Morgunblaðið - 02.08.2011, Page 23

Morgunblaðið - 02.08.2011, Page 23
það vel úr hendi. Hann áttaði sig á að málið varð stærra en hann, að hann var orðinn einhverskon- ar Hreggviðsson tuttugustu ald- arinnar. Hann tók því af yfirveg- un og húmor. Ég mun sakna Sævars og minnast hans sem hjartahlýs manns, glettins og gáfaðs. Bless- uð sé minning hans. Stefán Unnsteinsson. Efst í mínum huga er 6. júlí 1955. Hreiðar bróðir minn að keyra systur mína út yfir Kálfá, en hún ætlaði að taka rútuna til Reykjavíkur, hann snéri við og kom aftur með hana heim. Mér var sagt að vera í borðstofunni, það kom ókunn kona og maður með svarta tösku í húsið, ég lá á skráargatinu og kíkti en ég sá ekkert og heyrði ekkert, vissi ekkert. Það leið óralangur tími, loks opnuðust dyrnar, viti menn þarna lá lítið barn við hlið systur minnar, með svart hár, ég man þetta svo skýrt, ég sagði ekki orð, þarna var ég búin að eignast frænda bara sí svona. Ég spurði, hvar á hann að sofa? Ég bauð fram dúkkurúmið mitt, þótt hann væri smár var dúkkurúmið mitt of lítið, svo það var tekið til brags að taka neðstu skúffu úr komm- óðu sem systir mín átti, sem ég öðlaðist seinna, en þessi litli fal- legi drengur fékk nafnið Sævar Marinó. Trúlega fjögurra ára kom hann aftur í sveitina til foreldra minna og var í mörg sumur ásamt mörgum öðrum börnum úr Reykjavík, svona var þetta í þá daga, við börnin lékum okkur milli þess sem við sóttum kýrnar, okkur þótti allt skemmilegt, vor- um í alls konar snúningum. Sæv- ar var oft duglegastur þó að minnstur væri, okkur kom öllum mikið vel saman, það var Sævari að þakka, hann var geðgóður og alltaf jákvæður, broshýr og skemmtilegur, það geta aðrir vitnað um sem voru í sveitinni á sumrin. Árin liðu og seinna fór ég að vinna í Reykjavík, bjó hjá systur minni til að byrja með, hún átti þá fjögur börn, Sævar næstelstur þeirra. Hann var alltaf jafn skemmtilegur og hress, við vor- um eins og systkini, trúr og tryggur frændi og oft fjör í kotinu hjá systur minni með stór- an barnahóp og mig til viðbótar, á þessum árum hefur þetta trúlega verið erfitt. 13. júlí sl. hringdi síminn hjá mér, Hreiðar bróðir minn var í símanum, hann tjáði mér að Sæv- ar hefði látist að morgni þessa dags í Köben, nei, það getur ekki verið, hann var hér hjá mér í júní sl. Mér varð mikið niðri fyrir, ég náði ekki andanum um tíma, en þetta var satt. Hann lést af slys- förum, Guð minn góður varð mér að orði. Sævar var tryggur og trúr vin- ur minn og vinamargur, góður maður, sagði aldrei ljótt um nokkurn mann, hann var lista- maður mikill, málaði fallegar myndir og rammaði þær inn sjálfur með snilld og hélt sýn- ingu, hann mátti vera stoltur af framtakinu. Hann öðlaðist aldrei bílpróf, hann vann við að slípa gólf bæði hér á landi og erlendis, hann slípaði t.d. gólf í félagshei- milum, fólk nefndi það við mig hversu vandvirkur hann væri. Hann bjó líka yfir miklum gáfum og var hæfileikaríkur maður. Íslenska réttarkerfið og þjóðin eyðulögðu þennan mann, brutu hann niður og fjölskyldur hans, þess vegna flutti hann af landi burt, hann heimsótti mig í júní sl. og faðmaði mig og kyssti eins og hann var vanur, ég þakka Guði fyrir það. Ég bið góðan Guð að styrkja fallegu elsku börnin hans, sem hann dáði, og varðveita þau. Ég þakka Sævari fyrir tryggð við mig í gegnum árin. Ég þakka honum að vitja mín þrívegis eftir að hann kvaddi þennan heim. Blessuð sé minning hans. Sólrún frænka. