Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 ENN MEIRI m.mbl.is - V I L T U V I T A M E I R A ? Fleiri efnisflokkar, vefsjónvarp mbl, Smartland og margt fleira er meðal nýjunga sem þú getur nálgast í símanum þínum. Fáðu fréttirnar þegar þú vilt. www.m.mbl.is m.mbl.is var valinn farsímavefur ársins fyrir árið 2010. NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR 2011. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hinsegin dagar eru ekki bara skemmtileg hátíð og mannréttinda- viðburður, heldur líka allstórt fyr- irtæki. „Þegar allt er talið eru vel yf- ir 200 sjálf- boðaliðar sem leggja hönd á plóg við að gera hátíð- ina að veruleika og heildarkostn- aðurinn hleypur á bilinu 12 til 16 milljónir ár hvert,“ segir Jón Sævar Baldvins- son, gjaldkeri Hinsegin daga í Reykjavík, en talið er að á milli 70 og 90 þúsund manns hafi komið í mið- borgina síðasta ár til að fylgjast með herlegheitunum. „Allir listamenn- irnir sem fram koma, allir sem smíða vagna fyrir gönguna og eru þar með atriði eða selja varning – allt eru þetta sjálfboðaliðar sem gefa vinnu sína. Auk göngunnar næsta laugardag er fjöldi viðburða haldinn undir hatti Hinsegin daga. „Dagskráin byrjar á fimmtudag með opnunarhátíð í Há- skólabíói. Á föstudag bjóðum við landsmönnum á ókeypis tónleika í Hörpunni, Á hinsegin nótum, og eftir það verður hinseginsigling með Eld- ingu út á sundin og dansleikir fram eftir nóttu. Á laugardagskvöld verða aftur dansleikir og svo fjölskylduhá- tíð í Viðey á sunnudag og sýning á Svikaranum í Tjarnarbíói,“ útskýrir Jón Sævar „Ofan á allt þetta bætist svo útgáfa hátíðarrits sem dreift er víða um land í 18.000 eintökum, sala á varningi í aðdraganda hátíðarinnar og á sjálfan göngudaginn, og loks ýmsir fjáröflunarviðburðir vikurnar og mánuðina fyrir hátíðina.“ Styrkirnir skila sér vel Hinsegin dagar eru að stærstum hluta reknir með styrkjum og auglýs- ingum. Borgin leggur 4 milljónir til hátíðarinnar, ríkið styrkir hátíðina með nokkrum smáum styrkjum frá ráðuneytunum, og stórir styrktarað- ilar eins og Landsbankinn, N1, Ice- landair Hotels, Vís og Vífilfell leggj- ast á eitt með minni styrktaraðilum til að létta róðurinn enn frekar. Jón segir alls ekki hægt að kvarta yfir þeim stuðningi sem viðburðurinn fær og heimtur á lofuðum styrkjum í fyrra hafi verið nærri því 100%. Ekki aðeins sé fjöldi fólks tilbúinn að gefa vinnu sína ár eftir ár heldur séu fyr- irtækin mjög viljug til að stykja. „Fyrstu ár göngunnar gat reksturinn verið mjög erfiður, og Hinsegin dag- ar oft fjármagnaðir með yfirdrætti og persónulegum lánum. Núna er fjár- hagurinn farinn að ganga nokkuð vel og síðastliðin tvö ár hefur hátíðin nokkurn veginn staðið á jöfnu.“ Jón Sævar bendir líka á að það er ekki bara gott fyrir samviskuna að styðja gott málefni eins og Hinsegin daga. „Ég held það sé líka óhjá- kvæmilegt að fyrirtæki njóta góðs af því að veita okkur stuðning í verki. Við sjáum á pöntunum á aðgangs- pössum á netinu að fjöldi útlendinga kemur til landsins gagngert til að upplifa hátíðina. Þetta fólk þarf að kaupa flug og gistingu. Gestir á við- burðum hátíðarinnar eru svo að heimsækja verslanir og veitingastaði í miðborginni, og nota oft hátíðarrit Hinsegin daga sem vegvísi.