Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 Það eru víst meira en 3 ár síðan Bænda- samtökin tóku upp fá- ránlegan áróður forseta landsins um „fæðu- öryggi“ sem yrði að verja með skattpen- ingum fólksins í landinu og þar af leiðandi svip- aður tími síðan ég mót- mælti með grein þar sem ég benti á að hér á landi yrði aldrei fæðuöryggi meðan við þyrftum að flytja inn megnið af matnum og það sem framleitt væri hér byggðist á innflutningi véla, olíu, korns, áburðar, plasts, lyfja og fl. Nei, góðir hálsar! Okkar matvæla- og fæðuöryggi verður aðeins tryggt með góðri samvinnu við önnur lönd en ekki í einangrun hér út í ballarhafi. Samkvæmt fréttum frá í vetur framleiddu fjárbændur rúmlega 9.000 tonn af kindakjöti árið 2010. Um 6.000 tonn fóru í neytendur inn- anlands og afgangurinn seldur úr landi. Með þessari framleiðslu eru borgaðir margir milljarðar úr sjóðum landsmanna sem þýðir það að við er- um að borga með framleiðslu á kjöti til útflutnings. Og gleymið ekki því, að til þess að þetta kjötfjall verði til, þarf mikinn gróður sem er eins og all- ir vita af mjög skornum skammti hér á landi. Munið! Aðeins 25% landsins eru þakin gatslitnum gróðri. Svo það er tölu- verðu fórnað til að selja umfram rollukjöt úr landi. Blóðugur gjald- eyrir þar á ferð. Óraun- hæfir draumórar að ætla sér að bjarga allri heimsbyggðinni með framleiðslu á kjöti á ör- foka landi. Látum þær þjóðir sem eiga nægan gróður sjá um rollu- kjötsframleiðsluna en snúum okkur í ríkara mæli að framleiðslu grænmetis og svína- og alifuglakjöti. Annað. Bændur eru nú mjög upp- teknir af því að ganga ekki í Evrópu- sambandið og vilja þar af leiðandi ekki taka þátt í samningaferlinu. Þó gera þeir samt kröfur, svona til vara. Nefnilega að fá sína styrki áfram, jafnvel þó það þurfi að skera niður í öllum skólum og heilbrigðisstofn- unum í landinu. Bara að þeir fái að vera áfram á ríkisspenanum. Eðlilega eru þeir hræddir. Þeir yrðu þá hugs- anlega að taka upp skynsamlega framleiðslustýringu og jafnvel skikk- aðir til að hafa rollurnar í beit- arhólfum og setja dren í alla skurði og fylla þá síðan af mold. En ég held nú samt að þeir myndu ekki missa ríkismeðlagið sitt, því þeir gætu örugglega vælt eitthvað út á lengdar- og breiddargráður („norðan við hníf og gaffal“), rigningasumur, kuldaköst og klaka eða eitthvað annað. Sorgleg- ast af öllu er þó það að búin bera sig ekki fjárhagslega, þrátt fyrir alla milljarðana frá skattpíndri þjóð og aðra atvinnu sem flestir bændur stunda með búskapnum. Í vor sem leið voru þeir svolítið uppteknir af mögulegri mengun frá verksmiðjum og ruslbruna. Þeim áhyggjum deili ég heilshugar með þeim. Við megum ekki undir neinum kringumstæðum láta bjóða okkur mengun í nokkurri mynd, hvorki sjón-, lyktar- eða eiturmengun, eins og t.d. við í þéttbýliskjörnunum látum yfir okkur ganga. Í því sambandi vil ég þó benda á, að á mörgum sveita- bæjum er enn verið að brenna plast- umbúðir og sinu. Og þar eru sko eitr- aðar gufur sem stíga þá upp í háloftin og berast víða. Og þegar sinubruninn fer úr böndunum er látið að því liggja að einhver hafi hent logandi sígarettu út um bílglugga. Einhver ömurleg- asta sjónmengun hér á landi eru svo allar þessar plastbaggabyggingar út um alla mela, móa, holt, hæðir og tún. Alls konar véladrasl á víð og dreif, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli, er ekk- ert nema argasta sjónmengun. Enn eitt, svo fólk fari nú að hamstra kindakjöt allt árið, er hræðsluáróður um að trúlega verði ekki til nægilega mikið af því á grillið í nánustu framtíð, þar sem búið sé að flytja allt „öryggiskjötið“ úr