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 ✝ RagnheiðurSalbjörg Jón- asdóttir fæddist á Kvíabryggju í Eyr- arsveit 8. janúar 1931. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 21. júlí 2011. Foreldrar henn- ar voru Jónas Ólafsson sjómaður, f. 1879, d. 1952, og Þorkatla Bjarnadóttir hús- móðir, f. 1904, d. 1995. Systkini Ragnheiðar eru: Petrea Guðný Pálsdóttir (hálfsystir sam- mæðra), f. 1927, Sigríður Inga, f. 1930, Ólafur Björn, f. 1934, d. 1979, Þorbjörg Stefanía, f. 1935, d. 2000, Bjarni Hinrik, f. 1939, Erla, f. 1940, Helga, f. 1943, og Ragnar Þór, f. 1946. Eiginmaður Ragnheiðar var Þorleifur Þorsteinsson járn- smiður, fæddur 25. júní 1928. Hann lést 28. september 2010. 1966. Hans kona er Hlíf B. Ósk- arsdóttir. Þeirra synir eru Þor- leifur Óskar og Arnar Gabríel. Leifur á einnig soninn Aron Þór með Lilju Þórhallsdóttur. 8) Gróa Kristín f. 1966. Hún á dótt- urina Svandísi Björk með Eiði Gunnlaugssyni. Barnabörnin eru ellefu og barnabarnabörnin fimm. Ragnheiður ólst upp með for- eldrum sínum og systkinum á Kvíabryggju í Eyrarsveit og síð- an í Grundarfirði en þangað fluttist fjölskyldan upp úr 1940 þegar byggð lagðist að mestu af á Kvíabryggju. Um1950 fluttist hún til Reykjavíkur og vann fyrst í Ullarverksmiðjunni á Álafossi, var í vist og vann sem gangastúlka á Landspítalanum. Þau Ragnheiður og Þorleifur kynntust í Reykjavík og stofn- uðu heimili sitt þar en fluttust síðar í Kópavog og áttu heimili við Álfhólsveg 84 í rúm 50 ár. Ragnheiður dvaldist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund eftir andlát eiginmanns síns haustið 2010. Útför Ragnheiðar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, 2. ágúst 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. Þau gengu í hjóna- band 31. desember 1955. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Þorleifs- son vélstjóri, f. 1902, d. 1982, og Guðný Sigríður Þorgilsdóttir, hús- móðir, f. 1902, d. 1991. Börn Ragn- heiðar og Þorleifs eru: 1) Ólöf Björk, f. 1953. Hún á börnin Val Þór og Berglindi með fyrrverandi manni sínum, Gunnari Svav- arssyni. 2) Þorsteinn Garðar, f. 1954, d. 1980. 3) Jónas Sigurþór, f. 1956, d. 2010) Brynjar Súðar, f. 1958. 5) Vilhjálmur, f. 1960. Synir hans og Ragnheiðar Sig- urðardóttur eru Hlynur Már og Einar. 6) Eva Hrönn, f. 1964. Hennar maður er Guðmundur B. Kjartansson. Þau eiga börnin Þorstein Heiðberg, Maríu Sif og Gísla Snæ. 7) Leifur Heiðar, f. Kristur, mér auk þú enn elsku til þín. Sú er í lotning ljúf löngunin mín. Heyr þetta hjartans mál: Heit verði’ í minni sál elskan til þín. Heimsgæðin fánýt fyrr freistuðu mín. Beinist nú bæn og þrá, bróðir, til þín. Óskin mín eina’ er sú: Eflist í von og trú elskan til þín. Það sé mín hinst í heim hugbót og þrá, lausnarinn ljúfi, þér lofgjörð að tjá. Aukist, er ævin þver, enn meir í hjarta mér elskan til þín. (Friðrik A. Friðriksson) Elsku mamma. Blessuð sé minning þín og Guð geymi þig. Þín dóttir, Eva Hrönn. Kynni okkar Rögnu hófust fyrir rúmum tuttugu árum þeg- ar ég kom inn í fjölskylduna sem kærasta