Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík- urborg sem var samþykkt sam- hljóða í janúar 2010, þ.e. á síðasta kjörtímabili, er mælt fyrir um að fram til ársins 2015 verði lagðir 40 kílómetrar af nýjum hjólastígum. Í fyrra var lagður einn kílómetri og á þessu ári verður tæplega tveggja kílómetra stígur lagður. Í stað 20 kílómetra á tveimur árum verða því lagðir þrír kílómetrar. Hallinn, ef svo má segja, nemur 85%. Hjólreiðaáætlunin er í raun ekki komin til framkvæmda, m.a. vegna þess að enn er unnið að því að afla láns hjá Evrópska fjárfestinga- bankanum undir formerkjum Elena sem lánar til umverfisvænna framkvæmda og verkefna. Vextir á Elena-lánum eru lægri en gengur og gerist. Hjólastígarnir eru hluti af lánaumsókn fyrir endurnýjun strætisvagnaflotans með vistvæn- um bílum og til að reisa gasstöð. Í hjólreiðaáætluninni kemur fram að hjólastígar í Reykjavík eru um 10 km en í áætluninni seg- ir að sú vegalengd eigi að vera orðin 50 km árið 2015 og 100 km árið 2020. Kílómetri kostar 61 milljón Fyrir þá sem eru óvanir vega- framkvæmdum kemur nokkuð á óvart hversu mikið það kostar að leggja hjólastíga. Um einn kíló- metri af hjólastíg í Fossvogi var lagður auk smærri verkefna og kostaði um 61 milljón. Við stíginn var búið til útskot fyrir bekk, gangbrautir lagðar o.fl. og hefur það væntanlega verið meðal þess sem hleypti kostnaðinum upp. Í ár er ætlunin að leggja 1,9 km af hjólastígum og er gert ráð fyrir 130 milljónum til verksins. Til samanburðar er miðað við að það kosti um 150-250 milljónir að leggja nýja götu í borginni en kostnaður við gatnagerð fer mjög eftir því hvort það þurfi að leggja lagnir um leið. Þá má benda á að um þrír milljarðar á ári fara til samgönguskrifstofu, s.s. til við- halds gatna og moksturs. Hjólastígar eru 85% á eftir áætlun Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hressandi Þegar margir hjóla á göngu- og hjólastígum er plássið oft lítið. Sérstakir hjólastígar hafa reynst vel.  Reykjavíkurborg ætlaði að leggja 20 km af nýjum hjólastígum 2010-2011 en mun leggja 3 km  Aldrei sett í fjárhagsáætlun  Bíða eftir vistvænu láni frá Evrópska fjárfestingabankanum Gengur hægt að leggja » Árið 2010 var, skv. upplýs- ingum frá borginni, lagður 1 km langur hjólastígur fyrir neðan kirkjugarðinn í Foss- vogi auk smærri verkefna. Áfallinn kostnaður er um 61 milljón. » Umhverfis- og samgöngu- ráð hefur samþykkt að leggja hjólastíg í Fossvogi, í grennd við Fossvogsskóla og í Skerjafirði, vestan við norð- ur-suður-flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli. Lengdin verður samtals 1,9 km og á fjárhagsáætlun er miðað við 130 milljónir til verksins. » Í hjólreiðaáætlun er gert ráð fyrir að vegna aukinnar hlutdeildar hjólreiða í sam- göngum til ársins 2020 sparist 7,3 milljarðar króna í viðhaldi og rekstri stofn- brautakerfisins í borginni. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í umhverfis- og samgönguráði, segir enga afsökun að ekki hafi fengist lán frá Evrópska fjárfestingabankanum. Í hjólreiðaáætl- unin hefði hvergi verið minnst á að lánið væri forsenda fyrir nýjum hjólastígum. Málið snúist um að forgangsraða fjármunum þannig að hægt verði að leggja þessa stíga og gera fólki auðveldara að komast leiðar sinnar á reiðhjóli. „Hugmyndin er sú að fá fleiri til að hjóla og það kostar fjárútlát. Menn verða að hafa pólitískan vilja til þess,“ segir hann. Takist að fjölga hjólreiðamönnum muni borgin spara miklu meiri fjármuni til langs tíma heldur en sem nemur kostnaði við hjólastígana. Hann hafi boðið fulltrúum meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar að setjast niður með þeim og finna þessa peninga, færa þá úr öðrum verkefnum, en því boðið hefði ekki verið tekið. „Samfylkingin samþykkti áætlunina fyrir ári en ef menn meintu ekkert með því þá áttu þeir ekki að samþykkja þetta,“ segir Gísli Mar- teinn. Vantar vilja til að forgangsraða GÍSLI MARTEINN BALDURSSON, SJÁLFSTÆÐISFLOKKI Kristín Soffía Jónsdóttir, Samfylkingu, varaformaður umhverfis- og samgönguráðs, segir að peningar séu af skornum skammti hjá borg- inni og á því hafi hjólreiðastígarnir strandað. Fáist Elena-lánið verði það á lágum vöxtum og það væri beinlínis óábyrgt að taka fé úr rekstri borgarinnar til að leggja hjólreiðastíga eða taka óhagstæðara lán til verkanna. Í hjólreiðaáætluninni er hvergi minnst á Elena-lánið en Kristín Soffía bendir á að aldrei hafi verið gert ráð fyrir fjármunum til stígagerðar í fjárhagsáætlun, hvorki í tíð fyrri meirihluta né þess sem nú sit- ur, og einhvers staðar verði að fá peninga. Elena-lánið sé hagkvæmasta leiðin. Þá segir hún að þótt Samfylkingin standi að hjólreiða- áætluninni þurfi að rýna í áætlunina og kanna hvort hægt sé að leggja hjólastíga á ódýrari hátt en hingað til hafi verið gert, s.s. með því að mála línur á götur o.fl. Meiri- hlutinn vilja treysta hjólreiðar í Reykjavík. „En við þurf- um að skoða hvort hægt sé að fara í þessa bröttu og miklu framkvæmd á þessum tíma eða hvort við getum fundið aðra leið,“ segir hún. Óábyrgt að bíða ekki eftir láni KRISTÍN SOFFÍA JÓNSDÓTTIR, SAMFYLKINGU Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Stakir jakkar Buxur, pils og kjóll úr sama efni ÚTSALA 25-60% afsláttur Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.isbarnavörur rúmföt púðar lök dúkar sloppar Foreldrar Sturlu Þórs Friðriks- sonar, sem lét lífið eftir fluglys í Skerjafirði árið 2000, hafa fært gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi að gjöf sjónvarp, DVD- tæki og nokkra mynddiska til minn- ingar um hann. Sturla Þór var samanlagt í þrjá mánuði á gjörgæsludeildinni. Hann var sonur Kristínar Dýrfjörð og Friðriks Þórs Guðmundssonar. Í til- kynningu frá spítalanum kemur fram að þegar Kristín varð fimm- tug í lok júní hafi hún beðið fólk um að leggja fé í söfnunarbauk í stað þess að gefa gjafir. Í samráði við deildarstjóra gjörgæslunnar, Krist- ínu Gunnarsdóttur, hafi hún ákveð- ið að nota peninga í ofangreinda gjöf. Foreldrar Sturlu Þórs færðu LSH minningargjöf Styrkur til gjörgæsludeildar Kristín Dýrfjörð, Kristín Gunnarsdóttir deild- arstjóri, Kristinn Sigvaldason yfirlæknir og Friðrik Þór Guðmundsson. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Gísli Marteinn Baldursson Kristín Soffía Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.