hlaupið og fara síðan inn á www.hlaupastyrkur.is til að setja áheitasöfnun í gang. Nú er í gangi mikil hvatning til fólks um að leggja styrktarfélaginu Líf lið, en það styrkir kvennadeild Landspítalans. Það bætir aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu, sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kven- sjúkdóma. Öflug boðsveit sem kallar sig Hlaupalíf hefur skráð sig til að hlaupa fyrir Líf og eru þar á meðal læknar og ljósmæður. Þau ætla að safna fyrir einbýlisaðstöðu fyrir konur á kvennadeildinni. Hægt er að leggja málefnum lið Morgunblaðið/Eyþór Maraþon Tíu þúsund tóku þátt í fyrra. Mynd frá Reykjavíkurmaraþoni 2010. Hlaupið maraþon til góðs Ljósmynd/Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir Gönguhugleiðsla Það er slakandi að ganga úti í náttúrunni og hugleiða. fræðum. Við það að þrýsta til skiptis með þumlinum á vísifingur, löngu- töng, baugfingur og litla fingur, er einnig verið að senda ákveðin boð upp í heila og jafna segulsvið okkar.“ Kundalini-jógað sem Arnbjörg kennir er eftir forskrift Yogi Bhajan. „Hann kom með þetta jóga frá Ind- landi árið 1969 og kynnti það fyrir Vesturlandabúum, en fram að þeim tíma var þetta stundað sem laun- helgi. Kundalini-jóga kemur fólki á skjótvirkan hátt í vitundarástand, hér og nú, í núvitundina. Yogi Bhaj- an taldi það vera það sem fólk í hraða nútímans þyrfti á að halda. Kundalini-jóga er yndisleg leið til bættrar heilsu og það er gaman að vinna með það. Ég get vitnað um að það virkar, hef reynt það á eigin skinni.“ Bílleysi var kveikjan Arnbjörg segir að til mikils sé að vinna með því að stunda göngu- hugleiðslu, hún samþætti heilahvel- in, örvi virkni heilans, auki jafnvægi, mildi skap, slaki á, losi streitu og endurnýi orku. „Að koma sér í núvit- undarástand og ná slökun, hjálpar til við að vinna úr alls konar áföllum og daglegu álagi, og ekki veitir af í hraða nútímans að sinna okkar innri líðan.“ Arnbjörg hefur verið með opna tíma í gönguhugleiðslu í Öskjuhlíð- inni frá því í apríl. „En nú langar mig að hafa námskeið og fræða fólk betur og fara dýpra inn í þessa ástundun. Ég fór að tileinka mér gönguhugleiðslu þegar bíllinn minn bilaði í febrúar og ég þurfti að ganga til og frá vinnu. Þannig gat ég snúið bílleysi um miðjan vetur upp í yndis- lega slakandi hugleiðslu, svo ekki sé talað um góða nýtingu á tíma. Þetta er kjörið fyrir fólk sem kýs að ganga til vinnu dags daglega.“ Arnbjörg hefur kennt kundal- ini-jóga í tæpt ár, en áður hafði hún unnið við heilun og Bowen-tækni. „Ég kenni í jógasal Ljósheima og hjá Sóley Natura Spa. Ég verð með hugleiðslunámskeið í vatni sem byrj- ar núna í ágúst í Sóley Natura Spa,“ segir Arnbjörg sem var nýkomin frá því að gera jógaæfingar í sjónum á Gáseyri við Eyjafjörð. „Það var mjög gaman. Sjórinn er ansi kaldur en það er ögrandi að einbeita sér á meðan maður er ofan í honum, það krefst dýpri einbeitingar.“ Nú hefur verið sýnt fram á það með rannsóknum að líkamleg hreyfing hefur góð áhrif á heilastarfsemina og hægir á andlegri öldrun. Frá þessu er sagt á vef The New York Times. Þetta eru góðar fréttir, því eflaust vonast allir til að halda andlegri heilsu sem lengst á sínum efri árum. Samkvæmt þessum rannsóknum hefur líkamleg áreynsla marktæk bætandi áhrif á minni eldra fólks, þó reyndar hafi ekki enn tekist að sanna að hún hamli sjúkdómum eins og alzheimer. Hið hversdagslega minnisleysi get- ur þó plagað fólk alveg nógu mikið, þegar það man ekki hvar það lagði frá sér hluti, man ekki nöfn fólks og fleira í þeim dúr. Það er því til mikils að vinna fyrir eldra fólk að stunda reglulega líkamlega hreyfingu, og góðu fréttirnar eru þær að sam- kvæmt þessum rannsóknum þurfa það ekki að vera kröftugar æfingar heldur hafa stuttir göngutúrar, garð- vinna og almenn heimilisþrif góð áhrif á heilastarfsemina. Aukið blóð- flæði til heilans er það sem skiptir mestu og það eykst við alla líkamlega hreyfingu. Þetta ætti að hvetja þá sem hafa verið óduglegir við að hreyfa sig, til að standa upp og koma blóðinu á hreyfingu. Það er semsagt ekki nauðsynlegt að fara í ræktina eða gera flóknar og erfiðar æfingar. Það sem skiptir máli er að sitja ekki kyrr. Algert hreyfingarleysi er verst af öllu. Ein af rannsóknunum stóð yfir í fimm ár og náði til hóps kvenna sem allar voru um sjötugt og með æða- sjúkdóma. Þær voru ekkert sér- staklega sprækar líkamlega og meðal þeirra var enginn maraþonhlaupari. Þær sem voru virkastar fóru í göngu- túra. En gerður var samanburður á þeim sem hreyfðu sig eitthvað og hinum sem voru kyrrsetumanneskjur. Vissulega varð vitsmunaleg hnignun hjá báðum hópum, en hjá kyrrsetu- konunum dró hraðar úr hæfileikanum til að muna og hugsa heldur en hjá þeim sem hreyfðu sig eitthvað. Það að ganga og stunda létta hreyfingu getur fært fólki allt að fimm ár með betri heilastarfsemi en ella. Fólk getur því frestað elliglöp- unum um nokkur ár með því að stunda reglulega hreyfingu. Rannsóknir Tekið á því Að lyfta lóðum eða stunda aðra hreyfingu hægir á elliglöpum. Hreyfing heldur heilanum við Kennda verður ferns konar göngu- hugleiðsla á þessu fjögurra vikna námskeiði. Námskeiðsdagar eru miðvikudagar og tveir hópar í boði. Fyrri hópurinn hittist kl. 16:30 og seinni hópurinn kl. 17:30. Hist verður í Öskjuhlíð á bílaplan- inu við Perluna. Hver tími er ein klukkustund. Fyrsta skipti er á morgun, 3. ágúst. Skráning og nánari upplýsingar: akk@samana.is, www.samana.is, www.ljosheimar.is og Facebook: Samana, s: 862-3700 Tveir hópar í boði NÁMSKEIÐIÐ Morgunblaðið/Ernir Skógur Fallegt er í Öskjuhlíð og þar rekst fólk oft á kanínur. Þann 19. ágúst kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag MEÐAL EFNIS: Endurmenntun. Símenntun. Iðnnám. Tómstundarnámskeið. Tölvunám. Háskólanám. Framhaldsskólanám. Tónlistarnám. Skólavörur. Skólatölvur. Ásamt full af spennandi efni. –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 15. ágúst NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám í haust. Skólar & námskeið SÉRBLAÐ Skólar & námske ið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.