Leifs, yngsta son- ar þeirra Rögnu og Leifa. Þau tóku mér strax opnum örmum og var ég fljótlega orðin hluti af fjölskyldunni. Við Ragna urðum strax góð- ar vinkonur og er ég mjög heppin að hafa átt Rögnu að sem tengdamóður, hún var ein besta tengdamóðir sem ég gat hugsað mér. Hún var óspör á hrósið til mín og viðmótið var ávallt hlýlegt, en svona var hún Ragna mín, sá alltaf það góða við fólk og tók fólki eins og það var, eiginleiki sem því miður er fágætur. Mér fannst alltaf yndislegt að koma á Álfhólsveginn og setjast inn í eldhús með Rögnu og spjalla um daginn og veginn, oft var talað um barnabörnin sem voru hennar stolt og gleði, greinilegt var hvar ríkidæmi hennar lá. Hún talaði oft við mig um gamla daga, til dæmis hversu mikið hún hefði viljað verða hjúkrunarkona ef hún hefði haft tækifæri til þess. Hún hafði unnið á Borgarspít- alanum þegar hún var ung og þótti henni það starf eiga vel við sig. Síðastliðið ár var Rögnu mjög erfitt. Hún missti son sinn Jónas og eiginmann sinn sama ár og heilsan fór hrakandi þannig að hún gat ekki lengur verið heima við. Hún flutti inn á Grund sama dag og Þorleifur eiginmaður hennar lést. Þegar ég kom til hennar á Grund fagnaði hún mér alltaf mikið, við töluðum mikið um sameiginleg áhugamál okkar, prjónaskap og drauma. Rögnu fannst gaman að tala um drauma og við hugleiddum oft hvað þessir draumar þýddu. Ég sakna þessara stunda okkar þegar ég kom til hennar eftir vinnu og sat hjá henni og spjallaði um daginn og veginn og hún spurði mig ávallt um strákana okkar Leifs og hún sagði mér á móti fréttir af fjöl- skyldunni. Ragna var yndisleg amma sem hugsaði alltaf fyrst og fremst um fjölskyldu sína. Ragna gat stundum verið skemmtilega beinskeytt sem mér fannst bara gaman að og ef ég svaraði henni á sömu lund þá hló hún bara. Það er erfitt að þurfa að kveðja Rögnu því hún var ekki bara tengdamóðir heldur góð vinkona sem var alltaf til staðar fyrir mig og mína. Ragna kenndi mér að við eigum alltaf að bera virðingu fyrir öllu fólki. Minningar um Rögnu munu ávallt búa í hjarta mínu sem minning um dásam- lega konu. Þín tengdadóttir, Hlíf Berglind Óskarsdóttir. Ragnheiður Jónasdóttir var amma okkar og erum við stoltir af því. Amma var dugleg kona, hún var alltaf á hreyfingu og sáum við hana sjaldan staldra við og horfa á sjónvarp. Ein af okkar uppáhaldsminn- ingum um ömmu er þegar við vorum litlir og vorum að horfa á ömmu baka pönnukökur og við bræðurnir borðuðum þær jafnóðum enda volgar og góm- sætar. Hún bakaði bestu pönnukök- ur í heimi, það fannst okkur bræðrunum alla vega. Ég fór oft með ömmu og afa til Súða- víkur á sumrin, mér fannst mjög gaman að eyða tíma með þeim þar á fæðingarstað afa. Amma skammaði mig stundum fyrir að kalla sig ömmuling en ég vissi vel að innst inni hafði hún lúmskt gaman af því, í okk- ar augum verður hún alltaf öm- mulingur. Eitt sem okkur fannst skrítið við ömmu var hvernig hún heilsaði okkur þegar við kom- um á Álfhólsveginn, þá sagði hún alltaf bless. Okkur undraði alltaf að amma kvaddi okkur þegar við komum. Við eigum margar góðar minningar um ömmu í Kópa- vogi eins og við kölluðum hana oftast, það verður tómlegt að koma á Álfhólsveginn og engin amma þar sem tekur á móti okkur með innilegu