landi. Nú verði bara að auka framleiðsluna um allt að 70%. Auk þess þurfi að hækka verðið á hæklum og hálsliðum þar sem búið sé að selja alla góðu bitana fyrir okurpeninga úti í löndum. Það verður að græða á báðum vígstöðum. Þetta kallar maður nú bara algjöra snilld! Að lokum. Af hverju í ósköpunum má ekki flytja út alifugla- og svína- kjöt sem framleitt er án styrkja? Hvers vegna eru rollurnar alltaf í fyrsta sæti? Hinar „heilögu kýr Ís- lands“? Hvaða rugl er í gangi? Kinda- kjöt er alveg ágætt og ullin frábær en við verðum að fara að viðurkenna að kindin hefur ekki lengur forgang. Fleiri kjöttegundir hafa haslað sér völl í mögum landsmanna, kjöt sem ekki er framleitt á örfoka hálendi. Viðurkennum vandann og fækkum búum. Framleiðum bara það sem við getum sjálf torgað, þessi 6000 tonn í ár og svo kannski minna á því næsta. Þeir sögðu í vetur að 8 til 9 svína- kjötsframleiðendur framleiddu jafn- mikið kjöt og 1400 fjárbændur! Þetta er náttúrlega bara alveg út úr kú. Hinar „heilögu kýr“ Íslands, rollurnar Eftir Margréti Jónsdóttur » Aðeins 25% landsins eru þakin gat- slitnum gróðri. Svo það er töluverðu fórnað til að selja umfram rollu- kjöt úr landi. Margrét Jónsdóttir Höfundur er eftirlaunaþegi. Fjölmargir sjó- menn greiða lífeyr- issjóðsiðgjöld sín til Gildis lífeyrirssjóðs. Á ársfundi lífeyr- issjóðsins, sem hald- inn var í lok apríl, var tillögu undirrit- aðs um opnun sjóðs- ins fyrir hinum al- menna félagsmanni hafnað. Tillagan var á þá leið að kosið yrði til stjórnar sjóðsins á árs- fundi úr nöfnum þeirra sjóðfélaga sem byðu sig fram. Þar hefðu að- eins atkvæðisrétt sjóðfélagar sem mættir væru til fundarins. Því var gert ráð fyrir í tillögunni að sjó- menn sem ekki gætu mætt til fundarins starfa sinna vegna, gætu falið atkvæði sitt maka eða öðrum nákomnum. Taldi sjálfgefið að stjórn- armenn segðu af sér Við mótun tillögunnar hafði ég ýmislegt í huga. Til dæmis að fá útrás fyrir óánægju mína með stjórn sjóðsins eftir að í ljós kom að sjóðurinn hefur tapað tugum milljarða á síðustu árum sem jafn- gildir áratuga greiðslu iðgjalda sjóðfélaga. Við slíkar hamfarir taldi ég sjálfgefið að stjórnarmenn sem þá sátu segðu af sér. Ekki einn einasti gerði það, þeir báðust ekki einu sinni afsökunar, heldur voru einstaka aðilar atvinnulífs og launþega borubrattir og svöruðu fullum hálsi þegar athugasemdir bárust á ársfundi sjóðsins í kjölfar hrunsins. Það er ekkert launungarmál að ég settist niður með sjálfum mér og ákvað að gera eitthvað í mál- unum. Ég treysti þessum mönnum ekki til að sjá um vörslu á lífeyr- issparnaði umbjóðenda minna. Tæpitungulaust – ég ákvað að hagsmunir þeirra yrðu best varðir með því að losa sjóðfélaga hægt og bítandi við þessa menn og að atkvæðisréttur væri bundinn við sjóð- félaga, þá sem sýndu sjóðnum áhuga. Atkvæðisréttur ekki bundinn við handvalið fulltrúaráð eins og nú er. Valdalítill ársfundur Þegar ég rýndi í samþykktir sjóðsins sá ég að það var hæg- ara sagt en gert. Allt niðurnjörvað í girðingar, allt krossað í bak og fyrir þannig að ekki næðist að leysa utan af pakkanum. Líkja má þessu við viðskiptaflækjuna sem braskarar (fjárfestar) bundu utan um brask sitt með peninga al- mennings. Ekki hægt að ná í kauða til að láta hann svara fyrir gjörðir sínar. Skýtur sér á bakvið eignalaus fyrirtæki og segir með bros á vör: „Jess“ þegar skipta- stjóri þessara fyrirtækja lýsir þau gjaldþrota. Kröfur upp á millj- arða, engar eignir hefðu fundist í búinu! Hvers konar leit, spyr ég, þegar braskarinn situr sem aldrei fyrr áfram við fyrri iðju í krafti valds sem honum hefur hlotnast? Jæja – nóg með það – efnið hleyp- ur ekki frá manni. Líkt er á komið með regluverki Gildis lífeyrissjóðs. Stjórnin hefur það á valdi sínu hvaða mál koma til meðferðar á ársfundi. Stjórnin er þannig æðri ársfundi sjóðsins. Þessu þarf skilyrðislaust að breyta og þar sem fulltrúar sjóð- félaga í stjórn sjóðsins sýna því ekki áhuga verður það að gerast með auknum þrýstingi á þá frá umbjóðendum þeirra. Ég trúi ekki öðru en sjóðfélagar taki undir slíka kröfu. Það verður aftur að segjast eins og er að undirritaður fann fyrir tómleika gagnvart þessu málefni á síðasta ársfundi sjóðsins, hafði reyndar fundið fyrir slíku á fyrri ársfundum sem hann hefur setið. Sjóðfélagar sem sátu fundinn tóku ekki undir tillögurnar, hvorki í tjáningu á fundinum né í atkvæða- greiðslu. Einu atkvæðin sem til- lögurnar fengu komu úr röðum at- vinnurekenda. Hvatt til aukins lýðræðis innan sjóðsins Tilefni þessarar greinar er sam- töl sem ég hef átt við sjóðfélaga sem lásu fréttir af ársfundinum. Þeir hafa hvatt mig til áframhald- andi baráttu fyrir auknu lýðræði innan Gildis lífeyrissjóðs. Þeir segjast fylgjast með og eru að ræða þessi mál samhliða störfum sínum úti á sjó. Þeir hafa áhyggj- ur af þeim hluta ævisparnaðarins sem geymdur er í lífeyrissjóðnum sem ætlað er að gera þeim lífið auðveldara þegar starfsævinni lýkur. Þá var fjallað um málefnið á fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var um miðjan júlí. Þar var undirrit- aðar hvattur til að halda áfram að- haldi sínu gagnvart sjóðnum. Eftir Örn Pálsson Örn Pálsson » Tilefni þessarar greinar er samtöl sem ég hef átt við sjóð- félaga sem hafa hvatt mig til áframhaldandi baráttu fyrir auknu lýð- ræði innan Gildis. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda og félagi í Gildi lífeyrissjóði Er lífeyris- sparnaðurinn í uppnámi? Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna sam- þykkti 16. desember 1991 ályktun nr. 46/ 1991 um stefnumið í málefnum aldraðra „til þess að lífga við árin sem bæst hafa við líf- ið“. Í ályktun Allsherj- arþingsins var átján grundvallarmark- miðum skipt í fimm efnisþætti: sjálfstæði, virkni, lífsfyll- ingu, reisn og umönnun, með áherslu á að aldraðir þurfi að njóta allra þessara þátta til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins. Hlutverk aldraðra innan fjöl- skyldunnar og í samfélaginu er afar mikilvægt, enda þótt framlag þeirra sé oft ekki metið að verðleikum og hinn félagslegi auður sem í þeim býr sé gjarnan vannýttur. Sú þekking sem aldraðir hafa aflað sér með langri lífsreynslu er mikilvægt fram- lag til félagslegrar og efnahags- legrar þróunar. Þátttaka aldraðra í sveitarfélögum eykur lífsgæði þeirra og stuðlar að betra samfélagi. Stjórnvöld ættu því í samráði við sveitarfélög, frjáls félagasamtök og fulltrúa eldri borgara að hvetja til þátttöku allra aldurshópa í sam- félaginu og þróa slíkt með því að nálgast verkefnið á víðtækan hátt. Setja þarf heildstæð markmið varð- andi málaflokka á borð við sam- félagslega þróun, húsnæðismál, um- hverfismál, samgöngur, heilbrigð- ismál, félagsþjónustu, menntamál, atvinnulíf og elligleði. Þá segir í Vínar-framkvæmda- áætluninni um málefni aldraðra (Vi- enna International Plan of Action on Ageing), að mörg lönd hafi sett á stofn landsnefndir aldraðra í þeim tilgangi að tryggja á landsvísu öflug og samræmd viðbrögð gagnvart hækkandi meðalaldri íbúa og að réttar aldraðra sé gætt, velferð þeirra aukin og lagt sé mat á stefnu- mótun og þjónustu fyrir aldraða. Ísland á sína þykjustunefnd, Sam- starfsnefnd um málefni aldraðra heitir hún og á að starfa á grundvelli laga um málefni aldraðra nr. 125/ 