“ Allir leggjast á eitt til að halda hátíð  Borg, ríki, styrktaraðilar og yfir 200 sjálfboðaliðar á bak við Hinsegin daga  Getur verið gáfulegt að höfða til samkynhneigðra enda góðir neytendur Morgunblaðið/Ómar Kæti Sölukona á ferð á Laugaveginum með varning síðasta sumar. Skari sjálfboðaliða kemur að viðburðinum og ýmsar leiðir eru farnar til að afla fjár. Jón Sævar Baldvinsson Arndís Björg Sigurgeirsdóttir á og rekur verslunina Iðu í félagi við Báru Kristinsdóttur. Þær stofnuðu fyrirtækið saman árið 2004 og selja þar í dag blöndu af gjafavöru, bók- um og ferða- mannavarningi. Arndís segir það ekki fara milli mála að Hin- segin dagar og Gay pride- gangan skipti miklu fyrir rekst- ur verslana og veitingastaða í miðborginni. „Þetta er kannski ekki eins og Þorláksmessa, en viðburður sem skiptir gífurlegu máli fyrir bæ- inn. Það er uppgangur hjá öllum verslunum þennan dag og að mínu mati stærri verslunardagur en 17. júní. Við sjáum einnig að viðburð- urinn trekkir að mjög mikið af túr- istum, bæði samkynhneigðum og gagnkynhneigðum, því þessi hátíð okkar er orðin að þekktu fyrirbæri erlendis.“ Eflir mannlífið Arndís segir söluna í kringum Gay pride það góða að skipti töluverðu máli fyrir reksturinn. Þar að auki segir hún að hátíð eins og Hinseg- ingangan minni fólk á miðbæinn. „Rétt eins og á menningarnótt og 17. júní er þetta hátíð sem fær fólk til að koma í bæinn. Hátíðargestir skoða sig um, ganga um miðborgina í hægðum sínum og gera sér glaðan dag. Ef fólk notar ekki ferðina til innkaupa, þá kemur það kannski auga á eitthvað skemmtilegt og kíkir aftur í bæinn síðar til að versla.“ Áhrifin af göngunni segir Arndís að séu svo góð að henni kæmi ekki á óvart ef verslunareigendur ofarlega á Laugaveginum muni finna mikinn mun í ár með breyttri gönguleið. Hersingin hefur hingað til farið frá Hlemmtorgi og niður í bæ eftir Laugaveginum en nú hefst gangan við BSÍ og liggur meðfram Reykja- víkurtjörn. Breytingin er gerð til að gefa stærri vögnum og áhorfendum betra rými. „Ég held ég myndi verða alveg miður mín ef gangan færi eitt- hvað allt annað. Það væri töluverður missir verslunarlega séð, fyrir utan hvað það er gaman að geta skotist frá og fylgst með atriðunum og skemmtidagskránni.“ Nokkrar hillur fráteknar Stutt er síðan Iða tók yfir rekstur Bókabúðar Máls og menningar á Laugaveginum. Þar, eins og í Iðu við Lækjargötu, segir Arndís að þess sé gætt að gleyma ekki hinseginbók- menntunum. „Þegar við hófum rekstur árið 2004 var sáralítið að finna af bókum um samkynhneigð. Við höfum frá upphafi gætt þess að taka alltaf frá nokkrar hillur í Iðu undir hýrar bókmenntir. Veltan er kannski ekki svo mikil, og lestr- arhestarnir geta líka gengið að mjög góðu og sérhæfðu bókasafni hjá Samtökunum 78, en við seljum þess- ar bækur ekki síst vegna hugsjónar- innar. Við höfum þó vissulega ákveð- inn hóp fastakúnna sem kaupa reglulega eina og eina hýra bók.