faðmlagi, volgum pönnukökum og segir bless. Þínir sonarsynir, Þorleifur Óskar Leifsson. Arnar Gabríel Leifsson. Elsku amma. Hlýja, kærleikur og um- hyggja eru meðal þeirra orða sem koma upp í hugann þegar við hugsum um þig. Við systk- inin viljum þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman í gegnum tíðina. Heimsóknum okkar til þín og afa í Kópavoginn gleymum við seint en þar hlutum við ávallt hlýjar móttökur og eftir sitja margar góðar minningar sem sumar teygja sig langt aftur í tímann. Við höfum þó á síðustu tveim- ur árum gengið í gegnum erf- iðar stundir þar sem við höfum þurft að kveðja marga ástvini. Þó hefur þú amma staðið þig vel í gegnum þessa erfiðu tíma og nutum við samverustund- anna með þér. Eftir erfið veik- indi er nú komið að kveðju- stund. Eftir situr mikill söknuður en við vitum þó að þú ert komin á betri stað. Saknaðarkveðja frá okkur systkinunum. Þorsteinn, María og Gísli. Ragnheiður S. Jónasdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800                          ✝ Ástkær móðir okkar, amma, dóttir, systir og mágkona, ÁSTRÍÐUR KARLSDÓTTIR, Klapparstíg 14, Reykjavík, lést laugardaginn 23. júlí. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju, föstudaginn 5. ágúst kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Von, félag til styrktar skjólstæðingum á gjörgæslu Landspítalans. F.h. aðstandenda, Dóra Sif Tynes, Hrefna Tynes. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þverdal í Aðalvík, Furugerði 1, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 25. júlí, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 4. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítala, Kópavogi, s. 543 1159. Hjálmar B. Gíslason, Snorri Hjálmarsson, Sigríður L. Guðjónsdóttir, Gísli Hjálmarsson, Soffía Nönnudóttir, Berglind Sigurðardóttir, Ína Dóra Hjálmarsdóttir, Benóný Guðjónsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ERLINGUR KRISTINN STEFÁNSSON járnsmiður, Tröllaborgum 13, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 24. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 3. ágúst kl. 13.00. Andrés Erlingsson, Gyða Sigurlaugsdóttir, Guðbrandur Erlingsson, Jessika Larsson, og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, ELMAR HALLDÓRSSON, Þiljuvöllum 37, Neskaupstað, lést á Landspítalanum sunnudaginn 24. júlí. Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju miðvikudaginn 3. ágúst kl. 14.00. Bergþóra Stefánsdóttir, Stefán Einar Elmarsson, Aðalbjörg Ósk Guðmundsdóttir, Katrín Unnur Elmarsdóttir, Melkorka Elmarsdóttir, Margeir Örn Óskarsson, Tómas Styrmir Stefánsson, Oliver Snær Stefánsson, Fanney Ósk Sveinbjörnsdóttir, Kristín Elma Margeirsdóttir, Halldór Hinriksson, og systkini hins látna. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSTA KARLSDÓTTIR sjúkraliði, Árskógum 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 3. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast Ástu eru beðnir um að láta líknarfélög njóta þess. Haukur Bergsson, Ólafur Steinar Hauksson, Bergþóra Hafsteinsdóttir, Bergur Hauksson, Auður Harðardóttir, Eva Hauksdóttir, Viðar Freyr Sveinbjörnsson, Sigurður Hauksson, Kristín Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.