1999. Samkvæmt lög- um skal ráðherra skipa fimm menn í þessa nefnd og fimm til vara eftir hverjar almennar alþingiskosningar. Verkefni samstarfs- nefndar um málefni aldraðra eru að vera velferðarráðherra og ríkisstjórn til ráðu- neytis um málefni aldr- aðra, vera tengiliður milli ráðuneyta, stofn- ana og samtaka sem starfa að málefnum aldraðra og stjórna Framkvæmdasjóði aldraðra og gera tillögur til ráðherra um út- hlutun úr sjóðnum. Nefndina skipa nú: Rannveig Guðmundsdóttir, for- maður , Ólafur Þór Gunnarsson, Unnar Stefánsson, Ragnheiður Her- geirsdóttir, Pétur Magnússon. Þarna eru bara tveir öldungar, hinir eru unglingar! Mikið heið- ursfólk og mikilhæft, en þarf greini- lega að taka verkefni sín alvarlega. Því hvar var gagnrýni þessarar nefndar þegar eignaupptakan hófst 2009, bæði með niðurfellingu grunn- lífeyris og hækkun fjármagns- tekjuskatts ásamt lækkun allra frí- tekjumarka? Ekki einu sinni mæðustuna heyrðist frá þessari þykjustunefnd ríkisstjórnarinar þá. Þá er líka – væntanlega ríkistyrkt – apparat, sem heitir Öldrunarráð Íslands, og þar eiga aðild samtök, fé- lög, fyrirtæki og stofnanir, þar með talið sveitarfélög, sem vinna að mál- efnum aldraðra. Aðilar eru nú alls 31. Markmið Öldrunarráðs Íslands er að vinna að bættum hag aldraðra. (Ath.: öll sveitarfélög eiga sam- kvæmt lögum að annast aldraða sem og aðra sem „vinna þarf með“). Ég hef ekki nennu til að leita í viskubrunnum þeirra sem þarna starfa eða árangurs þeirra visku. Í Madrídar-sáttmálanum frá 2002 og Vínarsáttmálanum frá 1983 segir hinsvegar að „aldraðir eru sjálfir bestu talsmennirnir í málefnum sem að þeim snúa“. Samtök aldraðra sem stofnuð voru 1973 hafa aldrei orðið vör við afskipti eða haft samræðu við ofan- greind apparöt á sinni vegferð, nema vera skyldi viðkoma 1981 þegar samtökin urðu að ósk sinni að Fram- kvæmdarsjóður aldraðra var stofn- aður. En til Framkvæmdarsjóðsins hefur ekkert spurst í sögu samtak- anna. Spurningarnar eru: Hverjar eiga megináherslur að vera? Hvað vilja aldraðir sjálfir? Það er ljóst að mikl- ar breytingar eru framundan, 67+ eru nú um 26 þúsund en verða vænt- anlega 59 þúsund 2030. Þjónusta og félagsstarfið þarf að taka mið af því og hafa í frammi nauðsynlegan sveigjanleika. Þetta á ekki síst við þegar hugað er að hús- byggingum sem kosta mikla pen- inga. Hús sem byggð eru nú á tímum geta staðið lengi. Meginhugmynd Samtaka aldr- aðra er að aldraðir búi í húsnæði sem falli að þeirra þörfum og stuðli að sjálfstæði og reisn þeirra í stað stofnanavistar. Markmiðið að allir búi heima sem lengst hentar auðvit- að ekki öllum, því til að einstaklingur geti búið heima þarf að vera hægt að tryggja öryggi hans. Þetta öryggi byggir á samspili margra þátta og þjónustukerfa. Stefnan er að tryggja aukið sjálf- stæði og reisn á ævikvöldi. Stofn- anavistin verði sem styst og fólk búi við eðlilegt heimilislíf þar til spít- alavist er óumflýjanleg. Þessi stefna sparar milljarða útgjöld fyrir ríkis- sjóð, höfuðborgina og aðrar bygðir. Þetta þarf að hafa í huga þegar mörkuð er stefna í öldrunarþjón- ustu, en þá má aldrei gleyma að aldraðir eru ekki samlitur stór hóp- ur heldur ólíkir einstaklingar með minnst þrjátíu ára aldursbili, með ólíkan bakgrunn, ólíkar þarfir og mismunandi lífsviðhorf. Er öldrun vannýtt félagsleg auðlind á Íslandi? Eftir Erling Garðar Jónasson » Þessi stefna sparar milljarða en þá má aldrei gleyma að aldr- aðir eru ekki samlitur stór hópur heldur ólíkir einstaklingar með þrjá- tíu ára aldursbili, Erling Garðar Jónasson Höfundur er formaður Samtaka aldraðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.