“ ai@mbl.is „Ég myndi verða miður mín ef gangan færi eitthvað annað“  Gleðigangan vítamínsprauta fyrir verslun í miðborginni  Kaupfélag Hinsegin daga starfrækt í Iðu þessa vikuna Morgunblaðið/Ómar Fjöldi Arndís segir mikinn uppgang hjá verslunum í miðborginni þegar gleðigangan fer fram. Hátíðin festir miðborgina í sessi sem viðkomustað. Arndís Björg Sigurgeirsdóttir Hinsegin dagar eru ekki bara gleði og gaman og minnir Jón á að þrátt fyr- ir litadýrðina, fjörið og jákvæðnina sem fylgir skrúðgöngunni og öðrum viðburðum þá sé réttindabarátta samkynhneigðra og tengdra minni- hlutahópa alvörumál. Þó stórir sigrar hafi unnist hér á landi sé enn hægt að finna gloppur í lögunum, t.d. hvað varðar transfólk, og eins þurfi að minna á að úti í heimi búa samkynhneigðir við allt annan veruleika en fólk fær notið á Íslandi. „Þó að við höfum það nokkuð gott hér þá er fullt af fólki sem býr við virkilega skítt umhverfi,“ segir Jón. Auk þess að sýna stuðning með því að mæta á hátíðina í miðborginni á laugardag segir Jón mikilvægt að almenningur leggi göngunni lið með því að kaupa varning. „Að frátöldum styrkjum er sala á regnbogavarningi okkar stærsta tekjulind. Auk þess að selja regnbogafána og smávörur prentum við Hinsegin daga-bol og hann þykir trendý þetta árið.“ Samkynhneigðir eiga undir högg að sækja víða um heim ALMENNINGUR GETUR LAGT SITT AF MÖRKUM Samkynhneigðir neytendur virð- ast á síðustu árum hafa náð að rata inn í sjónsvið íslenskra fyr- irtækja. Þetta er svipuð þróun og sést hefur vestanhafs, en mæl- ingar í Bandaríkjunum sýndu t.d. að af 500 stærstu fyrirtækjunum þar í landi voru um 175 sem reyndu að höfða sérstaklega til samkynhneigðra í markaðsstarfi sínu árið 2005, borið saman við aðeins 19 árið 1994. Jón segir eftir miklu að slægj- ast ef fyrirtæki tekst að laða til sín samkynhneigða kúnna. „Bæði er þetta allstór hópur og líka mjög neysluvænn. Ef við tökum karlhópinn eru þar iðulega tvær fyrirvinnur á heimili og mikið af- lögu fyrir hvers kyns neyslu. Þetta er oft fólk sem verslar vel,“ segir hann. „Samkynhneigðir taka líka vel eftir, eins og aðrir minnihlutahópar, hver það er sem gefur þeim gaum, og eru þakk- látur hópur.“ „Fólk sem verslar vel“ SAMKYNHNEIGÐIR ÞYKJA SAFARÍKUR MARKAÐSBITI Í Iðu er nú starfrækt lítið, hýrt verslunarsvæði, Kaupfélag Hin- segin daga. „Við höfum lengi haft í boði smávegis af vöru sem teng- ist samkynhneigð en svo gerðist það í fyrra að aðstandendur Hin- segin daga leituðu til okkar til að athuga hvort við gætum séð af plássi í versluninni undir vöru til styrktar göngunni. Útkoman var mjög góð, við tókum frá gott pláss og höfðum mjög gaman af að hafa hér inni í búðinni þennan bás og fólkið sem stóð þar vakt- ina,“ segir Arndís. „Við tókum þeim því fagnandi þegar skipu- leggjendur hátíðarinnar leituðu aftur til okkar í ár.“ Kaupfélag Hinsegin daga var opnað fyrir röskri viku og selur fána, boli og ýmsa smávöru í regnbogalitunum. Hagnaður af sölunni rennur óskiptur til hátíð- arinnar. Regnboga- kaupfélagið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.